Morgunblaðið - 16.05.1965, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.05.1965, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Sunmidagur 16. maí 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ — Þetta er nú ekki alveg eins skemmtilegt Jón. — En þú ætlar þó ekki að hætta að syngja með hljómsveit inni, er það? — Til hvers væri það? Ég vinn allan daginn, og ég ætla ekki að fara að syngja hálfa nóttina, bara mér til skemmtunar. — Já, en æfingin . . . ? — Ég hef engan áhuga á því, svaraði hún einbeitt. Hann lagði höndina á arm henni. — Bíddu, ég ætla að aka þér heim. Ég þarf að tala við þig, elskan. Þú getur ekki stungið svona af frá mér. — Ég er ekkert að stinga af. Ég er bara þreytt og þarf að komast heim. — Gott og vel. Hann dró hönd nia að sér. — Junto sendir þér þetta. Hann tók litla öskju upp úr vestisvasanum og rétti henni. Lokið var fast og hún þurfti að rykkja í það og þá komu í ljós eyrnahringir, sem glitruðu í ljósinu. — Ég' þakka, sagði hún og henni fannst sjálfri röddin vera hörð og málmkennd. — Ég get ekki hugsað mér neitt, sem ég þyrfti meira á að halda en þetta. Hún sneri sér snöggt frá hon- um, gekk yfir dansgólfið þvert og síðan niður í breiða stigann og til fatageymslunnar. Hún tók við kápunni sinni hjá fatageymslu- stúlkunni, og þegar hún var kom in út að dyrum, datt henni í hug: Ég hefði eins vel getað gefið stúlkunni þetta; hún þárfnast þess víst ennþá meir en ég. Hún hélt svo fast utan um Nýjasta hefti ICELAND REVIEW kynnir á fræði- legan hátt íslendinginn LEIF HEPPNA. Sendið ritið vinum og viðskiptamönnum yðar erlendis. Borgarnes Umboðsmaffur Morgun- blaðsins í Borgarnesi er Hörff- ur Jóhannsson, Borgarbraut 19. — Blaðið er f lausasölu á þessum stöðum í bænum: Hótei Borgarnesi, Benzínsölu SHELL við Brákarbraut og Benzínsölu Esso við Borgar- braut. Stykkishólmur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins -í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. Afgreiðslur blaðsins hafa með höndum alla þjónustu við kaupendur blaðsins og til þeirra skulu þeir snúa sér, er óska að gerast fastir kaupendur Morgunblaðs- ins. t-------------------------- öskjuna, að hana verkjaði í hönd ina. Hún reyndi að hugsa og jafn framt að stilla reiðina, sem sauð niðri í henni. En það var engin ástæða til að vera reið við Boots Smith og Junto. Þetta var allt henni sjálfri að kenna. Hún ákvað áð ganga heim og reyna að láta reiðina sjatna ofur lítið á leiðinni. Hún gekk með löngum, reglubundnum skrefum Nei, þetta var allt sjálfri henni að kenna. Hún hafði verið að reisa sér loftkastala, sem nú voru hrundir í rúst. Hún gæti eins vel saMHim 40 horfzt í augu við þá staðreynd, að hún varð að vera kyrr í stræt inu. Hún átti ekki fyrir mánaðar húsaleigu fyrirfram og þá ekki fyrir flutningnum. Og svo yrði nýja íbúðin jafn óþolandi og sú gamla. Nema náttúrlega yrði hún laus við frú Hedges og húsvörð- in. Nei, þar yrði bara samslags fólk og engu betra. Nei, nú var eins gott að venja sig við tilhugs unina um að vera kyrr á sama stað. Hún vonaði, að það væri satt, sem frú Hedges sagði, að Jones mundi ekki angra hana framar, því að hún fann, að hún gat ekki hert sig upp í það að kæra hann. Hún hlakkaði ekkert til að fara að telja upp ávirðingar hans fyrir einhverjum lögreglumanni. En það ætti hún nú einmitt að gera. En svo hugsaði hún: Setjum nú svo, að ég kæmi honum í Steininn í mánaðartíma, eða þrjá mánuði, en hvað nú refsingin var fyrir annað eins og þetta? Hvað þá? Ekki væri hægt að hafa hann í fangelsi um ófyrirsjáanlega framtíð. Hann var þannig maður, að hann gat legið á hatri sínu til hennar ævilangt og mundi sitja um að hefna sín á henni þegar hann væri sloppinn úr fangels- inu. Harlem var ekki svo stórt svæði og ef hann væri einbeittur að hefna sín, yrði honum engin skotaskuld úr því að finna hana. Auk þess varð hún að taka tillit til Bubs, því að vel gat hann nað sér niðri á honum, ef hann næði ekki til hennar sjálfrar. Nei, hún skyldi ekki fara með I þetta í lögregluna. Hún stað- næmdist við umferðarljós. Ertu búin að sætta þig við þá hugs un að vera hérna kyrr? spurði hú,n sjálfa sig. \ Héðan í frá yrðu þau að lifa svo varlega og sparlega, svo vesældarlega, að hver launa- greiðsla yrði að skilja eitthvað eftir til að leggja inn í bankann. Eftir nokkurn tíma gætu þau flutt. En það yrði erfitt. En því mundi hún líka venjast. Heima á nóttinni skyldi hún æfa sig svo vel, að hún kæmist í hærri launaflokk. Kannski gæti hún staðizt næsta próf þegar að því kæmi. Þessi atvinna í Cas- ino, sem hafði litið út fyrir að vera svo blátt áfram og auðveld, kom ekki lengur til greina, og al menn skynsemi hennar hefði átt að geta sagt henni það fyrir fram. Og hún fór að hugsa um Boots. — Þú þarft ekki annað en vera góð við mig, elskan. Nú hafði hún ekki gert eða sagt neitt, sem gæfi til kynna, að hún ætlaði ekki að vera góð við hann. JÞað hlaut að vera eitthvað sérstakt, sem hafði svo snögglega eytt öll um áhuga hans á henni. Hú.n reyndi að rifja upp allt, sem hann hafði sagt við hana, ef þar skyldi að vera lykilsins að leita að þessum snögglegu sinna skiptum hans. Því að hann hafði verið áhugalaus í kvöld var hún -viss um. Hann hafði setið þarna við borðið, og ekki gert neina tilraun til að tala við hana, en verið niðursokkin í sínar eigin hugsanir, og jafnvel þegar hann hafði sagt eitthvað, hafði hann horft á hana eitthvað svo óper- sónulega, eins og hún væri ein- hver ókunnugur, sem hann hefði ekki svo mikið sem augnabliks áhuga á. — O, ég gæti orðið skotinn í þér elskan. Það var ekki lengra síðan en í gærkvöldi, að hann hafði sagt það. Og svo fyrsta kvöldið, sem þau hittust: — Ég hef bara ekki áhuga á neinu nema þér. Þegar hann ók henni heim í gærkvöldi hafði hann bókstaflega ekki sagt orð, og ekki gert neina tilraun til að snerta hana. Hún rifjaði þetta upp og komst að því, að hann hafði orðið svona þögull, eftir að útkastarinn hafði sagt honum, að Junto þyrfti að tala við hann. Hún greikkaði sporið. Ef Junto átti Casino, þýddi það sama sem, að Boots væri í hans brauði. En það var nú sama . . . hvað gat Junto hafa sagt, sem eyddi svo gjörsamlega öllum áhuga hans á henni? Kannski hann hefði farið að setja eitthvað annað fyrir sig? Kannski eitthvað í sambandi við það, að hann var ekki í herþjón ustunni, því að hún mundi, hvern ig hann gat ekki leynt gremju sinni, þegar hún hætti ekki að spyrja hann um það. Jæja, það gat nú annars allt verið sama. Kannski var það fyrir beztu, að svona hafði farið. Að minnsta kosti þurfti hún ekki að verjast þessum áleitnu hönd um hans. Hún opnaði dyrnar á leiguhús inu þar sem hún átti heima. Þar var allt þögult, og engin hreyfing á myrkurblettinum, sem huldi kjallaradyrnar’. Og hún velti því fyrir sér, hvort hún mundi þurfa að sjá fyrir sér renglulega mynd húsvarðarins í hvért sinn sem hún gengi inn um þessar dyr. Brotna hellugólfið var forugt. Snjórinn, sem hafði borizt inn á fótum fólks um daginn, hafði bráðnað og blandazt sótinu og skítnum á gólfinu. Hún horfði á dökkbrúnu málninguna á hurðun um, í daufri birtunni frá litla loftljósinu, á skáiduðu bréfakass ana og þunnslitnu tröppurnar í stiganum. Og henni datt í hug, hvernig tíminn gæti breytt útliti hluta. Það voru ekki nema nokkrir klukkutímar síðan hún hafði séð í anda Bub, sem var að vaxa upp í einhverju loftgóðu, sólríku húsi og sjálfa sig áhyggjulausa um af komuna. Hún hafði getað dregið upp mynd af honum þegar hann korp heim úr skólanum og fékk bita og mjólk og kannski voru aðrir krakkar með honum og svo léku þau sér einhversstaðar nærri, og hún þurfti ekki annað en líta út um gluggann, til þess að hafa auga með honum, því að nú var hún alltaf heima, þeg ar hann kom úr skólanum. En svo höfðu tíminn og Boots Smith og Junto hrakið hana aftur á bak til þessa sama staðar og eytt þessu draumaskýi, svo að nú sá hún bara forstofuna þarna eins og hún var í raun og veru. Hún lagði af stað upp stigann. Hann var brgttari en hú,n gat munað hann. Og henni varð hugs að til allra fótanna, sem höföu gengið upp þennan stiga, svo að hann var orðinn svona slitinn . . . ungir fætur, gamlir fætur, vinnu þreyttir fætur, fætur sem þuiu upp stigann, af því að einhver draumur gerði hann auðveldari og fætur sem fóru sér hægt, af því að einhver sorgarviðburóur dró úr ferðinni hjá þeim. Hún var ofþreytt í fótunum, til þess að geta flýtt sér. Hún varð óhugnanlega vör við veggina, sem voru svo þröngir. Og svo voru þeir svo þunnir, að hún gat heyrt mannamál gegn um þá. Útvarpið var í gangi á þriðju og fjórðu hæð. Hún reyndi að flýta sér til að losna við þennan hrærigraut af tónum, en fæturn ir neituðu að hreyfast eins hratt og hún hefði viljað. Og gegn um þetta heyrði hún messu, þar sem verið var að reyna að bjarga fortöpuðum sál- um. Og bænir og blessunarorð blönduðust saman við auglýsing ar um Shirleysápu. Á þriðju hæð var komið til á- floga. Skammaryrðin blönduðust því sem heyrðist í útvarpinu. Samtalið sem hún hafði áður heyrt, þagnaði, því að nú fóru allir að hlusta á áflogin og skammirnar. Báðskona óskast í sumar til starfa í veiðihúsi. Þarf að geta lagað 1. flokks mat. Enskukunnátta æskileg. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir nk. föstudag, merkt: „Ráðskona — 7516“. Varalitir í öllum tízkulitum halldór jónsson h.f. heildverzlun. Hafnarstræti Simar 23995 og 12586 Kópavogsbúar Karlmenn óskast til starfa í verksmiðjunni. M-álning hf. Eldri kona sem hefur 2ja herb. nýtízku íbúð, með öllum þæg- indum, óskar eftir góðri roskinni sambýliskonu, er gæti séð um heimilisstörfin gegn ókeypis hús- næði, fæði og sanngjarnri þóknun. — Sendið upp- lýsingar, merktar: v,7334“ til afgr. Mbl. Aigreiðslustúlka óskast nú þegar síðari hluta dags. Upplýsingar í verzluninni mánudag (ekki í síma). Gardinubúðin Ingólfsstræti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.