Morgunblaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 12
12 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 15. júní 1965 ALEXANDER JOHANNESSON KVADDUR Fyrrv. háskólarektor, prófess- or Alexander Jóhannesson lézt hinn 7. júní s.l., 76 ára að aldri. Með honum er genginn einn gagnmerkasti og svipmesti mað- ur sinnar samtíðar á landi hér, einn þeirra manna, sem íslenzk þjóð gervöll stendur í mikilli þakkarskuld við. Prófessor Alexander Jóhannes son, kenndi öllum mönnum leng- ur við Háskólann, og hann gegndi miklu lengur embætti rektors en nokkur annar. Saga hans og Háskólans eru marg- tengd og harla samslungin. Þeg- ar Háskólinn fagnaði hálfrar ald ar afmæli 1961, lét nærri, að próf. Alexander hefði verið rekt- ©r fjórðung af starfs- aldri skólans og kennari í full 43 ár. Hins er þó ekki síður að minnast, hve gagnger áhrif hann hafði á mótun skólans og fram- þróun. Er próf. Alexander tók við rektorsembætti í fyrsta skipti ár- ið 1932, urðu í raun réttri þátta- skil í sögu Háskólans. Hinn un.gi rektor markaði stefnu sína skýr lega og djarflega þegar í upp- hafi. Það er arnsúgur í ræðum hans frá þeim tíma, þar eldi af. nýjum degi. Merkið var sett hátt og orðum fylgdu athafnir. Á fyrsta rektorstímabili hans eða í kjölfar þess rak hver stórfram- kvæmdin aðra, bygging stúdenta garðsins eldra, stofnun atvinnu- deildar Háskólans og bygging húss fyrir hana, háskólabygg- ingin, stúdentagarðurinn nýi, íþróttahús og þjóðminjasafns- bygging. Var próf. Alexander formaður í byggingarnefndum flestra þessara bygginga og líf- ið og sálin í þessum framkvæmd um öllum. Síðar var hann for- maður byggingarnefndar kvik- mynda- og samkomuhúss Há- skólans og vann þar mikið verk. Auk þess kom mjög í hans hlut að hrinda í framkvæmd skipu- lagningu á háskólalóðinni eldri og lagfæringu hennar. í Öllum þessum störfum lagði hann sig allan fram og hlífði sér hvergi. Lagðist hér allt á eina sveif einstök atorka og athafnagleði, glöggskyggni á tiltækileg úrræði og hagsýni og lagni í störfum. Er ánægjulegt að minnast þess, hve örar byggingarframkvæmd- irnar voru í háskólahverfinu, þar sem fyrstu byggingunni var lok- ið 1934, en hinni síðustu 1952 og lóðinni komið í gott horf þegar árið 1952. Átti próf. Alexander raunar góðan hlut að því að tryggja Háskólanum lóð- arsvæði það, er Reykja- ▼íkurbær afhenti honum 1936, þótt þar nyti einnig at- beina margra annarra góðra manna. Þegar próf. Alexander mark- aði framtíðarstefnu Háskólans í upphafi rektorsferils síns, var honum vel Ijóst, að áformum um nýjar byggingar í þágu skól- an yrði seint hrundið í fram- kvæmd, nema skólanum yrði tryggður sérstakur tekjustofn til byggingarframkvæmda. Var hann forvígismaður af hendi há- skólamanna um að freista þess að fá leyfi til að reka happdrætti í þarfir byggingarframkvæmda skólans, en ýmsir alþingismenn eýndu því máli mikinn skilning og studdu það drengilega, og ber þar ekki sízt að minnast at- fylgis Jónasar Jónssonar. Hefir happdrættið staðið straum af öllurn byggingum Háskólans, þegar frá eru skildar þær bygg- ingar, sem nú er starfað að. Sat próf. Alexander í stjórn happ- drættisins frá upphafi og lét sér ávallt annt um gengi þess í hví- vetna. Þá sat hann einnig í stjórn kvikmyndahúss Háskól- ans um langan aldur og studdi það með ráðum og dáð. Próf. Alexander stuðlaði ekki eingöngu að því að auka húsa- kost Háskólans. Hann átti og mikinn hlut að því að auka starfssvið skólans. f rektorstíð hans hófst kennsla í verkfræði, viðskiptafræðikennsla tengdist Háskólanum, og kennsla til B.A. prófa hófst. Þá var hann meðal upphafsmanna að því, að hafizt var handa um samningu íslenzkr ar orðabókar, og var hann for- maður orðabókarnefndar til dánardægurs. Var það starf allt honum hugfólgið. Mikil og marvísleg fræðirit og önnur ritverk liggja eftir próf Alexander, og munu aðrir víkja að þeim þætti í ævistarfi hans hér í blaðinu. Skömmu fyrir andlát hans kom út ljóðakver með þýðingum hans á íslenzkum Ijóðum á þýzka tungu. Fengum við vinir hans margir bók hans með kveðju hans örfáum dögum áður en hann kvaddi þennan heim. Er þessi hinzta kveðja okkur öllum harla kær. Er aðdáunar- vert og næsta ótrúlegt, hve geysi miklu próf. Alexander kom í verk í fræðistörfum, þegar þess er gætt, hve tímafrek og erfið störf hans voru í stjórnsýslu Há- skólans og að öðrum þjóðfélags- legum verkefnum. En hér bar það til, að hann var einstakur atorku- og eljumaður, er aldrei sat auðum höndum og reglu- samur og hófsamur, svo að til fyrirmyndar var. í honum tengd- ust með fágætum hætti eldmóð- ur hugsjóna og orka til fram- kvæmda og framfara. Bjartsýni var ríkur þáttur í skaphöfn hans, en allt kjarkleysi og hugarvíl var honum fjarri skapi. Bjart- sýni hans og eldmóður voru jafn framt með þeim hætti, að hann hreif menn með sér og kvað nið- ur þá, sem hikandi voru eða nei- kvæðir. Þrek hans og þróttur, óséhhlífni og lagni átti vissulega mikinn þátt í því, hve ótrúlega miklar framkvæmdir var ráðizt í rektorstíð hans eða fyrir for- ystu hans að öðru leyti. Hlutur hans að eflingu Háskólans verð- ur seint ofmetinn, og vandséð er, hvar væri komið þróun stofnun- arinnar, ef hans hefði ekki not- ið. Þetta hefir Háskólinn og við- urkennt í verki. Árið 1961 var prófessor Alexander sæmdur doktorsnáfnbót í lögfræði fyrir einstaka hæfileika til stjórnsýslu og fádæma atorku við stjórnar- málefni Háskólans Þekki ég ekkert dæmi þess frá Norður- landaháskólum, að slík sæmd hafi fallið í hlut háskólarektors. Mat próf. Alexander mikils þessa verðskulduðu sæmd, og verður það lengi í minnum, hve einlæglega gestir á háskólahátíð fögnuðu honum, er hann veitti viðtöku doktorsbréfi sínu. Hér hefir verið rætt stuttlega um nokkur störf próf. Alexand- ers við Háskólann, en auk þess starfaði hann að ýmsum öðrum málum af fádæma áhuga og dugnaði. Svo merk og mikil sem störf hans voru er hitt þó meira, hver einstakur drengskapar- og mannkostamaður hann var. Bet- ur gerðum manni hefi ég ekki kynnzt. Hann var heill og hrein- skiptinn, opinskár og djarfmælt- ur, og allt baktjaldamakk, nagg og níð var honum víðsfjarri. Y-f- ir svip hans hvíldi heiðríkja, sem táknræn var um hinn innri mann og raunar um ævi hans og starf. Hann var maður góð- vildar og samúðar, með bjartri lífstrú og einlægri trú á al- máttkri forsjón. Hann var mað- ur vandur að virðingu sinni, maður „integer vitae“ í líferni sínu öllu. í allri framkomu var hann höfðinglegur og háttvís, að- sópsmikill og sköruglegur. Var auðséð, að þar sem hann var fór fjörmaður og atorkumaður, en jafnframt prúðmenni og Ijúf menni. Hann var óvenjulega heil steyptur persónuleiki, sem gekk heilshugar að hverju verk-i, en allt hik og hálfvelgja var and- stætt skapferli hans. Hann skildi manna bezt unga menn og við- horf þeirra og hvatti þá jafnan til dáða, en dró hvergi úr. Var rektor vinsæll mjög af stúdent- um, bæði nemendum sínum og öðrum. Áttu þeir í honum vin og leiðsögumann, sem gott var að leita til. Yfir minningu prófessors Alex anders Jóhannessonar verður á- vallt bjart og heiðskírt. Er það mikið lífslán að hafa eignazt vin- áttu og notið hollráða þessa mikla drengskaparmanns. Hans verður alla stund minnzt í sögu Háskóla íslands sem eins helzta velgerðarmanns þeirrar stofnun- ar — sem þess manns, er hóf Háskólann úr örbirgð til bjarg- álna. Kennarar Háskóla íslands og aðrir starfsmenn blessa í dag þakklátum huga minningu hins mikilsmetna og mikilvirka rekt- ors — þess . manns, sem öðrum fremur hefur mótað Háskólann sem stofnun, þess manns, sem vígði líf sitt og starf alhugað Háskólanum, þess manns, sem öllum mönnum fremur var við- búinn að vinna Háskólanum allt það, sem hann mátti, án tillits til endurgjalds eða þakklætis. íslenzk þjóð á á bak að sjá ein- um bezta sona sinna. Kennarar Háskólans og aðrir starfsmenn senda í da.g ekkju próf. Alexanders, frú Hebu Geirsdóttur, og öðrum vanda- mönnum einlægar samúðarkveðj ur. Ármann Snævarr t NÚ er skarð fyrir skildi í Há- skólanum. Alexander Jóhannes- son er fallinn frá. Ekki svo að skilja, að hann hafi ekki látið þar af störfum, meira að segja fyrir sjö árum, það var þegar hann fór yfir aldursmörkin, og hann hafði þegar í lok starfstíma síns orðið fyrir því áfalli í -miðri kennslustund, sem hann náði sér aldrei eftir. En hann kom í Há- skólann nærri daglega þangað til svo sem tíu dögum fyrir and- lát sitt. Svo rótgróinn var hann í þeirri stofnun. En þeir, sem þekktu hann lengi, munu þó löngum sjá hann eins og hann var áður, rektor Háskólans árum saman, aftur og aftur, fram- kvæmdamann, sem alltaf hafði eitthvað nýtt á prjónunum og aldrei virtist þreytast. Farsælan og myndugan stjórnanda síns skóla, starfsaman og hugmynda- ríkan, fágætan drengskapar- mann. Annars staðar í þessu blaði mun getið náar um ævi hans og vísindastörf, og verður ekki að því vikið hér á eftir, nema það varði efni þessarar greinar. Alexander Jóhannesson var fæddur 1888 og hafði því fengið mótun sína áður en fyrri heim- styrjöldin skall á; sá tími hafði eflt hann að bjartsýni og trú á framíarir. Hann var kominn af embættismönnum I báðar ættir og hafði það einnig átt þátt í mótun hans: hann var höfðinglegur og fágaður í framkomu. Hann var og greinilega borgarbúi í hug og hátterni. Nám sitt, í Menntaskól- anum, í Danmörku og Þýzka- landi, hefur hann, ef að líkum lætur, sótt af kappi; hvarf hann brátt að þýzku og germönskum fræðum. Hann kom til íslands aftur 1915 með meistarapróf frá Hafnarháskóla og doktorspróf frá háskólanum í Halle. Ritgerð sína hafði hann skrifað um „Meyna frá Orleans", sorgarleik Schillers, og þýddi hann það skáldrit litlu síðar. Það var ekki gaman að koma til Háskóla ís- lands á frumbýlingsárum hans til að verða þar einkakennari og ekki dælt þá og lengi síðan að lifa hér sem „Privatgelehrter". Ekki veit ég, hvenær hann fékk íyrst styrk' tíl kennslunnar, en dósent varð hann ekki fyrr en 1925. Á fyrstu árum sínum eftir heimkomuna gaf hann út smá- kver með íslenzkum þýðingum kvæða eftir Schiller, Goethe og Heine, sem Guðmundur Gamalí- elsson kostaði, það þótti mér á þeim tíma sælgæti. Málfræðirit hans hófust með Frumnrrænni málfræði 1920, og rak síðan hvert ritið annað, og voru mörg þeirra í tengslum við kennslu hans; sú hríð stóð til 1932. En jafnframt freistuðu hans annars kyns á- hugaefni:" Hann tekur mikinn þátt í félagslífi. Sjá má auk þess að á árunum 1922—31 er hann í stjórn hlutafélagsins Sleipnis, og hann á þátt í stofnun Flugfélags íslands hins eldra, og er fram- kvæmdarstjóri þess 1928—31, eða meðan það var uppi. Á þeim tíma, 1930—34, er hann og í ráði hins nýstofnaða útvarps. Hér kom og það til greina sem síðar, þegar hann var formaður þjóð- hátíðarnefndar 1944: hann hafði gaman af að koma við sögu. Ber hér allt að sama brunni um á- huga hans á framkvæmdum og nýjungum. Árið 1930 verður hann loks prófessor, og nú er hann vel búinn til síns aðalverks, stjórnar Háskólans um langt skeið, og án efa orðinn óþolin- móður að mega leggja þar hönd á plóginn. Það skiptir heldur eng- um togum, að árið 1932 verður hann rektor, og hófst nú nýtt skeið í starfsferli hans. Það var enn markað nýjum vonum að því leyti, að hann gekk 1934 að eiga Hebu Geirsdóttur vígslubiskups Sæmundssonar, menntaða konu og söngelska, svo sem hún átti ætt til, og lifir hún mann sinn, sem hún unni og virti. Nú víkur sögunni að störfum prófessors Alexanders á þessum árum. Eftir að hann hafði verið kosinn rektor í fyrsta sinn, end- urtók það sig aftur og aítur; og þegar hann lét af því starfi síð- ast, 1954, hafði hann verið rektor í 12 ár. Árið 1943 hófst annar þáttur,- inn í vísindastörfum hans með bókinni: „Um frumtungu Indó- germana og frumheimkynni“, og síðan hneigjast vísindastörf hans að vandamálinu um uppruna mannlegs máls og að samningu etýmólógiskrar orðabókar ís- lenzkrar tungu (um þetta má vísa til greinar í Skírni 1964 eftir hann). Það þarf ekki að taka fram, að hann hafði mikil sam- bönd við umheiminn, ferðaðist töluvert, kenndi eitt missiri við háskólann í Utrecht á Hollandi, flutti fyrirlestra á vísindamótum, flutti fyrirlestra við erlenda há- skóla, og munu aðeins fáir kenn- arar við Háskóla íslands hafa flutt fyrirlestra við fleiri háskóla eða orðið honum víðförulli. Hann sýndi og enn tryggð sína við fagrar bókmenntir, þýddi t.d. fyr- ir nokkrum árum „Maríu Stúart“ eftir Schiller og gaf nú alveg ný- lega út þýðingar íslenzkra kvæða á þýzku. Þessa upptalningu mætti auðveldlega hafa miklu lengrL En að öðru leyti fór langmest af starfsorku prófessors Alexand- ers í vinnu að eflingu Háskólans. Á þessum árum hafði Háskólinn bækistöð sína á neðri hæð Alþingishússins og bjó við mikil þrengsli, eins og hver maður get- ur séð í hendi sinni. Nú er Há- skólinn mikið og veglegt hús, svo sem höfðingi með önnur hús allt í kring á stóru svæði. Að vísu dettur engum í hug, að það sé eins manns verk, margir eiga þar þátt í, einkum kennarar Háskól- ans, stjórnmálamenn, Reykjavík- urborg. í sögu Háskólans þrengir prófessor Guðni Jónsson enn hóp inn, neínir framar öðrum þrjá menn: Alexander Jóhannesson, Jónas Jónsson og Knud Zimsen. Þá möguleika, sem kringumstæð- urnar veita, notar prófessor Alex- ander af mikilli fimi og dugnaðL Upptalning gefur nokkra vitn- eskju, hvað gerist: Honum auðn- ast að fá stuðning stjórnmála- manna til setningar happdrættis, og stjórnar hann því lengi síðan. Hann var formaður byggingar- nefndar Háskólans, stúdenta- garðsins nýja, atvinnudeildar Há- skólans, þjóðminjasafnsbygging- ar og samkomuhúss Háskólans. Enn fremur var hann í bygging- arnefnd íþróttahúss Háskólans. Hann átti og mikinn þátt í rekstri kvikmyndahúss, sem drjúgan skilding veitti. Innan veggja Há- skólans átti hann þátt í stofnun Verkfræðideildar og Viðskipta- deildar, svo og upphaflegri skipu- lagningu BA-kennslu. Hann er einn af stofnendum hinnar vís- indalegu orðabókar Háskólans og formaður stjórnar hennar, for- maður nýyrðanefndar og fleira og fleira, sem hér verður látið hjá líða að telja upp. Allt þetta merkir erfiði, um- stang, hugkvæmni, lausn vanda- mála, viðsjá við árekstrum. Og hér var prófessor Alexander rétti maðurinn. Þörfin var öllum ljós, en hann var furðulega næmur á úrræði. Það var gaman að koma til hans, þar var alltaf eitthvað á seyði. Nokkur vandamál, stór eða smá, kröfðust úrræða, og úr- ræðin voru svo sem á sveimi inni í herberginu. Kringumstæðurnar réðu, hver valin væru. Prófessor Alexander var frumlegur og djarfur í ráðum, stórhuga og bjartsýnn á það, að vel tækist, þó að öðrum þætti stundum nóg um, en flest af þessu tókst honum þð farsællega, enda mun reynslan hafa kennt honum nokkuð snemma list eina, „die Kunst des möglichen". Og brátt fékk pró- fessor Alexander mikla þekkingu á framkvæmdum og fjánnálum. Hann var hljóðglöggur á skoð- anir annarra, meðan hann hafði ekki ráðið við sig, hvað til bragðs skyldi taka, og bar þá mál undir ýmsa menn, en eftir að hann haíði valið þann kost, sem hon- um þótti líklegastur, fylgdi hann því fram. Var hann mjög laginn að fá menn á sitt mál. Ráðagerð hans eða stórhugur eða myndug- leiki hafði áhrif á aðra. Og af þvi að hann hugsaði meira um niður- stöðu máls en málsvafninga, stóð hann stundum alveg óvænt með pálmann í höndunum. Kunn er saga um einn fund; hann hélt fram úrræði, sem allir aðrir voru mótfallnir. Nú mæltu menn á móti einn af öðrum, allt var það neikvætt. Við þessa tjáningu rann móðurinn af mönnum, og þeir höfðu raunar ekki bent á neina úrlausn. Þá mælti Alex- ander: „Jæja, þetta er þá sam- þykkt!“ Og svo var. Ef mótstaða var hörð og ekki gátu sættir tekizt, hélt prófessor Alexander fast á sínu máli, og þó jafnan af drengskap; urðu þá at- kvæði að ráða. Hann stóð eða féll með tillögu sinni. Aldrei datt honum í hug, að hægt væri að íinna ráð, sem öllum líkaðL Þessi einurð hans og þrek jók honum virðingu. Prófessor Alexander var mjög fljóthuga, og hefði hann ekki ella afrekað svo miklu sem hann gerði. Stundum brosti hann að, ef mönnum þótti stuttur tími til framkvæmdar, og gat þá játað, að hinn skammi tími, sem hann hafði tiltekið, væri frekar hvöt en skipun í alvöru. Vissi hann líka vel, hve margt vill verða til trafala og tafar í öllum fram- kvæmdum og ekki er verra, að menn séu vel vakandi. Prófessor Alexander hafði gam an af að fá skáld til að yrkja kvæði fyrir ýmis merkileg tæki- færi, líkt og Forn-Grikkir tíðk- uðu. Eitt sinn hafði hann beðið ágætt skáld að yrkja kvæði, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.