Morgunblaðið - 05.06.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.06.1965, Blaðsíða 25
MCRGU N BLADIÐ 25 r Laugardagur 5. júní 1965 Áttræð á hvitasunnudag: Halldóra Finnb|örns- dóttir frá Hnífsdal Áttræð er á hvítasunnudag frú Halldóra Finnbjörnsdóttir frá Hnífsdal, nú til heimilis að Laug- arnesvegi 88 hér í borg. Halldóra er fædd að Hóli í Bol- ungarvík 6. júní 1885. Foreldrar hennar voru þau Ingibjörg Guð- mundsdóttir og Finnbjörn Elías- Eon, bæði ættuð frá ísafjarðar- djúpi. Halldóra ólst upp hjá föð- ursystur sinni, Þorkötlu Elías- dóttur og manni hennar, Bald- vini bónda Þorsteinssyni að Þverdal í Aðalvík, þar til hún 24 ára að aldri giftist Kristjáni Egilssyni sjómanni, arnfirzkum að ætt. Þau stofnuðu heimili sitt í Hnífsdal og bjuggu þar um 9 ára skeið unz hún missti mann sinn í sjóinn frá fjórum ungum börnum og því fimmta ófæddu. Slíkir atburðir eru alltaf mikið reiðarslag, og ekki sízt í þá daga, þegar engar ekkjubætur eða tryggingar voru til í neinni mynd. Ekkert nema „sveitin“ blasti við alþýðufólki, ef eitt- hvað bar útaf. En með guðs hjálp og góðra manna þurfti Halldóra ekki að leysa upp heimili sitt og láta börnin sín öll til vanda- iausra. Drengirnir voru teknir til fósturs af kunningjafólki, tveim velstæðum fjölskyldum þar í þorpinu, og gat hún því haft dag- Iegt samband við þá, en það var henni mikils virði. Svo vann hún af óvenjulegum dugnaði fyrir litlu stúlkunum sínum. En aftur barði sorgin að dyrum á heimili Halldóru. Kíghóstinn gekk í „Dalnum“, og yngstu telpurnar hennar, bráðefnilegar og falleg- ar, dóu báðar sömu vikuna. Veit ég, að sá missir var henni það sár, sem aldrei grær til fulls, þótt ekki sé oft um talað, því þeir, sem þekkja Halldóru vel, vita, að móðurástin í sínu marg- brotna formi hefir alltaf verið, er og verður sterkasti en líka viðkvæmasti strengurinn í henn- ar heilsteypta persónuleika. En hún bjó einnig yfir miklu and- legu og líkamlegu þreki, og með- fæddu glaðlyndi. Og „óhaltur skyldi gengið meðan báðir fætur væru jafnlangir". Nokkrum árum seinna giftist Halldóra öðru sinni; Þorvaldi Magnússyni, formanni, nú einum elzta og kunnasta togarasjó- manni landsins, sem enn í dag endist á hafinu. Áttu þau heim- ili sitt fyrst í Hnífsdal, en síðan á ísafirði hátt á annan áratug, unz þau 1943 fluttust til Reykja- víkur, þar sem þau hafa búið síðan. Börn Halldóru af fyrra hjóna- bandi eru þessi: Baldvin Þorkell, fyrrv. erindreki SÍS, giftur Gróu Ásmundsdóttur; Kristín Jóna, gift Pétri Ó. Guðmundsesyni, sjó- xnanni; Elías, trésmíðameistari, kvæntur Hallfríði Jónsdóttur, og svo litlu dæturnar, er létust í bernsku, sem fyrr segir; Sturlína Einarína og Kristjana Halldóra. Synir þeirra Þorvaldar eru: Ás- geir Guðbjartur, málarameistari, giftur Ástu Torfadóttur, og Finn björn, skrifstofustjóri Loftleiða, kvæntur Theódóru Steffensen. Öll eru börnin nú búsett í Reykja vík. Þannig er i fáum orðum og lín- tim ytri saga þessa áttræða af- mælisbarns, en milli línanna er önnur saga, sem alderi verður sögð — saga um baráttu og sigra, bros og tár langrar lífsreynslu, sem hefir stuðlað að því að skíra gullið f sál þessarar góðu konu og móður. Það ern nú á þessum degi 35 ár síðan ég varð fyrsta og móður. Það eru nú á þessum degi 35 ár síðan ég varð fyrsta tengdabarnið hennar, og frá þeim degi hefir Halldóra verið inér raunveruleg móðir. Og þann ig veit ég að öll tengdabörn henn *r gætu einnifi talað. í mínum huga er orðið „tengdamóðir“ fal- legt heiti. Hvar sem Halldóra átti heim- ili sitt, hefir það verið hreint og fallegt, og opið öllum í hennar stóru fjölskyldu og vinahóp, og þó svo mörgum fleirum. Má segja í sambandi við hana, að „þar, sem hjartarúmið sé nóg, skorti aldrei húsrúmið", því stundum hefir nú verið þröngt, þegar allir voru mættir á hátíð- is- og tyllidögum, eihkum eftir að fjölskyldur barnanna urðu stórar og barn^börnin og barna- barnabörnin komu til sögunnar. En hið góða hjarta mömmunnar, ömmunnar og langömmunnar var alltaf nógu stórt til að rúma alla. Enn í dag, þó heilsan sé farin að bila og sjónin að daprast, gengur hún um heimili sitt og stjórnar því sem alsjáandi væri, því allir hlutir eru á sínum stað, í röð og reglu, þótt aldrei sé sparað að grípa til þeirra. Hún tekur sjálf á móti gestum og gleður sig við að geta veitt þeim sem beztan beina, og ótaldir munu þeir vera, sem hafa farið glaðari og hressari frá en þeir koma á hennar fund. Hið milda umburðarlyndi hennar og dómleysi í garð annarra, veit ég að oft hefur sáð góðu fræi. Þann- ig er gott áð lifa og eldast — sáttur við allt og alla; guð og menn — gerandi engar kröfur fyrir sig — unnandi öðrum alls hins bezta — þakkandi guði allt; vitandi, að „frá honum, fyrir hann og til hans eru allir hlutir", og þess vegna alltaf óþarfi að æðrast Kæra tengdamóðir; innilegar heillaóskir á þessari tvöföldu hátíð, og hjartans þökk fyrir allt.......... G. Á. PS: — Afmælisbarnið verður á hvítasunnudag stödd á heimili yngsta sonar síns að Hvassaleiti 13, og tekur þar á móti gestum sínum. Sjötugur 2. hvítasuunudag: r r Þórour Asgeir Kristjánsson UM langan aldur hafa Grund- firðingar verið dáðir sem af- burða sjómenn. Einn þeirrrmætu manna, Þórður Ásgeir Kristjáns- son, verður sjötugur 7. maí n.k. Ásgeir var fæddur að Setbergi í Eyrarsveit 7. maí 1895. Foreldr- ar hans voru þau Soffía Jónas- dóttir og Kristján Jónsson, en hann var tekinn 1 fóstur af þeim hjónunum Kristínu Jónsdóttur og Sigurbirni HeJigasyni, sem bjuggu á Setbergi og síðar í Garðshorni. Ásgeir kvæntist 16. sept. 1916 Þórdísi Þorleifsdóttur frá Hömr- um, sem er virt fyrir mannkosti. Hófu þau búskap í Móabúð og dvöldu þar í 1% ár, en þaðan fluttu þau að Hömrum og byggðu þar íbúðarhús með Páli bróður Þórdísar — og bjuggu þar til 1929, að þau reistu ný- býli á Grundarkambi, sem þau nefndu Fornu-Grund. Þaðan fluttu þau til Grafarness á árinu 1944 og hafa átt þar heimili síð- an. Börn þeirra Þórdísar og Ás- geirs eru þessi; Kristín, gift Þorsteini Kristins- syni bifreiðastjóra, búsett á Dal- vík. Halldór, vélvirkjam., kvænt- ur Elsu Þorkelsdóttur, búsett í Reykjavík. Soffía, gift Jóni Þor- valdssyni múrara, búsett Reykjavík. Björn skipstjóri, kvæntur Aðalheiði Guðmunds- dóttur^ búsett í Grafarnesi. Ásdís, gift Árna Hallgrímssyni tré- smíðameistara, búsett í Reykja- vík. Ragnheiður, gift Hinrik El- bergssyni skipstjóra, búsett í Grafarnesi. Páll sjómaður, kvæntur Elínu Markan, búsett í Grafarnesi. Auk þessara barna eignuðust þau hjónin þrjú börn, sem dóu ung. Ásgeir byrjaði ungur að aldri að stunda sjómennsku með Páli mági sínum — og var að mestu við róðra fram til fimmtuigs ald- urs. Er mér kunnugt að Páll heit inn bar mikið traust til mágs síns, sem afburða sjómanns, sem ávallt mátti treysta — og hvað bezt, er mest lá við fangbrögð- um við Ægir. Síðustu 20 árin, eftir að Ásgeir lét af sjómennsku, hefir hann unnið ýmsa land- vinnu — og þá sérstaklega störf við frystihúsið í Grafarnesi. Ég sem þessar línur rita, hefi haft gagn af nánum kynnum mínum af þeim Þórdísi og Ás- geiri, notið mikilla vinsælda af þeirra hálfu Oig haft margar á- nægjustundir á heimili þeirra. Börn þeirra öll hafa einnig, á meðan þau dvoldu í foreldra- húsum, verið samhent með að skapa heimilsprýði — og eftir að þau mynduðu heimili sjálf stefnt að sama marki. Ásgeir hefir undanfarna mán- uði átt við vanheilsu að stríða, sem fjölskylda hans og vinir vona og biðja að hann megi yfir- stíga. Þau Þórdís og Ásgeir dvelja nú hjá syni sínum Hall- dóri vélvirkjameistara, sem býr að Löngubrekku 14 í Kópavoigi. Sifi Ágústsson. Jón Björgvln Björnsson - Minning Ásvallagötu 39. F. 25/12. 1913. D. 29/5. 1965. Hann verður til grafar borinn í dag. Einn af mörgum, sem hverfa héðan á miðjum aldri, og — að okkur finnst — miklu fyrr en dagsverki er lokið. En hvað yitum við um lögmál lífsins? Fáum við þar huggun harmi gegn? Ef við trúum á einingu lifsins og framhaldslíf, þá er aðskilnaðurinn í reynd ekki til, því að eining er kærleikur, og þá hlýtur sannleikurinn að vera sá, að lögmálið sé byggt á traust um grunni réttlætis. Oft eigum við erfitt méð að skilja þessi sannindi og skynja þau rétt, en samt hljóta þau að vera fyrir hendi, ef tilveran hefir einhvern tilgang. Á kveðjustund þökkum við fyrir adlt fagurt og gott, og rifj- um upp liðnar samverustundir og kynni öll, til þess tileinka okkur það bezta og fegursta, sem viðkynningin gaf, festa það í sál og sinni til gagns og gleði. Jón Björgvin var borinn og barnfæddur Reykvíkingur, en for eldrar hans voru þau hjónin Margrét Jónsdóttir frá Heiði í Holtum og Björn Björnsson frá Bakkárholtsparti í ÖlfusL Hann var jólagjöf þeirra fyrir 52 ár- um, og sú jólagjöf, sem þau gátu glatt sig við til æfiloka sinna, því að þau skildu ekki fyrr en daúðinn kaldaði þau til sín. Síðustu árin áttu þau í skjóli hans og tengdadóttur sinnar, og nutu sérstakrar og elskusamrar umönnunar þeirra til hinnstu stundar. Kynni okkar Jóns Björgvins voru orðin nokkuð löng. Við unnum saman að félagsmálum m.a. í V.M.F. Dagsbrún um nokk urra ára skeið. Fyrir 30 árum vorum við samverkamenn við byggingu íbúða þeirra, er Bygg- ingafélag AJþýðu reisti síðast Meðan við unnum að grunngreft- inum bundum við það fastmæl- um að búa í sama húsL Og það gerðum við í 20 ár. Ég minnist þess ekki að nokk- urntíma bæri skugga á okkar kynni öll þessi ár, enda var Jón Björgvin jafnlyndur maður og glaðsinna, dagfarsprúður og elskulegur á heimilL Hann var söngelskur og söngvinn vel, hafði næma tilfinningu fyrir fegurð í tónum, og var gæddur góðri söngrödd. Samvizkusamur var hann i störfum, nærgætinn og umhyggjusamur heimilisfað- ir, encla var ástriki með þeim hjónum 1 bezta lagi, og gott heim ilislíf, Jón giftist eftirlifandi konu sinni Esther Högnadóttur frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum hinn 16. maí 1937. Þau eignuð- ust 5 börn og lifa fjögur þeirra, en fyrsta drenginn sinn misstu þau tveggja ára gamlan. Það var mikil reynsla ungum elskendum, sem þau tóku með stillingu og sýndu þá vel það jafnvægi i lund og tilfinningum, sem þeim báð- um var gefið. Við hjónin og börn okkar, sem voru í sambýli með hinum Játna vini og fjölskyldu hans, vottum minningu hans þakklætí. og virö ingu, og sendum hugheilar sam- úðarkveðjur konu hans og böm- um. Öll trúum við á einingu lífsins og endurfundi í framhaldSlifi, megi minningin um fegurðina og sannleikann í lífi og starfi hins látna vinar, lifa í huga okkar og endast til auðnugjafer og andiegs þroska. Góða ferð Nonni minn yfir í hið óþekkta. Guðjón B. Baldvinsson. Er í ryðfríum öryggisstálrama íOLIGLASS er selt um allan heim. POLYGLASS er belgíska fram- leiðsla. r LUDVI STORI G R : k A EINANGRUNARGLER Afgreiðslutími 6 vikur. Tæknideild sími 1-1620. Landnám sff. Vantar mann á J. C. B. 4 skurðgröfu. Upplýsingar í síma 50091 milli kl. 12 og 13 og 20 til 21 næstu daga. Lagfæring á loð Menn óskast í ákvæðisvinnu við standsetningu á lóð. — Mikil vinna. Nánari upplýsingar í síma 16155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.