Morgunblaðið - 05.06.1965, Side 3

Morgunblaðið - 05.06.1965, Side 3
Laugardagur 5. jtiní 1965 MORGUNBLAÐID Fulltrúar Norðurlatida komu fyrir nokkru saman á fund til þess að f jalla um undirbúnmg neimssyn- Ingarinnar í Montreal (EXPO). Sitjandi frá vinstri eru sænski fulltrúinn, Folke Claeson, fínnski ræðismaðurinn í Ottawa, Lasse Oka, Olle Herold, forstjóri írá Svíþjóð og J. D. Scheel frá Dan- mörkuu. Standandi er Gunnar J. Friðriksson. Heimssýningin í Mon- treal i Kanada 1967 Nordurlönd sýna sameiginlega EINS og áður hefur verið ukýrt frá í Morgunblaðinu, verður haldin heimssýning í Montreal í Kanada árið 1967. Afráðið er, að ísland, Noreg- nr, Danmörk, Svíþjóð og Finn land sýni sameiginlega í sér- stökum sýningarskála. Hið ulþjóðlega nafn sýningarinn- ur er EXPO. Norðurlöndin hafa hvert nm uig skipað mann til að undirbúa þátttöku í sýningunni, og hefur Gunnar J. Friðriksson, forstjóri, verið skipaður í nefndina af fs- lands hálfu. Hélt hann fund með fréttamönnum um heimssýning- una á fimmtudagsmorgun ásamt Bjarna Guðmundssyni, deildar- Btjóra í ntanrikisráðuneytinu, og Skarphéðni Jóhannssyni, arki- tekt, sem er einn þeirra norrænu árkitekta, er teiknuðu sýningar- akálann. Sýningin er haldin í tilefni þess, að 100 ór eru liðin frá því «ð Kanada varð sérstakt ríki. þetta er heimssýning í 1. flokki, eem kallað er. Eingöngu ríkis- stjómir mega eiga aðild að sýn- ingunni, og verður því ekki um neins konar vörusýningu að ræða, nema að því léyti, sem af- rek hverrar þjóðar á einhverju ■viði eru sýnd og kynnt. Allt prang er bannað á sýpingunni. Sýning þessi er sams konar ,og bú, sem haldin var í New York árið 1939 og í Brússel fyrir nokkr lun árinn, en á ekkert skylt við •ýningar eins og þá, sem nú er í New York. Aðaláherzla verður lögð á að kynna menningu hverr- ur þjóðar. Höfuðviðfangsefnið er# fólgið í mottói sýningarinnar wmaðurinn og heimur hans“, sem skiptist svo í sérstök viðfangs- efni, eins og „Man the Explorer", „Man the Producer", „Man the Creator", „Man and his Health“ o. s. frv. Aðalástæðan fyrir því, að fs- land tekur þátt í þessari heims- sýningu, er sú, að þegar hin Norðurlöndin fjögur höfðu á- kveðið sameiginlega þátttöku og æsktu þess, að ísland yrði með, svo að öll hin norrænu lönd sýndu saman, varð ljóst, að ís- lendingar gátu ekki skorazt und- an, án þess að það yrði okkur álitshnekkir og mönnum af ís- lenzku bergi brotnum í Vestur- heimi mikil vonbrigði. Þess má geta hér, að Vestur-íslendingar hafa sýnt þessu máli mikinn á- huga og boðið aðstoð sína. Væri tilvalið, að fólk, sem færi héaðn á heimssýninguna 1967, mælti sér mót við ættingja sína vestra á sýningunni. íslendingum gefst þarna tækifæri til þess að kynna á veglegan hátt land og þjóð, en vegna kostnaðar hefði verið úti- lokað að við tækjum þátt í sýn- ingunni einir sér. Kostnaðarhliðin Sýningin stendur í sex mán- uði, frá 28. apríl til 28. október. Sameiginlegur kostnaður Norður landa hefur verið áætlaður fimm milljónir dollara, eða um 200 milljónir íslenzkra króna. Sýn- ingarskáli Norðurlanda mun kosta um sex millj. sænskar krón ur, eða um 48 miilj. ísl. kr. Samið hefur verið um það milli Norður- landanna, að íslendingar greiði einn tuttugasta og fyrsta hluta af útgjöldum, en hinar • Norður- landaþjóðirnar fimm tuttugustu hluta hver um sig. Hver þjóð velur sér ákveðið viðfangsefnL Til dæmis munu Svíar fjalla um ýmis samfélags- vandamál f sambandi við aukinn frítíma fólks, vandamál eftir- launafólks, sem fjölgar ört hlut- fallslega í velferðarþjóðfélögum, o. s. frv. Sýningarnefnd hefur ekki enn verið skipuð hér á ís- landi og viðfangsefni ekki valið. Ekki væri ólíklegt, að við veld- um okkur t.d. „tema“ um það, hvernig maðurinn hefur aðlagað sig náttúru landsins. — ★ — Þegar hin Norðurlöndin hafa tekið þátt í slíkum sýningum hef- ur hvert þeirra verið sjálfstæður aðili. En núna hefur í fyrsta sinn verið ákveðið að þau tækju þátt sameiginlega. — Undirbúningur málsins er kominn vel á veg og gerð skálans ákveðin. Byggingar- framkvæmdir f Kanada munu hefjast eftir nokkrar vikur. Sýningarsvæðið Sýningarsvæðið er í útjaðri Montreal, meðal annars á tveim- ur eyjum í St. Lawrence-fljótinu, og er talið mjög skemmtilegt. Samgöngur til og frá sýningar- svæðinu verða mjög fullkomnar, og verða í því skyni byggðar hraðskreiðar svifbrautir eða „Monorail'*. Svæði það, sem skandinavfska skálanum er ætlað, er að stærð um 6300 fermetrar og liggur á eyjunni St. Helena í St. Lawrence fljótinu. Er staðurinn við eina af aðalumferðaræðum svæðisins. — Næstu skálar við skála Norður- landa eru sýningarskálar Kanada manna sjálfra og skáli Mexíkó. Sýningarskálinn Efniviður skálans er sem hér segir: Burðarbitar og súlur eru úr stáli, svokallaðir „H-bjelker“, gólfin eru gerð úr innspenntum steinplötum og þau e»u klædd með sísalmottum. Veggir að ut- an ebu úr grófu timbri, en að Sr. Eirikur J. Eiriksson: Ebiis og aðdSyniandn sterkviðris HVÍTA SUNNA. Gúðspjallið Jóh. 14, 23—31. Sterkviðri fer í hönd. Hanri er farinn að vinda og fannkoman eykst. Ganga, 60 kílómetrar, er framundan. En það verður að ná í lækni, kona er í barnsnauð og vinur minn leggur af stað; fyrst er að komast yfir heiðina og svo dalinn, veglaus, fönnin alls stað- ar djúp. Með Guðs hjálp lánast allt. Læknirinn er mikill ferðagarp- ur. Sterkviðrið er í fang þeim, lækni og fylgdarmanni, en knýr þá ekki veður, er fyllir hjörtu þeirra, eins og þegar vindur fyll ir segl, og flýtir för þess? Birtast þeim ekki tungur eins og af eldi væri? Vörðurnar á heiðinni eru fenntar í kaf, við vindáttina er illt að styðjast, stormsveipir úx fjallaskörðum trufla. Kennileiti eru engin, allt í hríðarkófi. En yfir hvít öræfin, sér ekki til sól ar, hvitasunnunnar? Læknaskipun landsins hefur verið nokkuð á dagskrá að und- anförnu. Vandinn er brýnn víða um dreifðar byggðir landsins. Að lækni er mikið öryggi í strangri lífsbaráttu afskekktra staða. Kemur í hugann ræða, er flutt var á löggjafarsamkomu þjóðar okkar fyrir nokkrum áratugum. Var verið að tala um læknisþjón ustu í byggðarlagi einu. Lands- kunnur læknir og gáfumaður taldi lækni þar óþarfan. „Ég hefi athugað leiðina á korti og sé, að um stutt strik er að ræða“, mælti hann. Rétt var það, að strikið er stutt á landabréfi, en þarna hef ur margur maðurinn týnt lifi sínu, og er þetta ein hættuleg- asta og torsóttasta leið landsins. Linurit og landabréf, sýna ekki einatt vandann né leysa hann, staðhætti og atvik er oft erfitt að láta lúta kerfum. Sums staðar í Noregi verður enn í dag ekki komizt að híbýl- um fólks, nema eins og þeir Grett ir og félagar hans fóru að í Drang ey forðum. Norskur drengur benti á einstigi eitt og sagði: „Þarna studdi pabbi mig oft, þegar ég var lítill og á leið í skólann“. Guðspjall hvítasunnunnar er tekið úr hinum undurfögru skiln aðarræðum Jesú. Það kynni að Þykja andstæðukennt að víkja að hættum, vegum, og veðrum um vor á hvítasunnu. Þess ber þó að gæta, að ekki er sól og sum ar einungis í guðspjalli dagsins. innanverðu klæddir plötum. All- ur verður skálinn málaður eða litaður hvítixr. Er það von þeirra sem teiknað hafa skálann, að hann nái þeim tilgangi að vera hentugur en lát- laus rammi um það sem löndin ætla að sýna, en beri jafnframt vitni um þróun byggingarlistar hjp þessum þjóðum.' Framhaild á bls.‘31 Líkan «f sýningarskála Skandinavíu og Islendinga. Miklar andstæður getur að lita: Brottför — koma, þjáning — dýrð. Þnngamiðja guðspjalls- ins tengir þessar andstæður sam an: Nýtt boðorð gef ég yður: Þér skuluð elska hver annan, á sama hátt og ég hefi elskað yð- ur, — að þér einnig elskið hver annan. Af því skulu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef „þér berið elsku hver til ann ars“. (Jóh. 13, 34—35). Við skyldum, gefa gaum að nú- tið, boðskapar Jóhannesar, fram tíðarhjálpræðis gætir meira I hinum guðspjöllunum. Líkleg\ er guðspjallið skrifað eitthvað seinna en hin, víst er, að við- taka fagnaðarerindisins má þar ekki bíða. Endurkoma Krists, er dagsins málefni og líðandi stund ar og birtist í varðveizlu kenn- ingar Jesú Krists og framkvæmd: „Hver sem elskar mig, mun varð veita mitt orð-----. Sá sem ekki elskar mig, hann varðveitir ekki min orð“, segir í guðspjaliinu. Hallgrímur Pétursson birtir kjarna þessa máls i 44. Passiu- sálmi. Við eigum ekki að bíða til ævilokanna eftir handleiðslu Guðs með réttindum hennar og skyldum: „Viljir þú eftir endað láf eigi þín sál þar heima nndir hönd Drottins hér þá blíf, hans boðorð skaltu geyma“. „Þar“, það er sjálft himnaríki, „hér“, það er jarðlífið. And- stæður eru þetta, en hönd Drott ins tengir þær saman, sú hönd birtist okkur, þar senj hvítasunn an er, heilagur Guðs andi, er kemur til okkar í ákalli okkar og þörf og opinberar verk sín í góðri viðleitni okkar mannanna, I stormviðrum daglega lifsins og baráttu frá vöggu að gröf, fræð- ir, helgar og endurfæðir, veitir bjartsýni og gleði í lífinu og styrk í dauðanum. Við, drögum strik eins og mað urinn ágæti, er minnst var á, I fræðum okkar. Oft virðast vis- indi, ein og önnur, geta leyst, vandann. Miklir eru sigrar þeirra og dásamlegir, en stundum auk- ast vandamálin að sama skapL Jesús segir í dag: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður-------Við byggjum frið arhallir og stöndum að um- fangsmiklum stofnunum, sem eiga að tryggja friðinn. Því er stundum líkast, að við ætlum að skapa frið á jörðu með nógu mörgum pennastrikum. Okkur má ekki sjást yfir sjálf ar staðreyndirnar, hlíðin*er brött, heiðin há, sterkviðri geisar. Eitt fær bjargað, að Guðs kærleiks andi gagntaki okkur og knýi okk ur til baráttu og sigurs yfir dauðans valdi fallveltis og synd ar. „Það er verið að sækja lækn inn“. Blessuð sé koma hans á- vallt og för þess, er leitar hans. Ef veður leyfir fara margir um hvítasunnuna til afskekktra staða, þar sem friður ríkir og ró. Vissulega flytur Guð okkur frið arboðskap helgunar, fræðslu og endurnýjunar af ræðustóli nátt- úrunnar. Líkamleg hvíld og hressing efli sálarheill okkar. Guðs máttug hönd og hand- leiðsla opinberist okkur á þessari hátið. Hlýir stormar kærleikans gagntaki hjörtu okkar og geri vegferð okkar sigursæla för fyrir heilagan eld og anda hins aðdynj anda sterkviðris hvítasunnunnar. „Andi trúar, andi vonar, andi Jesú Krists, Guðs sonar, andi dýrrar elsku hans, lát þú sannleiks' ljósið bjarta lýsa skært í minu hjarta, fyll það krafti kærleikans“. .*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.