Morgunblaðið - 25.05.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.1965, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. maí 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. GÖFUGLYNDI OG VINÁ TTA í VERKI ^ldrei hefur nokkur þjóð eða þing sýnt annarri þjóð annað eins göfuglyndi og vináttu í verki og danska þjóðin og þjóðþing Danmerkur hefur sýnt íslendingum með samþykkt lagafrumvarpsins um afhendingu íslenzku hand- yitanna. í þeirri ákvörðun felst í senn einstæð óeigingirni og hróð- tu-hugur, sem er glæsilegt fordæmi til lausnar vandamál- unurn í okkar deilugjörnu veröld. íslenzku handritin í Kaup- mannahöfn eru ekki aðeins þjóðardýrgripir íslendinga. Þau »ru einn af traustustu hornsteinum norrænnar menningar. Engan íslending þarf að undra, þótt margir danskir fræði- menn og menntamenn væru tregir til þess að láta þessa dýr- gripi af hendi. Um allan heim eru bóka- og listasöfn full af gömlum listaverkum, sem sköpuð hafa verið af öðrum þjóð- um en þeim, sem þeirra geyma. Danska þingið og danska þjóðin hafa með afhendingu íslenzku handritanna stigið spor, sem er einstakt í veraldarsögunni. ★ Þing og stjórn Danmerkur á ekki aðeins skilið einlæga og heita þökk Islendinga fyrir göfuglyndi sitt. Danska þjóðin hefur gefið öllum heiminum fagurt fordæmi um það, hvern- ig leysa beri viðkvæm ágreiningsmál. Heimurinn þarf á slíkri fórnarlund að halda í dag. Margvísleg ógæfa hefur steðjað að þjóðum heimsins vegna þess, að hún var ekki fyr- ir hendi. Danmörk hefur stækkað við framkomu þjóðþings síns í handritamálinu. Öll Norðurlönd hafa stækkað. Hinar frið- Samningar hafnir við Hlaf og. Dagsbrún F Y R S T I samningafundur milli Vinnuveitendafélags Hafnarfjarðar, Vinnumálasam bands SÍS og Vinnuveitenda- sambands íslands annars veg- ar og verkamannafélaganna Hlifar, Hafnarfirði, og Dags- brúnar í Reykjavík hins veg- ar hófst kl. 2:15 í gær í Odd- fellowhúsinu. Stóð fundurinn til kl. 5 siðdegis. Hlíf og Dagsbrún lögðu fram ákveðnar kröfur um 44 stunda vinnuviku með ó- skertu kaupi og 4 vikna oriof. ur hefur ekki komið fram enn þá. Á samningafundinum voru kosnar undirnefndir til að ræðast við og er ákveðið, að fyrsti fundur þeirra verði á miðvikudag kl. 2 síðdegis. Samningar Hlifar og Dags- brúnar renna út 5. júní n.k. og hefur samningum verið sagt upp. Myndin var tekin í gærdag af samningafundinum, frá vinstri: Halldór Björnsson, Tryggvi Emilsson, Tómas hensen, Kristján Jóhannsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Eðvarð Sigurðsson (Allir frá Dagsbrún), Einar Árnason frá Vinnuveitendasambandi íslands, Hjörtur Hjartar, Guð mundur Ásmundsson, Harry Fredriksen frá Vinnumála- sambandi SÍS, Björgvin Sig- urðsson, Kjartan Thors, Guð- mundur Vilhjálmsson, Bene- dikt Gröndal, Jón H. Bergs og Barði Friðriksson frá Vinnuveitendasambandi ísl., Guðmundur Guðmundsson frá Vinnuveitendafélagi Hafnar- fjarðar, Guðlaugur Bjarna- son, Hermann Guðmundsson, Hallgrímur Pétursson, Sig- valdi Andrésson og Gunnar Guðmundsson frá Hlíf og Kristján Ragnarsson frá Landssambandi ísl. útvegs- Endanlegt form á aðrar kröf- Hallgrímsson, Hannes Step- manna. Ljósm.: Ól. K. M. 1 Sannleikurinn og ekkert sömu og þroskuöu menningar- og lýðræðisþjóðir, sem hyggja þessi lönd hefur á liðnum tíma greint á um margt. Ymis við- kvæm ágreiningsefni hafa komið upp á milli þeirra. En þau hafa verið leyst með friðsamlegum hætti á grundvelli gagn- kvæms skilnings og einlægs vilja til þess að láta réttlætið ráða í skiptum þessara náskyldu þjóða. íslendingar og Danir eiga nú engin ágreiningsefni. Vinátta þessara þjóða er í dag djúptækari og traustari en nokkru sinni fyrr. ★ Við íslendingar munum segja öllum heiminum frá göfug- lyndi dönsku þjóðarinnar og leiðtoga hennar. Sú vinátta, sem hún hefur sýnt í verki, mun aldrei þverra. Hinn 19. maí 1965, sá dagur þegar danska þingið samþykkti afhendingu hand- ritanna, mun^geymast í sögunni, og af honum mun leggja bjarma langt fram um aldirnar. Hinar gömlu skinnbækur og handrit munu ekki aðeins halda áfram að vera þjóðardýr- gripir íslendinga, heldur mun geymd þeirra á íslandi jafn- framt verða óbrotgjarnt minnismerki um göfuglyndi og þroska dönsku þjóðarinnar. ★ fslendingar munu nú leggja höfuðkapp á að gæta skyldu sinnar gagnvart handritunum, hinum forna menningararfi norrænna þjóða. Höfuðborg íslands er og verður miðstöð norrænna fræða. Allt verður gert sem unnt er, til þess að hagnýta hinn forna menningararf í þágu framtíðarinnar. Er- lendir vísindamenn, og þá ekki hvað sízt norrænir, þurfa að eiga greiðan aðgang að handritunum. Þau eru okkur í dag meira virði en nokkru sinni fyrr. Þau hafa gefið okkur vin- áttu mikillar þjóðar, sem er stór af verkum sínum, manndómi og menningu. ★ Ef Árni Magnússon mætti í dag mæla, mundi hann hylla danska þjóð, þakka Kaupmannahafnarháskóla, sem um aldir var Háskóli íslands. um leið og hann fagnaði heimkomu sinna gömlu bóka á íslenzka grund. nema sannleikurinn Felugreín / Búnaðarblaðínu og starfsskýrsla ráðunautar LESTUR 4. tölublaðs 5. árg. Búnaðarblaðsins, sem út kom fyrir skemmstu, gaf mér tilefni til nokkurra hugleiðinga og nokkurra spurninga til forystumanna í landbúnaðarmálum. í fyrrgreindu blaði er gestaþraut á bls. 20. Þar er yfirprentuð grein, sem nán ast er illlæsileg, en fyrir- sögnina má greinilega lesa: „Til hvers eru tilraunirn- ar?“ NÚ hefir ungur maður með sérstakri natni náð að lesa í málið, þótt kyrfilega hafi ver- ið yfirprenta'ð. Greinin hljóð- ar svo: „Það er mikið rætt um þau vandræði, sem yfir sauðfjár- ræktina hafa gengið undan- farin ár, þar sem fallíþungi dilka hefir farið aílækkandi. Það er ekki nema von að menn leiti skýringa á því fyrirbæri, allstaðar þar sem hugsast getur að þær sé að finna. Helzta skýringin á rýr’ó- inni síðustu árin hefir verið sú, að vorfóðrun f j‘ár hafi far- ið versnandi. Þessu mótmæla bændur víða í landinu og telja hrein- ustu fjarstæðu. Sauðfjárræktarráðunauts- embætti Ðfl. ísl. imá á hinn bóginn ekki heyra minnst á, að eitthvað af rýrðinni geti verið skakkri kynbótastefnu að kenna, heldur er fullyrt, að um stöðugar kynbótaframfar ir sé að ræða í sauðfjárrækt- inni. Okkur skortir sannanir fyrir hvoru tveggja, bæði um að stefnan sé skökk og að um framfarir sé að ræða í sauð- fjárræktinni vegna kymbóta. Tilraunir með háfætta hrúta, sem mest hefir verið rifist um undanfarin ár er eina til- raunin, sem gerð hefir verið í landinu til að reyna að átta sig á því hvað er að ske í kyn bótum. Niðurstaðan bendir til þess, að eitthvað af rýrð- inni geti stafað af skakkri stefnu í kymbótamólum. Og til hvers erum við með tilraunastarfsemi, ef ekki á að reyna að fylgja eftir þeim niðurstöðum, sem helzt gefa bendingar um, hvar lausnar á vandanum gæti verið að leita? Höfundur greinarinnar mun vera Stefán Aðalsteinsson bú- fjárfræðingur við Landbún- aðardeild Atvinnudeildar Há- skólans, en hann er sérfreeð- ingur í sauðfjórrækt og gerði sjálfur þá tilraun, sem itm er fjallað í felugneininni. Innan agrónómastéttarinnar er felugreinin nokkurt gam- anmál og það er kunmugt að út um sveitir sitja menn og rýna í þessa grein og reyna að ráða hana eins og kross- gátu, eða eins og fræðimenn í Árnasafni, sem ráða vilja með ljósspeglum rúnir gam- alla skinnibóka. Stefán Aðalsteinsson hefir látið þau orö falla að það myndi kosta aðgerðir gegn honum, ef hann hefði látið fyrrgreinda felugrein á þrykk út ganga. Nú spyr ég. Hvernig má það vera, að fær tilrauna- maður, eins og Stefán, kannski sá menntaðasti og færasti, sem miðstöð ís- lenzkra búvísinda hefir á að skipa, þarf a'ð vera hræddur við að spyrja til hvers til- raunir og tilraunaniðurstöður séu? Getur það verið af því að tilraun þessi falli ekki í kramið hjá eldri tilrauna- mönnum og sérfræðingum, sem þó eru ekki meiri vísinda menn en svo, að þeir vilja hylja það, sem tilraun hefir sýnt fram á, af því að þa'ð fellur ekki að skoðunum þeirra? Er nema vona að vís- indamaðurinn spyrji: „Til hvers eru tilraunirnar?“ Er íslenzkur landfoúnaður kominn á það stig vesældar, að frjáls skoðanamyndun má ekki þróast innan stofnana hans? Það sem hlýtur að vera megin spurning vísindamanns ins, er vlsvitandi hægt að ganga fraan hjá vísindalegum niðurstöðum? Ef þetta er satt, þá er stór- vaihugaverð starfsemi rekin innan stofnana landlbúnaðar- ins og það er krafa þeirra, tem bera hag landlbúnaðarins fyrir brjósti, að starfsemi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.