Morgunblaðið - 05.06.1965, Side 17

Morgunblaðið - 05.06.1965, Side 17
Laugardagur 5. júnf 1989 MORGU N BLAÐIÐ 17 Guðmundur G. Hagalln: íslenzkt sjónvarp 1. ÉG er einn af þeim sextíu, sem leyfðu sér að láta í ljós vanþókn- un sína á þéirri stjórnárráðstöf- un, sem jafngild hefur rey«nzt einkaleyfisveitingu til handa varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli til reksturs sjónvarps handa Reykvíkingum og Suðurnesja- mönnum, og lét ég rækilega getið skoðunar minnar á því máli í dagblaðinu Vísi löngu áður en hin margumtalaða áskorun sex- tíumenninganna var undirrituð og birt, enda þurfti ég ekki að bera mig saman við neinn eða verða neinum samferða til þess að mynda mér skoðun á þessu tiltæki, — og ekki hefur reynslan haft á mig áhrif til skoðana- skipta. í fyrsta lagi leit ég á það sem þjóðarhneisu að veita erlendu ríki slíkt leyfi — og sem fráleitt andvaraleysi að gefa erlendu stórveldi, sem hefur haft hér her í tvo áratugi, færi á að beita hér tæki, sem mundi reynast öðrum fremur áhrifaríkt — enda sam- fara myndunum á sjónvarpstjald- inu látið glymja í eyrum áhorf- enda og hlustenda tal á þeirrí tUngu, sem svo hefur reynzt á- geng í veröldinni, að nú hafa hana að móðurmáli nokkur hundruð milljónir manna í að minnsta fjórum heimsálfum! í öðru lagi taldi ég okkur íslend- ingum síður en svo bera nein skylda til að firra Bandaríkin þeim kostnaði að ganga þannig frá 'sjónvarpsstöð sinni, að hún næði ekki út fyrir völlinn, en kæmi þeim samt að fullum not- um. f þriðja lagi virtist mér bandariskt hermannasjónvarp ekki líklegt til að verða börnum og unglingum neinn vitazgjafi hollra uppeldisáhrifa — hvað sem liði íslenzkri tungu. „Gerir ekkert“, segja vinir hins amer- íska sjónvarps, „þetta er þó allt- af skárra en amerískar kvikmynd ir!“ Ójá, lengi má bæta á gamla Skjóna! Víst er mikið af kvik- myndunum, sem hér er sýnt, af því tæi, að stöku sinnum mun mynd og mynd sýnd í framtíðinni til þess að gefa mönnum hug- mynd um af hve villimannlegu samvizkuleysi forfeðurnir á 20. öldinni hafi notað ýmsar dásemd- ir tæknilegrar snilli. En 6—10 ára börn eru þó ekki á hverju kvöldi á spena hjá gróðahýenum kvikmyndaiðnaðarins, en hins vegar liggja þau nú þúsundum saman við móðurbrjóst her- mannasjónvarpsins dag eftir dag, þar sem seiður amerískrar tungu smýgur hægt og hægt, smátt og smátt, inn í sál þeirra í stað hreimtöfra móðurmálsins. 2. Um allt þetta munum við sex- tíumenningarnir geta verið sam- máia, en um stofnun og starf- rækslu íslenzks sjónvarps munu skoðanirnar talsvert skiptar. Ég að minnsta kosti tel nauðsynlegt og síður en svo ókleift að vinda bráðan bug að því að koma upp íslenzkri sjónvarpsstöð, og þeir aðilar, sem hafa undirbúið tækni- lega og fjárhagslega framkvæmd þess máls, eiga skilið þakkir, en ekki skæting, köpuryrði og úrtöl- ur. Eftir því sem ég yfirvega oft- ar þessa framkvæmd, verður mér Ijósara, hve mikilvæg hún er — og ekki aðeins sakir þess, að ég vil að þjóðin losni við hið amer- íska hérmannasjónvarp, heldur og af þeim sökum, að ég tel brýna nauðsyn; að við höfum öðlazt veigamikla tæknilega, fjár hagslega og menningarlega reynslu á rekstri íslenzks sjón- varps og gildi þess til fræðslu og skemmtunar, þegar sá tími kem- ur, að héðan verður náð mynd- um og tali frá sjónvarpsstöðvúm fiervihnatta erlendra þjóða, sem nota þær meðal annars sem ærið virkt og áhrifamikið áróðurstæki. Röksérridirnar gegn stofnun og rekstri íslenzks sjónvarps eru þessar: Kostnaðurinn við rekstur sjón- varps, sem geti orðið veigamikið fræðslu- og menningartæki, mun reynast svo gífurlegur, sam- kvæmt fenginni reynslu ná- grannaþjóða okkar, að hann verð ur slíkri kotþjóð sem íslenzku þjóðinni ofvaxinn, og þess vegna væri því fé, sem eytt verður í stofnun og síðan rekstur íslenzkr ar sjónvarpsstöðvar, betur varið til ýmissa menningarstofnana, sem fyrir eru og nú eiga við að búa svo tilfinnanlegan fjárskort, að líkja megi við sult. Menntamálaráðherra hefur gert mjög skýra grein fyrir því, að á- ætlunin um byggingu íslenzkra sjónvarpsstöðva, sem nái til allr- ar þjóðarinnar, séu reistar á tryggum fjárhagslegum grund- velli — og ennfremur sýnt fram á, að það fé, sem rennur til þess- ara framkvæmda og til reksturs íslenzks sjónvarps, mundi ekki fáanlegt til annarra nota, þar eð þetta fé er og verður fengið með álögum á innflutt sjónvarpstæki eða sem afnotagjöld slíkra tækja. En svo er þá sú röksemd, að þær upphæðir, sem ætlaðar eru til reksturs stöðvarinnar, séu af svo skornum skammti, að sjónvarpið geti ekki rækt veigamikið hlut- verk með þjóðinni — og að okk- ur sé ofvaxið að bæta þar við, svo að nokkru nemi. Ojá, skyldi maður kannast við svona röksemdir, þótt ekki væri nema frá síðustu sex tugum ára — og þá súru og seyrnu vanmátt arkennd, sem styður sig við er- lenda vitnisburði, þessa sífellt tiltæku grýlu í höndum allra and stæðinga veigamikilla, en fjár- frekra íslenzkra fyrirætlana! Voru það ekki þungvægustu rök Dana gegn sjálfstæðiskröfum íslendinga, að þeir yrðu að vera okkur forsjón, — óvitunum, vesal ingunum — og gein ekki fjöldi íslendinga við þessari flugu. Það var ekki dónalegt að geta vitnað til Georgs Brandesar, sem var tal inn málsvari kúgaðra þjóða vtðs vegar um Evrópu. Sannarlega var auðsætt, hve sjálfstæðiskröf- ur okkar voru fráleitar, þegar slíkur maður fylltist út af þeim heilagri vandlætingu og hellti yfir okkur, fordild okkar og fá- vitaskap, úr skálum réttlátrar reiði sinnar, — hugsa sér, að blá- snauð kotþjóð, sem ekki var eins fjölmenn og íbúar eyjarinnar Amager og auk þess átti allt ó-1 gert, sem aðrar þjóðir höfðu kom ið í framkvæmd á hinu mikla framfaraskeiði 19. aldarinnar, skyldi láta sér detta þá fásinnu í hug að gerast sjálfstæð og óháð Dönum! Víst dugðu Dönum þessi rök, heima fyrir og að nokkru hér á landi, unz komið hafði í ljós á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri, að ef við hefðum ekki sjálf ir séð okkur fyrir skipaflota og samið við erlendar þjóðir um iífs björg, hefði hungurvofan enn einu sinni höggvið skarð í þunn- skipaðar raðir okkar — já, meira að segja varð sú reyndin um úr- ræða- og getuleysi danskra stjórn arvalda, að við — kotungarnir — urðum að flytja Færeyingum mat föng vestan um haf til þess að firra þá sulti og seyru! Hvað sögðu og hverju spáðu sumir menn og vitnuðu til erlendrar reynslu, þegar íslendingar gerð- ust svo fordildarsamir að stofna hér háskóla? Hvað sögðu bölmóð- ir menn vanmáttarkenndarinnar, þegar hér var ráðizt í að koma upp útvarpi? Sýndarmennska, kák! Og hver hafa svo verið einna áhrifamest rök hinna mikil hæfu, stórlátu og hálærðu dönsku prófessora gegn afhendingu hand ritanna íslenzku? Þau, að við höfum hvorki manndóm né fjár- hagsgetu til að búa svo að þeim, að öruggt sé, ekki heldur til að veita hér erlendum vísindamönn- um aðstöðu til að vinna úr þeim — og loks skorti okkur bæði fræðimenn og fé til að annast sómasamlega útgáfustarfsemi Og svo að vikið sé að ýmsu, sem er hagræns eðlis. Taldi ekki mikill hluti þjóðarinnar, að lagning og verið spáð, þegar Loftleiðir hófu landi væri fjárhagsgetu þjóðar- innar gersamlega ofvaxin? Vor- um við ekki fræddir á því af er- lendum mönnum, sem hér höfðu haft með höndum siglingar til vöru- og farþegaflutninga, að rekstur Eimskipafélags íslands mundi fara í handaskolum — og svo hefðum við þá fyrirgert náð- arsamlegri þjónustu þeirra er- lendu skipafélaga, sem hér hefðu langa og erfiða reynslu? Og hver mundi hafa trúað, þó að því hefði verið spáð, þegar Loftleiðir hófu starfsemi sína með einni þriggja farþega flugvél, að það félag yrði ekki fullum tveim- ur áratugum síðar hættulegur og hataður keppinautur flugfélags, sem væri ríkisstyrkt sameign Dana, Norðmanna og Svia? Var ekki ’Reykjavík lengi vel talið ofvaxið að virkja Elliðaárnar, — og þótti ekki ærið mörgum það fjárhagslega glæfralegt að höfuð- borgin réðist í virkjun Sogsins og fengi til þess ríkisábýrgð? Og nú hefur verið unnið að því af mik- illi atorku að koma upp við Búr- fell sem allra herfilegastri hræðu, sem í er lagt margs konar efní, svo sem landsfjórðungaríg- ur, íshætta, vanmetakennd og síð ast en ekki.sízt hin sívirka hvöt til atkvæðaveiða. Og loks: Finnst ekki erlendum mönnum, þessum sítiltæku vitnum dragbítanna á skútu hvers konar mikilvægra framfara og framkvæmda hér á íslandi, flestum eða öllum lítt eða ekki skíljanlegt, að þessi kotþjóð skuli halda hér uppi sjálfstæðu þjóðfélagi og ríki — og lyginni líkast, að hér hafi vart verið til fyrir sextíu árum nokkur mann- sæmandi húsakynni, engir vegir, sárafáar brýr, engar hafnir, sem væru mannaverk, engin milli- landaskip, engin vélknúin fiski- skip, engin verksmiðja, engin vél tækni hjá bændum, sárafáar og fátæklegar menntastofnanir og að heita mátti ekkert fé til fram- kvæmda? Og svo skyldu þessir erlendu herrar vera öðrum frem- ur dómbærir á, hvað við getum og ekki getum! Ef okkur tekst ekki að starf- rækja hér sjónvarp, sem gegni veiga’miklu hlutverki á vettvangi fræðslu, aukins víðsýnis og bættra menningarhátta, þá verð- ur það af þeim sökum, að þjóð- inni hafi yfirleitt hrakað að manndómi, dugna,ði og vilja til verklegrar og menningarlegrar sjálfsbjargar. 3. Ég hef þegar bent á þá stað- reynd, að það fé, sem varið verð ur til að koma hér upp og starf- rækja sjónvarp, verður ekki feng ið til annars. Og þannig er það oftast, þegar menn vakna allt í einu við þann vonda draum, að einhverjir hafa fundið ráð og lagt orku sína og vilja í að kom* áleiðis fjárfrekum áhugamálum. Og svo hrópa þeir, sem vakna: Ekki.þetta, heldur annað þarfara! Háskólabókasafn og Lands- bókasafn skortir ótvírætt fé til bókakaupa. En um þennan skort hefur fram að þessu verið furðan lega hljótt. Máski umræðurnar um sjónvarpsmálin geri nú meðal annars það gagn, að þeir, sem ber skylda til að gera stjórnar- völdunum eftirminnilega ljósa þessa vöntun, fylki liði og linni ekki sókninni fyrr en sigur er fenginn? Fram að þessu hafa þrír fyrrverandi prófessorar átt sæti í núverandi ríkisstjórn — einn verið forsætisráðherra, ann- ar menntamálaráðherra og sá þriðji fjármálaráðherra. Þessi skipan virðist ekki Háskóla Is- lands sérstaklega óhagstæð. Og enn eru sömu menn í sætum for- sætis- og menntamálaráðherra. Mér veitist mjög örðugt að trúa því, að hinni glæsilegu, mikils- virtu og nú allfjölmennu fylkingu háskólaprófessora megi ekki tak- ast að rétta hlut Háskólabóka- sáfsins, ef hún einbeitir sér með hin óræku gögn í höndum og studd meðal annars að minnsta kosti sumum málgögnum ríkis- stjórnarinnar. Og svo vona ég þá fastlega, að um leið verði bættur hlutur Landsbókasafnsins. Góðu heilli mun þetta snúast á hinn betri veg — samtímis þ.ví, sem komið verður upp íslenzku sjón- varpi. Seinna fá svo menn færi á að nota sem rök gegn neikvæðum áróðri, sem beint verður að þarfri framkvæmd: Hvað var ekki sagt, þegar til stóð að stofna og starfrækja íslenzkt sjónvarp, sem enginn vill nú án vera? Og kannski leiðir af umræðunum, að bent verði með jákvæðum ár- angri á brýna þörf aukinna fjár- framlaga til einhverrar þjóðþrifa stofnurtar, sem sett hefur verið hjá — ekki af illvilja eða skiln- ingsleysi, heldur sakir þess, hve þarfir þeirrar þjóðar eru margar og miklar, sem um aldir lá í ösku stónni — og hve hátt er haft og freklega um ruðzt, þar sem hluta skiptin fara fram. Guðmundur Gíslason Hagalín. Fermingar Fermingarbörn fermd í Sauðár- krókskirkju, hvítasunnudag 6. júní n.k. kl. 10.30 f.h. og kl. 1.30 c.h. Prestur: sr. Þórir Stephensen. PILTAR: Gunar Þór Sveinsson, Kaupvangs- torgi 1. Halldór Ingiberg Arnarson, Öldu- stíg 2. Jóhann Guðni Friðriksson, Skagfirðingabraut 7. Jón Guðmundsson, Skagfirðinga- braut 35. Jón Anton Alexandersson, Smára- grund 6. Rnútur Aadnegard, Skógargötu 1. Sigmundur Haukur Jakobsson, Öldustíg 17. Sigurður Jónsson, Hólavegi 10. Stefán Þorkell Evertsson, Báru- stig 10. Sveinn Nikódemus Gíslason, Báru- stíg 4. Torfi Ólafsson, Skarði Skárðs- hreppi. Valgeir Steinn Kárason, Hóla- vegi 23. STÚLKUR: Anna Birna Ólafsdóttir, Kirkju- torgi 5. Anna Katrín Hj altadóttir, Öldu- stíg 3. Ásta Margrét Agnarsdóttir, Heiði, Skarðshreppi. Fdda Marianne Bang, Aðalgötu 19. Elísabet Skarphéðinsdóttir, Gili, Skarðshreppi. Fjóla Svanfríður Jónsdóttir, Skógargötu 16. Guðný Dóra Rögnvaldsdóttir, Skagfirðingabraut 25. Halla Sigríður Rögnvaldsdóttir, Skagfirðingabraut 11. Hallfríður Sigríður Jónsdóttir, Skógargötu 24. Helga Jóhanna Haraldsdóttir, Sjávarborg, Skarðshreppi. Herdís Stefánsdóttir, Hólavegi 2. Hulda Björg Ásgrímsdóttir, Aðal- götu 3. Ingibjöi-g Hólmfríður Harðardóttir, Hólmagrund 9. Jóhanna María Sigurjónsdóttir, Skagfirðingabraut 37. Kristín Sigurlaug Guðbrandsdóttir, Ránarstíg 6. Marta Valgerður Svavarsdóttir, Hólavegi 15. Sigrún Brynja Ingimundardóttir, Ketu, Rípurhreppi. Sigþrúður Margrét Ármannsdóttir, Ránarstíg 2. Unnur Guðný Björnsdóttir, Aðal- götu 13. Þórunn Erla Sighvats, Aðalgötu 11. Ferming í Víkurprestakalli á hvítasunnudag. Prestur: Séra Páll Pálsson. Víkurkirkja kl. 10.30 árdegis. PILTAR: Kári Pétur Sveinsson, Kvisthaga 11, Reykjavík. Þorsteinn Árnason, Vlk. STÚLKUR: Guðný Jónasdóttir, Vik. Unnur Magnúsdóttir, Vík. Skeiðflatarkirkja kl. 2 e.h. PILTAR: Höskuldur Sæmundsson, Hryggj- um. Óiafur Gunnarsson, Vatnsskarðs- hólum. Sigurður Kristjánsson, Norður-Hvoli. Sveinn Sigursveinsson, Norður-Fossi. STÚLKUR: Hulda Daníelsdóttir, Norður-Gai'ði. Nanna Þorláksdóttir, Eyjarhólum. Fermingarbörn í Stykkishólmi á hvítasunnudag. Þórður Haraldsson. Jón Benediktsson. Sigurður Kristinsson. Níels Jónsson. Sigríður Jónsdóttir. Birna Sigurðardóttir. Sara Svanlaugsdóttir. Kristinn B. Guðmundsson. Þórður Viðar Njálsson. Hafdís Gísladóttir. Gúðrún Ásta Magnúsdóttir. Maria Sigríður Bjarnadóttir. Anna Droplaug Erlingsdóttir. Ágúst Jónsson. Ágúst Georgsson. Helga Sigurjónsdóttir. Gautur Hansen. Aðalheiður Steinunn Eiríksdóttir. Gústav Ingvarsson. Helgi Kristjánsson. Birna Elísabet Sveinsdóttir. Fermingarbörn í Kálfatjarnar- kirkju á hvítasunnudag kl. 2. Sr. Garðar Þorsteinsson. PILTAR: Andrés Ágúst Þorkell Guðmunds- son, Hlíðarenda. Firíkur Kristján Þorbjörnsson, Hátúni. Gunnlaugur Kristján Gunnlaugs- son, Melási 12, Garðahreppi. Hjalti Kristinsson, Skipholti. Jónas Þorkell Jónsson, Hlíð. STÚLKUR: Gróa Kristbjörg Aðalsteinsdóttir, Suðurkoti. Ingigerður Jónsdóttir, Höfða. Margrét Guðrún Brynjólfsdóttir, Hellum. Þorbjörg Stefanía Þorvarðardóttir, Hábæ. Þórun Halldórsdóttir, Ásgarði. Ferming í Kirkjuvogskirkjn i Ilöfnum, á hvítasunnudag 6. júni, kl. 2 c.h. STÚLKUR: Magnea Þorbjörg Friðriksdóttir, Kirkjubóli. Þórunn Sveinsdóttir, Skipalóni. PILTAR: Gerald Davis Newman, Bræðra- borg. Páll Sólberg Eggertsson, Vestur- húsum. Sveinn Rúnar Valgeirsson, Sól- vangi. Þorsteinn Bergmann Sigurðsson, Staðarhóli. Fermingarbörn i Hrunakirkju á Hvitasunnudag kl. 2. Séra Svein- ojörn Sveinbjörnsson. Gyða Kristófersdóttir, Grafar- bakka. María Andrésdóttir, Miðfelli. Einar Jónsson, Reykjabakka. Pálmar Þorgeirsson, Hrafnkells- stöðum. Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.