Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 14
14
MÚRGUMBLAÐ1B
;Fimmtudagur 15. apríl 1965
jltagMitfrlafrtÞ
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
P’Ktjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavfk.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
Kyrrlátir dagar
Framundan eru kyrrlátir dagar dimbilviku og
páskahátíðar. Fjöldi fólks notar þetta lengsta starfs-
hlé ársins til fjalla- og skíðaferða eftir því sem færi
gefst. Aðrir dvelja á heimilum sínum og hugsa sitt
ráð.
Enda þótt íslenzka þjóðin búi nú við mestu vel-
megun í sögu sinni, blasa mörg vandamál og íhug-
unarefni við í dag í íslenzku þjóðfélagi. Flest eru
þau vandamál heimatilbúin. íslendingar hafa því
miður ekki fylgt hinu forna heiiræði: Að hyggnum
manni ber að ganga hægt um gleðinnar dyr og gá
að sér. Taumleysi og fyrirhyggjuskortur hefur mót-
að íslenzkt þjóðlíf á alltof mörgum sviðum á síðustu
áratugum. Þess vegna hefur verðbólga oft og ein-
atfc leikið hér lausum hala með þeim afleiðingum,
að gengi íslenzkrar krónu hefur verið sífallandi og
jafnvægisleysi og upplausn mótað svip efnahags-
lifsins.
(★}
Núverandi ríkisstjórn tókst um skeið að fá þjóð-
ina til þess að stinga við fótum í þessum efnum.
Vöxtur verðbólgunnar var stöðvaður og jafnvægi náð
í efnahagsmálunum. En áhrifamikil almannasam-
tök vildu ekki una þessu. Nýtt ábyrgðarlaust kapp-
hlaup milli kaupgjalds og verðlags var hafið, verð-
bólga tók að aukast að nýju, og kostur útflutnings-
framleiðslunnar þrengdist. Ennþá hefur að vísu tek-
izt að koma í veg fyrir nýja gengisfellingu og gjald-
eyrisafkoma þjóðarinnar út á við er góð. En þenslan
í efnahagslífinu ásamt stöðugum hótunum um enn
nýtt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, hefur
dregið upp dimma skýjaflóka út við sjóndeildar-
hring. Enn er haft í hótunum um það, að ef ekki
verði fullnægt kröfum, sem að vísu eru enn óákveðn-
ar, þá skuli öllu jafnvægi raskað og nýjum skriðum
hrundið af stað.
Þetta er ógæfusamlegt atferli og ábyrgðarlaust.
(★}
Allir góðviljaðir íslendingar vilja að sjálfsögðu
að samkomulag takist með svipuðum hætti og gerð-
ist á síðastliðnu ári milli verkalýs og vinnuveitenda.
En engum hugsandi manni dylst, að aðstaða fram*
leiðslunnar og þá fyrst og fremst útflutningsfram-
leiðslunnar, til þess að taka á sig stóraukinn tilkostn-
að, er engan veginn góð. Ríkið hefur orðið að hlaupa
undir bagga, bæði með frystihúsunum, bátaútgerð
og togaraútgerð vegna bágrar afkomu. Stóraukinn
tilkostnaðiu- þessara atvinnugreina hlyti því að hafa
í för með sér vaxandi hallarekstur og hættu á óhjá-
kvæmilegri gengislækkun.
(★}
Þetta verða menn að gera sér ljóst. Það sem
mestu máli skiptir, er að þjóðin geti haldið áfram að
nota hin afkastamiklu og fullkomnu framleiðslu-
tæki,sem hún hefur verið að eignast á undanförnum
árum til þess að auka arðinn af starfi sínu og bæta
lífskjör sín. En því aðeins getur hún gert það, að
hún spenni bogann ekki of hátt, geri ekki of miklar
kröfur á hendur bjargræðisvegum sínum, sem fram-
leiðslutækin fá ekki undir risið.
Hætta á friiþægingu
ekki fyrir hendi
irem ur iitew
Herald Tribune eftir
Roscoe Drummond
Þ A Ð er einkar eðlilegt, að
þeir menn I flokki repúblik-
ana, sem fylgja hinni einörðu
stet'nu Johnsons forseta í Viet
nam, láti í ljós áhyggjur um,-
að tílboð hans um „skilyrðis-
lausar viðræður“ kunni að
leiða hann í gildru friðþæg-
ingar.
Þetta er eðlileg aðvörun.
Þetta er heiðarleg aðvörun.
Hætta af þessu tagi er fyrir
hendi.
En ég fæ ekki séð, að í uppá
stungu forsetans um „viðræð-
ur og varnir" sé minnsti vott-
ur friðþægingar. Ég sé ekkert
í anda eða efni ræðu hans við
Johns Hopkins-háskólann, sem
gefi til kynna neina barna-
lega linku í afstöðu ríkis-
stjórnarinnar.
Ef fúsleiki Johnsons til við-
ræðna væri í framhaldi af
ferli veikleika og úrræðaleys-
is, mundi afstaða hans vera
ófær og hættuleg.
Þar sem hann hvílir á
tveggja mánaða ferli festu og
einbeitni í athöfnum, er þetta
skref hans hyggilegt og væn-
legt til bóta.
Menn verða að skilja, að
þótt forsetinn hafi ekki tengt
nein skilyrði fúsleika okkar
til viðræðna til að leita sáttá,
eru skilyrði fyrir þeirri lausn,
sem við getum fallizt á.
Skilyrðin fyrir lausn með
samningum eru — 1) Endir
verði bundinn á yfirgang
Hanoi-stjórnarinnar og — 2)
Tryggt verði sjálfstæði Suður-
Vietnams og að það fái að
vera í friði fyrir árásum.
„Við munum aldrei verða
eftirbátar annarra í leitinni að
slíkri, friðsamlegri lausn“,
sagði Johnson forseti.
Þetta er viturlegt — og
þetta er heilbrigð stefna, með-
an hún byggist á þeirri skuld-
bindingu, að vörnum mun
verða haldið áfram og þungi
sóknarinnar aukinn, þar til
ofbeldinu línnir, hvort sem
efnt verður til viðræðna eða
ekki.
Þetta byggist á þeirri skuld
bindingu. Og það byggist á
röð hernaðaraðgerða, sem
sýna einbeittan tilgang og
munu verða auknar í eins rík-
um mæli og eins lengi og
nauðsynlegt er. Þess vegna er
öryggi fólgið í að efnt er til
viðræðna jafnframt því, að
vörnum er haldið áfram.
Góður árangur er þegar far
inn að koma í Ijós.
Þessi stefna hefur einnig
aflað Bandaríkjunum há-
marks stuðnings við þá hern-
aðarstefnu, sem við verðum
að fylgja til að verja Suður-
Vietnam og hlýtur óhjákvæmi
lega að vekja beyg hinna hug-
deigu.
Hún vinnur Bandaríkjun-
um einnig óhemju aukinn
stuðning af hálfu hlutlausra
þjóða, því að forsetanum hef-
ur tekizt að leggja sökina á að
vilja ekki taka þátt i viðræð-
um á herðar árásaraðilans.
Ekki hefði verið óhætt að
flytja Johns Hopkins-ræðuna
fyrir tveim mánuðum, eða
jat'nvel fyrir mánuði. Þá hefði
ræðan sannfært stjórnina í
Hanoi um, að hún væri tákn
veikleika og vottur þess, að
tekizt hefði að sigra Banda-
ríkin. Hún hefði leitt til þess,
að menn í Saigen hefðu vænzt
hins versta, því að þá hefði
grunað, að við leituðum af-
sökunar til að svíkja þá í
tryggðum og hlaupast á brott.
Athafnaleysi á sviði hernað-
araðgerða og tillaga um við-
ræður hefðu verið öryggir
þættir friðþægingar.
Johnson
Vaxandi þungi hernaðarað-
gerða — með fullkomnum
sönnunum fyrir því, að þeim
verði haldið áfram, meðan
þörf er — r.g tillaga um við-
ræður eru meginþættir upp-
byggilegrar stefnu, en límið,
sem tengir þá, er sígurviljinn
„Við munum ekki bíða ósig-
ur“, sagði forsetinn. Banda-
menn og andstæðingar vita
nú, að honum er alvara.
Sumir halda þvi fram, að
tilboðifj um verulegt framlag
Bandaríkjanna til sameigín-
legrar hjálparáætlunar á veg-
um Sameinuðu þjóðanna í
þágu þjóða SA-Asíu sé til-
gangslaus og kjánalega til-
raun til að kaupa sér frið,
sem komi alls ekki að gagni.
Horfur á utanaðkomandi að-
stoð við uppbyggingu, að und-
angengnum svo miklum inn-
anlands- og alþjóðaátökum,
tákna til dæmis, að Suður-
Vietnam-búar berjast ekki
einungis fyrir frelsi sínu held-
ur fyrir framförum i átt til
betra lífs. Það táknar einnig,
að meðan Hanoi-kommúnist-
ar halda áfram ofbeldi sínu
verður æ ljósara, að þeir berj-
ast bæði gegn frelsi og fram-
förum.
Fékk ekkí uri nemu hún skildi
við monn sinn 09
KONA ein í Kaupmannahöfn
hefur ákveðið að skilja við
mann sinn, m.a. til þess að fá
greiddan arf eftir föður sinin,
sem nemur um 15 milijönum
ísl. kr. í erfðaskrá föðurins
er það gert að skilyrði fyrir
þvi að konan fái arfinn út-
borgaðan, að hún skilji við
mann sinn og enn fremur er
þess krafi/.t, að hún fari til
ísrael og dveljist þar að
minnsta kosti þrjú ár.
Faðirinn setti þessi
ströngu skilyrði í erfðaskrá
sína vegna gamals ágreinings
vfð tengdason sinn. Hann var
kaupsýslumaður, sem rak um-
fangsmikil fyrirtæki, en á
styrjaldarárunum varð hann
að t'týja til Svíþjóðar. Méðan
Þetta er hollt að hugleiða á þeim kyrrlátu dög-
um sem framundan eru. Morgunblaðið óskar öllum
lesendum sínum í sveit og við sjó, allri hinni íslenzku
þjóð
Danmörk var hersetin, aá
tengdasonurinn um rekstur
fyrirtækjanna og ágreiningur-
inn reis vegna þess hverni.g
hann hélt á málum.
Erfinginn staðfesti í viðtali
við danska fréttamenn, að
hún ætlaði að ganga áð skil-
málum föður síns. Enda hefði
verið grunnt á því góða niillt
hennar og manns hennar a5
undanförnu og hún hefðt
hvort sem var verið að hugsa
um að sækja um skilnað. Frú-
in, sem er um fertugt, sagðisf:
halda til ísraei innan skamms,
en í erfðaskránni er elnnig á-
kvæði um, að arfur hennar
hækki, giftist bún manni a£
gyðingaættum.
FUNDIR HEFJAST
21. APRÍU
New York, 13. apríl (NTB)
♦ U Thant, farmkvstj. SÞ,
hefur tilkynnt, að afvopnunar-
ráðstefna Sameinuðu þjóð-
anna muni koma saman tit
funda 21. apríl nk. Á ráð-
stefnu þessari eiga sæti full-
trúar allra aðildarríkja SÞ.