Morgunblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 6
e
MORGUNBLAÐID
Sunnudagur 16. maí 1965
Sr. Jakob Jonsson:
Hvernig aetti að byrja í Skálhoiti?
ÞAÐ vseri ranglæti að halda því
fram, að endurreisn Skálholts
væri ekki þegar byrjuð. Það er
orðið prestssetur að nýju. Skál-
holtssókn hefir fengið fagra og
stóra kirkju. Og staðarforræði
eru í höndum biskups og kirkju-
ráðs. Afhending staðarins í hend-
ur hinnar innri stjórnar kirkj-
unnar er meira atriði í íslenzkri
kirkjuskipun en þorri manna
virðist hafa gert sér grein fyrir
til þessa. En frá því að endur-
reisn staðarins komst fyrst fyrir
alvöru á dagskrá. — og allt til
þessarar stundar hefir það verið
lýðum ljóst, að hér á ekki að
nema staðar. Með þessu er öllu
heldur verið að skapa skilyrði
fyrir því, að eitthvað meira verði
framkvæmt. Og það hefir ekki
skort hugmyndir og hugsjónir
um framtíðina. Rætt hefir verið
um Skálholt sem biskupssetur,
prestssetur, prestaskóla (í kenni-
mannlegri guðfræði) kirkjuaka-
demíu, leikmannaskóla, kristileg-
an lýðháskóla, samkirkjulega
stofnun (ökumeniskt institut)
gistiheimili fyrir fræðimenn og
rithöfunda, menntaskóla og ef til
viil fleira.
Allt er enn á huldu um endur-
reisn biskupsstólsins, að öðru
leyti en þvi, að kirkjuþingið hef-
ir kosið nefnd í málið og óskað
eftir þvi, að prestastefnan í sum-
ar bæti mönnum í þá nefnd. Gert
er ráð fyrir, að nefndin afgreiði
málið í frumvarpsformi, og að síð
an gangi það til alþingis.
Hvað menntastofnanir staðar-
ins snertir, er ákveðið, að reisa
skuli kirkjulegan lýðháskóla. —
Hefir menntamólanefnd þjóð-
kirkjunnar haft málið til með-
ferðar, og er hugmyndin smám
saman að fá fastara snið. Að
mínu áliti og margra annarra er
Skálholt raunar ekki endurreist
fyrr en það er orðið biskupssetur
að nýju, en úr þessu verður það
varla fyrr en með næstu kyn-
slóð,nema stjómarvöldum kirkju
og ríkis auðnist að taka af skarið.
Ríkisvaldið hefir verið hlynnt
Skálholti, en kirkjan sundruð og
hikandi með tilliti til biskups-
stólsins. Sumt af því starfi, sem
menn hafa gert sér vonir um, að
tengt yrði við Skálholt, er nýj-
ung í íslenzku kirkjulífi, þó að
J>að hafi fyrir löngu orðið fastur
liður í kirkjúlífi annarra þjóða.
En það er ekki nema eðlilegt, að
mönnum hrjósi hugur við því,
að fjöldi stofnana eigi að rísa í
einu. >á kemur fram sú spurn-
ing, á hverju sé unnt að byrja
með þeim húsakosti, sem þegar
er til á staðnum eða verður til
á allra næstu árum, þannig að
kostnaður verði heldur ekki um
megn. Ég hefi nokkuð reynt að
hugsa þetta mál, út frá þeirri
þekkingu, og kynnum, sem ég hef
haft af kirkjulegum menntastofn.
unum í öðrum löndum. Tillög-
urnar eru ekki að neinu leyti
frumlegar, en þær eru tilraun
til að koma málinu á þann grund
völl, að unnt sé að hefjast handa,
í smáum stíl, en stefna um leið
til víðtækari framkvæmda. Ég
hugsa mér vísi að menntastofnun,
sem með tíð og tíma geti þróazt
yfir í flest ef ekki allt það, sem
góðir ntenn láta sér til hugar
koma að staðsetja í Skálholti.
Þessi stofnun er ekki miðuð
i við presta og guðfræðinga eina,
og ekki við kirkjuna eingöngu,
heldur er gert ráð fyrir því, að
kirkjan vilji starfa í tengslum
við þjóðmenninguna á sem flest-
um sviðum. Vér íslendingar höf-
um orðið svo lánsamir, að hér
hefir ekki orðið það bil milli
kirkjunnar og forystuafla al-
mennrar menningar, sem vér
finnum sumstaðar annans staðar,
og oss ber í tæka tíð að sjá um,
að slíkt bil myndist aldrei.
Stofnun sú, sem hér um ræðir,
á að vera lítil í upphafi, með
einum rektor og engum fasta-
kennurum, en aðfengnir fyrir-
lesarar og fræðarar ár hvert
svari til eins aukakennara, eða
því sem næst. Kostnaðurinn sé
ekki eingöngu greiddur af ríkinu,
heldur fari sumt af starfseminni
fram í samvinnu við landssam-
tök, stéttarsamtök Og menningar-
samtök af ýmsu tagi (t.d. nám-
skeið og mót). Ytra form stofn-
unarinnar sé með tvennum hætti.
3—4 mánuðir á ári hverju (eða
jafnvel aðeins annað hvert ár)
séu helgaðir prestsmenntuninni,
og aðrir 3 mánuði- almennri
menningu. Skal nú stuttlega gerð
grein fyrir hvoru fyrir sig.
n.
Prestaskólinn (pastoral-semin-
arium) starfi frá janúar til vors.
Fyrirkomulag kennslunnar sé
iíkt því og tíðkast við slíka skóla
utan lands. Aðalkennslugreinar
séu fimm:
1. Predikunarfræði. Þar sé
lögð áherzla bæði á verklegar
æfingar, predikunarsögu, stíl og
byggingu, og farið nákvæmlega
í al’an undirbúning.
2. Trúarleg uppeldisfræði og
barnaspurningar. Samvinna sé
höfð við presta í nágrenni staðar-
ins og uppeldisfræðingur fenginn
til fyrirlestra og viðtals.
3. Sálgæzla og pastoral-sálar-
fræði. Sálfræðingur, læknir, saka
málfræðingur og „social worker“
til fyrirlestra og viðræðu.
4. Helgisiðarfræði og sálma-
fræði. Þar séu söngfræðingar og
listfræðingar fengnir til aðstoð-
ar. Daglegar helgiathafnir fari
fram,
5. Kirk jufræði (eccleiologi).
Þar sé lögð áherzla á skýringu
og þróun kirkjuhugtaksins,stjórn
og skipulag kirkjunnar, samband
kirkjudeilda innbyrðis og sam-
band kirkjunnar við önnur trú-
félög, og loks hin venjulegu við-
fangsefni presta í embætti og
um skóla sem þessum, en þjóð-
inni fjölgar óðum og kirkjan
þarf að taka tillit til þess í því,
sem hún byggir upp. Samkvæmt
minni hugmynd á þessi mennta-
stofnun ekki að vera ætluð ung-
um guðfiæðingum einum, heldur
prestum, sem búnir eru að öðlast
nokkura reynslu í starfi. Rosknir
menn þurfa að kynnast nýjung-
um í fræðigrein sinni og nýjum
starfsaðferðum. Ég veit af eigin
um. Ég hugsa mér, að þau séu
tvennskonar.
1. Fræðslustundir um ákveðin
námsefni, bókleg og verkleg. Hér
er þörf á mikilli fjölbreytni, og
sama verkefni yrði því aðeins
endurtekið á margra ára fresti.
Sem dæmi nefni ég bókmenntir,
kristin fræði, stjómmólastefn-
ur, menningarsögu, samtíðarsögu
(straumar og stefnur samtíðar-
innar), leikstjórn, ræðumennsku,
kvikmyndir. Ennfremur smíði og
vefnað eða útsaum með sérstöku
tilliti til kirkjulegra þarfa. Sér-
stök námskeið eða fræðslumót
mætti hafa fyrir starfsmenn
kirkjunnar, svn sem organleik-
ara, meðhjálpara, sóknarnefndar-
menn, æskuleiðtoga etc. — Ýms
námskeið mætti og hafa í sam-
safnaðarstarfi. Hér má gera ráð
fyrir aðstoð frá lögfræðingi, hag-
fræðingi, og fulltrúum annarra
trúfélaga, er starfa í landinu.
Sumir fyrirlesarar þurfa ekki
að dvelja á staðnum nema 1—2
daga. Það, sem ég tel miklu máli
skipta við prestaskóla af þessu
tagi, er það að stúdentar og
kandidatar taki sameiginlegan
iþátt í helgiathöfnum á staðnum,
séu ótruflaðir við vísindastörf og
andlegar iðkanir, og geti gefið
sig alla við verkefnum sínum þá
mánuði, sem skólinn starfar.
Sumir segja, að íslenzkir guð-
fræðikandidatar séu að jafnaði
of fáir til þess, að þörf sé á slík-
Skálholt
raun, hversu Brfandi það getur
verið að dvelja um skeið við guð-
fræðilega námsstofnun, þegar
mörg ár eru liðin frá því „alma
mater“ sendi nýútskrifaðan
kandidat út af Brkinni. Og ég
hygg einnig, að ungir menn hafi
gott af að eiga sálufélag við vænt
anlega starfsbræður • af eldri
kynslóðinni, ræða við þá og
hlýða á erindi, er þeir kynnu að
flytja.
III. ‘
Almenn námskeið tel ég heppi-
legra, að fram fari fyrri hluta
vetrar eða á sumrin. Geta þau
verið löng eða stutt eftir atvik-
vinnu vlð landssamtök, t. d.
skáta, kennara, búnaðarfélög,
slysavamafélög, kvenfélög o. s.
frv.
2. Námskeið eða ðllu heldur
mót fyrir vissa starfshópa og
áhugamanna um sérstök efni. Er
hér átt við það, meðal annars,
að hinar ýmsu stéttir þjóðfélags-
ins fái tækifæri til gagnkvæmra
kynna. Ekki til að ræða stéttar-
málefni í venjulegum skilningi,
heldur til að kynhast hver ann-
ars sjónarmiðum í sambandi við
sameiginleg verkefni og áhuga-
mál, og samvinnu þeirra innan
mannfélagsins. Ég nefni sem
Framhald á bls. 21
• MAGNÚS SÝNIR
MYNDIR
Ég sé, að Magús Jóthanns-
son er að sýna syrpu af kvik-
myndum sínum í _ Gamla bíó
nú um helgina. Ég hef séð
nokkrar þessara mynda og ef-
ast ekki um að margir munu
hafa gaman af að sjá þær. Það
er e.t.v. ekki lengur stórfrétt
þótt íslenzk kvikmynd sé sýnd
almenningi. En þeir eru svo
fáir, sem fást við kvikmynda-
töku hérlendis, að ný mynd
vekur alltaf talsverða athygli.
Það er ósanngjarnt að gera
sömu kröfur til áhugamann-
anna, sem eru áð fást við þetta
hér hjá okkur — og gerðar eru
til erlendu atvinnumannanria,
sem hafa ekki aðeins meiri
reynslu, heldur margfalt full-
komnari og dýrari tæki til að
vinna verkið með.
• SKIPAÚTGERÐIN
Nýlokið er ferðamálaráð-
stefnu og var hennar getið hér
í blaðinu í gær. Ein af þeim
samþykktum, sem ráðstefnan
gerði, var sú að beina til Ferða
málaráðs þeirri ábendingu, að
ráðið hlutaðist til um að Skipa
útgerð ríkisins tæki upp sama
hátt á greiðslu umboðslauna
til ferðaskrifstofanna vegna far
miðasölu svo sem almennt tíðk
ast erlendis og hjá öðrum sam-
göngufyrirtækjum hérlendis.
Ef ég man rétt kom einnig
fram tillaga um að ráðstefnan
beindi þeim óskum til Skipa-
útgerðarinnar, að útgerðin léti
af hendi prentaðar áætlanir
skipanna tregðulaust.
Fundarmenn urðu samt sam-
mála um að fella þetta niður af
ályktanalistanum, ekki vegna
þess áð einhver virtist hafa
eitthvað við þessa ályktun að
abhuga, heldur til þess að forða
forráðamönnum útgerðarinnar
frá hneisunni. Það er út af
fyrir sig hneisa að gefa tilefni
til þess að slík mál beri á góma
á ferðamálaráðstefnu.
• FLUGVÖEEUR
Vert er áð vekja athygli S
þeirri ályktun ferðamálaráð-
stefnunnar, sem fjallaði um
flugvailamálin:
„Ráðstefnan telur aðkallandi
að auka verulega framlög tii
aðalflugvalla landsins ög stefna
beri að því að fullgera þá svo
fljótt sem .unnt er og tengja
þá næxliggjandi byggðarlögum
með greiðfærum vegum. Enn-
fremur vekur ráðstefnan at-
hygli á að endanleg stefna í
flugvallarmáli höfuðtoorgarinn-
ar hefur enn ekki verið mörk-
uð“.
í flugvallarmáli Reykjavíkur
hefur lítið gerzt að undanförnu,
lítill skriður virðist hafa kom-
izt á málið þrátt fyrir allar þær
athuganir og rannsóknir, sem
bæði erlendir og innlendir að-
ilar hafa gert fyrir íslenzk
stjórnarvöld.
Ummæli þau, er flugmálaráð
herra, Ingólfur Jónsson, við-
hafði við komu Friendship vél
ar Flugfélagsins, voru því orð
í tíma töluð. Anægjulegt var
að heyra, að flugmálaráðherra
hefur fullan hug á að láta til
skarar skríða —• og að stefnan
verður mörkuð á grundvelli
þeirra rannsókna, sem undan-
farfð hafa farið fram. Veit ég,
að þessi ummæli féllu í einkar
góðan jarðveg meðal þeirra,
sem talið hafa hagkvæmast og
heppilegast að gera flugvöil á
Álftanesi fyrir Reykjavik og
nágrenni. Ég þori líka að full-
yrða, að meirihluti þeirra sér-
fróðu manna, sem fjallað hafa
um málið, hafa komizt áð þeirri
niðurstöðu, að ekki ætti að ráð
stafa Álftanesi til annarra nota.
<
PIB
SJMVARPSLOFTII
4 gerðir frá kr. 370,-.
Magnarar og úrval af öðru
sjónvarpsefni.
Bræburnir Ormson hf.
Vesturgötu 3.