Morgunblaðið - 16.05.1965, Síða 12
19
MOHCU N BLADIÐ
Sunnudagur 16. maí 1965
Sjötugur:
Dr. Watson Kirkconnell
SVO mikið höfum við heyrt um
Iandkynningu nokkra undan-
farna áratugi að efalaust má þar
•af álykta, að almennt sé hún tal-
in mjög æskileg eða öllu heldur
nauðsynleg. Við höfðum meira að
'segja um eitt skeið sérstakan
embættismann er nefndist land-
kynnir. Hvernig sem erindisbréf
hans kann að hafa hljóðað, munu
starf og starfshættir mjög hafa
svifið í lausu lofti. Líklega hófst
þetta í rauninni þegar við fyrir
rúmlega hálfri öld sendum út
peripatetiskan (eða flakkandi)
sendiherra, sem aldrei vissi hvað
hann átti af sér að gera — né
heldur hvað hann átt’i að gera.
En þó að menn vilji almennt
hafa landkynningu, er það dá-
lítið vafasamt hvort allir gera
sér ljóst markmið hennar. Þing-
vellir eru okkar sögufrægasti
staður (helgi staðarins skulum
við í dag láta liggja milli hluta)
og margir eru þeir, sem þar hafa
hlýtt á „landkynningu" látna er-
lendum gestum í té. En'jafnvel
þegar hún ekki snerist aðallega
um Drekkingarhyl, verður því
varla neitað að hún var oft meðal
lagi vel heppnuð. Og ef óheppi-
lega tókst til um þenna fagra og
fræga stað, var þess þá að vænta
að vel tækist um allt annað?
Jón Eyþórsson skrifaði eitt
sinn í Morgunblaðið ritdóm um
þann þátt Endurminninga Sveins
Björnssonar, er þýddur hafði
verið á erlenda tungu, og komst
svo að orði um þessa litlu bók,
að hún væri „virðuleg landkynn-
ing“. Og það var einmitt sann-
leikurinn. Sveinn Björnsson var
alltaf virðulegur og alltaf þjóð-
arsómi. Virðuleg á líka öll land-
FERÐAVIÐTÆKI -
FERÐASPILARAR
Hinir vinsælu ferða plötuspilarar, með og án við-
tækis (með bátabylgjusviði), og’OSCAR STEREO
spilarar eru allt franskar úrvalsvörúr.
Heiðar Astvaldsson, dans-
kennari hefur þetta að
segja um TEPPAZ spilar-
ana:
„Ég hefi notað TEPPAZ
spilarana á ferðalögum
mínum við danskennslu,
og hafa þeir aldrei brugð-
izt. Þeir eru mjög léttir og
auðveldir í meðförum,
smekklegir og fallegir
í útliti“.
Sendum í póskröfu hvert á land sem er.
Fullkomin varahlutaþjónusta.
Hringið og spyrjið um verð og leitið upplýsinga.
RADiOIMAUST
Laugavegi 133. — Sími 16-525.
LORAN
Skip og báta
FRÁ
APELCO COMPANY U. S.A.
Tegund AL-1 Loran hefur móttöku fyrir Loran
„A“ og auk þess Loran „C“ sem er mikilvægt til stað
arákvörðunar langt frá landi.
Gefur góða móttöku og nákvæmni jafnt nótt sem
dag. — Allar frekari upplýsingar.
FLIJGVERK HF.
Reykjavíkurflugvelli. — Sími 10226.
kynning að vera. En alls og alls
þarf hún að sjálfsögðu að fjalla
um ákaflega margt. Hún á að
vera gagnleg fræðsla, í aðlaðandi
formi, um landið sjálft, kosti þess
eg ókosti, um þjóðina sem landið
byggir, eðliseinkenni hennar,
sögu hennar, menningu, menntir,
listir, atvinnuvegi, lifnaðarhætti
og lífsskilyrði. Víða þarf við að
koma, og af engu má draga upp
skrumskældar myndir. En
fræðsla um alla þessa hluti skipt-
ir miklu fyrir samneyti okkar og
samskipti við umheiminn. Því er
það, að þeir menn erlendir, sem
bezt vinna okkur á þessum svið-
um, hver í sínu landi, þeir eru
okkur svo mikilsverðir liðsmenn
að þeir eiga allt gott af okkur
skilið. Sumir hafa þeir unnið, og
eru að vinna, svo merkilegt starf
í okkar þágu að við fáum þeim
aldrei fullþakkað og getum aldrei
nógu vel við þá gert.
Einn í allra fremstu röð þess-
ara ágætu manna, þessara ágætu
vina, er Dr. Watson Kirkconnell
— maðurinn sem Dr. Rögnvaldur
Pétursson sagði að svo væri
merkilegur að það yfirgengi
okkar skilning. Hann á í dag sjö-
tugsafmæli, og af því tilefni er
greinarkorn þetta ritað. Það
minnsta sem við getum gert er
að muna hann. Launað honum
getum við aldrei — ’og höfum
sannast að segja litla viðleitni
sýnt til þess að reyna það.
Dr. Watson Kirkconnell er að
langfeðgatali af skozkum ættum,
en er fæddur 16. maí 1895 í bæn-
um Port Hope á norðurströnd
Ontariovatns, réttum hundrað
kílómetrum austur af Toronto.
Þetta er lítill bær, með aðeins
nokkrum þúsundum íbúa. Þar er
latínuskóli, og rektor þess skóla
var faðir Dr. Watson Kirkconn-
ells. Efalaust hefir hann numið
þar hjá föður sínym, en um náms
feril hans er mér það eitt kunn-
ugt að upphaflega las hann nátt-
úrufræði og í þeirri grein liggja
eftir hann merk rit, að því er
talið er. Ætla ég að enn eigi nátt-
úrufræðin sterk ítök i honum, og
þá máske sérstaklega grasafræð-
in. Annars er helzt að sjá að á
flestum sviðum mannlegrar þekk
ingar sé hann allvel heima. Þó
virðist einsætt að það muni verða
afrek hans á sviði bókmennt-
anna, skáldskapur hans og ljóða-
þýðingar á ensku úr fjölmörgum
málum, sem lengst haldi á lofti
nafni hans. Hann mun læs á allar
tungur norðurálfunnar (að ekki
sé nú talað um forntungurnar,
hann út í minningu um fyrri
konu sína, sem hann missti eftir
aðeins eins árs hjúskap og treg-
aði mjög. Þessi bók vakti athygli
víðsvegar um lönd og rituðu
ýmsir stórmerkir menn um hana,
þar á meðal Robert Bridges, sem
þá var lárviðarskáld Bretakon-
ungs.
' \
Um þessar mundir var hafinn
undirbúningurinn að Alþiugis-
hátíðinni 1930, og er óhætt að
segja, að ekki væri -hrifningin
minni vestan hafs en hér heima.
Enginn varð þó meiri eldmóði
innblásinn en þetta erlenda skáld;
má ætla að vinátta hans við síra
Rögnvald hafi átt sinn þátt í
hrifningunni. Með ærnum kostn-
aði viðaði hann þá að sér miklu
safni íslenzkra Ijóðabóka, þýddi
kynstrin öll, meira en svo að til-
Dr. Watson Kirkconnell, kona hans, Hope, og dætur þeirra, Susan
og Janet. Myndin tekin 14. ágúst 1964, þegar Acadia-háskóli sæmdi
hann doktorsgráðu, hálfum mánuði eftir að hann lét af rektors-
embætti.
grísku og latnesku) og bundið
mál er honum engu síður tiltækt
en óbundin ræða öðrum mönn-
um.
Það munu hafa verið kynni
hans af vestur-íslenzkum mennta
mönnum, eins og síra Rögnvaldi
Péturssyni og Skúla prófessor
Johnson, sem vöktu áhuga hans
á íslenzkri tungu. Árið 1928 kom
út eftir hann bók er nefnist
European Elegies — tregaljóð
þýdd úr fimmtíu Evrópumálum,
þar á meðal íslenzku. En kvæðin
í þeirri bók eru fyrstu kvæðin
sem mér er kunnugt um að hann
þýddi úr íslenzku. Bók þessa gaf
I
Verkamenn óskast
til ýmissa starfa hjá Njarðvíkurhreppi.
Upplýsingar hjá verkstjóranum í síma 1696 á vinnu
stað og 1786 heima.-
Óskum eltir vörubíístjóru
Aðeins maður með starfsreynslu kemur til greina.
Þarf að geta annast viðhald og eftirlit bílsins,
og ef til vill fleiri störf auk akstursins.
Upplýsingar hjá verkstjóranum í síma 1696 á vinnu
stað og 1786 heima.
Ahaldahús Njarðvíkurhrepps.
Nælonbl
ussur
Mikið úrval af fallegum blússum úr prjóna
næloni, framleiddar í öllum barna- og
kvenstærðum.
Verð barnablússur kr.
Kvenblússur kr. 128
98
Lækjargötu 4. — Miklatorgi.
tækilegt væri að koma öllum
þeim þýðingum í eina bók. En úr
þýðingunum valdi hann þó í stóra
bók, sem hann lét hefjast á Eddu
kvæðum, en yngsta skáldið í
henni var Kristmann Guðmunds-
son, þá 28 ára. Eftir enn yngri
skáld hafði hanh þýtt, en þau
urðu að verða út undan. Þó er
óhætt að segja að bókin spanni
meir en þúsund ár. En framan
við kvæðin er all-löng og snilld-
argóð ritgerð um íslenzkan skáld-
skap allt frá elztu tíð. Mátti bók-
in kallast stórkostlegt afrek, unn-
ið í tómstundum á skömmum
tíma.
Með engu móti gat þarna verið
fyrir neinúm launum að vinna.
Enginn var til þess að greiða
þau. Látum það gott heita; því
aldrei var Watson Kirkconnell í
flokki þeirra manna, er vilja „al-
heimta daglaun að kvöldum“.
Hitt var meira, að þetta tiltæki
hans kostaði hann aleigu hans
(og líklega meira en aleiguna),
enda bætti hann ofan á kostnað-
inn með því að yrkja og gefa út
á sinn kostnað flokk hyllingar-
ljóða til íslands í tilefni hátíðar-
innar. Nefnist sá ljóðaflokkur:
Canada to Iceland. Get ég að
hann muni hér í fárra höndum.
En svo mun líka um stærri bók-
ina: North-American Book of
Icelandic Verse.
Hér er raunasaga, sagan um
það, hvernig þessi ágæti maður,
sem svo mikið hafði lagt á sig
okkar vegna og þráði svo innilega
að samgleðjast okkur á Þingvöll-
um á Alþingishátíðinni, en varð
að setjast aftur og gat hvergi
farið. Sagan mun birtast annars-
staðar á þessu ári og skal því
látið útrætt um hana hér. En á
íslandi á hún að geymast, ekki
gleymast. Mætti vera að fyrir
hana yrði betur vakað síðar.
En ekki lagði Kirkconnell ár-
ar í bát eða hætti að vinna ís-
landi fyrir þetta. Hann hefir síð-
an birt þýðingar íslenzkra kvæða
og skal hér einkum getið íslenzka
þáttarins í bók hans: Canadian
Overtones (1935), en það er
sýnisbók kvæða kanádiskra
skálda, er ort hafa á mörgum
annarlegum tungum (ungversku,
ítölsku, grísku o. s. frv.). Þá hefir
hann og skrifað merkar greinar
um ýmisleg íslenzk efni, og hreint
frábærar ritgerðir um öndvegis-
skáldin íslenzku í Kanada, Gutt-
orm J. Guttormsson. (A Skald in
Canada) og Stephan G. Stephans-
son (Canada’s Leading Foet).
Framhald á bls. 17.
b