Morgunblaðið - 30.04.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.1965, Blaðsíða 12
12 MORCU N BLAÐIÐ Fostudagur 30. aprfi 1965 MYNDASIDA mnar heimsþekktu balletstjörnur Rudol Nureyev og Margot Fonteyn, fá sér tvistsnúning í samkvæmi, sem haldið var eftir balletfrumsýningu í New York í sl. viku. 1 sl. viku (gerðu Bandaríkjamenn tilraun til þess að láta mann- laust Geminigeimfar lenda á landi, en til þessa hafa þau lent á sjó. Tilraunin tókst aðeins að nokkru leyti. Geimfarið lenti um hálfum km. frá ráðgerðum stað og lenti á hliðinni. Hér sézt lendingin. Hiismœðralélag Reykjavíkur Aðalfundur félagsins verður haldinn í Tjarnarbúð (Oddfellowhúsinu), uppi, mánudaginn 3. maí kl. 8 stundvíslega. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, verður sumri fagn að með skemmtiatriðum. 1. Upplestur: Frú Anna Guðmundsdóttir, leikkona. 2. Skátastúlkur syngja og leika á gítara. 3. Kaffidrykkja. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. Mississippifljótið flæðir nú yfir bakka sína cg hefur valdið þungum búsifjum. Hér er mynd, sem tekin var í Davenport, Iowa, sl. sunnudag. „Bascball“-völlur borgarinnar er undir vatni, og miðborgin, þar sem flestar verzlanir eru, sézt t..v., og er þar einnig allt á floti. Bifreiðaumfcrð sézt hinsvegar á hinum upphleypta þjóðvegi. Naumast þarf að taka fram að öllum íþrótta'" ip leikjum á boltavellinum hefur verið frestað um óákveðinn tíma.. Þessum svissnesku skátum var bjargað af fjalli þar í landi, eftir að þeir höfðu verið þar tepp..r í kofa í fimm da&a í glórulausri stórhríð. Er hríðinni slotaði var þeirra leitað. Fundust þeir allir heilir á húfi og var bjargað niður. Þessi mynd var tekin í síðustu viku í Indónesíu og sýnir hún þá Chou En-lai, forsætisráðne.. a Kína og Sukranó forseta. Tilefnið var 10 ára afmæli Bandung-ráðstefnu Afríku og Asíuríkja. - SUS síða Framhald af bls. 21 og féll kosning á eftirfararandi hátt. Formaður: Þór Gunnarsson. Meðstjórnendur: Ævar Harðar- son, Egill Egilsson, Þórður Sig- urðsson, Búnar Guðj^.sson, Sturla Haraldsson og Keimar Sigurðsson. Varastjórn: Sigurdór Hermundarson, Skúli Bö’ðvars- son og Sigurður Þórðarson. Er kosninig hafði farið fram, tók til máls hinn nýkjörni for- maður, Þór Gunnarsson. Þakk- aði hann fundarmönnum það traust, sem þeir sýndu siér með kosningunni. Þakkaði hann fyrr- verandi formanni félagsins Jens Jónssyni, mikið og gott starf í þágu félagsins. Síðan ræddi hann framtíð félagsmálanna. Síðan töku margir til . og m.a. Árni Grétar í’innsson form., S.U.S. Árna'ði hann nýkjörnum formanni og nýkjörinni stjóra heilla í starfi og þakkaði fráfar- andi formanni og stjórn frá'bært staf í þágu Stefnis. Að lokum miklum u nræðum var fundi slitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.