Morgunblaðið - 25.05.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.1965, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Þrlðjudagur 25. maí 1961 ÁNÆGJULEG FÖR TIL NOREGS DR. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og frú Sig- ríður Björnsdóttir, komu . heim á sunnudagskvöld með flugvél frá Flugfélagi ís- lands að lokinni opinberri heimsókn til Noregs. Forsætis ráðherra sagði á fundi með blaðamönnum í gær, að heim- sóknin hefði verið hin ánægjulegasta. Þau hjón hefðu séð margt, sem gaman hefði verið að skoða, bæði í Suður- og Norður-Noregi, en þau fóru alla leið norður til Bodö. Þá sagðist hann einnig hafa hitt margra forustumenn í Noregi og átt við þá gagn- legar viðræður, en ekki hefðu þeir rætt nein vandamál, enda - slíkum málum ekki til að dreifa í sambúð þessara tveggja bræðraþjóða. Forsætisráðherra skýrði ennfremur frá því á blaða- mannafundinum, að heim- sóknin, sem stóð yfir frá 15. maí til 23. maí síðastliðinn, hefði verið afráðin fyrir nokkru og ekki hefði verið um annsrv tíma að ræða en þennan, vegna þess að nú fara í hönd kosningar í Nor- egi, og er þjóðlíf þar nú þegar ingfþelrra^M sagð^i forsætis- Skólabörn íra Bodö taka a moti forsætisraðherra hjonunum. Bue Fjermros, fylkismaður, og kona ráðherra að maí-mánuðurhans Kan«a m«ð þeim að flughöfninni. hefði verið valinn til ferða- lagsins, enda þótt umræður_______________________________________________________________________________ um nýja kjarasamninga færu nú fram, en hann hefði ákveðið að halda til Noregs þegar Ijóst var að málin væru á því stigi að það hefði éngu getað spillt, þó hann hefði farið í Noregsförina á þessum tíma. Forsætisráðherra benti á, að slíkar heimsóknir væru mjög farnar að tíðkast milli landa og má geta þess, að dag inn áður en hann kom til Nóregs lauk Tító heimsókn sinni þangað. Fór hann til Noregs með fríðu föruneyti og ferðaðist um landið. Á heímleið var komið við í Kaupmannahöfn. Sendi for- sætisráðherra, Krag forsætis- ráðherra Dana, skeyti og lét í ljós ánægju með það göfug- lyndi sem lýsti sér hjá hon- um, dönsku stjórninni og meirihiuta þingsins við af- greiðslu handritamálsins, og bætti við að við kynnum þeim mun betur að meta ákvörðun þeirra sem andstaðan var harðari. Þeir hefðu sýnt vilja- styrk sem mundi efla vin- áttu þjóðanna. , ★ ★ Ll' Hér á eftir fara helztuhaskolans * ÞrándheirrJ hefur gert, og er það á 630 ferm. gólffleti. Mælikvarði: 1:50 og 1:20. atriðin, sem fram komu áNiðurstöður rannsóknarinnar munu liggja fyrir á þessu ári (Allar myndirnar tóku fréttaritarar blaðamannafundinum me®Morgunbiaðsins í Noregi.) forsætisráðherra í gær: Forsætisráðherra sagði i upphafi, að ferðalagið hefði ' ------------------------------------------------------ gengið snurðulaust að öllu leýti. í Osló vorum við stödd 17. maí og sánrri hina miklu barnaskrúðgöngu, sem gekk eftir Karl Jóhannsgötu fram hjá konungshöllinni, í tvær og hálfa klukkustund sam- fleytt. Þar voru valdir hópar úr hverjum skóla, ennfremur hljómsveitir, sem settu mik— inn svip á görvguna. Sagði for- sætisráðherra að hátíðahöldin 17. maí hefðu glögglega sýnt það frjálsræði og það lýð- ræðislega fyrirkomulag, sem Norðmenn búa við. Hann tók fram, að þessi hátíðahöld væru með nokkru öðru móti en 17. júní-hátíðahöldin hér heima, og þá helzt að því leyti að ræður eru ekki haldn ar eins og hjá okkur, nema Forsætisráðherra á fundi með íslenzkum blaóam önnum í gærmorgun. (Ljósm. Ol. K. M.) þegar einstakir hópar leggja kransa á leiði látinna manna í virðingarskyni. Eins og hér hjá okkur setja „rússarnir“ mikinn svip á hátíðahöldin og taka þátt bæði í göngunni og í hátíðahöldunum á eftir, en þess ber að geta, að þeir eru 1 miðjum prófum, þegar hátíðahöldin fara fram, en hér hafa stúdentarnir lokið sínum prófum 17. júní, eins og kunnugt er. Þá gat forsætisráðherra þess, að hann hefði rætt við Gerhardsen og Lange, borðað hádegisverð hjá konungi og rætt við hann og ríkisarfann. Hann ræddi við stjórnmála- foringja, eins og fyrr getur og kvaðst hafa átt við þá fróð- legar viðræður um almenn mál, en ekki var drepið á nein sérstök vandamál, enda slíkum málum ekki til að dreifa milli þessara tveggja landa. Af einstökum stofnunum i Oslo sem þeim hjónum var sýnd, minntist forsætisráð- hera á stofnun, sem er einna sambærilegust við Rann- sóknaráð ríkisins. í stofnun þessari fara franj ýmis konar tækniathuganir og rannsókn- ir, og er mjög fróðlegt að kynnast því, hversu yfirgrips miklar mann- og fjárfrekar tæknirannsóknir Norðmanna eru. í stofnun þessari er sam- vinnu ríkis- og atvinnuveg- anna háttað líkt og gert er ráð fyrir í nýjum lögum hér heima, þ.e.a.s. stjórnmála- menn, vísindamenn og full- trúar atvinnuveganna hafa með rannsóknir og fram- kvæmdir að gera í sameín- ingu og mynda eins konar rannsóknarráð. Forsætisráð- herra benti á, að við yrðum að herða okkur, ef við ættum ekki að dragast aftur úr á þessum sviðum, en það yrði okkur fjötur um fót, hversu fámennir og fjárlitlir við værum í samanburði við þjóð eins og Norðmgnn. Hann gat þess og, að við íslendingar hefðum alltof sjaldan sent menn til þess hluta Noregs, þar sem fólk á við svipuð vanda- mál að etja og við, þó að margt sé ólikt á þessum slóð- um og þeim stöðum hér á landi sem eru á svipuðum breiddargráðum, því strjál- býlið er miklu meira hér á landi og við höfum engan svipaðan þéttbýliskjarna til að byggja á og þeir hafa sunn an Þrændalaga. Þá gat forsætisráðherra þess, að við ættum í þessum efnum að hafa samvinnu við erlenda sérfræðinga og læra af þeim — og þá ekki sízt norska sérfræðinga. Norð- menn hafa á að skipa mörg- ^um sérfræðingum í öllum greinum, þar sem við höfum aftur á móti ekki nema einn eða tvo. Hann benti þó á, að svo gífurlegt fé þyrfti til margra þessara rannsókna, að við mundum aldrei geta ann- ast nema hluta þeirra, og þá með því að leita upplýsinga til annarra. Hann hafði orðið þess var, að Norðmenn \ _jru fúsir til að veita okkur hvers kyns aðstoð og benti meðal annars á, að forstjóri þessar- ar rannsóknarstofnunar I Osló hefði verið hér á landi og rætt við forstjóra Rann- sóknarráðs ríkisins, og lét hann vel af þeirri samvinnu. Forsætisráðherra sagði enn- fremur, að hann hefði óskað eftir að komast norður til Þrándheims og þó nokkru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.