Morgunblaðið - 16.05.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 16.05.1965, Síða 17
Sunnudagur 16. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 — Dr. Watson Framhald af bls. 12 Hann hefir víða komið við. Rétt er að geta þess hér, eins og innan sviga, að Kirkconnell orti fagurlega eftir Stephan. Kvæðið er til í ágætri þýðingu Páls Bjarnasonar í hinni nýju bók hans, Flísum. Þó að óskylt efni sé, má kannske nota tæki- færið og benda á, að þar er nú líka loks að finna mjög sæmilega býðingu á „Home, sweet Home“, sem aðrir höfðu áður glímt við. Kirkconnell hefir þýtt sjálf- stæðar sýnisbækur ljóða kveð- inna á ýmsum þeim þjóðtungum er ganga í austanverðri Evrópu. Um upptalningu er hér ekki að træða, en geta má sýnisbókar pólskra ljóða, sýnisbókar ung- verskra ljóða, en um fram allt hinnar geysimiklu sýnisbókar úkrainskra ljóða (The Ukrainian Poets 1189—1962). í>að fer ekki bjá því, að þar sé um ódauðlegt verk að ræða, og það ætla ég, að ef ekki væri dáinn svo út allur hinn forni kærleikur íslendinga til skáldskapar sem raun ber vitni um, þá mundi margur hér ekki láta þá bók fram hjá sér fara. Hún er mikil gersemi og augljóslega mikið afrek. Svipað mundi að segja um þýðingu hans á hinum frægu söguljóðum, Pan Tadeusz, eftir Adam Micklie- yvicz. Stærsti frumkveðinn ljóða- flokkur hans, sem mér er kunn- ugt um að birzt hafi, er sagna- keðjan The Flying Bull and Other Stories, sem þrisvar hefir verið gefinn út (fyrst 1940). Þetta eru seytján sögur, hver annarri óháðar, en tengdar saman á nokk uð svipaðan hátt og sögurnar í Þúsund og einni nótt. Það er erfitt að hugsai sér þánn tíma að menn hætti að lesa þá bók. Og nú er hennar kostur í ódýrri út- gáfu. Skáldin hafa verið stolt íslend- inga. f verkum þeirra hefir ís- lenzkur andi hafið sig hæst. Greinilega er nú þjóðin að missa þetta stolt — í bili að minnsta kosti, og er þó ekki sýnt hvað koma eigi í staðinn. Ekki er þessi glölun Watson Kirkconnell að kenna, og það ætla ég að tor- skilið mundi honum þetta frá- hvarf okkar. En enginn maður hefir meira gert en hann til þess að sýna umheiminum þær perl- ur sem þjóðin eitt sinn skreytti sig með. Hann hefir mikið á sig lagt til þess að gera svo. Mundi það kannske enn að nokkru met- ið? Lengi var hann búinn að þrá að heimsækja ísland. Loks gat hann látið af því verða nú fyrir tveim árum. Hann kom hingað, og kona hans með honum, í önd- verðan júlí 1963. Þau dvöldu hér í fimm eða sex daga. Sannarlega var þeim vel tekið. Þó það nú væri. Háskólinn gerði sitt og ríkisstjórnin gerði sitt til þess að dvölin mætti verða þeim til á- nægju. Forsetahjónin buðu þeim til Bessastaða. Dr. Kirkconnell flutti erindi í Háskólanum — við góða aðsókn, þó að tíminn væri hinn óhentasti. Þau hjónin fóru héðan barnslega þakklát, og eng- inn efi að þrá þeirra og von er að geta komið hingað í annað sinn. Við skulum líka vona að svo megi verða. Axel Thorsteinsson skrjfaði einkar fróðlega um Dr. Kirkconn- ell í Vísi við þetta tækifæri. Axel var líklega fyrsti íslendingurinn hér heima sem kynntist honum, en ekki er mér kunnugt um, hvernig kynnin stofnuðust. Kannske meðan Axel var vestra. Hitt vissi ég, að Axel var sá mað- ur hér, sem Kirkconnell langaði til að hitta. Atvikin höguðu því svo, að af samfundum gat ekki orðið — því miður. Líka vissi ég að Kirkconnell taldi sig hafa reynt Axel að góðu. En það hafa nú svo margir. Eftir sextán ár í rektorssæti við Acadia University í Wolfville lét Dr. Kirkconnell af pví embætti í síðastliðnum ágústmánuði. Áður höfðu tíu háskólar sæmt hann doktorsnafnbót og nokkrum dög- um eftir að hann lét af embætti, veitti Acadia-háskóli honum einnig þessa sæmd. Ekki hætti hann þó með öllu að kenna, hélt a.m.k. áfram að kenna íslenzku. En nú er heilsan nokkuð tekin að bila (kransæðaþrengsli), svo að hæpið er að hann haldi lengur áfram kennslu. Hann er að búa til prentunar vænt bindi af frum- kveðnum ljóðum sínum; verða í því um fimm hundruð kvæði, en ekki mun það meira en helming- ur þess er hann á í handriti. Hingað til hefi ég rætt um Dr. Watson Kirkconnell, en vil nú að síðustu snúa við og leyfa mér að ávarpa hann sjálfan nokkrum orðum: Þú auka vildir fslands hróður í augum þjóða vítt um heim og sanna að í örbirgð sárri við áttum skart að sýna þeim; það lýsigullið ljóða var sem land vort eitt á torgið bar. Ei annað neitt en óð og sögur við áttum til að bera’ á torg; hér var ei ytri auð að finna og enga skrauti glæsta borg; og engin sást hér háreist höll, en húsin smá og skipin öll. En þjóðin litla, þjóðin snauða, sem þótti heimsins leit ei á, þú hafðir séð að auð hún átti sem öllum þjóðum hulinn lá. Og hann var skáldsins skíra gull, af skáldsins'mynt var hirzlan full. Að henni lykil höfðu fáir, svo hér lá falið gullið rautt, og við svo fáir, við svo smáir, hér virtist útsker gæðasnautt. Að henni lykil hafðir þú og hugsaðir: Ég opna nú. En til þess þurfti fórn að færa að fengi heimur gullið séð; já, fé og starf, að setja’ á sýning hið sagða gull. En hvar var féð? Jú, féð var þitt — þitt eitt og allt, þín orka með. Þú lézt það falt. Þú sýndir veröld sjóðinn okkar, er sjóðinn kostað hafði þinn. Þá stóðstu öllum eignum rúinn, en ísland jók við hróður sinn. Og fáir sögðu: Þökk sé þér. En þökkin loksins kemur hér, Hvar eru'dæmi eins og þetta? Þau eflaust mundu næsta fá. Sé slíkt ei hjálparhöna að rétta, hvað hjálp er, veit ég ekki þá. Þú skuldaðir íslandi’ ekki'neitt, því ekkert hafði það þér veitt. Þú vinur fslands, vinur góði, ég vinarhönd nú rétti þér. Og margir, ætla’ ég, munu’ í hljóði þín minnast eins á landi hér, og segja: Þökk þér sé og heill, er sízt í tryggðum reyndist veill. Sn. J. Atvinna Viljum ráða húsgagnasmið og mann helzt vanan húsgagnaframleiðslu. Krístján Síggeírsson hf. ■* Laugavegi 13. IVIILK CHOCOLATE WAFER Bandit Iðnfyrirtæki til sölu við Laugaveginn Eitt af stærstu iðnaðarfyrirtækjum bæjarins er til sölu. Tilvalið tækifæri fyrir húsgagnasmiði, húsa- smiði eða aðra lagtæka menn er vilja skapa sér sjálf stæða atvinnu. Iðnaðarhæð við Laugaveg um 200 ferm. til sölu. Upplýsingar ekki gefnar í síma Einar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 9 — Sími 16767 Kvöldsími 35993. IJtvarpsvirki — Laugarness auglýsir Hef opnað aftur vinnustofu og verzlun að Hrísa- teigi 47. — Sel hin frábæru Radionette v.ðtæki og sjónvörp. MAGNÚS HALLDÓRSSON. — Sími 36125. Orðsendiug frá ts/ WSBB* umboðinu. Sérfræðingur frá Wichmann verksmiðj- unum er staddur hér á landi. Þeir útgerðarmenn og skipstjórar, er óska að hafa tal af honum gjöri svo vel að hafa samband við oss sem fyrst. Einar Farestveit & Co. hf. Sími 16995. Vökvasfýri fyrirliggjandi í Thems Tr.ater, 5 og 7 tonna. Önnumst ísetningar. Vélverk hf. Hverfisgötu 103 — Sími 18152. Stúlka Viljum ráða vélritunarstúlku nú þegar. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Heildverzlunin Hekla hf. Laugavegi 170. Afgreiðslustúlka óskast Verzlunin Gyðjan Laugarvegi 25 Vinna Okkur vantar bæði stúlkur og karlmenn í frystihús ið. — Frítt húsnæði. — Fæði á staðnum. Mikil vinna. — Talið við verkstjórann í síma 2254. Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum. THIS IS ICELAND DETTE ER ISLAND DAS IST ISLAND VOICI L’ISLAND ÞETTA ER ÍSLAND b ■■ i _ flm/A irk m nAa/ jf’ ' •• «w»v.s\\í. IMY lilYNDABOK J. mcu mmjnaum. i Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur ’skrifaði formálann. Myndaskýringar á 5 tungumálum. ™ 1 Glæsileg bók um land og þjóð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.