Morgunblaðið - 07.04.1965, Page 27
Miðvikudagur 7. april 1965
MORGUNBLADIÐ
27
Fyrirlestrar
Stúdentaráðs
BISKUP ÍSLANDS, herra Sigur-
björn Einarsson, flytur erindi á
vegum Stúdentaráðs Háskóla ís-
lands í kvöld (miðvikudaginn 7.
apríl) kl. 21 í I. kennslustofu
háskólans.
Nefnist erindið:
Sigurbjörn Einarsson.
Öllum er heimill aðgangur
tneöan húsrúm leyfir. Þetta verð
ur síðasti fyrirlesturinn á veg-
um Stúdentaráðs á þessum vetri,
en þeir hafa samtals verið 8, og
yfirleitt verið mjög fjölsóttir,
bæði af almenningi og stúdent-
um.
~ Krefjasf
Framhald af blS. 28
mark og flugstundatryggingu
hófust að nýju í nóvembermán-
uði síðastliðnum og varð loka-
fundur um það efni haldinn án
þess að endanlegt samkomulag
næðist. Hins vegar kusu Loftleið
ir nefnd til framhaldsviðræðna,
en þá vísuðu fulltrúar flug-
manna málinu til Félags ís-
lenzkra atvinnuflugmanna. Hinn
26. febrúar sl. bar samninganefnd
F. I. A. fram nýjar kaup- og
kjarakröfur vegna flugmanna á
Rolls Royce 400, sem námu sam
kvæmt þeirra eigin útreikningi
kr. 810 þúsundum á ári fyrir flug
stjóra í hæsta launaflokki, en það
eru kr. 67.500 á mánuði. Er þá
miðað við verulega lækkun flug
stunda og gert ráð fyrir 60
klukkustunda hámarksflugi á
mánuði hverjum í stað 105, sem
gildir á DC 6B.
Þess skal getið, að samkvæmt
útreikningi Loftleiða eru kaup
kröfurnar í rauninni hærri en
flugmennirnir hafa áætlað, og
ber þar m.a. á milli tryggingar,
einkennisbúningar og önnur
hlunnindi.
Hinn 21. marz sl. fór stjórn
Loftleiða til Norðurlanda til viku
dvalar þar og var samninganefnd
F. í. A. um það kunnugt, enda
ferðin ákveðin með löngum fyrir
vara, en sama dag boðaði stjórn
F. í. A. verkfall frá og með 3.
apríl á Rolls Royce 400 flugvélum
Loftleiða, og gafst því mjög
naumur timi til samningavið-
ræðna.
Máli þessu var vísað til sátta-
semjara, sem hélt fyrsta fund
með deiluaðilum 1. apríl sl. Fund
irnir hafa enn ekki borið árang-
ur.
Að gefnu tilefni er rétt að upp-
lýsa að kaup hinna bandarísku
flugstjóra sem ráðnir eru til
starfa hjá Loftleiðum í nokkra
mánuði, meðal annars vegna
þjáifunar íslenzkra flugmanna í
Kanada, nemur um 1250 dölum á
mánuði, miðað við 70 stunda flug.
Kostnaður Loftleiða vegna þjálf
unar þessara flugmanna er sára-
lítill og þeir munu fara héðan
strax og unnt er að fá íslenzka
flugmenn í þeirra stað. Hins veg
ar er þjálfunarkostnaður Loft-
leiða vegna íslenzku flugmann-
anna í Montreal mjög mikill, og
allur greiddur af Loftleiðum".
— Islaust
Framhald af bls. 28
net' sin um helgina og misstu
sumir nokkuð af þeim undir ís.
Einn bátur var búinn að leggja
3 netatrossur og varð að bjarga
þeim undan ís á síðustu stundu
— Þórður.
★
SAUÐÁRKRÓKI — í dag er
glaða sólskin og stillilogn. Tals-
vert er um jakaburð á firðinum
og allmikið við land. Góða veðr-
ið og ísinn punta upp á sælu-
vikuna. — Jón.
★
RAUFARHÖFN — Suðaustan átt
er og hún pressar ísinn hér inn
í bugtina. Strengdur hefur verið
stálvir yfir höfnina og ísinn hef-
ur ekki enn komizt inn. í norð-
vestan áttinni lónar ísinn ávallt
aðeins frá og leggst að I.anganes-
inu. Nú, þegar hann kemur til
okkar, myndast aftur á móti auð
rönd með Langanesinu. Hér verð
ur ekki fært skipum fyrr en
sunnanátt kemur og rekur allt
til hafs.
Vegir eru færir og vöruflutn-
ingar á landi frá Reykjavik.
— Einar.
★
ÓLAFSFIRÐI — Úti fyrir sést í
ísinn og jakar eru á firðinum-
í gær nálgaðist hann svo mikið
að bátarnir urðu að draga upp
net sín. Lítill friður er fyrir bát-
ana og hefur afli verið lítill. Þó
heldur skárri að undanförnu. 1
dag er bliðskaparveður og bát-
arnir aftur búnir að leggja net
sín. Snjólétt er og fært hingað.
Lágheiði hefur verið mokuð.
— Jakob.
★
REYÐARFIRÐI — ísinn er nú
í fyrsta skipti kominn inn á
Reyðarfjörð. Síðan seint í gær-
kvöldi hefur hann stöðugt rekið
inn, enda er nú A-Sa-átt, 5—6
SAUÐÁRKRÓKI, 6. april
Sæluvika Skagfirðinga hófst að
þessu sinni sunnudaginn 4. apríl
og lýkur henni næstkomandi
sunnudag eða þann 11.. Vikan
hófst með barnamessu í Sauðár-
krókskirkju kl. 11 á sunnudag
og síðan var almenn messa sama
dag. Prestur var sr. Bjartmar
Kristjánsson á Mælifelli.
Leikfélag Sauðárkróks frum-
sýndi leikritið „Segðu steininum“
eftir John Patrick. Leikstjóri er
Kári Jónsson, leiktjöld gerði
Jónas Þór Pálsson. Verður leik-
urinn sýndur á hverju kvöldi
vikunnar kl. 20. Á mánudaginn
er þó barnasýning kl. 18., en sú
venja hefur skapazt að helga
börnunm alla dagskrá mánudags-
ins og koma kennarar víðs veg-
ar að úr héraðinu með skóla-
börnin.
Aðrar skemmtanir vi'kunnar
verða að þrír karlakórar syngja,
Karlakórinn Feykir í kvöld,
Karlakórinn Heimir á fimmtu-
vindstig. Ég fór um hádegi upp
á svokallaðan Hólmaháls, sem er
á milii Reyðarfjarðar og Eski-
fjarðar. Þaðan sást stór spöng
frá Grímu, sem er sunnan megin.
fjarðarins og þvert yfir, Qg virð-
ist á hraðri innleið. Virtist vera
hægt að komast á skipum um
rennu norðan megin fjarðarins.
Vegna slæms skyggnis sást ekki
hversu mikiLl is var fyrir utam.
Ef hann er mikill þar, berst hana
hratt inn með þessari vindátt.
í gærkvöldi fór héðan síldar-
tökuskip. Varðskip fylgdi því út
og slapp það vel. Nú er snjó-
koma og dimmt yfir öllu.
dag og Karlakór Sauðárkró'ks á
föstudag. Verkamannafélaigið
,,Fram“ heldur skemmtanir á
föstudag, laugardag og sunnudag.
Þar kemur hinn velþekkti Ómar
Ragnarsson fram og einnig verð-
ur sýndur leikþáttur. Sauðár-
króksbíó sýnir úrvals kvikmyndir
alla daga vikunnar.
í félagsheimilinu Bifröst verða
almennir dansleikir á þriðjudag,
en þá leika Gautar frá Siglu-
firði. Á hverju kvöldi frá fimrntu
degi til sunnudagskvölds leikur
hljómsveit Hauks Þorsteinssonar
og Halla syngur. Á Hótel Mæli-
felli verða dansleikir á fimmtu-
dag, föstudag, laugardag og
sunnudagskvöld, Rómó leika,
Allir vegir um Skagafjörð eru
greiðfærir, og heimamenn geta
þvi fjölmennt. Fleira aðkomu-
fólk hefur sótt skemmtamir
sæluvikunnar en oftast áður. T.d.
voru um 300 manns á sýniwgu
Leikfélagsins í gærkvöldi og
ennþá fleiri á dansleik — Ján,
Arnþor.
Míkið f;ö!menni á sæia-
viku Skagfirðinga
Auðunn Auðunsson.
TOGARINN Sigurður kom til
Reykjavíkur í gærmorgun með
tæplega 300 tonn af fiski, sem
hann hafði fengið á 9 dögum
á heimamiðum, mestmegnis
karfa. Er þetta mesta aflamagn
íslenzks togara úr einni veiði-
ferð í vetur. Morgunblaðið átti
i gær samtal við Auðun Auð-
unsson, skipstjóra á Sigurði.
— Við héldum fyrst til Aust-
ur-Grænlands til að fiska fyrir
Englandsmarkað, sagði Auð-
unn. Við köstuðum á tveim
stöðum í leiðindaveðri og þar
var ekkert að fá, svo að við
héldum heim á leið, enda hafði
einn skipverja fengið mjög
slæmt ofnæmistilfelli. Honum
var hins vegar tekið að skána,
þegar við vorum komnir heim
undir ísland, svo að við hófum
veiðar og fengum næstum 300
tonn á 9 dögum um 100 mílur
VNV af Garðskaga. Þar eru
stærstu hrygningarstöðvar
karfa, sem ég þekki við ísland.
-— Ætlar þú aftur á sömu
slóðir, þegar þið farið aftur út
á fimmtudag?
— Nei, það geri ég ekki. Karfi
Rætt vi5 skipstjórann á bv. Sigurði
um ýmis vandam ál togaraútgerðar
Togarinn kom inn í gær með mesta afla vetrarins
þolir ekki margar atlögur, held
ur hrekkur upp undan vörp-
unni. Fleiri togarar voru komn-
ir á vettvang, er við vorum að
veiðum, og tel ég að við hefð-
um kannski fengið svona 350
tonn annars. Ég er búinn að
vera skipstjóri í 15 ár og mað-
ur lærir alltaf eitthvað nýtt í
hverri ferð um fiskinn og
hvernig hann bregst við veið-
arfærum. Setlagið á botninum
þyrlast upp, einkum undan
hlerunum, og sezt í tálknin á
karfanum, svo að hann flýr of-
ar i sjó.
— Hvað telur þú að standi
togaraútgerð á íslandi fyrst og
fremst fyrir þrifum nú?
— Versta vandamálið á minni
togurunum er mannekla og þá
einkum skortur á verulega góð-
um mönnum. Útgerðin hlýtur
að byggjast á því að hafa hæfa
menn í hverju rúmi á skipun-
um. Á stærri togurunum er
mjög góður mannskapvír, þar
sem þeir hafa að tvennu leyti
yfirburði yfir hina. f fyrsta lagi
geta þeir stundað fiskveiðar
með fullum árangri í verra
veðri, eða svo lengi sem hægt
er að toga, og mannaíbúðir eru
mun betri í þeim.
— Þá er aflahlutur miklu ó-
hagstæðari fyrir sjómenn á tog-
urum en bátum. Hagur togar-
anna versnaði, þegar bæjarút-
gerðirnar komu til skjalanna.
Þá tóku stjórnmálaviðhorf að
hafa áhrif á reksturinn og það,
hvað togurunum var skammt-
að.
— Hvað þá um aflaleysið?
— Það orsakast að miklu leyti
af því, að vegna þess hve botn-
inn er slæmur á þeim svæðum,
þar sem togararnir verða að
veiða. Við gætum notað stærri
troll, ef við fengjum að veiða,
þar sem botninn er betri og
nýtt þannig þau tæki, sem við
höfum í skipunum. Ég tel það
t.d. fjarstæðu að leyfa ekki ís-
lenzku togurunum veiðar innan
fiskveiðilögsögu á Austfjörðum,
þar sem nær eingöngu eru nú
stundaðar síldveiðar, í stað þess
að greiða of fjár í opinberum
styrkjum. Sama gildir um önn-
ur svæði við ísland, sem nú eru
ónýtt, en botnvarpa væri heppi
legra og skaðlausai'a veiðar-
færi en mörg önnur.
— Nótin hefur undanfarnar
tvær vertíðir verið notuð eins
og troll að því leyti, að hún er
dregin eftir botninum og hefur
sömu áhrif á botn og botnfisk
eins og troll.
— Auk þess, sem við þyrftum
að leyfa togurunum veiðar á
nokkrum stöðum innan land-
helginnar, hélt Auðunn áfram,
verður að efla tækni til veiða
á meira dýpi. Fiskur hrygnir á
mismunandi dýpi, stundum á 80
föðmum og stundum á 30. Þess-
vegna getur um aflaleysisár í
annálum, en þau stafa af því,
að fiskurinn hefur hrygnt
dýpra. Ef fiskurinn hrygnir á
dýpri sjó, stöndum við ráð-
þrota, þar sem skip og tæki eru
miðuð við grunnan sjó og mun
tækni okkar á því sviði vart ná
hærra stigi en hún er þegar
konxin á. Hins vegar verða ís-
lendingar að tileinka sér breytt
ar aðferðir til að ná í fisk eftir
því hvar honum þóknast cð
vera á hverjum tíma.
— Þá held ég að auka mætti
vinnuhagræðingu bæði um borð
í togurum og við landanir
þeirra. Þegar ég tók við Sigurði
fyrrr 3 árum hafði hann legið
aðgerðalaus í eitt og hálft ár.
Ég gerði nokkrar breytingar á
dekkinu, þannig, að Sigurður er
nú í rekstri hagkvæmasta fiski-
skip okkar. Breytingarnar voru
einkum í því fólgnar að flýta
því að taka inn fisk og troll.
Hvert hal tekur nú 5 mínútum
styttri tíma og það veldur t.d.
því að í 15 daga veiðiferð nem-
ur trollið við botn einum sólar-
hring styttra en ella.
— Við komum nú inn með
farm, sem að mestu var karifi.
Hann var allur flokkaður eftir
stærðum um borð, þótt við ætl-
uðum að landa í Reykjavík.
Þegar við tókum að landa, var
aðeins einn krani í notkun, svo
að öllu er hellt saman á bílana
og verk okkar unnið fyrir gýg.
I Þýzkalandi er greitt mun
lægra verð fyrir óflokkaðan
karfa, enda þarf fjölda manna
til að flokka hann, er hann ketn
ur til vinnslu.
' :
Unnið að lundun úr Sigurði í gær.