Morgunblaðið - 16.05.1965, Page 2

Morgunblaðið - 16.05.1965, Page 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. maí 1965 Markmið ráðstefnunnar er að finna leiðir til jþess að bæta nú t>egar úr ríkjandi atvinnuleysi og svo að athuga möguleika á að byggja upp atvinnuvegi á ýmsum stöðum Norðurlands, sem gætu fyrirbyggt eða dregið veru lega úr því, að erfiðleikar vegna atvinnuleysis endurtaki sig, jafn TALSVERÐ sildveiði hefur verið að undanförnu í ísa- fjarðardjúpi, að því er Guð- finnur Einarsson framkvæmda stjóri í Bolungarvík tjáði biað inu gær. Kvað Guðfinnur hér vera um millisíld að ræða, og hefði hún öll farið í bræðslu. Það var vélbáturinn Dagrún frá Bolungarvík, sem fyrst hóf veiðarnar fyrir þremur vikum, og hefur hann nú veitt um 1,0 þúsund tunnur síldar. Guð- finnur sagði, að tveir aðrir bátar Bolvíkinga væru nú um það bil að hefja síldveiðar í Djúpinu, og í fyrradag hefði Hugrún komið inn w.ð 2500 tunnur. —Forsætisrá&herra Framhald af bls. 1. norsku ríkisstjórnarinnar í Ak- erhus-höllinni. Á mánudag nær heimsóknin hámarki, en þá halda Norðmenn hátíðlegan þjóðhátíð- ardag sinn. Þá mun forsætisráð- herrann fylgjast með fjölmennri skrúðgöngu barna frá Stórþings- húsinu, en gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund börn taki þátt í göngunni og hundruð skóla- lúðrasveita. Er Óslóarborg fagur- lega skreytt með blómum og fán- um í tilefni hátíðarinnar. Eftir útihátíðahöidin á mánu- dag mun Bjarni Benediktsson sjá sýningu í Þjóðleikhúsinu, og um kvöldið er veizla í þjóðminja- safninu. Á þriðjudag hefur Bjarni Bene diktsson fund með Einari Ger- hardsen, forsætisráðherra, legg- ur blómsveig að minnisvarða fall inna hermanna við Akershus, heimsækir háskólann, situr fund um utanríkismál í utanríkisráðu- neytinu, heldur fund með frétta- mönnum og heldur kvöldverðar- veizlu. Ferð Bjarna Benediktssonar um Noreg hefst á miðvikudag, og heimsækir hann meðal annars Bodö, stáliðjuver, Þrándheim og Steinkjær. Forsætisráðherrann heldur heimleiðis frá Noregi hinn 23. maí. — / EHiðaám Framh. af bls. 28 (Korpu) og víðar. í framtíð- inni verður jafnan nokkur hluti niðurgönguseiða, sem sleppt er úr eldi, þannig merkt að því er Þór Guðjóns- son tjáði fréttamanni Mbl. Er þess jafnframt óskað að veiði- menn gefi gaum að því, hvort annan kviðuggann vanti á þá laxa, sem þeir veiða, og sé svo eru þeir vinsamlegast beðnir að gera Veiðimála- stofnuninni aðvart. Þarf ekki að hafa mörg orð um hve mikilvægt þetta er fyrir allar laxarannsóknir hérlendis, ekki sízt með tilliti til framtíðar- eldis á laxi hér. 100 þús. seiði áriega Hin nýja eldisstöð við Ell- iðaár er í umsjá Ingólfs Ágústssonar, verkfræðings, en um daglegan rekstur hennar sér Kjartan Þórðarson. Ingólfur sagði í gær, að haf- izt hefði verið handa um að byggja klakhúsið í febrúar 1964. 4. janúar í vetur voru siðan fyrstu seiðin sett í hús- ið. Voru þau þá írá 0,5 til 0,8 grömm að þyngd, en eru nú. stærst 10—12 grömm. Um nið- urgönguseiðin, sem sleppt var í gær sagði Ingólfur að þau væru tveggja ára gömul, og hefðu verið í útieldi í tjörn- unum við Elliðaár þar til í lok marzmánaðar að þau voru flutt Fnn í klakhúsið. Með tilkomu klahússins sagði Ingólfur að vaxtartími seiðanna styttist um eitt ár eða svo vegna hinna sérstak- lega góðu skilyrða, bæði með tilliti til jafns vatnshita og fæðu, sem húsið veitir. Ráð- gert er að klakstöðin skili um 100 þús. niðurgönguseiðum á ári. Sjálft tekur húsið um 40—50 þúsund seiði, en það sem á vantar í 100 þúsund verður í útieldi í tjörnunum, Klakhúsið ætti því að geta alið hátt í þessa tölu til að sleppa þegar á næsta ári. Ákveðinn hluti af seiðunum er ætlaður Elliðaánum, en hitt verður selt í ár víða um land. í hinu nýja klakhúsi eru 9 eldisker, og auk þess klak- skápar o. s. frv. Ekki er vafi á að eldisstöðin við Elliðaár á eftir að verða bæði Elliðaánum, svo og öðr- um íslenzkum laxám, hinn mesti búhnykkur. Þór Guðjónsson, veiðimálastjórl, merkir fiskinn. NÝLEGA var opnuð ný vefn- aðarvöruverzlun í Safamýri 2, en eigandi er Ólöf Konráðs- dóttur. Ólöf hefur í mörg ár unnið við verzlunarstörf á ísafirði, m.a. í verzlun Karls Olgeirssonar, sem hún var um nokkurt skeið meðeigandi í og einnig rak hún til skamms tíma þar veitingahúsið Upp- sali. — Mun verzlunin leggja aðaláherzlu að hafa sem mest af alhliða vefnaðarvöru á boðstólum, en einnig verða þar fáanleg leikföng svo og annar smávarningur. í þessu sama verzlunarhúsi er einnig stærsta kjörbúð landsins, bakarí og einnig mun eiga að koma þar mjólkurbúð og fisk- búð. Hverfið þarna í kring er ; nú að verða eitt fjölmennasta = hverfi Reykjavíkur, en þar er | nú óðum að rísa mikill fjöldi | húsablokka. Hefur hingað til 1 verið þar mikill skortur á | verzlunum í hverfinu, en úr | því mun nú rætast, með til- | komu hins nýja verzlunarhúss | við Safamýri 2. /55 9iS ENGIN breyting var í gær orð in á veðráttunni hér á landi, blíða og vorlegt á Suðvestur- andi, en sama hrímþokan við iorðausturströndina og hitinn við frostmark, jörðin hvít og dauð, þar sem snjórinn er ekki ennþá. í innsveitum er þó stórum betra, oft sól og 5—10 stiga hiti síðdegis. KEFLVÍKINGAR þustu að úr öllum áttum, til að horfa á slökkvistarfið við frystihússbrunan í Keflavík í fyrrakvöld. Tók Ingvar Guðmundsson þessa mynd, en hann tók myndina er var á bak- aiðu blaðsins i gær með fréttinni. Atvinnumálaráðstefna á Norðurlandi DAGANA 29-30 maí n.k. er fyr irhuguð atvinnumálaráðstefna hjá kaupstöðum og kauptúnum á Norðurlandi og verður hún haldin á Akureyri. Auk fulltrúa viðkomandi staða er gert ráð fyrir, að alþingismenn Norður- landskjördæmis vestra og eystra munu vera viðstaddir ráðstefn- una. Verkefni ráðstefnunnar verður að ræða hið erfiða atvinnuá- stand, sem skapazt hefur vegna aflabrests á þremur síðustu ár- um fyrir Norðurlandi, einkum . hvað snertir þorskveiðarnar þrjú s.l. ár og síldveiðarnar tvö s.l. sumur, auk þeirra erfiðleika, sem hafísinn hefur valdið í vet- vel þótt aflabrestur verði m.a. með því að koma upp iðnaði og skapa betri möguleika á hag- nýtingu í landi á þeim sjávarafla sem fæst. Einnig verður rætt um möguleika á síldar- og öðr- um fiskflutningum frú fjarlæg- ari miðum. „8vanur“ á Austurvelli LÚÐRASVEITIN Svanur leikur á Austurvelli í dag kl. 4. Þetta eru fyrstu útihljómleikar sveitar- innar á þessu sumri. Sveitina skipa nú 23 hljóðfæraleikarar. — Stjórnandi er nú Jón Sigurðsson (trompettleikari), Hefur hann æft og þjálfað sveitina í velur. Talsverö síldveiði í ísafjarðardjúpi 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.