Morgunblaðið - 05.06.1965, Síða 14

Morgunblaðið - 05.06.1965, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugarctagur 5. júní 1965 Skrifsfofur vorar verða lokaðar á laugardögum sumarmánuðina. * Samábyrgð Islands , á fiskiskipum, Skólavörðustíg 16. Skrifstofuhúsnæði Ný 200 ferm. hæð til leigu í Skipholti 35. Leigist í einu lagi. ; Reykjufell Skipholti 35 — Sími 19480. vel snyrtar konur og vandlátar velja valholl Laug avegi 25 Hótel Hvanneyri Siglufirði hefur opnað. — Tekur á móti gestum til lengri og skemmri dvalar. Atvinna Stúlka óskast í strauingar. i Fataverksmiðjan Sportver Skúlagötu 51. — Sími 19470. VANDIÐ VALID - VELJID VOLVO 1965 HEFUR V0LV0 SIGRAD í GUNNAR ASGEIRSSON H. F. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200. Söluumboð á Akureyri: Magnús Jónsson Bílaverkstæðið Þórshamar. (voijvd) v 1» Sænsku aksturskeppninni Rússnesku vetraraksturskeppninni Finnsku snjóaksturskeppninni S.A.M. 400 aksturskeppninni, S-Afríku SAFARI-keppninni, Suður-Afríku. OG NÚ í 13. grísku-Acropolis-aksturs- keppninni 20.—23. maí, erfiðustu keppni Evrópu, hófu 85 bifreiðir keppni, en aðeins 15 luku henni, og sigurvegari varð Carl- Magnus Skogh, en hann ók VOLVO AMAZON sem hafði verið ekið tugi þúsunda kílómetra. f kuldum Rússlands jafnt sem í hitum Afríku, hvarvetna þar sem mest reynir á styrk, afl, þol, aksturseiginleika og öryggi fer VOLVO með öruggan sigur af hólmi. Hvað hefur þetta að segja fyrir YÐUR, sem EKKI akið kappakstur á mjóum og krókóttum vegum? M. a. að VOLVO er smíðaður fyrir alla veðráttu, alla vegi, og þolir langvarandi, stöðugan erfiðis- akstur við hin verstu skilyrði. Þess vegna sigrar VOLVO. Komið, sjáið og reynið VOLVO. Kynnið yður VOLVO verð og VOLVO greiðsluskilmála. Bræðurnir Joginder og Jaswant Singh sigruðu í SAFARI-keppninni, þeirri erfið- ustu, sem um getur, á GÖMLUM VOLVO P-544 Cæsin ágeng á ökriinum BÆNDUR í Hornafirði sáðu korni í vor aS venju og var því lokið um miðjan mánuðinn. í fyrra var sáð í 40 'hektara lands, en mun nú hafa verfð aðeins meira. Lætur nærri að sáð hafi verið í tæp 50 hektara. Korji- a^r^rí |ru nú ‘þfegar ornir grænir. Gæsin hefur undanfarin ár herjað á akrana að einhverju Íeyti og er hún venju fremur ágeng nú. — Fréttaritari. — Mirmingarorð Framh. af bls. 12 la.gar og kunningjar hinna efni- legu og vellátnu barna þeirra. Húsmóðirin sinnti önn dagsins og erfiði með það efst í huga að búa manni sínum og börnum gott, hlýlegt og aðlaðandi heimilú og hugsa um þarfir þeirra í öllu. Ekki gleymdi hún heldur að búa þeim þau skilyrði að þau gætu stundað nám og annan imdirbún ing undir lífið innan veggja heimilisins. Studdi maður henn- ar hana í þeim efnum sem öðru, enda var samheldni þeirra sér- stök í svo mörgu falli. Farin að heilsu og kraftar þrotnir síðustu árin var henni samt svo rótgró- in löngunin til að veita og gera öðrum gott að strax og gestur var kominn var það hennar fyrsta að bjóða góðgerðir, enda var óskum hennar vel sinnt af hennar frábærilegu fórnfúsu dóttur og manni hennar, sem hún var svo gæfusömu að fá að búa hjá ásamt eiginmanni sín- um eftir að hún sjálf gat ekld sinnt heimili. Öll börn þeirra hjóna sýndu þeim einskæra ástúð og um- hyggju, sem mér er vel kunn- ugt að var þeim báðum mikill gleðigjafi til hinztu stundar. Umhugsun húsbóndans um vel- ferð heimilisins varð öllum ljóa eftir að var komið inn fyrir veggi þess. Umhyg.gja og ástúð við börnin var svo einlæg og á- nægjuleg að það verður gestum minnisstætt. Ekki munum við kunnugir gleyma þeirri fórn sem hann sýndi í veikindum og við dauða Þuríðar dóttur sinnar, þeg ar hann sat dögum og vikum saman við dánarbeð hennar brot inn niður af Þjáningum henn-c ar. En þá eins og I öðru sýndl hann sama hetjuskapinn, að bug ast ekki en halda áfram að lifa lífinu til velfamaðar sím* skylduliði. Jóhann mágur minn var heil- steyptur maður og höfðingi 1 lund og framkomu allri — og sýndi það sannarlega í verki allt sitt líf og fram til hinztu stundar. Ótalin er sú hjálp, sen* hann veitti, og þau hjónin, ein- staklingum og hjálpar- og góð- gerðastofnunum. Það var gert I kyrrþey og varð ekki hljóðbært Við nánustu skyldmenni konu hans fórum ekki varhluta. af gjafmildi hans og góðvilja í okk- ar garð. Ég efast um að nokk- ur maður hafi eins af heilum hug hugsað gagnvart systur minni sem hann: „Þitt fólk er mitt fólk“ — og breytt eftir því. — Allt hans var hennar og hennar skylduliði sjólfsagt að láta í té af rausn og með gleði. Ég get ekki endað þessar fáu línur án þess að minnast hva hann var opinn fyrir allri feg- urð, hvað hann unni allri list 1 hvaða formi sem hún birtist, hvort það var tónlist, myndlist, skáldskapur eða annað. Fegurð náttúrunnar, litir hennar og lín- ur heillaði hann svo að hann var gagntekinn af ánægju og hrifn- ingu af umgengni við hana. —. Með honum á ferðalögum á ég ógleymanlegar endurminningar, því náttúrunnar naut hann í svo ríkum mæli. Af öllum samvistum með hon- um er hann mér ógleymanlegur maður og mágur. Ég þakka þeim hjónum báðum allt sem þau voru mér og min- um. Megi svo vonir þeirra rætast um tilveruna í öðrum heimi. Oddur Jónssoa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.