Morgunblaðið - 30.04.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.1965, Blaðsíða 17
Föstudagur 30. aprfl 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Guðflii. G. Hagalín „Þeir slgla sem kunna 99 í. ÞBGAR ég heyrði um daginn þátt þann, sem Magnús Már Lár- usson prófessor hafði tekið sam- an um lífið í Skálholti á 17. öld, — otg þar með' hinn stutta, en aerið merkilega viðbæti Þórðar biskups Þorlákssonar við Græn- landsrit Arngríms lærða, mundi ég allt í einu eftir riti, sem mér var sent fyrir nokkrum mánuð- um. Ég hafði lesið það tvisvar mér til mikillar ánægju — og um leið sögurnar um landafundi íslendinga á 10. öld, en annað fcafði borið brátt að, svo að sú eetiun mín að minnast þessa rits á prenti hafði fallið í gleymsku. Nú tók ég það og las það á ný ásamt athugasemdum, sem ég hafði skrifað hjá mér við fyrri lestur. Þetta rit er Grænlenzki land- netnaflotinn og breiðfirzki bátur- inn, eftir Lúðvík Kristjánsson. í>að er sérprentun úr hinni merku Árbók Hins Lslenzka forn- leifafélags, en er það larugt, að það hefði vel mátt koma út í sér- stakri bók, prentað í minna broti og með fleiri myndum og teikn- ingum. Ég er enginn vísindamaður í sögulegum fræðum, en hins veg- ar ennþá sæmilega dómbær og frá bernsku — og æskuárum íkunnugur bátalagi og sjó- mennsku, og ég fæ ekki annað séð, en höfundur rökstyðji niður- stöður sínar svo rækilega, að þar sé ekkert um að efast, og hugsaði ég með sjálfum mér að lestri loknum: „fcað er undarlegt, að menn, sem á annað borð hafa um þetta hugsað og skrifað, skuli ekki hafa komið auga á stað- reynd, sem raunar liggur í aug- um uppi“......En ef til vill kem- ur það þar til, að þá menn hefur skort þekkingu Lúðvíks á opnum skipum íslendinga á síðari öldum, stærð þeirra lagi og sjóhæfni — Og síðast en ekki sízt á því sem felst i máltækinu, sem ég heyrði iðulega í bernsku og æsku: I'eir sigla, sem kunna. í riti þessu sannar Lúðvik með ljósum rokum, að í flotanum mikla, sem hélt á haf úr Breiða- firði á leið til Grænlands sumarið 986 undir forustu Eiríks rauða, hafi einkum verið breiðfirzkir farma- og fiskibátar, en ekki knerrir og því síður langskip. Hann sýnir í fyrsta lagi fram á, að langskip gátu þar alls ekki komið til greina, því að slík skip áttu Islendingar ekki, enda þau mjög óhentug til slíkrar farar, og í öðru laigi færir hann að mínum dómi óhrekjandi rök að því, að lsndnámsmennirnir væntanlegu gátu ekki hafa átt kost á svo mörgum knörrum, að eingöngu hafi slík skip verið í flotanum. Hann gerir og ljósa grein fyrir, að ekki muni hafi verið til að dreifa byrðingum eða ferjum —- og svo er þá ekki öðrum skipum til að dreifa en breiðfirzkum tólf- æringum, tíæringum og jafnvel stórum áttæringum. Og Lúðvík færir að því alligild rök — meðal annars með dæmum, sem hann þekkir — að slík skip hafi ekki verið lakar hæf til þessarar far- ar en knerrir — heldur jafnvel mun betur. 2. Um stærð og gerð langskipa og knarra liggja nú fyrir allglöggar upplýsingar eftir þær nákvæmu mælingar, sem gerðar hafa verið á þeim skipum, sem fundizt hafa, og áður en ég vík að sjóhæfni þeirra farkosta, sem Lúðvík telur að muni hafa verið flestir í hin- um fræga flota, vil ég eyða nokkrum orðum að því, er ég heyrði sem drengur um gerð þeirra skipa, sem kölluð voru byrðingar, skútur og ferjur. Foreldrar mínir frændur og venslamenn voru langt fram í Lúðvík Kristjánsson ættir komnir af útvegsbændum, ;em margir höfðu búið á allstór- um sjávarjörðum vestur í fjörð- um, höfðu ýrnsir haft fleiri en eitt skip fyrir landi á vor- og haustvertíðum og seinustu ætt- liðirnir átt þilfgrsbáta eða þil- skip og stjórnað þeim sjálfir á sínum yngri árum. Ég heyrði því daglega talað um sæfarir og siglingar, sjólag og strauma, af- burði skipa í vondum veðrum og sjóum, um báta og lag á bátum — og um orsakir slysa, sem að bar. Forfeður mínir á Mýrum í Dýrafirði sótt-u rekavið á Horn- strandir á stórum áttæring, sem i var borðhækkaður á sama hátt og Páll Vitalín greinir frá, þar sem hann lýsir byrðingum, og til voru ræði, sem sett voru bæði í barka og skut, ásamt þóttum, þegar farið var í slíkar viðar- ferðir á Strandir. Hygg ég, að byrðingar hafi ekki verið sérstök tegurid skipa, heldur stórir fiski- og farmabátar, sem höfðu verð hábyrtir til viðarferða. Til slíkra ferða voru auðvitað valin kjör — þ.e. stillur og staðviðri — eftir því sem unnt var, enda flekar hafðir í eftirdragi. Eina sögu heyrði ég um það, að Mýrabónd- inn varð að láta sleppa slíkum fleka. í>á átti hann að hafa litið um öxl ag sagt: „Far þú, — þín nýtur einhver um síðir. Verra þykir mér um festarnar flæmsku.“ Lúðvík telur sig ekki hafa feng ið fulla vissu um gerð skútna og ferja, en um hana heyrði ég talað í bernsku minni vestra. Hitt er svo annað mál, hvort sú gerð hefur verið hin sama og til forna. Það voru þeir faðir minn og má- ur hans, hinn mikli sjósóknari og langminnugi sögumaður, Gísli Asgeirsson hreppstjóri á Alfta- mýri í Arnarfirði, sem ég heyrði ræða um þessar tegundir skipa. Þær voru að því leyti frábrugðn- ar venjulegum opnum skipum, að þær voru ekki tvístefnungar, heldur með gafli og gaflinn í ferju var lóðréttur, en hallandi í skútu, svipað og stefni á lítið eitt lotuðu skipi. Sá var annars mun- ur skútu og ferju, að ferjan var öll breiðari í hlutfalli við lengd og dýpt — og mér skildist kjölur- inn lægri. Ferjan var því grunn- skreiðari og um leið lakar Iötguð til gangs. Ég heyrði um það talað, að Jón ríki á Skeiði í Selárdal í Arnarfirði hefði seinastur manna att skútu, en hann var samtíma- maður langafa míns. Odds Gísla- sonar í Lokinhömrum. Þá heyrði ég og aðeins talað um eina ferju, Holtsferjuna, sem mig minnir að fylgdi staðnum í Holti í Önundar- firði, heldur en að einhver klerk- anna þar hafi átt hana sjálfur. Af henHti hafði Gisli Ásgeirsson fregnir, en hann var í föðurætt kominn af Holtsklerkum, at'i hans og Jón forseti systkinasynir. 3. Þá kem ég að sjóhæfni opinna farma og fiskibáta, Oig er ek'ki of- sögum af henni sagt hjá Lúðvík. Og víst er það rétt hjá honum, að sizt var hún minni á úthafi en grunnsævi. Vestra urðu flest sjó- slys vegna hins mikla og afar viðsjála fjarðaroks, ennfremur straumhnúta á grunnsævi og brims í lendingu, en hér syðra munu þau afar mörg hafa stafað af þeim furðulega ósið, sem hér tíðkaðist, að fara nestislaus í róður. Örmögnun skipverja gat aldrei verið lang\ undan, þeigar hungur, erfiði og vosbúð fóru saman. Ég gæti bætt mörgum sögum við þær, sem Lúðvík segir frá síðari tímum um sjóhæfni opinna stórskipa. Föðurafi minn fór í hákarlalegu að vetrarlagi frá Sellátrum í Tálknafirði út undir *Víkurál, hreppti feiikna landsynning og rnáði landi í Boí- ungarvík. Ásgeir, faðir Gísla á Álftamýri, fór í lagu frá Hrafns- eyri út á Tálkna, og sat við stjórn samfellt í fimm dægur, tinz veðrinu slotaði. Sörnu sögu. er að segja af móðurafa mínum, sem fór á hákarl frá Mýrum í Dýra- firði, hreppti hörku veður og vék ekki frá stýri í hálfan þriðja sólarhring. Þá heyrði ég rætt um það, að bóndi, sem búið hafði á Fjallaskaga í Dýrafirði, hefði í hörku norðaustanveðri hleypt út ytri halli Barðagrynnis og allt suður yfir Látraröst, enda hefði hann lagt í röstina í meðstraum. En þessir menn voru vel nestaðir og höfðu með sér ekki aðeíns blöndukút á sjóinn, heldur líka Framhald á bls. 24. LIBERMANISMANUM" VEX eftir Edward Crankshaw LÍBERMAN-HREYFINGIN, , innleiðing hagnaðarvonarinn- ar i efnahagslíf Sovétrikjanna ryður sér stöðugt meira til nims í Austur-Evrópu. Þó ekki alls staðar. í Búlgaríu og Rúmeniu skella menn enn- þá skollaeyrum við kenninig- um Libermans. Búlgaría hef- ur alltaf verið ömurlegast „al- þýðulýðveldanna“, ef frá er skilið yfirráðasvæði herra Vlbrichts —- og kommúnista- stjórnin i Rúmeniu hefur, þrátt fyrir storkandi afstöðu gagnvart Moskvuvaldinu — aldrei sýnt á vettvangi inn.m- rikismála þá dirfsku, sem fram hefur komið i utanrikis- stefnunmi. 1 Ungverjalandi og Tékkó- slóvakíu hinsvegar — og einn- ig í Póllandi, þótt í minni mæli sé ( enda þótt pólskir hagfræðingar hafi verið farnir að daðra við hugmyndir Liber mans tveim árum áður en hann setti þær fram opinber- lega) — hefur mikið verið rætt og ritað um nauðsyn þess að gera hagnaðarvonina að helzta leiðarvísi framleiðninn ar og jafnframt að auka frelsi framkvæmdastjóra fyrir tækja, »vo að þeir geti skipu- lagt framleiðslu sina með það fyrir augum, að hún mæti eftirspurn neytenda. Enn er ekki fyllilega Ijós’t, hve mikið hefur í raun og veru verið gert í þessum efn- um. I Sovétríkjunum hefur nýja stjórnin gefið fyrirmæli um að taka upp þetta nýja kerfi í fjögur hundruð verk- smiðjum. Ekki eru fyrír hendi neinar sambærilegar tölur frá Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Póllandi. En af almennum umræðum og fyrirlestrum í þeim löndum geta menn feng- ið fleiri og betri upplýsingar um Libermanisman en í Sovét ríkjunum sjálfum. Þar hafa sérfræðingar komið sér upp kennisetningum, sem setja kommúnískan virðingarblæ á þessa gerbreytingu skipu- lagsins — breytingu frá því að leggja alla áherzlu á hið stranga smásmugulega eftirUt með framleiðslu hverrar verk- smiðju til þess, að gera til- raun til sveigjanlegs reksturs, er byggist á lögmálum fram- boðs og eftirspurnar. í Rúss- landi er enn talað um Liber- manisman sem „tilraun“. í Ungverjalandi og Tékkósló- vakíu er hann óðum að verða eins konar trúarsetning, enda þótt hann eigi sér þar ýmsa andmælendur og sé ennþá all- umdeildur. Þar er þessi kenn- ing reyndar ekki kölluð „Libermanismi“. Fyrrgreindar kennisetningar kveða svo á. að sósíalískur iðnaður sé að þróast frá því að vera „víð- tækur“ í þá átt að verða „öílugur“. „Víðtæk“ þróun iðnaðarins einkenndi þá tíma, þegar mæli kvarði iðnaðarframleiðslunnar var nragnið en „öflug“ þróun hans, sem nú er samkvæmt ofansögðu að hefjast, leggur höfuðáherzlu á gæði fram- leiðslunnar. f umræðum um nauðsyn bættra gæða framleiðslunnar og nauðsyn þess að fullnægja kröfum neytenda, hefur ýmsu verið ljóstrað upp um það ó- fremdarástand sem til þessa hefur ríkt í framleiðslu kommúnistaríkjanna. Nýlega birtist í áhrifamiklu blaði í Ungverjalandi hnitmiðuð grein, þar sem rætt var um gildi og nauðsyn þess, að virkja hagnaðarsjónarmiðin. Þar var líka á það bent, að í raun og veru hefði hagnaðar- sjónarmið alltaf ríkt í komm- únískri framleiðslu, jafnvel þegar harðstjórnin var mest — en þá í þeirri mynd, að verk.smiðjustjórar töldu sér ábatasamara að framleiða varning, sem enginn vildi við líta, fremur en að reyna að uppfylla kröfur neytenda. Það er að segja — ef þeir framleiddu það, sem yfirvöld in sögðu þeim að framleiða, jafnvel þótt urn væri að ræða lélegar vörur, sem enginn vildi nota, gátu þeir verið ör- uggir um að hafa í sig og á. Bf þeir hinsvegar reyndu að framleiða eitthvað, sem fólk- ið óskaði eftir, voru þeir rekn ir. Stærsta hindrunin í vegi framikvæmdar Libermanism- ans — og sú, sem hvað mest hefur komið á óvart, hefur reynzt vera hæfniskortur flestra verksmiðjustjóra. Þetta hefur komið í ljós í Sovétríkjunum, — en er miklu meira um rætt í öðr- um kommúnískum ríikjum, einkum þó í Tékkóslóvakíu. Tékkóslóvakía var í eina tíð orðin vel þróað iðnaðar- land. Það sem nú er að koma í ljós um hæfileika þeirra manna, sem tóku við verk- smiðjunum þar, efir að kommúnistar komust til' valda, er mjög athyglisverður vitnisburður um það, hvernig á örskömmum tíma er hægt að bæla niður blómstrandi efnahag með þröngsýni póli- tískra kreddukenninga. Nú kemur í ljós, að það var svo sem sama hvaða „jámaður" eða þræll stjórnarvaldanna var skipaður framkvæmda- stjóri verksmiðju — hann gat veitt viðtöku ýtarlegum fyr- irskipunum stjórnskipaðra skipulagsstofnana og séð um að þessum fyrirskipúnum væri framfylgt. En þegar til þess kom að reka verksmiðju svo gagn væri að og árangur og hagnaður skyldi nást, varð þörf fyrir menn með meira vit í kollinum og sérhæfða reynslu. Á það var bent nýlega i grein í blaðinu „Svobodne Slovp" í Tókikóslóvaikíu, að til þess að vera fær um að stjórna fyrirtæki svo vel væri, þyrftu menn að vera margskonar hæfileikum gædd ir, þar á meðal yrðu þeir að hafa sérstaka eiginleika og þekkingu á sviði sálfræði og skipulagstækni. Hvernig á svo að finna slika menn? Og hvernig á að þjálfa þá? í fyrrgreindu blaði sagði m.a., að framkvæmda- stjórn væri að verða alveg sérstök atvinnugrein. Og það er ekki aðeins meðal framkvæmdastjóra, sem pottur er brotinn. Tækni fræðingar hafa einnig komizt í háar stöður af því einu, að þeir voru tryggir flokksdýrk- endur. „Aðeins einn af tíu verkfræðingum okkar eða þar um bil — segja Tékkar —. hafa háskólamenntun. — Mlá telja, að aðeins 40% þess fjölda sem skipar stöður tæknifræðinga og verkfræð- inga, hafi þá tækniþjálfun, sem störf þeirra, oft afar mikilvæg krefjast.“ — Og það í landi Skoda. Þessu verður öllu að breyta og það fljótt. Einnig í Ungverjalandi. Hugtakafræð ingar þar hamast við að brjóta heilann um þetta mál og skilgreina þær kennisetn- ingar, sem stjórnin þarf að leggja blessun sína yfir og aðgreina frá hinum, serri hún þarf ekki að fjalla um. En maður hefur á tilfinn- ingunni að það sé aðeins yfir skin. Stöðugt háværari kröf ur neytenda krefjast fram- kvæmdanna fyrst og verðuc ljósara með hverjum degi, að dagar pólitískra leppa komm únistaflokkanna í iðrtfyrir- tækjunum í Austur-Evrópu, eru tatdir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.