Morgunblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 1
Noregs- förin hafin — segír Kosygsn — Shastri deilir á Kína og Pakistan Moskvu, 15. maí (NTB) ALEXEI Kosygin, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, sagði í ræðu í Moskvu í morgun í tilefni af heimsókn Lal Baha- dur Shastris, forsætisráðherra Frú Jacqueline Kennedy, ekkja Kennedys Bandaríkjaforseta, er stöfTd í Bietlandi um þessar mundir, en þar var á föstudag afhjúpaður ninnisvarði um mann hennar. Stendur minnisvarðinn í Runinymede, skammt frá þeim stað sem Magna Charta sáttmálinn var undir- ritaður á. Meðfylgjandi mynd var tekin við Buckingham höllina á fimmtudag þegar frú Jacqueline kom þangað í heimsókn til Elisa- betar Bretadrottningar. Lengst til hægri er frú Jacqueline á bak við systur sína. Radziwill prinsessu. En börnin eru, talið frá vinstri: John Kennedy, Caroline Kennedy, Anthoniy Radziwili og Anna Christina Radziwill. Myndm er tekin á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun, þegar forsætisráðherrahjónin og dóttir þeirra lögðu af stað til Noregs með Loftleiðaflugvél. Frá vinstri: Grétar Br. Kristjánsson, yfirmaður Loft- i ,eiöa a Keflavíkurflugvelli, Anna Bjarnadóttir, frú Sigríður Björnsdóttir og Bjarni Benediktsson. (Ljósm. Mbl.: Heimir Stígsson) eignarnámi, við að þrælka aðrar þjóðir, þá hafa bandarískir leið- togar umsnúið öllum venjulegum hugmyndum um þjóðarmetnað. Lal Bahadur Shastri, forsætis- ráðehrra, flutti einnig ræðu við þetta tækifæri, og minntist á kjarnorkusprengjuna, sem Kín- verjar sprengdu í gær. Sagði hann að meðan Sovétríkin héldu gerða samninga um tiirauna- bann, gerðu Kínverjar nýja til- raun. Nauðsynlegt væri að gera ein- hverjar ráðstafanir til að mæta þessari nýju kjarnorkuógnun. Án þess að nefna Kína eða Pak istan sagði Shastri að sum lönd litu landhmærahéruð Indlands græðgiaugum og hefðu jafnvel í huga árásarstyrjöld gegn Ind- landi. „Indland vill leysa ailar deilur á friðsamlegan hátt með samningum. En verði á okkur ráðizt, munum við verja landa- mæri okkar. í því tilfelli er engin fórn of stór“, sagði Shastri. Varðandi Vietnam sagði ind- verski ráðherrann að ástandið í landinu væri hættulegt friðinum í heiminum, en ekki réðst hann á Bandaríkin fyrir afskipti þeirra þar. Flóð í Júgóslavíu Belgrad, 14. maí. NTB. • Fly tja varð tugþúsuimdir manna frá heimilutr. sínum í miffhluta Júgóslavíu í gær, vegna flóffa, sem þar gerffu mikinn usla. Flæddi um fjölda bæja og þorpa, margar brýr eyffilögffust og símasamband slitnaði. Vitaff var í morgun, aff tveir höfffu far- izt af völdum flóðanna, — en fregnir eru fáar og óljósar frá flóffasvæðinu. Að því er NTB fréttastofan hermir, er ástandið verst í iðnað- arhéraðinu Doboj, en flóða- hætta var einnig talin mikil norðaustur í landinu. Er það fijótið Bosna, sem flæddi svona yfir bakka sína, en vatnsmagn fljótsins er nú meira en um sl. 3S ár. í Doboj eru um 20,000 manns illa haldnir af vatnsskoti, auk þess sem rafmagnsleysi gerir orðið að kalla. Bjarni Benediktsson forsætis- ráffherra fór í gær ásamt konu 6inni, frú Sigríöi Björnsdóttur í opinbera heimsókn til Noregs í boði ríkisstjórnarinnar þar. hliinu forsætisráðherrahjónin koma aftur 23. maí n.k. FRÉTTARITAEl Associated Press í Ósló, Erik A. Wold, skýr- ir svo frá undirbúningi heim- 6Óknar Bjarna Benediktssonar, íorsætisráðherra: Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra íslands, þarf ekki á lög- regluvernd að halda í níu daga opinberri heimsókn hans til Nor- egs, sem hefst í dag, laugardag. Norska ríkisstjórnin hefur undir- búið' hátíðlega móttökuathöfn á Fornebu-flugvelli síðdegis á laug ardag, og hafa allir Islandsvinir frjélsan aðgang að flugvellinum til að taka á móti forsætisráð- herranum. Er það mikill léttir fyrir lögregluna í Ósló, sem í dag lauk fimm daga erfiðum eftir- litsstörfum í sambandi við opin- bera heimsókn Títós, forseta Júgóslavíu. Bjarni Benediktsson og kona hans munu búa í gistihúsi hins opinbera þá þrjá daga, sem þau dvelja í Ósló, áður en ferð þeirra um landið hefst. Og í þeirri ferð þeirra verða ekki lögreglumenn, heldur aðeins tveir sendiherrar, konur þeirra og einn sendiráðs- fulltrúi. Hinn nýi sendiherra Noregs á íslandi. Tor Myklebost, kom til Ósló á föstudagskvöld til að kynna sér undirbúning heimsókn arinnar til Norður-Noregs. Sagði hann í gærkvöldi, að dagskrá heimsóknarinnar væri fullskipuð og nokkuð erfið. Á sunnudag mun Bjarni Bene- diktsson skoða sig um í Ósló og nágrenni. Síðdegis verður mót- taka fyrir íslendinga búsetta í borginni, og um kvöldið veizla Framhald á bls. 2. Sovétríkin tryggja varnir N - Vietnam Indlands, að Sovétríkin muni veita Norður-Vietnam alla þá aðstoð, sem með þurfi til að tryggja varnir landsins. Verð- ur þessi aðstoð veitt sam- kvæmt samningi, sem gerður hefur verið þar að lútandi. Gagnrýndi forsætiráðherrann Bandaríkin harðlega í ræðu sinni fyrir stefnu þeirra og framkomu í Vietnam. Ræðu sína flutti Kosygin á fundi vináttusamtaka Sovétríkj- anna og Indlands, en fundurinn var haldinn í tilefni af komu Shastris. Sagði Kosygyn að Viet- nambúar berðust ekki aðeins fyr ir eigin málstað, heldur fyrir mál stað allra sósíalískra ríkja og friðelskandi þjóða. Um tvö þúsund manns voru á fundinum og hlýddu á -ræðu Kosy gings. Sagði hann að Bandaríkja- menn hefðu tekið upp baráttuna gegn þjóðernislegri frelsishreyf- ingu í Vietnam undir því yfir- skini að þeir væru að berjast gegn kommúnisma. En Sovétrík- in mundu ætíð fylgja málstað réttlætisins og aðstoða þær þjóð- ir, sem berjast fyrir frelsi sínu. „Þetta er grundvallarstefna Sov- étríkjanna, sem ekki verður breytt eftir aðstæðum", sagði ráð herrann. — Það er fullljóst að dvöl Bandaríkjanna í Suður-Vietnam er orðin metnaðarmál, og þess- vegna ekki auðvellt fyrir þá að fara þaðan, sagði Kosygin. Ef bandaríska stjórnin heldur að virðing Bandaríkjanna aukist við nýlendustefnu, við að bandárísk- ir hermenn taki erlendar eignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.