Morgunblaðið - 07.04.1965, Page 24
24
MORCU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. apríl 1965
ANN PETRY:
STRÆTIÐ
fæturna á henni, rétt eins og
þér væru ekki fastir við hana.
Þeir sáu bara fæturna, upp-
bólgna og með líkþornum —
negrafætur. Þetta orð skein út
úr svipnum á þeim. Jafnvel við
negralækna var hún auðmjúk og
afsakandi.
Ekki einu sinni Jones hlustaði
á hana, jafnvel þó hann væri í
góðu skapi. Það var rétt eins og
hún væri alls ekki inni hjá hon-
um. Meðan hún lét dæluna
ganga, var hann með hugann allt
annarsstaðar, við eitthvað, sem
kom honum til að hleypa brún-
um og bíta í varirnar á sér. Og
svo húsmæðurnar hennar! Stutt,
ar, feitar, æstar, rólegar eða
drukknar, en engin þeirra hafði
nokkurntíma hlustað á hana
þegar hún talaði. Þær gáfu skip-
anir, rétt eins og upp yfir höfuð-
ið á henni, þangað til hún neydd-
ist til að líta upp og gá að, hvort
þarna væri eitthvert annað höf-
uð ofaná hinu, sem hefði vaxið,
án þess að hún vissi af. Og svo
í sama bili og hún ætlaði að fara
að svara þeim, voru þær roknar.
í þau fáu skipti, sem hún hafði
fengið tækifæri til að tala við
prestinn sinn, tók hann fram í
fyrir henni og sagði: — Já, við
eigum öll við einhver vandræði
að stríða, systir. Öll eigum við
einhver vandræði við að fást. Og
svo var hann líka rokinn.
En þessi maður hafði hlustað,
og það með áhuga, og meðan hún
lét dæluna ganga, hafði hann
aldrei litið af henni, og því var
hún kafrjóð af ánægju, þegar hún
kom fram fyrir tjaldið, því að
nú hafði hún fengið tæki til að
varðveita hug Jones og hafa
hemil á honum. Konurnar á stól-
unum gláptu á hana en hún gekk
bara fram hjá þeim og lét sér
á sama standa, því að hún hafði
fengið það, sem hún hafði verið
að sækjast eftir. Og þetta hafði
verið einfalt og auðvelt og hreint
ekki eins dýrt og hún hafði búizt
við.
Á leiðinni í strætisvagninum
til 116. götu, datt henni í hug,
að hvenær sem hún kynni að
frétta um einhverja konu í vand
ræðum, skyldi hún vísa henni til
Davíðs Spámanns. Hann var svo
viðræðugóður og svo góður í sér,
og hann kunni sitt handverk. Og
þar sem frú Hedges hafði vísað
henni á hann, yrði hún að gera
eitthvað fyrir hana í staðinn.
Meðan hún hékk í hankanum í
vagninum, braut hún heilann um,
hvað það ætti að vera. Og hún
var svo niðursokkin í þau heila-
brot, að hún fór framhjá 116.
götu og var komin að 112., áður
en hún vissi af.
Hún gekk eftir Áttundutröð og
var enn að hugsa um frú Hedges.
Hún leit inn um gluggann á
blómabúð og gekk síðan inn.
— Hvað kosta þessir kaktusar
í gráu skálunum í glugganum?
— Pakkið þér einn inn, sagði
hún, og þegar búðarmaðurinn
seildist út í gluggann, tók hún
það sem eftir var af litla seðla-
bunkanum úr barminum. Þegar
hún hafði tekið tvo dali, sá hún,
að ekki var orðið mikið eftir, en
það sem hún hafði fengið fyrir
aurana, var óendanlega miklu
meira virði en það, sem hún
hafði látið fyrir það.
Það var dauf birta í stofunni
hjá frú Hedges, og um leið og
Min kom fyrir hornið, gall við
rödd hennar: — Jseja, fékkstu
eitthvað við þessu góða mín?
— Já, heldur betur, sagði Min.
Röddin var svo full-af fjöri og
trúnaðartrausti, að frú Hedges
glápti á hana steinhissa. — Ég
vissi, að þér þykir gaman að
blómum, hélt hún áfram, — svo
að ég kom með þetta litilræði
handa þér. Hún rétti böggulinn
að frú Hedges.
— Það var fallega hugsað af
þér elskan. Frú Herges laut
fram og tók böggulinn og beið
svo til að heyra um Davíð Spá-
mann. En Min stikaði einbeittum
skrefum að dyrunum hjá sér, og
frú Hedges gat ekki annað en
teygt álkuna til þess að sjá sem
lengst á eftir henni.
Jones, sem mókti í stólnum hjá
útvarpinu, heyrði þegar Min
stakk lyklinum í skráargatið.
Hann hafði verið að bíða eftir
þessu hljóði, og nú stóð hann upp
úr stólnum og gekk út á mitt
gólf, þar sem hann teygði úr sér
og var nú glaðvaknaður. Hund-
urinn stóð líka upp og sperrti
eyrun við hljóðið í lyklinum.
Já, þessu hljóði hafði hann
verið að bíða eftir, en nú fanns't
honum það svo hátt, að það skar
í eyru hans og olli honum óþæg-
indum. Venjulega stakk Min lykl
inum feimnislega í skráargatið,
og eins og fálmandi, og þegar
loksins læsingin small upp stóð
hún kyrr ofurlitla stund, eins og
hún færi hjá sér við hljóðið. En
nú var lyklinum stungið í hik-
laust og einbeittlega og hurð-
inni ýtt upp tafarlaust. Hann
hleypti brúnum er hann hlustaði
á þetta, þvi að hún skellti hurð-
inni í þokkabót. Sleppti af henni
hendinni svo að hún skall aftur
og bergmálið kvað við um allan
ganginn og gæti jafnvel heyrzt
upp á efri hæðirnar.
Þessar óvenjulegu aðfarir
hennar gerðu hann svo hissa, að
þegar hún kom inn í stofuna,
hófst hann ekki þegar handa um
að fleygja henni út, ásamt borð-
inu hennar, heldur sagði bara:
— Hvar hefurðu verið?
— Úti, sagði hún og gekk inn
í svefnherbergið.
Og hann settist niður, skelfd-
ur við þá hugsun, að hún væri
farin að binda trúss við einhvern
annan karlmann. Hann kreppti
snögglega fingurna, en rétti svo
úr þeim aftur, þangað til þeir
lágu máttlausir á stólbríkinni.
Þarna var hann farinn að hugsa
um hana aftur, þegar hann sótt-
ist ekki eftir neinni nema Lutie.
Og Lutie gerði ekki svo mikið
sem líta á hann, en hinsvegar
hafði hann Min í hendi sér. Hann
sá aftur Lutie fyrir sér í anda
— löngu, brúnu fótleggina og
brjótin, sem stóðu út í þunnan
kjólinn. Við þessa tilhugsun, stik-
aði hann inn í svefnherbergið og
hann kitlaði í fingurna eftir að
16
gera Min eitthvað illt. Jafnvel
kitlaði hann í fótinn, sem hann
ætlaði að sparka í klunnanlega
afturhlutann á henni.
Min var að draga prjónana úr
kollháa hattinum sínum og horfði
á sjálfa sig í speglinum meðan
á því stóð. Það var einhver svo
íbygginn ánægjusvipur á henni
og flata andlitinu, sem sást í
speglinum, sem var svo ljótt, að
snögglega greip hann einhver
ofsi.
Hann tók skref í áttina til
hennar og um leið sá hann hana
líta út undan sér í speglinum.
Hann leit líka við til að sjá hvað
hún væri að horfa á; það var
eitthvað, sem hlaut að vera rétt
við rúmið og hann leitaði í þá
átt með augunum. Þegar hann sá
stóra, gyllta krossinn hanga uppi
yfir rúmgafflinum, staðnæmdist
hann. Þetta var rétt eins og ein-
hver fingur benti á hann, ásak-
andi.
Næstum tafarlaust tók hann að
hopa á hæli undan þessu, og alla
leið inn í stofuna, þaðan sem
hann gat ekki séð krossinn. Enda
þótt hann væri trúlítill og færi
aldrei í kirkju, þó að hann gerði
Blaðburðarfólk
óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi
Skipholt II
Laugaveg
frá 105 - 777
Sími 22-4-80
— Það er farið að rigna mamma. Má ég ekki koma inn með
nokkra vini mina og leika mér í stofunni.
gys að fólki, sem var að mjálma /
um syndir sínar og eyddi heilum
sunnudögunum í fyrirgefningar-
bænir, hafði hann aldrei getað
losað sig við einhvern ótta við
makleg málagjöld eftir dauðann,
sem hann hafði heyrt talað um
þegar hann var lítill. Til dæmis
að taka málagjöldin, er þeirra
manna biðu, sem girntust konur
— manna eins og hans'sjálfs.
Þessvegna var krossinn í hans
augum óróvekjandi og hræðileg-
ur hlutur, af því að hann var
tákn valdsins. Hann var í huga
hans í sambandi við myrkravöld-
in, og gat kallað þau yfir þá,
sem brutu lög kirkjunnar. Það
var hræðsla við hið illa er kross-
inn gat vakið upp, sem hrakti
hann út úr svefnherberginu og
kom honum niður í stólinn í
stofunni.
Hann greip höndum fyrir augu,
af því að honum fannst, áð þessi
gyllti kross héngi beint andspæn-
is honum í staðinn fyrir uppi
yfir rúmgaflinum, þar sem hann
sá hann áðan. Hann tautaði eitt-
hvað lágt við sjálfan sig og stóð
síðan upp til að sparka heiftar-
lega í hundinn, en settist síðan
aftur.
En inni í svefnherberginu
brosti Min er hún leit niður til
að kveikja á digru, hvítu kert-
unum, sem hún hafði sett sitt
hvorum megin á borðið.
6. kafli.
Það var alltaf margt um mann-
inn inn á Juntobarnum í 116.
stræti. Enda var veturinn harður,
Úti á strætinu. Vindurinn blés
snjónum í langa skafla á gang-
stéttinn, sem gátu setið þar vik-
unum saman og urðu með tím-
anum svo sótugir, að þeir voru
ekki þekkjanlegir sem snjór, en
litu öllu fremur út eins og eitt-
hvert svart gosefni frá strætinu
sjálfu.
Og þegar svo hver kuldadagur-
inn kom tafarlaust á hæla þeim
næsta á undan, varð yfirborðið
á þessum haugum þakið sorpi,
gömlum skóm, dagblöðum og líf-
stykkjareimum. Þetta frosna
rusl og svo íköld golan gerði
strætið býsna óvistlegan stað að
vetrarlagi og fólkið fann dálitla
KALLI KÚREKI
—>f-
you'ce PiLiW’ up mouBtE for
YOUeSELVES, AN’AKJY APACHES
THAT THEOW IN WITH YOU' I’M -v
6QN)K)A HAVE T’TAkE YOU BflCKfJ
Teiknari: J. MORA
— Við snúum ekki við og við mun-
umi ekki borga fyrir nautið. Það væri
þér fyrir beztu að fara héðan meðan
þú heldur ennþá höfuðleðrinu.
— Þið eruð að leiða vandræði yfir
ykkur sjálfa og enginn apache indíáni
mun ganga í lið með ykkur. Ég er til-
neyddur að taka ykkur með mér til
baka.
— Þú ættir að reyna það. Þú nærð
kannski öðrum okkar en hinn nær
þér og litla indíánanum.
— Hvíti maðurinn er hræddur við
dauðamn en Apache-indíáninn er ekki
hræddur.
til breytingu í því að standa fyrir
framan Junto, þar sem ljósið
skein út um gluggana og hljóm-
urinn frá spilakassanum gerði
þetta að einskonar hlýjubletti í
eyðimörkinni.
Á sumrin var strætið heitt og
rykugt, því að þarna voru engin
tré til að skýla, svo að sólar-
geislarnir helltust beint ofan á
steinlagða götuna og stein-
steypta húsveggina. . Og inni 1
húsunum var allt eins og í .gufu-
baði og dimmu gangarnir eins og
bakaraofnar. Jafnvel grindurnar
á útiþrepdnum voru heitar við-
komu.
Eftir því sem hitamælirinn
skreið jafnt og þétt upp eftir
leitaði fólkið æ meir út á göt-
una, af því að hitinn í húsunum
var orðinn svo óþolandi. Full-
orðna fólkið teygði úr sér í stól-
um úti fyrir húsunum, en hálf-
nakin börnin léku sér á gang-
stéttinni, svo að strætið varð eins
og úti-setustofa. Og þar sem fólk
ið tók líka upp á því að sofa úti
á þökunum og í eldvarnastigum
og á garðbekkjum, varð strætið
jafnframt að úti-svefnherbergi.
Sama fólkið sem stóð sér til
hita fyrir utan Junto á vetrum
fór líka að standa þar á sumrum.
Og meira að segja fjölgaði fólk-
inu þar þegar sumarið kom, því
að suðan í rafmagn-vindsnæld-
unum og smellirnir í ísnum í glös
unum, barst út á strætið og fólk-
inu fannst þetta eitthvað svala
sér.
Þessvegna var alltaf stöðullinn
fyrir framan Junto, frá því að
húsið var opnað á morgnana og
þangað til síðasti drykkjuhrútur-
inn var lokaður þar úti að kvöldi.
Höfn
i Hornafirði
BRÆÐURNIR Ólafur og
Bragi Ársælssynir á Höfn í
Hornafirði eru umboðsmenn
Morgunblaðsins þar. Þeir
hafa einnig með höndum
blaðadreifinguna til nær-
liggjandi sveita og ættu
bændur, t.d. í Nesjahreppi
að athuga þetta.
Sandur
UMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðsins á Sandi er Herluf
Clausen. Gestum og gang-
andi skal á það bent, að í
Verzi. Bjarg er Morgun-
blaðið selt í lausasölu.
Grundarfjörður
VERZLUN Emils Magnús-
sonar í Grundarfirði hefur
umboð Morgunblaðsins með
höndum, og þar er blaðið
einnig selt í lausasölu, um
söluop eftir lokunartíma.