Morgunblaðið - 05.06.1965, Side 6

Morgunblaðið - 05.06.1965, Side 6
6 MORCU N BLAÐÍÐ ' Laugardagur 5. júní 1965 Ötsfnisfíug Flugfél- agssns á sunnudag EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, mun Flugfélag íslands efná tilí sérstakra útsýnisflug- ferða ;íi sumaT, FerÖir þessar verða i,i á , sunnudagsmprgnum, farið frá Reykjavík kl. 10,00 og komið aftur um hádegi. Um tvær leiðir er að velja í út- sýnisferðunum og mun veður ráða hvor leiðin verður farin hverju sinni. Syðri leiðin liggur frá Reykja- vík um Surtsey, Vestmannaeyjar, Heklu, Landmannalaugar, yfir Skaftáreldahraun að Arnarfelli og Hofsjökli og þaðan suðvestur um Hvítárvatn, yfir Gullfoss og til Reykjavíkur. Nyrðri leiðin liggur frá Reykja vík norðvestur yfir Snæfellsjökul að Bjargtöngum og þaðan yfir Rafnseyri, yfir ísafjarðarkaup- stað. Þaðan verður flogið norður að Hombjargi og síðan suðaust- Vinnubúðir þjóðkirkjunnar UNDANFARIN sumur hafa ver- ið starfræktar hér á landi vinnu búðir fyrir ungt fólk á vegum Þjóðkirkjunnar. Þessar vinnubúð ir hafa verið starfræktar í sam vinnu við erlenda aðila, t.d. Al- kirkjuráðið og skozku kirkjuna. Hefur verið unnið að margvís- legum verkefnum, m.a. við kirkjubyggingar. En rik áherzla er alltaf lögð á kristilegar sam- verustundir unga fólksins, með biblíulestrum bænastundum, fræðslustundum a.s.frv. Hefur íslenzkum unglingum gefizt góð ur kostur á að kynnast erlendum jafnöldrum sínum, og hafa vinnu búðirnar verið bæði til þroska og ánægju. Á þessu sumri verða hér á landi vinnubúðir í sam- vinnu við skozku kirkjuna. Þær verða að Eiðum í Suður-Múla- sýslu dagana 22. júní til 10. júlí og eru ætlaðar unglingum frá 16 ára aldri. Þeir, sem hafa á- huga á að taka þátt í vinnubúð- unum, hafi samband við æsku- lýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar, sr. Hjalta Guðmundsson, Klappar- stíg 27, sími 12236. (Frá Biskupsstofu). Verðmætt skordýrasafn NÝLEGA hefur danskur laeknir, dr. A. Norgaard, fært Náttúru- fræðistofnun íslands verðmætt skordýrasafn að gjöf. Hér er um að ræða allstórt safn danskra skordýra, sem dr. Norgaard hef- ur safnað sjálfur, en slík söfnun hefur um langt skeið verið tóm- stundaiðja hans. Meginuppistað- an í safni þessu eru danskar bjöllur, en dr. Norgaard hefur lagt sérstaka rækt við söfnun þeirra. Náttúrufræðistofnuninni er mikil fengur að þessari rausn- arlegu gjöf, sem eflaust mun koma í góðar þarfir þegar hafizt verður handa um uppbyggingu og endurskipulagningu skordýra- safns stofnunarinnar, en þess gerist nú brátt mikil þörf. ur með Ströndum að Gjögri og yfir Hólmavík. Þaðan yfir Breiða fjörð og inn yfir Borgarfjörð hjá Baulu, en þaðan verður- tekin stefna á Skjaldbreið og flogið yf- ir Þingvelli og til Reykjavíkur. í sambandi við þessi væntan- legu útsýnisflug, hefir Flugfélag fslands gefið út vandaða bækl- inga með upplýsingum um það sem fyrir augu ber á ferðunum. Þessir bæklingar eru gefnir út á íslenzku og ensku. Björn Þor- steinsson sagnfræðingur hefir skrifað bæklingana og verður hann jafnframt leiðsögumaður í ferðunum. Fyrsta útsýnisflugferðin í sum- ar verður sunnudaginn 6. júní (hvítasunnudag). Flogið verður með Blikfaxa hinni nýju Friendship skrúfuþotu félagsins, en sú flugvél er mjög ákjósanleg til slíks, vegna stórra glugga og að vængurinn er ofan á bol flugvélarinnar og skyggir því ekki á útsýni. f útsýnisflug- ferðunum gefst hið ákjósanleg- asta tækifæri til að skoða stór- brotna náttúrufegurð íslands og sjá marga merka staði á aðeins tveim klukkustundum, bæði fyr- ir íslendinga og erlenda gesti, sem hér dvelja um stundarsakir. Allar upplýsingar um útsýnis- flugin eru veittar hjá ferðaskrif- stofum, hjá Flugfélagi fslands og öllum afgreiðslum þess. Hefur nýlega lokið við þýöingar á Ijöðum Hannesar Péturssonar Rlthöfundur^nn Poul P. IVf. Pedersen í heimsokn tiér DANSKI rithöfundurinn Poul P. M. Pedersen er staddur hér á landi um þessar mund- ir, en hann hefur sem kunn- ugt er þýtt mikið af ljóðum íslenzkra skálda. Morgunblað ið hitti hann sem snöggvast að máli í gærdag. Pedersen sa.gði, að hann h'efði komið til, Reykjavíkur fyrir tveim vikum og hann gerði ráð.fyrir að halda heim aftur í lok vikunnar eftir hvítasunnu. — Það er mér mikil upp- lyfting að umgangast skáldin hér og það eykur skilning minn á þeim og verkum þeirra. Það er mér til styrkt- ar við þýðingarnar, sagði hann. — Ég hef nýlega lokið við að þýða ljóðabók Hannesar Péturssonar, Stund og staðir, svo og úrval ljóða úr bókum hans „Kvæðabók" og „í sum- ardölum.M •— Að öllum líkindum koma þessar þýðingar út í haust eða í byrjun næsta árs. Ég hef valið þeim heiti á dönsku, „Langt hjem til mennesker", sem eru upp- 'I <- *>».!». hafsorð hins mikla kvæðis Hannesar „Jón Austmann". — Hannes Pétursson hef ég hitt nú í ferð minni og hann hefur lesið þýðingar mínar á Ijóðunum. Hann er ánægður með þær. — Það vildi svo til, að ég hitti Ragnar Jónsson í Smára á götu og skiptumst við á nokkrum orðum, en um leið og hann kvaddi bað hann mig fyrir þau skilaboð til Hannesar, að hann myndi gefa út þýðingar mínar á ljóð um hans. — Áður hef ég þýtt ljóð ýmissa annara íslenzkra Skálda, t.d. Steins Steinars, Davíðs Stefánssonar, Tómas- ar Guðmundssonar, Guð- mundar Böðvarssonar og Snorra Hjartarsonar. Einnig hef ég þýtt nokkur ljóð Sig- urðar Á. Magnússonar fyrir danska tímaritið „Perspek- tiv“. — Um ljóðaþýðingar mínar í framtíðinni má geta þess, að mig langar til að þýða meira af ljóðum Tómasar Guðmundssonar. Og reyndar hef ég fleiri skáld í huga. ■je Ævintýri Þegar þetta blað er ritað hef- ur allt gengið að óskum hjá bandarísku geimförunum tveimur, sem þjóta nú einn hring af öðrum umhverfis jörðu. Sjálfsagt finnst fæstum þeir öfundsverðir að svífa „þyngdarlausir“ uppi í tóminu fjarri öllum mannabyggðum, eins og karlinn orðaði það, en tvímenningarnir virðast una hags sínum vel og njóta hverr- ar mínútu. Á undanförnu árum hefur mikið verið skrifað um geim- ferðir framtíðarinnar og ýmsir afkastamiklir rithöfundar hafa hrúgað vísindaskáldsögum á markaðinn og eignazt stóran lesendahóp. Flestar virðast þessar sögur í ákaflega lausum tengslum við raunveruleikann, en nú eru sumar þeirra að byrja að verða raunverulegar. Upphaf geimferða er í raun- inni stórkostlegt ævintýri fyrir alla jarðarbúa þótt aðeins fá- einir útvaldir öðlist reynzluna og verði beinir þátttakendur. En þetta er aðeins byrjunin, því langtum stærri og áhrifa- meiri ævintýri eru framundan, ef að líkum lætur. Myiidir af Marz Kunningi minn, sem vel fylg ist með þessum málum, var að fá nýtt geimferðarit að utan og hringdi í mig og sagði mér, að Rússar hefðu skýrt frá því, að þeir hefðu misst samband við geimfar sitt, sem nú er á leiðinni til Mars. Var í þessu tímariti haft eftir þeim, að til- raunin væri þar með farin ú,t um þúfur. Það var í nóvember að bæði Bandaríkjamenn og Rússar skutu á loft geimförum, sem stefnt var til Mars. Banda ríkjamenn skutu Mariner III, en misstu stjórn á honum að því er mig minnir. Síðan skutu þeir Mariner IV og gengur hon um vel. Rússar skutu Zond II og hefur sambandið við það geimfar nú rofnað. Mariner IV mun eiga að fljúga fram hjá Mars í fimm þúsund mílna fjarlægð um miðjan júlí (þann 14. held ég) og taka um tuttugu myndir af yfirborði hnattarins. Síðan sendir Mariner þessar myndir heim til jarðar, en kunniugi minn fræddi mig á því, að það mundi taka eina átta daga að senda myndirnar þar eð send- ing um svo langan veg væri mjög orkufrek. Rafhlöðurnar í Mariner endurhlaðast stöðugt fyrir áhrif sólarljóssins. Ef allt fer að óskum eigum við því að fá allgóðar myndir af Mars síðari hluta sumars og ég geri ráð fyrir að vísinda- mennirnir séu hættir að geta sofið vegna tilhlökkunar. Já, ævintýri geimferðanna er aðeins að hefjast. Ekki Surtla! Þess misskilnings hefur orðið vart í sumum dagblöðum, að nýja eldsumbrotasvæðið austan Surtseyjar heiti Surtla. Þetta er ekki rétt. Eins og menn minn ast, hófust eldsumbrot á hafs- botni allangt austur af Surts- Poul P. M. Pedersen. — Að lokum vil ég geta þess, að það hefur glatt mig mjög hve Morgunblaðið hef- ur birt mikið af umsögnum blaða í Skandinavíu um ljóð Steins Steinars. Og ég er mjög þakklátur íslenzkuia blöðum yfirleitt fyrir þann áhuga, sem þau hafa sýnt þýðingum mínum. — Vinátta sú, sem íslenzk- ir menntamenn og Danir hér á landi hafa sýnt mér, hefur einnig verið mér mikill styrk ur og hvatning. ey á sínum tíma, og var jafnvel haldið, að þar mundi ný ey skjóta upp kolli. Ekki varð gos ið þó nógu öflugt til þess, en hins vegar eru þar grynningar síðan, sem merktar hafa verið inn á sjókort. Þessi staður var kallaður Surtla til aðgreining- ar frá Surtsey og heldur þvl nafni að sjálfsögðu enn. Nýi gosstaðurinn er aftur á móti á milli Surtseyjar og Surtlu, eins og sjá má á afstöðumyndinni eða landabréfinu, sem þessum línum fyigir. Það er því alveg rangt að tala um „fæðingarhríð ir Surtlu litlu“ og annað í þeim dúr. Eigi þessi staður að heita eitthvað, verður að velja hon- um nýtt nafn, hvort sem það verður Surtseyjarkálfur, Surts eyjarklofningur, Syrtingur, Svertingi eða eitthvað annað. Eftir á að hyggja. Ég sé, að þeir kalla hann Syrtling hér i blaðinu í gær. Alltaf eykst úrvalið. Nú bjóð- um vér einnig rafhlöður fyrir leifturljós, segulbönd, smá- mótora o. fl. BRÆÐURNIR ORMSSON hi. Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.