Morgunblaðið - 15.06.1965, Page 2

Morgunblaðið - 15.06.1965, Page 2
2 MORGUN BLAÐtD Þriðjudagúr 15. júní 1965 Hverjir eignast bílana á morgun? Þá verður dregið í Lands- happdrætti Sjálfstæðisflokksins Á MORGUN verður dregið í hinu stórslæsilega happdrætti Sjálfstæðisflokksins um tvær Ford Fairlane fólksbifreiðir, að verðmæti samtals 660.000 krónur. Á morgun verða því einhverjir lúxusbifreið ríkari en J>eir voru í gær, og fyrir aðeins 100 krónur. Er ekki of- mælt að hér-sé um að ræða glæsilegasta bílahappdrætti landsins á þessu ári. Skrifstofa happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu verður opin til kl. 10 í kvöld, sími 17100, og eru þeir, sem enn hafa ekki gert skil á heimsendum mið- um, beðnir að nota nú síðasta tækifærið. Miðar enu einnig seldir í skrifstofu happdrættis ins, svo og úr hinum glæsilegu bifreiðum við Útvegsbankann í Austurstræti. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Ef þér hafið ekki tryggt yður miða, þá gerið það í dag. Á morgun verður það um seinan. Landshiáppdrætti Sjálfstæðisflokksins IMýr skáli í Jökulheimum Góð síldveiði um helgina Austlæg átt var hér á landi í gær og hlýtt véstan til á landinu, en við N- og A- ströndina var aðeins fjögurra til sex stiga hiti. Lægðin suður af landinu og hæðin fyrir norðan hreyfist ltíið úr stað, svo að ekki eru stórvægilegar veðurbreyting- ar í nánd. Veðurhorfur kl. 22 á mánu- dag: SV-mið: Allhvass austan og rigning austan til, en hægari og úrkomulaust að kalla vest- an til. SV-mið: Hæg, breytileg átt. Þurrt og léttskýjað méð köfl- um. Faxaflói og Faxaflóamið: Hæg, breytiieg átt sunnan til, en stinningskaldi norðan til. Léttskýjað. Breiðafjörður, Vestfirðir Oig Breiðafjarðarmið NA-s>tinn- ingskaldi og léttskýjað. Vestfj.mið: NA- stinnings- kaldi og skýjað. Norðurland: A og NA kaldi. Skýjað, en víða þurrt austan til. Bjart veður vestan til. NA-land og miðin: A-gola eða kaldi; víða þoka á miðum og annesjum. Austfirðir, Austfjarðamið og Austurdjúp: A og NA kaldi, þokuloft og rigning. SA-land og miðin: A stinn- inigskaldi. Dálítil rigning eða súld. | Góð síldveiði var um helgina, og lönduðu margir bátar. Morgunblaðið hafði í gær tal af fréttariturum sín- um í nokkrum síldarhöfnum og spurðist fyrir um það, hve mikið magn af síld hefði bor- izt til verksmiðjanna á hverj- um stað. ♦ Siglufirði, 14. júní. — Hing- að hafa borizt til Síldarverk- smiðja ríkisins 42.172 mál, en var á sama tíma í fyrra 28.900 mál. Rauðka hefur tekið á móti 28.000 málum, en á sama tíma í fyrra 1.700 málum. Fitumagn fyrstu síldarinnar sem' fékkst hingað 10. júní sl. var 10,8% en er nú 15,1%. — Guðjón. t Hjalteyri, 14. júní. — Blaðið hafði tal af Baldri Péturssyni, verkstjóra í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Hún hefur nú tekið I á móti 28.000 málum, en á sama ' tíma í fyrra tekið á móti 11.400 málum. ý Akureyri, 14. júní. — Um miðnæturbil sl. laugardag hafði Krossanesverksmiðjan tekið á móti 2.570 málum, og síðan hefur I síld stöðugt verið að berast að. Á sama tíma í fyrra hafði verk- smiðjan tekið á móti 21.440 mál- um. — Sverrir. | Raufarhöfn, 14. júní. — Hér hefur verið tekið á móti 60 þús, málum, og eru nú allar þrær iull- ar. Verksmiðjan hefur enn ekki tekið til starfa, en búizt er við, að hún geri það á morgun, a.m.k. með eina pressu. Það, sem tafið hefur fyrir, að hún tæki til starfa, ef, að stykki vantar írá útlönd- um. — Ei'nar. ý Vopnafirði, 14. júnL — Á miðnætti sl. hafði verið landað hér 29.996 þús. málum. Til sam- anburðar má geta þess, að fyrir ári hafði verið landað hér 4.151 máli. — Sigurjón. ♦ Borgarfirði eystra, 14. júnL — Til verksmiðjunnar hér hafa borizt hátt á 6. þúsund mál. — Ingvar. » Eskifirði, 14. júní. — Til verksmiðjunnar hér hafa borizt 43.000 mál og þar af komu 2.400 í dag. Halldór Jónsson kom með 1100 tunnur, Vigri 1300 og Hólma nes 1100 tunnur. — Gunnar. | Breiðdalsvík, 14. júní. —* Frá 3.—14. júní hafa eftirtalin skip landað hér: Sigurður Jóns- son 2671 mál, Krossanes 2564^ Helga Guðmundsdóttir 845 og Gullver 1295, eða samtals 7.373 málum. í dag komu svo tvö skip, Barði með 1800 mál og Bára með 1500 máL — PálL Heilmikil byggð er nú komin hjá Jöklafélagsmönnumd Jökul- heimum í Tungnaárbotnum, eins Og sést á meðfylgjandi mynd, en nýr skáli hefur nú bæzt við byggingaf. Var hóþur sjálfboða- liða þar innfrá í viku undir for- ustu Stefáns Bjarnasonar og reistu hinn nýja skála, sem nú er kominn undir þak. Þörf er orðin fyrir þennan skála vegna veðurathugana þarna á hálend- inu og aukinna vísindalegra rann sókna á jöklinum, en skálarnir eru ekki venjuleg sæluhús fyrir Pétur Sumarliðason, kennarí, er veðurathugunarmaður í sum- ar í Jökulheimum, eins og ] fyrrasumar og fór hann inn eft ir skömmu á eftir fyrsta hópn- um. Gérir hann veðurathuganir á 3ja tíma fresti. Nýi skálinn, sem er um 60 fer- metrar að stærð er ætlaður til íbúðar fyrir veðurathugunar- menn og einnig fyrir vísinda- menn, sem eiga störfum að gegna á þessum slóðum. Hann er enn aðeins kominn undir þak. Er því ekki hægt að hýsa ferða- Heildaraflinn um 415 þús. mál $ Góð síldveiði var um helgina. Sólarhringinn frá laugardagsmorgni til sunnu- dagsmorguns fengu 53 skip alls 65.750 mál fyrir austan, og er það bezti sólarhringsafli sumarsins til þessa. t Sólarhringinn frá sunnu dagsmorgni til mánudags- morguns var síldveiðin held- ur tregari. Þá fengu 27 skip samtals 30.270 mál. Veður var ágætt á síldarmiðunum, en veiðisvæðið hafði færzt lítið eitt f jær landinu. á Ekki var unnt að afla upplýsinga um það í gær, hve heildaraflinn er nú orðinn mikill, en láta mun nærri, að alls hafi um 415 þús. mál síld- ar borizt á land það sem af er sumri, en á sama tíma í fyrra um 155 þús. mál og tunnur. Þessi skip tilkynntu þennan afla (í málum) frá laugardags- morgni til sunnudagsmorguns: Ársæll Sigurðsson GK 1000, Sæfari NK 750, Akurey SF 800, Glófaxi NK 650, Guðm. Þórðar- son RE 1350, Höfrungur II AK 1400, Náttfari ÞH 1100, Sunnu- tindur SU 1100, Þorbjörn II GK 1300, Víðir II GK 1100, Arnfirð: ingur RE 1100, Jörundur III RÉ 2300, Arnar RE 1250, Oddgeir ÞH 1500, Bergur VE 1400, Björgúlfur VE 1400, Björgúlfur EA 1450, Snæfell EA 1300, Vonin KE 1200, Sólfari AK 1150, Skírnir AK 1050, Ásbjörn RE 1100, Jörundur II RE 2200, Hrafn Sveinbj. III GK 1500, Halldór Jónsson SH 1100, Björg- vin EA 1500, Guðbjörg ÍS 1000, Vigri GK 1300, Gullfaxi NK 1350, Stjarnan RE 750, Hólmanes SU 1100, Gunnar SU 1300, Guðrún GK 1400, Guðbjörn ÓF 800, Þor- steinn RE 1800, Guðbjartur Krist- jáns ÍS 1200, Sigurvon RE 1800, Guðbjörg GK 1200, Dagfari ÞH 1500, Hannes Hafsteinn EA 1400, Rifsnes RE 1100, Loftur Bald- vinsson EA 1700, Eldborg GK 1400, Grótta RE 1400, Sigurður SI 750, Hafrún ÍS 800, Anna SI 1100, Einar Hálfdáns ÍS 650, Manni KE 800, Sigurbjörg SI 1500, Hilmir KE 900, Haraldur AK 1300, Ögri RE 1400, Bjarmi II EA 1500. Þessi síldveiðiskip tilkynntu eftirfarandi afla (i málum) til Dalatanga eða Raufarhafnar frá sunnudagsmorgni til mánudags- morguns: Bára SU 1500, Siglfirðingur SI 1400, Bergvík KE 600, Dofri BA 700, Pétur Sigurðsson RE 1250, Akraborg EA 1600, Pétur Jóns- son ÞH 670, Barði NK 1800, Bald- ur EA 650, Æskan SI 600, Lómur KE 1400, Ól. Magnússon EA 1700, Fróðaklettur GK 1200, Gylfi II EA 500, Reykjaborg RE 220, Bjartur NK 1400, Þórsnes SH 500, Hafrún NK 650, Eldey KE 1300, Runólfur SH 900, Héðinn ÞH 1000, Hamravík KE 1200, Sæúlf- ur BA 900, Sæhrímnir KE 1400, Guðrún Guðleifsd. ÍS 1450, Ósk- ar Halldórsson RE 1300, Mummi GK 500. Skipin að kasta í gærkvöldi ÞEGAR Mbl. hafði samband við síldarleitina á Dalatanga um kl. 23 í gærkvöldi, var ágætis veð- ur á síldarmiðunum, og allmörg skip að kasta. Síldin færist allt- af lengra norður og er stygg. Hún er nú um 230 mílur austur af landinu. Nokkur skip til- kynntu fullfermi, en langt er nú að sigla með aflann. almenning og er gamli skálinn í sumar alveg upptekinn fyrir veðuratihugunarmann. Fyrstu vikuna í júní fór rann- sóknarleiðangur á Vatnajökul undir forustu Sigurðar Þórarins- sonar og gerði venjulegar vor- mælingar við Grímsvötn, sem nú eru í svipaðri hæð og fýrir síð- asta hlaup, svo sem frá hefur verið skýrt. Fékk leiðangurinn þokur á jöklinum og kom niður á hvítasunnunni. Á meðan vann stór hópur smiða að byggingu nýja skálans í Tungnárbotnum. Á hvítasunnu lögðu svo tveir aðr ir hópar upp í rannsóknarferðir á vestanverðum Vatnajökli. 8 manna hópur undir forustu Magnúsar Hallgrímssonar, verk- fræðings endurtók sniðmælingu frá Pálsfjalli á Kerlingar frá 1959, til að finna hve jökullinn hefur þynnzt. Og Sigurjón Rist fór við annan mann á traktor ög settu upp snjómöstur og mæl- ingastengur með þeim hætti að láta heitt vatn bræða holur allt að 10 m dýpi. Var þá komið mik ið krap á jökulinn en bezta veð- ur. Komu þeir 1 bæinn nú um helgina. Góö hvalveiði AKRANESI, 14. júní. — Góð hvalveiði hefur verið að undan- förnu, og hafa nú alls borizt 69 hvalir í Hvalveiðistöðina í Hvalfirði, það sem af er þess- ari hvalavertíð. — Oddur menn í Jökulheimum í sumar, enda skálarnir ekki ætlaðir sem sæluhús. Kynna sér alúmínmál í | Noregi og Sviss FYRIR síðustu helgi fóru átta menn, tveir frá hverjum stjórn málaflokki, að tilstuðlan iðn- aðarmálaráðherra, til þess að kynna sér alúmínvinnslu í Noregi og Sviss. Áttmenningarnir eru nú í Noregi, þar sem þeir skoða alúmínverksmiðju. Síðan fara þeir til Sviss, þar sem þeir hitta Jóhann Hafstein, iðnaðar málaráðherra, og Jóhannes Nordal, seðlabankastjóra, og skoða ásamt þeim höfuðstöðv- ar Swiss Aluminium og alú- mínverksmiðju. í förinni eru þessir menn: Jónas Rafnar og Matthías Á. Mathiesen frá Sjálfstaeðis- flokknum, Ingvar Gíslason og Helgi Bergs frá Framsóknar- flokknum, Lúðvík Jósepsson og Björn Jónsson frá Alþýðu- bandalaginu, og Benedikt Gröndal og Eggert Þorsteins- son frá Alþýðuflokknum. Fréttir frá síidarverstöðvunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.