Morgunblaðið - 05.06.1965, Side 8

Morgunblaðið - 05.06.1965, Side 8
8 MORGUNBLADID Laugardagur 5. júní 1965 5—6 herb. íbúð til leigu strax í nýrri blokk við Bólstaðarhlíð enda íbúð á I. hæð. Fyrirframgreiðsla. Tilboð óskast send í póstbox 344. y. Japanskt Hfiosaik nýkomið í miklu úrvali. LITAVAL, sími 41585 Álfhólfsvegi 9,. Kópavogi. Hafnarfjörður Ung stúlka óskast til aðstoðarstarfa og símavörzlu á skrifstofu í Hafnarfirði. Gagnfræðaskóla eða hliðstæð menntun. Svo og einhver vélritunarkunn- átta æskileg. Eiginhandar umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 9. þ.m. merkt: „Ábyggileg — 7814“. Hús í Hveragerði Til sölu í Hveragerði lítið hús með einkahita. 3 herb., eldhús og bað ásamt stórum skemmtilegum garði. Gróðurhús getur fylgt. Uppl. í síma 23609. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar að Grens- ásvegi 9, þriðjudaginn 8. júní kl. 1 til 3 e.h. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sarua dag. Sölunefnd varnaliðseigna. VIÐ ÓÐ I NSTORG S í M I 2 0 4 9 0 Opið hvítasunnudag frá kL 12 á hádegi til kl 9 síðdegis. HVERT SEM FERÐINNI ER HEITIÐ IVfieð ÍJTSVIV til annarra landa FARSEÐLAR MEÐ FLUG VÉLUM OG SKIPUM. HÓTELPANTANIR og hverskonar upplýsingar og aðstoð við ferðalagið án nokkurs kostnaðar fyrir þá, sem kaupa farseðlana hjá okkur. GÓÐ FERÐAÞJÓNUSTA TRYGGIR ÁNÆGJULEGT FERÐALAG. Munið einnig hinar orðlögðu hópferðir títsýnar. Sumar þeirra eru nú fullskipaðar, en þér getið enn komizt í þessar vinsælu ferðir: Skandinavía Skotland 15 dagar brottför 29. júní Mið-Evrópuferð L 17 — — 23. júlí Grikklandsferð 19 — — 27. ágúst Irlandsferð 11 — — 4. sepL Spánarferð 19 — — 10. sept. Ítalíuferð 20 — — 14. sepL EINNIG ÚRVAL EIN ST AKLINGSFERÐ A MEI) KOSTAKJÖRUM OG FERÐIR MEÐ DÖNSKUM OG ENSKUM FERÐASKRIFSTOFUM. Ferðaskrifstofan LTSVM Austurstræti 17, símar 20100 og 23510. Ax@! V. TuliiiíiiS — Aldarmiíiíiiii Hundrað ára minning: 1865 — 6. júní — 1965. ENDURVAKNING íþróttanna hér á landi hefst ekki fyrr en á þessari öld. Að vísu voru fyrstu fimleika- og iþróttafélögin stofnuð á síðustu öld, en aldrei var verulegt lífsmark með þeim, fyrr en á þessari öld framfara og vísinda. Einn af þeim mönnum, sem snemma tók virkan þátt í endur- vakningunni, var Axel V. Tuliní- us, og lét mikið að sér kveða. Hann var fæddur 6. júní 1865 á Eskifirði. Foreldrar hans voru: C. Daníel Tulíníus, kaupmaður, er lézt 16. jan. 1905 og kona hans, Guðrún Þórarinsdóttir, prófasts á Hofi í Álftafirði. Axel lauk hér stúdentsprófi í Menntaskólanum árið 1884, en laganámi í Kaup- manahöfn 1. jan. 1892. Þá var hann um skeið lögregluþjónn í Khöfn, eða til 1. marz 1893, er hann kom heim aftur. Eftir heim komuna var hann fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Reykjavík, en 1. júlí 1894 var hanii settur sýslu- maður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á SeyðisfirðL Þann 26. sept. 1895 var hann skipað- ur sýslumaður í Suður-Múla- sýslu og sat í því embætti til 1. október 1911, er hann fékk lausn frá embætti vegna þráláts augn- sjúkdóms. Þá fluttist hann hing- að til Reykjavíkur og fékk þar nokkra bót augnameinsins. Hér var hann umboðsmaður erlendra vátryggingafélaga, frá 1912 til 1918, en þá forstjóri Sjóvátrygg- ingarfélags íslands frá stofnun þess 1918. Þá átti hann sæti í Niðurjöfnunarnefnd Rvíkur frá 1914 til 1918. Loks má geta þess að hann var kjörinn alþingismað- ur fyrir Suður-Múlasýslu 1900 til 1902. Þetta er í stuttu máli em- bættisferill Axels V. Túlíníusar. Hann hafði alla tíð mikinn á- huga á iþróttum og útivist. — Skömmu eftir stúdentsprófið 1884, endurreisti hann Fimleika- félag Eskifjarðar, sem stofnað var 1876, — og því eitt af elztu íþróttafélögum landsins. — Axel lét sér alltaf mjög annt um Fim- leikafél. Eskifjarðar — og eftir að hann varð sýslumaður þar eystra, tók hann að sér for- mennsku félagsins og fimleika- kennslu. Minnast eldri Austfirð- ingar enn, hve skemmtilegur fim leikakennari hann var og fimur. En á Hafnarárum sínum iðkaði hann fimleika, siglingar og skot- fimi — og hlaut verðlaun fyrir íþróttafrækni sína. Þá má og geta þess að hann var frumstofnandi Skautafélags Reykjavíkur 1893, svo víða hefir hann komið við sögu. Skömmu eftir að Axel V. Túlíníus kom hingað suður til Rvíkur, eftir að hann fékk lausn frá embætti, eins og áður segir, gekk hann í lið með Sigurjóni Péturssyni, glímukappa, að stofna íþróttasamband íslands (ÍSÍ). En Sigurjón hafði fengið hann, á- samt Guðmundi Bjömssyni, land læknL og fleiri framfaramönnum, til að stofna ÍSÍ, (sjá nánar *50 ára afmælisrit ÍSÍ 1962). Axel var kjörinn forseti ÍSÍ 28. janúar 1912 — og var það í 14 ár, með prýði. Þá var hann og kjörinn fyrsti Skátahöfðingi íslands og reyndist þar sem annars staðar farsæll foringi. — Og eigum vér samstarfsmenn hans margar ó- gleymanlegar endurminningar frá þeim tíma. En það voru í- þróttir, útivist og æskulýðsmál- efni yfirleitt, sem hann beitti sér fyrir ■— og einmitt á þeim árum, sem fáir veittu þeim lið. Fátt er hollara og skemmti- legra en skynsamlega iðkaðar íþróttir, fjallgöngur og ferðalög um okkar fagra land. Og ættu menn ekki að gleyma að ferðast um landið, áður en þeir fara í kynnisferðir til annarra landa. Því meira, sem vér vitum um land vort og þjóð, því bétri full- trúar íslands verðum vér á er- lendri grund. Þetta mættu menn hafa oftar í huga. Á 2. hvítasunnudag verða hinar árlegu kappreiðar FÁKS á skeið vellinum við Elliðaárnar. Að þessu sinni keppa rúmlega 50 hestar í allt og verða tvær skemmtilegar nýjungar á kapp- reiðunum, .góðhestakeppni og keppni í 800 m. hlaupi, en fagr- ir bikarar hafa verið gefnir fyrir hvorttveggja. Einnig er keppt um peninga í 800 m. Kappreið- arnar hefjast kl. 2. í góðhestakeppninni eru 14 gæðingar, en að þessu sinni verður í fyrsta sinni góðhesta- keppni um bikar hjá FÁKI. Það er farandbikar, svonefndur Vice Roy-bikar, gefinn af Brown & Williamson Corp fyrir milli- göngu Árna Gestssonar, heild-' sala, og ætlaður í alihliða góð- hestakeppni. Verður grafið nafn vinnenda, manns og knapa, á bik arinn hverju sinni. Dómnefndin, en hana skipa 3ogi Eggertsson, Hjalti Pálsson og Ingólfur Guð- I mundsson, hefur þegar skoðað keppnishestana, en á 2 hvíta- sunnudag verða þeir sýndir í síðasta sinn og dómi lýst. Merkasta hlaupið á skeiðvell- inum verður 800 m. sprettur, en nýlega hefur FÁKUR látið útbúa braut til að geta látið keppa' í svo löngu hlaupi. Taka 8 hestar þátt í því og verður það vafa- laust mjög spennandi. T.d. kem- ur Skúli Kristjánsson frá Svigna skarði með Tilbera sinn, en heyrzt hefur að Sigurður Sig- urðsson og eigandi Loga ætli ekki að láta hann fara með verð launin. Hlaupabrautin er þannig Á bernskudögum ÍSÍ þurfti að mörgu að hyggja, jafnt um lög og leikreglur sem framkvæmd leik- móta. íþróttir voru þá eigi al- menningseign. Menn voru ekki á eitt sáttir um hinn nýja sið: líkamsmenninguna. Mörgum fannst allar íþróttaiðkanir ungl- inga óþarfar og jafnvel skaðleg- ar. Og ekki voru menn hrifnir af starfsemi iþróttafélaganna eða að sjá íþróttamenn ganga fylktu liði um götur borgarinnar í litklæð- um. Slíkt þótti bera vitni um mont en ekki menningu. Menn- ingargildi íþróttanna var þá ekki viðurkennt, eins og nú er. —* Síðar kunnu menn þó að meta 17. júní-mótin og jafnvel þakka íþróttamönnum fyrir forgöngu að gott verður að fylgjast með hlaupinu, því lagt verður af stað við dómpall hlaupið í sveig og komið til baka eftir sömu braut. í þetta hlaup hefur verið gef- inn annar stór og fallegur bik- ar, Björnsbikar. Það er Björn Gunnlaugsson, fyrrv. formaður FÁKS og mikill hestamaður, sem hefur gefið hann, í þeim til gangi að efla löng hlaup og hvetja hestamenn til að þjálfa hesta sína í þau. En löngu hlaup- in eru miklum mun vinsælli hjá áhorfendum og fer mjög vaxandi að efna til þeirra. Þetta er einnig farandbikar. Auk bikars- ins keppa hestamir á 800 mu sprettinum til 8000 kr. verð- launa. Engin verðlaun verða þó veitt, ef ekki næst 75 sek. tími og ekki peningaverðlaunin nema náist 69 sek. tími. Þá verður keppt á 250 m. skeiðspretti, 250 m. folahlaupi, 300 m. stökki, 350 m m. stökki. Alls taka yfir 50 hestar þátt I kappreiðunum að þessu sinni og koma auk Reykjavíkurhestanna kappreiðahestar ofan úr Borgar firði, úr Mosfellssveit Hafnar- firði og víðar. Á skeiðvellinum starfar að venju veðbanki og Félagslheimili Fáks verður opið og selur veit- ingar. Happdrættismiðar Fáks verða seldir þar, en að venju verður dregið í lok kappreið- anna. Vinningarnir eru gæðings- efni og hringferð kringum land. Þetta er í 8. sinn, sem dregið er um gæðingsefni og hafa þau öll reynzt afbragðsveL Þorlákur Ottesen, formaður Fáks og Áml Gestsson með bin» ýju bikara, sem keppt verður um, Bjömsbikar sem Björn ■ unnlaugsson gefur í 800 nv hlaupið og Vioe Roy-bikarinu i Frahald á bls. 23. Kappreiðar Fáks á 2. hvítasunnudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.