Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. april 1965
MORGUNBIADIÐ
3
VETRARVEiRTÍÐ hefir lengst
lengst af verið stunduð mei
línu — o,g í net, þó nú st
orðin á bretying með tilkomu
nóta- og togveiða. Myndirnar
hér á síðunni eru teknar í
einni stærstu verstöðinni, Vest
mannaeyjum, en þar er nú
mikið að gera á sjó og landi
við að koma þeim gula í gagn-
ið.
S.l. laugardag var að heita
má fyrsti afladagurirm á ver-
tíðinni. Þó var aflinn ákaflega
misjafn, a.m.k. í netin og
reyndar líka í nótina, en jafn
beztur á handfæri og í troll.
Dagsaflipn var 1200 tonn.
Af netabátum var ísleifur
III. hæstur með 55 lestir (7000
fiska) í 6 trossum yfir nótt-
ina. Á þrem nóttum hafði
hann þá fengið 110—120 tonn.
Verður ekki annað sagt en að
Bjarnleifur skipstjóri hafi
komið með góðan afla. Með-
fylgjandi mynd var tkin, þeg
ar ísleifur III. var að landa
þessum afla. Einnig fylgir önn
ur mynd, sem sýnir fiskinn
í nótinni hjá einum Eyjabátn
um úti á miðunum.
En það er fleira fiskur en
sá sem veiddur er í nót, net
eða troll. Handfæraveiðar
hafa lengi verið stundaðar og
frá handfærabátunum kemur
eitthvert bezta hráefni, sem
völ er á. Þeir Þorgeir á Sæ-
lundi og Bjarni í Hágarði eru
alltaf að fá ’ann á færin. Og
á einni myndinni hér á síð-
unni sjást þeir að landa afla
sínum. Ómar, yngri bróðir
Bjarna, kemur oftast niður á
við Eyjar
bryggju og keppist við að
hjálpa tii við löndunina. Afl-
inn hefur eingöngu verið
þorskur að sögn þeirra Þor-
geirs og Bjarna, gön'gulegur
Vonandi hafa þeir rétt fyrir
sér um að fiskurinn sé að
hefur verið lélg, þangáð til
koma á miðin, því vertíðin
hrotan kom um siðustu helgi.
Kannski er hin svo til árvissa
páskahrota að hefjast.
Þegar vel aflast hjá bátun-
um er mikið í húfi að nógur
mannafli sé í landi, til að
gera úr aflanum verðmæti til
.útflutnings. Eitt af erfiðustu
störfunum sem unnin eru í
fiskverkuninni er hausun. Og
hér birtum við mynd af mönn
fiskur, fremur Ijós og smár. um við það verk.
Sr. Eiríkur J. Eiriksson
„Oss veita himnar
vernd og hlé“
Páskar.
Guðspjaílið. Mark. 16, 1—7.
„HÚSIГ heima var í hugum
okkar barnanna eins konar
himnaríkishöll. Okkur þótti vel
hæfa að píesturinn færi þar í
hempuna og gengi þaðan til
kirkju á helgum dögum til guðs-
þjónustu.
Frá bernskudögum er minnis-
stætt annað hús. Það var reist
austur í kirkjugarði.. Fyrst var
tekin stór gröf og síðan steypt
gólf og veggir og gert þak á, sem
að einhverju leyti mátti rjúfa, er
kistum skyldi fjölgað í grafhús-
inu.
Þarna var kista hinnar ágætu
frúar „hússins" látin og manns
hennar síðar.
Húsið var hvítmálað og bar
eiginlega af híbýlum lifandi
fólks þarna utan garðsins a. m. k.,
hvað varanleik snerti, því að trú
manna var á þessum tíma, að
steinsteypa væri næsta eilíft
byggingarefni.
Líklega stendur og hús grafar-
innar lengur í sandjarðveginum
á Ströndinni en „húsið“ í rökum
veðrum og hörðum, skjóllaust svo
að sleppt sé öðrum hættum, er
vofa yfir timburhúsum.
Á páskum horfum við til hinna
eilífu bústaða. Orðið sjálft felur
í sér þá sögn, að engill dauðans
gekk fram hjá, þar sem þeir
bjuggu, er skyldu lifa.
Mundi dauðans engill eða lífs-
ins koma til mín og þín á þess-
ari blessuðu páskahátið, sem nú
fer í hönd? Hversu varanleg eru
híbýli okkar?
Á páskum reis Jesús Kristur
upp frá dauðum. Konurnar í
páskaguðspjallinu búast ekki við
því. Þær halda til grafarinnar til
þess að veita hinum látna nokk-
urn umbúnað. Er þær svo heyra
fregnina um upprisuna, verður
hún þeim um megn og ótti og
skelfing grípur þær.
Hvað er þessum konum boðað
á páskadagsmorgni? Skáldið
svarar því:
„En Mannsins sonar mildi
skal máttug standa í gildi.
Hún boðast oss í engils róm“.
„En ef nú er predikað, að Krist-
ur sé upprisinn frá dauðum,
hvernig segja þá nokkrir á meðal
yðar, að upprisa dauðra sé ekki
til“.
í söfnuðinum í Korintuborg,
sem Páll er hér að skrifa, voru
þannig ýmsir, sem ekki trúðu á
upprisinn. Enn í dag er það svo*
um okkúr kristna menn, að við
efumst um hana, en án hennar er
lífsbygging okkar ótraust, hver
sem veraldlegi efniviðurinn er.
Upprisan er eins og lokasteinn-
Martin Luther
King til Höfða-
borgar
Höfðaborg, Suður-Afríku,
14. apríl — (AP) —
DR. MARTIN Luther King, leið-
togi blökkumanna í Bandaríkj-
unum í réttindabaráttu þeirra,
hefur verið kjörinn til þess að
flytja fyrirlestur þann sem kennd
ur er við T. B. Davie (T. B.
Davie Memorial Lecture) við há-
skólann í Höfðaborg i ár. Fyrir-
lesturinn fjallar um akademiskt
frelsi.
Kjöri þessu verður visað til
háskólayfirvalda þeirra er taka
eiga lokaákvörðun um val fyrir-
lesarans og síðan bjóða honum
formlega. Ekki eru taldar líkur
á að stjórn Suður-Afríku leggi
blessun sína yfir þessa heimsókn
dr. Kings.
inn í hvelfingu. Án hans hrynur
byggingin.
„En ef Kristur er ekki uppris-
inn þá er ónýt prédikun vor, ó-
nýt líka trú yðar“, segir Páll enn
fremur í pistli páskanna.
Við staðnæmumst í kirkju-
görðum og sjáum þar, hve mis-
miklu menn hafa haft áhuga á
eða efni til að gera af varanlega
úr garði hinzta sýnilega húsið
sitt.
Ef til vill er upprisa ekki
mesta vandamál kristins manns,
heldur, hversu henni sé háttað,
hver orsök hennar sé, ef svo
mætti að orði komast.
Postulinn spyr einmitt: „Hvern
ig rísa dauðir upp?“ Hann svarar
og segir: „Það sem þú því sáir
verður ekki lífgað nema það
deyi“.
Hér mætir okkur hið eiginlega
vandamál páskanna, að við öðl-
umst fögnuð þeirra.
Sáning er okkar stolt, fegurst
iðja mannsins, tákn hinnar var-
anlegustu byggingar. Þau örlög
mannleg eru þung, að það, sem .
við sáum, skuli þurfa að deyja.
Margur horfir á fræið sitt dá-
ið. Móðirin vefur barnið sitt reif-
um. Lítill hugljúfur drengur
gengur út í vorið. Hann fer að
heiman í skólann. Skólastjórinn
er að kveðja síðasta nemenda-
hópinn sinn. Einn þeirra kveður
skólann og kennarana með því að
taka ágætiseinkunn og hann á
hana, hvernig sem prófið væri.
Hinn hugljúfi sveinn, héldur vor
göngu sinni áfram með sól og yl
í sál, er um hann leikur út til
umhverfis hans. Faðirinn fer
með drengnum sínum í framandi
land að búa honum einnig þar
stað.
Svo kemur helfregnin. Slys
slær til jarðar vonirnar fögru og
fyrirheitin.
En postulinn heldur áfram:
„En Guð gefur því líkama eftir
vild sinni“. Frækornið dáið.
Jurtin lifir. Mannleg viðleitni
Guðleg náð.
Gröf Jesú var rammgert hús.
Konurnar ætla að fylla það ang-
an smyrsla sinan — og kærleika.
Skyndilega er gröfin horfin.
Engillinn segir aðeins um hana:
„Þarna er staðurinn“. Líf án stað
ar og tíma hefur tekið við. Hús
Guðs hefur risið.
Jafnvel „húsið“ hrörnar og
hrynur. Lögmál dauðans og fall-
veltisins gengur yfir sérhverja
grafarsmíð. Það eitt rís og hryn-
ur aldrei, sem Guð reisir með
fórn og dauða síns blessaða son-
ar og fyrir viðtöku þess lífsins
lögmáls í hjörtum okkar mann-
anna og viðleitni.
. í guðspjallinu segir, að kon-
urnar hafi flúið frá gröfinni og
að ótti hafi gripið þær. Margan
hefur þetta hneykslað, er hinn
mesti fagnaðarboðskapur var
fluttur um sigurinn yfir dauðan-
um.
Við fögnug heilagri páskahá-
tíð, en gleymum ekki, að sál
hennar rísjjpp úr hafi táranna og
baráttunnar, missisins og sorgar-
innar — föstudagsins langa. Kær
leikurinn sigrar. En hikum við
ekki einatt á að fela ráð okkar
honum?
En er við óttumst dauðans dyr
og þyrnibraut þjónustu og kær-
leika, látum þá sól páskanna
verða okkur vor og líf varanlegt
hús um eilífð.
„Svo helgist hjartans varðar.
Ei hrynur tár til jarðar
í trú, að ekki talið sé.
í aldastormsins straumi
og stundarbarnsins draumi
oss veita himnar vernd og hlé“,
Amen.