Morgunblaðið - 30.04.1965, Blaðsíða 32
97. tbl. — Föstudagur 30. apríl 1965
135,5 millj. kr. lántaka
til vegaframkvæmda
Frumvairp lagl fram á Alþingi
FRAM cr komið á Alþiniji frum-
wrp um heimild fyrir rikisstjórn
ina til lántöku erlendis eða innan
iands allt aS 135,5 millj. kr. til
tfamlivæmda á eftirgreindum
þjóðvegum.
millj. kr.
1. Keykjanesbraut........ 115,0
2. Siglufjarðarvegur .... 13,0
3. Múlavegur .............. 4,5
4. Óiafsvíkurvegur um Enni 3,0
135,5
1 athugasemdum með frum-
varpinu segir:
Reykjanesbraut:
Fyrir liggur áætiun um kostn-
að við að fullgera Reykjanes-
braut frá Engidal við Hafnar-
fjörð að bæjarmörkum í Kefla-
vík:
millj. kr.
1. Stofnkostnaður við að
fullgera veginn ...... 115,2
2. Vextir og kostnaður
af föstum lánum til
ntönnum
Tveim
bjargað af skeri
l\feyðarljósið logaði um stund
en lögreglan greip i tómt
ársloka 1964
19,1
Alls 134,3
Áætlað er að fresta megi til
ársins 1967 framkvæmdum ofan
við Hafnarfjörð, sem nema um
16,6 millj. kr., og lækkar þá stofn
kostnaður í ár að sama skapi.
Miðað við að það verði gert, þá
er gert ráð fyrir eftirfarandi fjár-
öflun í ár:
millj. kr.
1. Fjárveiting í vegaáaetlun 6,8
2. Framlag varnarliðsins .. 0,3 ;
3. Lánsfé .................. 115,2
Alls 122,3 i
' !
Samkvaemt þessum kostnaðar-
áætlunúm, sem gerðar yoru s.l.
haust, myndi lánsfjárþörf vegna
Reykjanesbrautar á þessu ári,
ijema 110,6 millj. kr.
Vegna verðhækkana, sem síðan
Framh. á bls. 31
Þóra litla ásamt björgunarmanni sinum, Guömundi l>ór, íyrir
íraman björgunarhringinn, er bjargaði lífi litlu telpumvir.
CM kl. 10 í gaerkvéldi strandaði
2 Vi tonna trilla i Skerjafirði.
Tveir menn, voru á henni og gátu
þeir vaðið upp á sker og gáfu
neyðarmerki með Ijóskast.ara,
sem þeir höfðu meðferðis, en raf-
blaða hans varð brátt uppurin.
Mikill mannfjöldi safnaðist sam-
a,n í f jörunní víða sunnan á Sel-
tjarnarnesi og lögreglan kom á
vettvang, hratt út háti og komst
að skerinu. Gripu lögreglumenm
þar í tómt, því þar var enga
menn að sjá. Hins vegar stóð
trillan á þurru, þar sem útfali
var. Urðu lögreglumenn frá að
hverfa eftir árangurslausa leit á
firðinum í blíðskaparveðri en
niðamyrkri Skömmu síðar var
hringt til lögreglunnar og til-
kynnt að mennirriir væru komn-
ir heilu og höldnu að landi.
Það var Kristján Vattnes, lög-
regluþjónn sem hringdi, en hann
hafði verið að koma úr róðri á
1% topna trillu með tengdasyni
sínum, Sævari Hannessyni. Þ-eir
sáu neyðarljósið á Lönguskerjum
vestast í Skerjafirði og kvað
Kristján þá hafa orðið að fara
yfir miklar grynningar til að
komast að skerinu. Hefði mikill
þari verið í skrúfunni um hríð.
Þeim tókst þó að ná mönnunum
tveimur, sem voru Ingólfur Ing
varsson, lögregluþjónn í Kópa-
vogi og starfsbróðir hans Jó-
hann Kristjánsson.
Morgunblaðið átti einnig tal
við Jóhann Kristjánsson, sem
skýrði svo frá, að vélin hefði bil-
Framhald á bls. 31.
Eg ætla aldrei oftar
niður á bryggju
segir litla telpan er féll fram
af hryggjunni í Kópavogi
Surtsey stækkar ört
— en erfiit um flug þangað
BJÖRN Pálsson flaug með hóp
manna til Surtseyjar í gær á
flugvél sinni TF-LÓA. Voru það
kvikmyndatökumenn frá ITV
(Independent Televison) sjón-
varpsfélaginu í Englandi, vísinda
menn á vegum Rannsóknarráðs
rikisins, fréttakona frá BBC,
brezka ríkisútvarpinu, og Ósvald
ur Knudsen, kvikmyndatöku-
maður.
Veð'ur var slæmt, að sögn
Björns, þótt bjart væri, þar sem
35—40 hnúta vindur stóð af
austri og sandlfok hamláði nokk-
uð myndatöku. Björn kvað lend-
ingarskilyrði í Surtsey mjög
stopul. Ekki væri mögulegt að
lenda nema í austanátt, en húm
mætti ekki vera of hvöss. Þá
væri fjaran afar breytileg.
Björn sagði að hraunrennsli
væri heldur meira en síðast, er
Itiann kom í Surtsey og eyjan
stækkaðí ört. G-ígurirtn hefði
dýpkað mikið á síðastliðnum vik
um og útfalli'ð lækkað. Væri því
gíg’urim.n fullur af gufu nú, þar
sem vihdurinn næði ekki að sópa
henni brott.
Kvikm.yndatökumennirnir tóku
mynd til sýninigar í ITV, en
brezka frétta’konan safmar sam-
talsefni fyrir BBC og mun m.a.
eiga samtöl við Sigurð Þórarins
son og Björn, flugmann.
BINS og skýrt var frá í Morg-
unblaðinu í gær, varð það
slys á bryggjunni í Kópavogi
á miðvikudagskvöldið, að sjö
ára gömul telpa féll í sjó-
inn. Tíu ára gamall drengur
var þarna nálægur og hug-
kvæmdist honum að kasta til
hennar björgunarhring, er
nýlega hafði verið komið fyrir
þarna á bryggjunni. Telpan
náði taki á björgunarhringn-
um og tókst henni að halda
sér á floti þar til maður er
þarna var nálægur, kom og
hjálpaði henni í land. Frétta-
maður Morgunblaðsins fór á
stúfana í gær og heimsótti
drenginn, sem heitir Gunnar
Þór KristjánSson og á heima
í Hlégerði 16 og spurði hann
hvernig slysið hefði viljað til.
— Ég veit ekki hvernig.
Ég var að veiða þarna ásamt
tveimur vinum mínum, þegar
við heyrðum að litlar stelpur
sem voru þarna á bryggjunni
kalla: „Datztu í sjóinn", og við
fórum að gá. Þá sá ég hvar
litla stelpan buslaði í sjónum.
— Hljópstu þá strax og náð
ir í björgunarhringinn?
— Nei, við vorum svolitla
stund að átta okkur. Vinur
minn ætlaði svo að fara að
henda sér í sjóinn til að
bjarga henni á sundi, en þá
mundi ég eftir björgunar-
hringnum þarna á bryggjunni
og hljóp og náði í hann og
kastaði honum út til hennar.
— Náði hún strax taki1 á
honum?
—■ Já, björgunarhringurinn
lenti rétt hjá henni og hún
náði strax taki á honum en
missti svo aftur takið. Henni
tókst þó að busla aftur að
honum og ná í hann, og busl-
aði síðan upp að klettum sem
eru við bryggjuna.
— Og náðir þú henni í land
þar?
— Nei, þá ko.m þarna mað-
ur, sem hjálpaði henni upp á
bryggjuna og ók henni heim
tii sín.
— Kemur það oft fyrir að
krakkar detta þarna í sjóinn?
— Nei, það hefur aldrei
komið fyrir áður, þegar ég
hef verið þarna.
Þá heimsóttum við einnig
litlu telpuna, sem datt í sjó-
inn, en hún heitir Þóra Bryn-
dís Árnadóttir og á heima í
Skólagerði 40. Hún var hin
hressasta þegar við röbbuðum
við hana og hafði auðsjáan-
lega ekki orðið meint af volk
inu.
— Hvernig datztu í sjóinn?
— Ég veit ekki. Bara allt
í einu.
— Hvað varstu að gera nið-
ur á bryggju?
— Horfa á strákana vera
að veiða.
— Var kalt í sjónum?
— Já, soldið kalt.
■— Varstu voðalega hrædd?
— Ég man það ekki.
— Ætlarðu að fara oftar
niður, á bryggju?
— Nei, aldrei aftur.
Viðburður í ísl. leikiistarsögu
HátBðarsýning vegna 50 ára
leikafmælis fyrsta, lærða
leikarans, Haraíds Björnssonar
í FYRRAKVÖLD var 50 ára
leikafmælis Haraldar Björnsson-
ar minnzt í Iðnó með hátíðarsýn-
ingu á Ævintýri á gönguför, en
Haraldur fer þar með hlutverk
Svale, assessors. Húsið var þétt-
skipað og mikill hátíðablær yfir
sýningunni.
Að leikslokum ávarpaði Sveinn
Einarsson, leikhússtjóri Harald
og þakkaði honum langt starf í
þágu íslenzkrar leiklistar. Hann
kvað 50 <ára leikafmæli fyrsta
lærða íslenzka leikarans sannar-
lega víðburð í leiklistarsögu
þjóðarinnar. „Skyldi íslenzk leik-
list nú ekki vera búin að slíta
barnsskónum", saigði Sveinn m.a.
„Ef svo er, þá er það ekiki sizt
Haraldi Björnssyni að þakka."
Brynjólfur Jóhannesson færði
Haraldi blómakörfu og flutti
ávarp frá Félagi íslenzka leikara.
Guðrún Ásmundsdóttir mælti
fyrir munn meðleikara og leik-
stjóra í Ævintýrinu og færði Har-
aldi gjafir frá þeim. Herdis Þor-
valdsdóttir færði blóm og áraðar-
óskir frá Leikarafélagi Þjóðleik-
hússins. Vilhjálmur Þ. Gíslason,
varaformaður menntamálaráðs,
afhenti Haraldi 30 þúsund króna
heiðursstyrk til utanfarar frá
ráðinu. Þá rigndi blómum yfir
afmælisbarnið.
Að lokum þakkaði Haraldur
Björnsson gjafir og ávörp.
Sandey tekin til
starfa
AKRANESI, 28. aprí'l — Dælu-
skipið Sandey hóf 10. april sand
námsvertíð sína á Sviðinu úti
við Hraun og flytur dag hvern,
þegar ekki hamlar veður hið
dýrmæta hráefni, skeljasandinn,
að bryggju Sementsverksmiðj-
unnar og dælir honum að venju
um leiðslumar inn í skelja-
sandsiþróna í Leirkrók.
Ms. Urkersingel liggur í da.g
við verksmiðjuibryggjuna og
lestar 300 tonn af sementi og
flytur það til Veetmannaeyja,
Siglir í kvöld. — Oddur.