Morgunblaðið - 25.05.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1965, Blaðsíða 1
32 siður í DAG senda íslendingar dönsku bræðraþjóðinni kveðjur og þakklæti, rétta hönd yfir höfin og hylla vináttubragð sem er eins- dæmi í samskiptum þjóða. Gleðialda fór um byggðir landsins þegar hingað fréttist skömmu fyrir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins, að Danir og þjóðþing þeirra hefðu endanlega afgreitt hand- ritamálið, og þessir þjóð- ardýrgripir íslendinga mundu á næstu árum koma heim. í öllum kirkj um íslands var á sunnu- dag dönsku þjóðinni, þingi og stjórn þökkuð afhending handritanna og beðið blessunar guðs. Um leið og íslendingar þakka dönsku þjóðinni og þjóðþingi Dana drengilega af- stöðu í handritamálinu minn- ast þeir með vinum sínum í Danmörku orða sem danskur maður ritaði um Árna Magn- ússon látinn: magnus erat Danis, major erat patriæ, þ.e. hann var Dönum mikill, en meiri föðurlandinu. í anda þessara orða hafa Danir treyst vináttuböndin við vina- og fcræðraþjóð sína í norðri. Með starfi sínu hefur Árni Magn- ússon nú uppskorið ævarandi vináttu milli tveggja þjóða, sem hann unni. Óhætt er að fullyrða, að sjaldan eða aldrei hafi eins mikil gleði farið um íslenzk- *r byggðir og nú um þessar mundir, þegar fyrir liggur að handritamálið er komið í höfn. Að því hafa margfr góðir drengir unnið og munu íslendingar ávallt minnast ur þekkzt. t>eir hafa skiliy hinn nýja tíma. Ef heim- inum væri öllum stjórnað af er. Um það skal þó ekki farið frekari orðum, heldur leyfir Morgunblaðið sér að senda Eins og kunnugt er bundu and- stæðingar íslendinga í handrita- málinu miklar vonir við það, að þeim tækist að fá undirskriftir þeirra 60 þingmanna, sem nauð- synlegt var til að þjóðaratkvæða- greiðsla gæti farið fram um lög- in. Þessi von þeirra brást. Að vísu hafa íslendingar við endur- heimt sjálfstæðis sins haft þá reynslu af Dönum, að þeir hefðu í sjálfu sér ekki óttazt, þótt handritalögin væru lögð undir dóm dönsku þjóðarinnar. En í slíkri þjóðaratkVæðagreiðslu er hægt að vinna svo að málum, að gömul sár ýfist upp, engum til gagns, en öllum til ama og leið- inda. Nú við lokaafgreiðslu hand- ritamálsins vita íslendingar að engin sár eru ógróin eftir sam- skipti þeirra og Dana. Eins og kunnugt er af fregnum skrifuðu 57 þingmenn undir ósk- ina um þjóðaratkvæðagrejðslu. Mjög mikil tvísýna ríkti um það fram á síðustu stund, hvort unnt yrði að ná tilskyldum þing- mannafjölda. Danska þjóðþingið afgreiddi handritamálið 1961 með 110 at- kvæðum gegn 39, en þá var því festað vegna tilmæla 61 þing- manns sem skrifaði ’undir skjal, þar sem þess var krafizt með tilvísun til 73. greinar stjórnar- skrárinnar, að hin ný samþykktu lög um afhendinguna kæmi ekki til framkvæmda þá þegar.Danska stjórnin ákvað að leggja frum- varpið óbreytt fyrir næsta þing að loknum kosningum, Og var það gert. Handritafrumvarpið var síðan samþykkt og afgreitt í Þjóðþinginu 19. maí síðastliðinn með 104 atkvæðum gegn 58, 3 þingmenn sátu hjá, en 14 voru fjarverandi. í samtali sem Morgunblaðið átti við K. B. Andersen, kennslu- málaráðherra Dana, eftir sam- þykkt handritafrumvarpsins í síðustu viku, sagði ráðherrann meðal annars: „Ég horfi með ánægju fram til þess dags er ís- lenzku handritin, sem afhenda á, eru komin til Reykjavíkur". Sá dagur nálgast nú óðum. ★ Hér á síðunni er Ijósmy.nd af blaði úr Codex regius aí Sæm- undar-Eddu, þar sem varðveitt eru forn ljóð íslenzk, og er mynd- þeirra þakklátum huga. Er óhætt að fullyrða, að danskir stjórnmálamenn hafa sýnt meiri sanngirni í samskiptum við erlenda þjóð en áður hef- mönnum sem leggja jafnmik- ið kapp á skilning þjóða í milli og nota vald sitt til þess að treysta vináttuna, væri víða öðruvísi umhorfs en nú dönsku þjóðinni og leiðtogum hennar vina- og þakklætis- kveðjur í tilefni af hinum merku tímamótum í sögu og samskiptum þjóðanna. in af Völuspártexta, en á baksíð- unni er mynd af blaði úr Möðru- vallabók, sem geymir íslendinga sögur. Textinn er úr Njáls sögu. Forystugrein blaðsins í dag fjallar um handritamálið. MAJOR ERAT PATRIÆ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.