Morgunblaðið - 11.04.1965, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.04.1965, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. apríl 1965 Myndin er einkennileg og virðist vera teiknuð, en hún sýnir hiuta aí Surtseyjargig, Snjó hafði fest lítillega á eynni, en vindur og hiti voru að vinna á fónninni, þegar myndin var tekin. Allar myndirnar tók Sigurgeir Jónasson. Nei, myndin er hvorki frá Mývatni né Þingvallavatni, heldur frá Surtsey. Skipsmenn á vita- skipinu Árvakri, brugðu sér í Iand á bátnum. Þeir fóru síðan að kanna dýpið í lóninu, sem þarna hefur orðið til, en aðdýpi er svo mikið, að einn skipverja var nærri sokkinn á bólakaf, þegar hann ætlaði um borð, en greip á seinustu stundu í bátinn og var hjálpað um borð. eins og myndin sýnir. Svona er landslagið sums síaðar 1 Surtsey, og það er litskrúðugt, þó að myndin sýni það ein- ungis í hvítu, gráu og svörtu- Þarna horfir stúlka á nýjasta sköpunarverkið, — landslagið í Surtsey. Efst svífur þota frá varnarliðinu okkar á Keflavik- urfiugvelli. Náttúruöflin mætast, Ægir og Surtur. Hraunið rennur út í kald an sjó. Ef myndin prentast vel, má sjá fólk hérna megin við gufumökkinn, og ofarlega til vinstri stendur maður ofan á hraunkambinum. Fólkið er að taka myndir og skoða staðinn, áður en Náttúruverndarráð bannar almenningi ferðir út í eyna. Fundur í Sjálfstæðis- kvennafélaginu Hvöt MÁNUDAGINN 29. marz sl. var haldinn fundur í Sjálfstæðis- kvennafélaginu Hvöt í Keykja- vík. Formaður félagsins, María Maack, setti fundinn og stýrði honum. Á fundinum hélt Jóhann Haf- stein, dómsmálaráðherra, ræðu um stóriðjumálin. f upphafi ræðu sinnar minntist ráðherr- ann á, að virkjanir þær, sem við íslendingar hefðum hingað til ráðizt í væru tiltölulega smáar, en eigi verið ráðist í að virkja hin stóru fallvötn. Slíkar stórvirkjanir væru mjög dýrar. En nu væru líkur á, að íslendingum byðust tækifæri til að selja hluta af orku frá slíkri stórvirkjun til svissnesks fyrirtækis, sem þá myndi koma hér upp alúmínvinnslu. Á þann hátt yrði rafmagnsverðið mun ódýrara fyrir innanlandsmarkað, þar sem unnt yrði að virkja stærra. Rakti ráðherrann síðan hvað hingað til hefði verið unnið að máli þessu, en nú væri einmitt væntanleg viðræðunefnd frá hinu svissneska fyrirtæki til við- ræðna um fyrirhugaða alúmín- vinnslu. Þá rakti ráðherrann ýmis fjár- hagsatriði varðandi þessar stór- framkvæmdir svo og hvaða á- hrif þær myndu hafa á vinnu- markaðinn. Taldi hann, að bygg- ing alúmínverksmiðju hér á landi gæti haft margvísleg heilla vænleg áhrif á atvinnulíf lands- manna og skapa ýmsa möguleika á fjölþættari iðnaðarframleiðslu landsmanna. Þá skýrði ráðherrann frá fyrir- hugaðri kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Að lokum gerði Jóhann Haf- stein að umræðuefni afstöðu stjórnarandstöðuflokkanna til stóriðjumálsins. Að aflokinni kaffidrykkju skemmtu hinir vinsælu Los Com- uneros del Paraquay.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.