Morgunblaðið - 25.05.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.05.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. maí 1965 ANN PETRY: STRÆTID ' Hún var steinhissa, er hún sá að hann hörfaði frá henni. Það var orðið hálft gólfið á milli þeirra. Hann stóð nú við skrif- toorðið og reiddi ekki lengur höndina ógnandi, heldur greip henni fyrir andlitið. Hún stóð þarna höggdofa og gat hvorki játað né neitað þessum galdra- áburði hans. Hann gekk út úr stofunni án þess að líta á hana. Hún ætti að gera grein fyrir því, hversvegna hún hefði komið svona snemma heim, en hann var kominn út að dyrunum áður en hún kæmi upp orðunum. — Mér var illt fyrir hjartanu, tautaði hún lágt við sjálfa sig. Hann svaraði engu og hún var ekki viss um, að hann hefði heyrt til hennar. Hurðín skell ist í og svo var hann kominn af stað upp á loft . . . og gekk hægt, eins og honum væri illt í fótunum. Hún hallaði undir flatt og hlustaði, því að stofan var full af einhverju hvísli, en það var á bara hennar eigin rödd, sem var að segja, að henni væri illt fyrir hjartanu. Röddin stóð ein- hvernvegin á öndinni og það var eins og hún væri hissa, og hún fann sér til skelfingar, að hún var að endurtaka orðin aftur og aftur og hjartað hamaðist í brjóstinu á henni, svo að það líktist mest þrumuveðri. Hún skalf svo á beinunum, að hún gekk að legúbekknum og settist niður. Hérna var það, sem hann svaf, þegar hún var alein í svefnherberginu. Þetta var langur legubekkur, mjög langur, svo að enda þótt Jones væri hávaxinn, mundi höfuðið á honum vera hér um bil þar sem hún sat nú. Hún fór að hugsa um, hvort vel hefði farið Nýjasta hefti ICELAND REVIEW kynnir á fræði- legan hátt íslendinginn LEIF HEPPNA. Sendið ritið vinum og viðskiptamönnum yðar erlendis. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, simi 50374. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi eir að Hlíðarvegi 61, simi 40748. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, simi 1905. Auk þess að annast þjón- nstu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allai. Eyjaf jörð um hann þarna, eða hvort hann hefði bylt sér, af því að hann gat ekki sofið vegna þrengsla. Hvað hefði hann gert, ef hún hefði komið til hans einhverja nóttina og lagzt hjá honum á legubekkinn, þegar hann var andvaka. Vitanlega hefði stolt hennar aldrei leyft henni að gera það . . . og sízt eftir þetta með náttkjólinn forðum. Hún kveinkaði sér þegar hún hugs- aði um hve rauður hann var og fleginn og um gulu kniplingana, sem voru á ermunum. EMMHMMmi 47 Hún hafði lengi horft á hann í glugganum áður en hún loks ins keypti hann. Þetta var í sömu búðinni sem hún fékk rós- ótta kjólinn, en nú var bara góða konan ekki í búðinni, og hvíta stúlkan, sem var þar, hafði orðið óþolinmóð við hana, en hún átti bágt með að ákvarða sig, af því að hún hafði aldrei verið í neinu svona fínu og henni fannst kjóllinn tæpast fullkomlega siðlegur. — Já, en hann er svo gasalega fínn, góða mín, hafði stúlkan sagt og rauðar neglurnar á henni höfðu fitlað við knipl- ingana. , — Æ, ég veit ekki, sagði Min efablandin. — Og hann er svo glæsileg- ur. Sjáðu bara! Stúlkan hélt honum upp framan á sér, tók hann að mittinu og hélt háls- málinu upp með hinni hendinni Isvo að brjóstin komu fram og sýndust standa út í ljósrauðan kjólinn. , Min leit undan, feimin. — Ég hef aldrei verið í svona fínu. — Þá hefurðu bara misst af hálfu lífinu, góða mín. Stúlkan hreyfði axlírnar ofurlítið til, til þess að vekja eftirtekt hennar betur. En Min horfði bara fram í búðina og stúlkan teygði kjól- inn út á búðarborðinu og tók að leggja hann aftur í felling- arnar. — Jæja, góða mín? sagði hún. —'Æ, ég er ekki viss um það, sagði hún, enn óákveðin. En glæsilegur var kjóliinn, jafnvel þegar hann lá svona á borðinu .. . Stúlkan reyndi hvað hún gat til að koma kaupunum í kring. — Karlmaður, sem sæi þig í þessu mundi . . . Tvo dali nítíu og átta hafði hann átt að kosta, mundi hún, og iðraðist eftir allt saman, í hvert skipti sem hún fór í hann. Hann var dálítið of síður og hún varð að fara varlega til þess að hrasa ekki í honum, en hún gekk nú samt, án þess að þurfa þess nokkr um sinnum framhjá legubekkn- um þar sem Jones sat. En hann var svo niðursokkinn í einhverja skuggalega hugsanaflækju, að hann tók alls ekki eftir henni fyrr en henni varð fótaskortur, svo að hún var næstum dottin. — Guð minn góður! sagði hann og hrökk upp. En eftir að hafa litið sem snöggvast á hana, horfði hann bara niður í gólfið, rétt eins og hann tæki ekki eftir neinu óvenju legu. Eina mekri þess að hann væri ekki alveg utan við heim- inn var það, að hann fór að fetta fingurna, svo að brakaði í öllum liðum, rétt eins og þeir væru reið ir. Nei, hún hefði aldrei getað fengið sig til að leggjast hjá hon um á legubekknum, og hvað sem öðru liði yrði hún að fara að taka saman dótið sitt. Kjólarnir hennar gætu vel komizt fyrir í einum böggli, ásamt skónum, sem hún var venjulega í og . . . já . . . ekki að gleyma Epsomsalt- inu, sem hún hafði vegna fót- anna. Og greiðan og burstinn og handspegillinn gætu farið í sama böggul. Og þá var næstum allt upp talið, nema krossinn og borð ið og fuglabúrið. Hún hefði ekki í rauninni neina þörf fyrir dropa stautinn og þetta rauða ástareyð ingarmeðal, sem spámaðurinn hafði gefið henni, en hún skyldi nú taka það með sér samt, því að hún gæti alltaf rekizt á ein hverja vinkonu sína, sem væri í vandræðum með eiginmanninn sinn, og þá gæti hún gefið henni það. Það var skrítið, að hún skyldi hafa getað lagt svona mikið upp úr því að þurfa ekki að borga húsaleiguna, því að í rauninni var það svo lítilvægt atriði. Það stóð á miklu meiru að hafa nægi legv. svigrúm til að anda. En í seinni tíð hafði það ekki verið hægt hérna. Henni hafði alltaf fundizt sem hún hefði verið á harðahlaupum og hefði aldrei mátt stanza nógu lengi tii að fylla nefið af frísku lofti. Það stafaði allt af illskunni í hon- um Jones. Hún fann hana eins og einhvern ferlegan ofvöxt, sem þrengdi að henni. Hann hafði gert íbúðina þrengri og dimmari en hún var áður, svo að hún þrengdi æ meira að henni. Undanfarnar vikur hafði hún skynjað nærveru hans svo mjög að hún kipptist við ef hann bara hreyfði sig, hvort sem hún var í svefnherberginu eða eldhúsinu. Hvert hljóð, sem hann gaf frá sér jókst og margfaldaðist. Taut ið í honum við sjálfan sig varð að þrumugný og þetta órólega spígspor hans fram og aftur um gólfið kom henni til að depla augunum, svo að hún gat ekki hætt því aftur. Þegar hann spark aði 1 hundinn, fékk hún illt í mag ann, því að hundurinn ýlfraði alltaf og það eins og hljóp í maganum á henni. En þegar hann var alveg kyrr og hljóðlaus, fann hún einhverja hvöt til að leita hann uppi. Þetta hljóðleysi gerði hana enn órórri, því að þá gat hún aldrei vitað, hvaða fúlmennsku hann hefði 1 huga. Ef hún var í eldhúsinu, var hún alltaf að líta um öxl og hlusta meðan hún þvoði gólfið eða hreinsaði maskínuna, þangað til hún þoidi ekki við að vita ekki hvar hann var, og læddist þá loks að stofudyrunum, en sá, að hann var abar sitjandi á legu bekknum, bítandi á vörina, en augun blóðhlaupin og svo full haturs, að hún hrökklaðist sem fljótast aftur út í eldhúsið. Eða, ef hiin var í svefnherberginu, þá sat hún á rúmstokknum og horfði á dyrnar, því að hún bjóst hálf- partinn við að sjá hann koma snögglega í Ijós, en þá neyddi þögnin í stofunni hana til að standa upp aftur og finna ekki annað en hatursfull augu hans starandi á hana. Hún stóð upp af legubekknum ánægðari í skapi. Nú hafði hún ráðið það við sig til fullnustu, að hún mundi aldrei sjá eftir því að fara, enda ekki annað hægt að gera. Hann var meira en dauðleg manneskja gat þolað. Hún svipaðist um vandlega í eldhúsinu, til þess að fullvissa sig um, að ekkert, sem hún ætti, væri þar eftir, en síðan gekk hún út í baðherbergið og tók þar fimm punda pakka af Epsom- salti, sem var undir vaskinum. í stofunni var ekkert henni tilheyr andi nema fuglabúxið og borðið. Á leiðinni út í svefnherbergið varð henni litið á skrifborðið hjá Jones. Hann hafði ekki lokið við að rífa sundur bréfin og hún )eit á þau forvitin. Hún vissi ekxí til þess, að hann fengi nokkurntíma bréf, og þetta voru ekki auglýs- ingabréf, heldur almennileg bréf með handskrifuðum áritunum. Hún tók upp tvö umslögin. Nokkuð af nöfnunum hafði ver- ið rifið af, og hún stafaði sig fram úr því, sem eftir var af þeim með því að benda fingri á hvern stafinn eftir annan. Ekkert þeirra var til Jones. Eitt umslag við var næstum heilt, og hún sá sér til furðu, að þetta bréf var alls ekki þarna í húsið. Það var í húsið hinumegin við götuna, rétt við hornið, húsíð með mörgu krökkunum og hundun- um, sem varlar varð þverfótað fyrir ef farið var þar framhjá. YFIR 50 ÁRA REYNSLA OUTÐOARD MARINE í SMÍOI UTANBORÐSHREYFLA ER TRYGGING YÐAR ÞEGAR ÞÉR KAUPIÐ 8EE VINRUDE 3 hö. Kr. 7.469,00 5i£ — — 14.650,00 18 — — 21.833,00 40 — — 30.515.00 *EE VINRUDE - (doHxzm LAUGAVEGI 178 SIMI 38000 Husqvarna Sláttuvélar hand- og vélkniínar Husqvarna GUNNAR ASGEIRSSON H.F. — SIMl 35-200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.