Morgunblaðið - 15.06.1965, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.06.1965, Qupperneq 1
32 slður Herforingiaráð í Saigon á ný — me/rí eining sögð rikja en áður — Tayíor mun hafa haft hönd / bagga Baigon, 14. júní — AP — NTB. Herforingjar tóku í dag- á nýj- •n leik völdin í S-Vietnam. í Hýju stjórninni, eða þjóðarráð- Inu, sitja 10 hershófðingjar, sem allir eru sagðir sammála um að binda enda á ósigra stjórnarhers landsins á vógvöllunum, og Btöðva þá óeiningu í innanríkis- •náium, sem ríkt hefur undan- farið. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að það sé fyrir áhrif Bandaríkjanna, að stjórnin nýja telur 10 menn. Á hádegi í dag, mánudag, var frá því skýrt í Kaigon, að ætlunin væri að ■nynda þriggja manna stjórn. bessari ákvörðun var síðar breytt, og segja fréttamenn, að •endiherra Bandaríkjanna í Saig ®n, Maxwell Taylor, hafi komið |>ví til leiðar. Taylor kom til Saigon í dag, eftir viðræður við ráðamenn í Washington. í*að mun hafa verið hugmynd eeö.sta manns hersins í S-Viet- »iam, Nguyen van Thieu, að láta •ðeins þrjá menn sitja í stjórn, sem hefðj þá lotið sérstakri for- mennsku Cao Ky, flugmarskólks. Það embætti hefði í raun og veru svarað til embaettis forsætisráð- herra, en gegn því mun Taylor hafa beitt sér. í 10 manna stjórninni mun Ky að vísu fara með all valda- mikið embætti, en annar maður verða nefndur í embætti for- manns. Meðan stjórnarmyndun fór fram í Saigon, var hópur falllhlífar- hermanna sendur í skyndi til flugvallar fyrir norðan bæinn Dong Xoai. Þar hafði frétzt um liðssöfnun Viet-cong liða. Enn lögðu flugvélar frá S-Viet nam til atlögu við hernaðar- mannvirki í N-Vietnam í dag. Utanríkisráðuneyti N-Vietnam lýsti því yfir það, að almenn- ingur í S-Vietnam hefði nú full- an rétt til þess að biðja um að- stoð frá bræðrum sínum norðan landamæranna, og frá öðrum vel viljuðum ríkjum, er Bandaríkja- menn hefði nú opinberlega gerzt aðilar að styrjöldinni í Vietnam. „Við erum lýð- ræðissinnar" — segja stuðningsmenn Imberts Santo Domingo, 14. júní, AP, NTB l’M 5000 stuðnlngsmenn Antonio Imbert. hershöfðingja, kröfðust þess í dag, að hreinsað yrði til í þeim hluta höfuðborgar Domini- hanska lýðveldisins, Santo Dom- fngo, sem er í höndum kommún- |sta. þjálfun í Kína og Sovétríkjun- um, en hefðu flestir snúið heim til Dominikanska lýðveldisins snemma í april í ár. Taldi Vaug- han lítinn vafa á því leika, að mangir þessara manna gegndu nú hlutverkum forystumanna kommúnista í lýðveldinu. Bardagar hafa verið mjög harðir undanfarna daga i Viet Nam. Hér á myndinni má sjá grát andi móður með látið barn sitt, sem beið bana í hinum mannskæðu orrustum um bæinn Dong Xoai fyrir nokkrum dögum, en þar létu margir óbreyttir borgarar lífið. llin langvinna styrj- öld hefur krafizt ósegjanlegra fórna af landslýðnum. Stuðningsmenn Imbert gcngu f fylkingu um 4 km leið, frá flug- vellinum við borgina, að stærsta gistihúsinu, EI Embajador, þar eem sendimenn bandalags Amer- íkurikja, OAS, hafa aðsetur sitt. Aðalritari OAS, Jose Mora, veifaði til fólksins, af svölum gistihússins, er það safnaðist þar fyrir utan, að göngunni lokinni. Var þar lyft morgum kröfu- epjöldum, þar sem þess var kraf- jzt, að tekið yrði fyrir aðgerðir kommúnista í höfuðborginni. Imbert, hershöfðingja var einnig vel fagnað, er hann kom akandi, til að halda útiræðu. Fólkið hrópaði m.a.: „Við er- um lýðræðissinnar, og óskum eftir að lifa, án þess að svelta. Við höfum sýnt umheiminum, að við aðhyllumst ekki stefnu komm únista, en óskum eftir friði og ró.“ Frá því var skýrt í dag, að vopnahléið á laugardag hefði verið rofið átta sinnum. í þrjú ekipti svöruðu bandarískir her- menn vopnahlésbrotum méð ekothríð. Talsmenn bandarískra yfir- valda telja, að um 5000 kommún- jstar séu í Dominikanska lýð- veldinu. Segir franska fréttastof »n AFP, að varautanríkisráð herra Bandaríkjanna, Jack H. Vaughan, hafi staðfest þá tölu í ejónvarpsviðtali í gærkvöld. Sagði Vaughan, að margir þess sora kommúnista hefðu hlotið Hörðustu árásir Peking á sovézka valdhafa til þessa — arftakar Krúsjeffs taldir hættulegri endurskodunar- sinnar en fyrirrennarinn — Tokyo, 14. júní — AP. Alþýðudagblaðið í Peking og frétfastofan „Nýja Kína“ hafa borið núverandi ráða- menn í Moskvu, arftaka Krúsjéffs, harðari sökum en áður hefur heyrzt í garð sov- ézkra ráðamanna. Telja tals- menn Pekingstjórnarinnar valdhafana nýju í Moskvu hafa gerzt meiri svikarar við málstað kommúnismans, en áður séu dæmi. Ummælin birtust í gær, sunnudag, og þar segir m.a-: „Þeir (þ.e. nýju valdhafarn- ir) stunda hættulegri endur- skoðunarstefnu, og af meiri kænsku, en fyrirrennari þeirra, Nikita S. Krúsjeff. l*eir eru önnum kafnir í Washington, London og París við að reyna að koma á frið- arsamningum í N-Vietnam, og leggja hart að sér við að reyna að hjálpa bandarísku ofheldisöflunum“. Ummælin birtust fyrst í Al- þýðudagblaðinu i Peking og timaritinu „Rauði fáninn" i gær, en var síðar sama dag útvarpað á vegum fréttastofunnar „Nýja Kína“. • í fréttastofufregninni var vísað til greinanna, og sagt, „að þótt nýju valdihafarnir í Moskvu hafi gert mikið til að villa á sér heimildir og loeitt mörgum brögðum, þá hafi þeir ekki vik- ið frá endurskoðunarstefnu Krúsjefs,. né hugmyndinni um betri sambúð við Bandaríkin, sem eigi að ná hámarki sínu me'ð heimsyfirráðum þessara stórvelda". Siðan bætir frétta- stoían við: • „í samanburði við Kriís- jéff, þá eru- nýju valdihafarnir hins vegar slægvitrari, og endur- skoðunarstefna þeirra hættu- legri“. • Alþýðublaðið telur alla af- stöðu ráðamanna nýju í Moskvu til N-Viétnam mjög váfasama, og það sé ætlun þeifrá að koma 3andarikjamönnum til hjálpar í því máli. Síðan segir: ’ . . „Kínverskir kommúnistar verða nú að finna svar við þeirri spurningu, hvort þeir eigi að halda áfram baráttunni gegn endurskoðunarsinnum eða ekki. Sovéskir leiðtogar eru árangurs- laust að reyna að stöðva barátt- una gegn endurskoðunarstefn- unni. Kínverjar munu hins veg- ar hafast annað að. Þeir munu halda áfram sigurgöngu sinni, baráttunni gegn endurskoðunar- stefnu Krúsjeffs og eftirmönn- um hans, unz fullnaðarsigur er unninn“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.