Morgunblaðið - 25.05.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. maí 1965 Faðir okkar, ÞORBJÖRN PÉTURSSON vélstjóri andaðist 21. maí sl. Börnin. Eiginkona mín, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Bergstaðastræti 65, andaðist í sjukrahúsi Hvítabandsins 23. þ.m. Magnús Gíslason, börn, tengdabörn og barnabörn. ARNFRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR frá Kiðjabergi, andaðist á Elliheimilinu Grund laugardaginn 22. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudag- inn 26. þ.m. kl. 15,30. Aðstandendur. Jarðarför uppeldisbróður okkar, HALLDÓRS PÁLMASONAR Grandavegi 38, fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 26. maí kl. 13,30. Blóm afþökkuð. — Fyrir hönd uppeldissystkinanna. Guðmundur Ingvarsson. Kveðjuathöfn um BOGA GUÐMUNDSSON kaupmann frá Flatey á Breiðafirði, íer fram í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 26. maí kl. 1,30 e.h. — Jarðsett verður frá Flateyjarkirkju laugardaginn 29. maí kl. 2 e.h. Börnin. Þökkum innilega auðsýnda samúð og fórnfúsa hjálp í veikindum og við andlát og jarðarför okkar elskulega vinar, SIGURLAUGS GUÐBJARTSSONAR véistjóra, Lundargötu 13B, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Eiginkona, börn, barnabörn, tengdabörn og aðrir ástvinir. Þökkum af alhug öllum, er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar, SIGURLAUGAR ODDSDÓTTUR Sérstakar þakkir viljum við færa Þórarni Guðnasyni, lækni og starfsfólki Hvítabandsspítala fyrir hjálp og umhyggju, sem hinni látnu var auðsýnd. Gunnar E. Guðmundsson, Áslaug S. Einarsdóttir, Sigurður O. Sigurðsson, Einar Sigurðsson, Þorgrímur Sigurðsson. Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför, MARGRÉTAR THORBERG MAGNÚSDÓTTUR Aðstandendur. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát GUÐBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR CHASE Sigríður Björnsdóttir, Eiríkur Albertsson og fjölskylda. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SIGURÐAR J. GUÐMUNDSSONAR Baldursgötu 2, Keflavík. Sigrún Hannesdóttir og böm. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengda föður, KRISTINNS PÉTURSSONAR blikksmíðameistara. Guörún Ottadóttir, börn og tengdaböm. — Niburlæing Framhald af bls. 8 að námskeiðið komi þátttakend- um að notum, úr því að hvorki er krafizt umsagnar né prófs? í greinargerð fyrir tillögum sínum segja J. E. og Ó. E., að kennarar muni telja lengra námskeið en þeir leggja til (fjögurra vikna námskeið) óaðgengilegt! Nú hef- ur stjórn L.S.F.K. krafizt þess, að kennurum þeim, sem nám- skeiðið er ætlað (þeir hafa flest- ir kennarapróf, stúdentspróf eða minni menntun), verði skipað í sama launafl. og B.A.-prófsmönn- um með réttindum. Námstími til B.A.-prófs að viðbættu prófi í uppeldisfræðum er fjögur ár. Þá lítur dæmið þannig út: Fjögurra vikna námskeið án prófs á að jafngilda fjögurra ára háskóla- námi, sem lýkur meff prófi. — Þessa kröfu telja J. E. og Ó. E. aðgengilega og raunsæja. Viðvíkjandi tillögunum um menntun og réttindi bóknáms- kennara, sem J. E. minnist á í ok greinar sinnar, vil ég segja þetta: Háskólamenn í fráfarandi stjórn beittu sér fyrir þessum tillögum. Núverandi stjórn hefur ekki svipt formann nefndarinnar um'- boði til að vinna að framgangi þeirra. Þetta er allt og sumt. En tillögur stjórnar L.S.F.K. í launa- málum eru í eðli sínu andstæðar nefndarálitinu um menntun og réttindi, þær grafa undan því. Kjarni málsins er þessi: Fyrr- verandi stjórn samþykkti tillög- ur um aukna menntun kennara. Núverandi stjórn samþykkir launatillögur til höfuðs þeim. Augljóst er, að hverfandi líkur í sveitinu eru til þess, að menn afli sér auk- innar menntunar, ef hún er eins- kis metin í launum. Ég tel mig hafa fært rök að því í þessari grein, að stefna nú- verandi stjórnar L.S.F.K. beinist í raun og veru gegn menntun, gegn réttindum. Hún miðar ekki að skynsamlegri og raunsærri framtíðarskipan. Stefnan í launa málum kennara verður að miðast við það að tryggja skólunum sem hæfasta starfskrafta. Þess vegna er nauðsynlegt að kveða niður þau sjónarmið, sem nú ríkja í stjórn L.S.F.K. Leturbreytingar í greininni eru mínar. Heimildir: Skýrsla stjórnar L. S.F.K. fyrir tímabilið 14. 6. 1962— 5. 6. 1964. — Skýrsla til mennta- málaráðuneytisins um störf og til lögur nefndar, sem ráðuneytið skipaði 18. ágúst og 16. septem- ber 1964, til þess að gera tillögur um námskeið fyrir framhalds- skólakennara. V Þess skal getið að fyrirsögn In á þessa grein Ingólfs Þor- kelssonar er samin af honum sjálfum. Ritstj. 185 tonn fyrir 14.851 pund TOGARINN Svalbakur frá Ak ureyri seldi afla sinn í gær- morgun í Grimsfoy. Var hann með 185.6 tonn, sem seldust fyr- ir 14.851 sterlingspund. Eívikmyndasýn- ingar Varðbergs 1 TILEFNI þess að um þessar mundir eru liðin 20 ár frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, efna VARÐBERG, félag ungra áhuga manna um vestræna samvinnu, og Samtök um vestræna sam- vinnu, til kvikmyndasýninga víða um land á næstunni. Verða m.a .sýndar tvær kvikmyndir, þar sem rakin er saga Bvrópu frá styrjaldarlokum — stórfelld uppbygging og sívaxandi velmeg un, þrátt fyrir þær hættur, sem stundum hafa steðjað að friði í álfunni þessa tvo áratugi. Þær kvikmyndir, sem hér um ræðir, nefnast „Endurreisn Evrópu“ og „Saga Berlínar“. —. Eru þær gerðar á vegum Upp- lýsingadeildar Atlantshafsbanda lagsins og hefur Bjami Guð- mundsson talað skýringar með þeim. Með framangreindum kvik- myndum verður sýnd ein mynd að auki, ýmist „Yfirráðin á haf inu“, sem segir frá notkun skipa í hernaði og framförum í smíði þeirra, eða „Ofar skýjum og neð ar“, fræg verðlaunamynd í East manlitum, tekin úr lotfti yfir Evrópu, frá nyrztu oddum Nor- egs suður til Miðjarðarhafs. Fyrsta kvifamyndasýningin verður í Vestmannaeyjum n. k. þriðjudagskvöld 25. maí, sáðan á Akranesi föstudaginn 28. mai; Reykjavík 29. maí; Akureyri 1. júní; Húsavík 3. júní, þá á Aust urlandi og sáðar Vestfjörðum og víðar. Aðgangur að kvikmyndasýn- ingunum verður öllum heimill meðan húsrúm leyfir — Mertn vantar helzt vana garðyrkju. Fróði Br. Pálsson Gar ðyrk j umaður. Sími 20875 eftir kl. 7. Strigaskór lágir og uppreimaðir. Gúmmiskór hvítbotnaðix. Gúmmistigvél Drengjaskór vandaðir og góðir. BATA barnaskór lágir og uppreimaðir. Verð kr. 117 og 127 o. m. fl. nýkomið. Skóverzlunin Frnmnesveg 2 Þakka af alhug stórgjafir og alla vinsemd mér sýnda á 70 ára afmæli mínu 12. maí sl. Guðrún Jónsdóttir, Laufásvegi 20. Hjartanlega þakka ég öllum, sem sýndu mér hlýjan vinarhug með heimsóknum, gjöfum og skeytum á átt- ræðisafmæli mínu 10. þ.m. — Guð blessi ykkur öll. Margrét Halldórsdóttir, Hrosshaga. Innilegar kveðjur og þakkir sendi ég öllum þeim er sýndu mér vinarhug á afmæli mínu 17. maí sl. með heimsóknum, gjöfum og símskeytum. Júlíana Sigurðardóttir, Borgarnesi. Eg þakka hjartanlega mér auðsýnda vináttu á sjö- tugsafmæli mínu. Jón Sígurðsson. BLAUPUNRT nlvorp i bilinn MHIUIAMISHRHI 1« M M I 15 2 0 0 Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinsemd við fráfall og jarðarför, KRISTÍNAR FRIÐRIKSDÓTTUR Þernuvík Indriði Guðmundsson og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð arför föður okkar, PÉTURS GUÐMUNDSSONAR frá Ártúni. Þórarinn Pétursson, Þorsteinn Pétursson, Guðmundur Pétursson, Jóhann Pétursson, Hallgrímur Pétursson, Sveinbjörn Pétursson, Hjördís Pétursdóttir, Ólafur Jens Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.