Morgunblaðið - 25.05.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.05.1965, Blaðsíða 22
....HJ«M«........................................................"*"....."'»»»..............»»»»..................... ......................................................................■■■» 22 MORGUNBLAÐIÐ ■Þriðjudagur 25. maí 196! •MlllitllllllilllllllllllllllllMliUimilllllllimillllllHimMIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIMIMmi*' MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIIMMMMMMMMMIMMMMMIIIMUIMMMMMMMMMMMMMMI"II i Vestur - á Selfossi réttur á heimilum íslendinga Vestanhafs. Ein kvennanna get ekki staðizt þá freistingu að stinga nefinu niður í kassa fullan af skyri til þess að finna hinn dásamlega ilm af nýju skyrinu! Hinir geysistóru strokkar mjólkurbúsins vöktu einnig mjög mikla athygli og þótti ýmsum breyting hafa orðið á fyrir okkur bunuðum við strax út úr okkur langri romsu af afsökunaryrðum og báðum hann margfaldrar fyrir gefningar á þessari ósvífni. Jón brosti bara góðlátlega og bað okkur endilega að fást ekki um þetta, þau hjónin hefðu átt von á fjórum Vest- ur-íslendingum, en aðeins ver ið miðlað tveimur, svo að með tilkomu okkar tveggja. væri þetta orðið ósköp hæfilegt. Síðan vorum við leiddir til borðs og kynntir fyrir þeim Guðbjörgu Sigurðsson og Ethel Skardal, en það voru af íslenzku bergi brotið. — Hafið þér hugsað yður að skoða landið? — Ferðinni er nú eiginlega heitið til Akureyrar en þar ætla ég að hitta bróður minn, Jón E. Sigurðsson, forstjóra Smjörlíkisgerðarinnar þar. Nú snerum við okkur að Ethel. Hún sagði okkur að hún væri fædd í Kanada, en ætti marga ættingja hér á landi. Hún sagðist ekki kunna mikið í íslenzku, þar sem hún hefði gert sér far um að gleyma málinu, þegar hún var í skóla. Hins vegar hefði hún Á SUNNUDAGINN var lagði lífsglaður hópur af stað í ferðalag frá Keykja- vík til Selfoss. Þetta voru Vestur-íslendingar komnir „heim“ og ætluðu nú að skoða hluta af „landinu sínu“. Selfosshreppur hafði sýnt þann höfðingsskap að bjóða löndum okkar að vestan til eins dags dvalar á Selfossi til að kynnast þeim hlutum, sem ört vax- andi sveitaþorp á fslandi | hefur upp á að bjóða. I Svo skemmtilega vildi til. að i fanarstjórinn, Jakob Kristjáns son, „Kobbi“, eins og fólkið nefnár hann, átti einmitt sjö- tugsafmæli þennan dag. Varð þessi dagur sem ein samfelld afmælisveizla hans. Auk Vestur-íslendinganna var í förinni stjórn Þjóðrækn isfélagsins í Reykjavík og svo tveir „blaðasnápar“, eíns og „Kobbi“ nefndi okkur. Lagt var af stað frá Reykja vík kl. 13 í ágætu veðri og var fyrst ekið um helztu götur bæjarins. Fylgdist fólkið vel með því, sem dr. Finnbogi Guðmundsson hafði að segja | um byggingar þær, sem fyrir | augu bar, en dr. Finnbogi |s hafði tekið að sér leiðsögu á- f samt Hallgrími Jónassyni. Var síðan ekið sem leið liggur til Selfoss. Á vegamótunum undir Ing- f ' rf.j! A heimili J6ns Pálssonar, fyrrv. dýralæhnis. Frá vinslri: Jón Páisson. kona hans frú Aslaug SbSodTit'^ « “**“• Sigurðsson, alla velkomna. Var síðan ekið inn í kauptún- ið að kirkjunni og hlýddu þar allir messu hjá séra Sigurði Pálssyni. Mjólkurbú Flóamanna. Eftir messu var gestum boð ið að skoða Mjólkurbú Flóa- manna. Þegar komið var að mjólkurbúinu, hafði lúðra- sveit tekið sér þar stöðu og lék ættjarðarlög. Mjólkurbús- stjórinn, Grétar Símonarson, bauð gesti velkomna og gekk síðan með þeim um mjólkur- búið og útskýrði hvernig hin- ar ýmsu mjólkurafurðir eru framleiddar. Vakti þetta mikla ánægju gestanna og sér staklega urðu konurnar hrifn ar af að sjá skyrið, en að þeirra sögn er skyr algengur síðan þeir yfirgáfu landið skömmu eftir aldamótin. Nokkrir Selfyssingar höfðu boðið sig fram til þess að taka við gestum þennan dag og var fólkinu skipt niður í smáhópa, sem hver fór á sitt heimilið. Litum við blaðamenn inn á tvö heimilanna, heimili Jóns Pálssonar fyrrv. dýralæknis, og heimili Bjarna Guðmunds- sonar héraðslæknis. Líkar vel. Við börðum hikandi upp á heimili Jóns Pálssonar, fyrrv. dýralæknis, því það gat vart talizt kurteisi að ryðjast inn á ókunnug heimili til þess að fá að spjalla við gesti heimilis fólksins, Þegar Jón opnaði Vestur-íslendingiarnir við Mjólkurbú Flóamanna. Gestunum boðið að bragða íslenzkar mjólkurafurðir. einmitt þær sem við ætluðum að hitta. Meðan setið var und- ir kaffi og kræsingum, hófust hinar fjörugustu samræður og við spurðum fyrst Guðbjörgu, hvort hún væri fædd hér á landi. — Já, ég er fædd á Seyðis- firði. — Hvað voruð þér gömul, þegar þér fluttust til Kanada og hvað hafið þér verið bú- sett þar lengi? — Það er nú ekki beint hægt að segja að það sé hátt- vísi að spyrja konu spurningu sem þessari, sagði Guðbjörg og kímdi. — En svo ég segi satt frá, þá hef ég verið bú- sett í Kanada i 60 ár, en ég fluttist • héðan tvítug, svo nú eruð þér búnir að finna út hvað ég er gömul. - Við urðum furðu lostnir, því Guðbjörg leit út fýrir að vera minnsta kosti 20 árum yngri. Þegar við höfðum jafnað okk- ur nokkuð spurðum við hvort þetta væri í fyrsta skipti sem hún kæmi til íslands, síðan hún fluttist af landi brott. — Nei, neL Þetta er í fjórða skiptið. — Og hvernig er að vera komin aftur hingað? — Stórkostlegt. Okkur þarna vestanhafs finnst við nú alltaf einhvern hluta af landinu eiga. — Komið þið stundum sam an Islendingarnir þarna fyrir vestan? — Já, talsvert mikið. Þjóð- ræknisfél. vestra er ákaflega vel vakandi og eru fundix þess vel sóttir og það sem er at- hyglisverðast er, að mest af fólkinu sem sækir fundina kann ekki að tala íslenzku, en finnur þó til þess að það er orðið að læra íslenzku aftur, er hún giit. t. því á heimili hennar hefði þá verið töluð islenzka. Sér hefði aldrei dott- ið í hug að koma til íslands fyrr en vinkona hennar hefði spurt sig hvort hún hefði ekki áhuga á að koma með sér nú. Sagðist hún vera ákaflega feg- in að hafa komið, og hugði gott til dvalarinnar sér. Yngstur — eða hvað? Á heimili Bjarna Guðmunds sonar héraðslæknis, hittum við m.a. yngsta manninn í hópnum, eða það sagði hann að minnsta kosti. Hann átti sjötugsafmæli þennan dag. Að sögn þeirra sem til þekkja mun hann vera einn vinsæl- asti maðurinn í hópi íslending anna vestanhafs. „Hann hefur dregið sig í hlé frá störfum, en hefur sennilega aldrei unn ið eins mikið og nú upp á síðkastið“, sagði ein konan í hópnum okkar. Maður þessi er Jakob Krist.iánsson, skjala- vörður Þjóðræknisfélagsins og fararstjóri í ferðínni. Við settumst við hlið Jakobs, munduðum penna okkar og báðum hann um að segja okk ur eitthvað skemmtilegt. — Elskurnar mínar, ég hef ekkert skemmtilegt að segja ykkur. — Gætuð þér þá ekki sagt okkur eitthvað um ferðina? — Jú, það get ég. Það má segja að förin hafi byrjað á þingi Þjóðræknisfélagsins í febrúar 1964. Þar var skipuð nefnd til þess að vinna að und irbúningi fararinnar og var ég kosinn formaður. Síðan hef ur gengið á ýmsu, en nú erum við semsagt komin hingað. Fólkið er afskaplega lukku- legt með förina fram að þessu og ég er viss um að það verð- ur enn lukkulegra, þe'gar lengra líður á. — Hvé. lengi voruð þið á leiðinni frá Kanada? — Við vorum rúmlega 10 tíma. Fóíkið var ósköp hrifið þegar það sá Akrafjallið og Esjuna. Og ekkí var það síður hrifið, þegar það kom til Reykjavíkur. Það var tekið svo ljómandi vel á móti okk- ur. Okkur var boðið í ráð- herrabústaðinn, þar sem Jó- hann Hafstein, dómsmálaráð- herra tók á móti okkur í fjar veru forsætisráðherra. Höfð- um við bæði ánægju og fróð- leik af þeirri móttöku. — Hvað getið þér sagt okk- ur um Þjóðræknisfélagið? -p- Það var stofnað árið 1919 til þess að efla og stuðla að áhuga á íslenzkri tungu, bók- menntum og öðrum málum sem snerta ísland. Einnig vill félagið stuðla að þvi, að fé- lagar séu góðir borgarar í sínu fósturlandi. Fundir í félaginu Luðrasveit Selfoss leikur fyrir gestina. : í 1111 MlMMMMMIIIMIMIIIIIIMMMIIMMlllIII1111IMM111111111IMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIIIIIMMIIMIIIMMIIIIIMIMimMMMM 1111IIIIIIMMMI^ |||||||||||||||||||IIII•HI■•MIMMIMIII,MIMMIIMMIIIMIIMMMMMMMMIIMM•MMMMMMM•IIMMMIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.