Morgunblaðið - 15.06.1965, Side 16
16
MORGUNBLADID
Þriðjudagur 15. júní 1965
Útgefandi:
Framkvæmdas t j óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
RANNSÓKNIR Á
SKÓLAKERFINU
“Heimkoma" Pinters hlýtur
misjafna dóma í London
Iminn heldur því fram í
forystugrein sl, sunnudag,
að ríkisstjórnin sofi á verðin-
um í sambandi við nauðsyn-
legar endurbætur á skóla-
kerfinu. Grein þessi er full af
ósannindum og rangfærslum
eins og við var að búast í því
blaði. Sannleikur málsins er
nefnilega sá, að nú fara fram
' á vegum ríkisstjórnarinnar og
æðri menntastofnana mjög
ítarlegar athuganir og rann-
sóknir á menntamálunum og
einstökum þáttum þeirra.
Ein mikilvægasta starfsem-
in, sem nú fer fram í þessum
efnum er vafalaust sú, er
Efnahagsstofnunin hefur með
höndum, en þar er unnið að
gerð framtíðaráætlui\ar um
nemendafjölgun, kennara-
þörf og þörf skólahúsnæðis
fyrir næsta áratug eða svo.
Áætlunargerð þessi er unn-
in í samráði við Efnahagssam-
vinnustofnun Evrópu og á
svipuðum grundvelli og gert
hefur verið í Evrópulöndum.
En það er nú ríkjandi skoðun
í þessum löndum að líta beri
' á menntun, sem afgerandi
þátt í hagvexti.
Sú áætlun, sem Efnahags-
stofnunin vinnur nú að, mun
skapa grundvöll skynsam-
legra aðgerða ríkisvaldsins í
menntamálunum, á henni
verða byggðar áætlanir um
fjármagnsþörf til skólabygg-
inga í hinum ýmsu landshlut-
um á næstu árum og einnig
ráðstafanir til þess að tryggja
nægilegt framboð vel mennt-
aðra kennara.
Hér hefur verið farið inn á
algerlega nýjar brautir í
menntamálunum, sem vissu-
lega standast ströngustu kröf-
ur hins nýja tíma og er hér
um að ræða mikilvægt og lofs
vert framtak af hálfu ríkis-
stjórnarinnar.
GRÖSKA í STARFI
HÁSKÓLANS
k ð því er látið liggja í fyrr-
**■ nefndri forystugrein Tím-
ans, að ríkisstjórnin hafi ekki
. hlynnt að Háskóla íslands
sem skyldi. Ekkert er fjarri
sanni.
Síðustu árin hefur verið
fjölgað prófessoraembættum í
þremur deildum háskólans,
viðskiptadeild'læknadeild og
heimspekideild. í haust mun
koma til framkvæmda algjör
nýskipan kennslunnar í heim-
spekideild og sú deild fullkom
lega endurskipulögð. Unnið
hefur verið að heildaráætlun
um væntanlega fjölgun nem-
enda í háskólanum og hver
fjölgun sé nauðsynleg á kenn-
araliði skólans af þeim sök-
um. Ennfremur er ráð fyrir
pví gert, að teknar verði upp
ýmsar nýjar námsgreinar í
háskólanum og þá ekki sízt á
sviði raunvísinda.
Aðbúnaður að stúdentum
hefur verið bættur til muna
með nýjum lesstofum og
námslán til háskólastúdenta
stóraukin. Unnið er að því að
bæta aðstöðu stúdenta til fé-
lagslífs, með byggingu Fé-
lagsheimilis háskólastúdenta.
Reiknistofnun háskólans tók
til starfa um síðustu áramót
og hefur rafeindaheili sá, er
hún hefur til umráða, þegar
komið að ómetanlegum not-
um við ýmis konar vísinda-
starfsemi. — Framkvæmdir
standa yfir við nýbyggingu
Raunvísindastofnunar háskól
ans og ennfremur er í undir-
búningi sameiginleg bygging
háskólans og Handritastofn-
unarinnar.
Um það munu háskólans
menn, bæði nemendur og
kennarar vera sammála, að á
síðustu árum hefur einstök
gróska verið í starfi háskól-
ans, bæði á kennslusviðinu og
einnig á sviði vísinda- og
rannsóknarstarfsemi, sem
fram fer á vegum háskólans.
Góð verk má alltaf bæta og
auðvitað verður stöðugt og sí-
fellt að vinna að eflingu Há-
skóla Íslands, taka þar upp
nýjar námsgreinar og nýjar
kennsluaðferðir, veita nýjum
mennta- og menningarstraum
um inn í hann í ríkara
mæli, en því verður ekki með
rökum andmælt, að ríkis-
stjórnin hefur unnið af dugn-
aði og umhyggju að velferð
Háskóla íslands.
UNNIÐ AÐ
ÚRBÓTUM
Á öðrum sviðum skólamál-
-‘* anna er einnig unnið að
breytingum og endurskipu-
lagningu. Sérstök nefnd er
starfandi, sem vinnur að end-
urskoðun menntaskólanáms-
ins og eiga m.a. sæti í henni
rektorar menntaskólanna
þriggja. Á vegum þessarar
nefndar eru starfandi undir-
nefndir, sem kanna tengsl
menntaskólanna við háskól-
ann annars vegar og gagn-
fræðaskólanna hins vegar.
Hið nýja leikrit Harold Pint-
ers, „Heimkoman“, sem frum-
sýnt var í Aldwych Theatre 3.
júní s.l. hefur vakið mikið um-
tal og dómar manna um það
reynzt æði misjafnir. Söguþráð-
urinn er líka talsvert undarlegur
og setur marga út af laginu, en
hann er eitthvað á þessa leið:
Söguhetjan, Teddy, er kennari
við bandarísikan háskóla, fædd-
ur Cockney og alinn upp við fá-
tækt, hörku og jafnvel misind-
isverk ef svo ber undir, en hef-
ur brotizt áfram af eigin ramm-
leik. Eftir sex ára útivist kemur
hann í heimsókn til fjölksyld-
unnar og hefur með sér konu
sína, Ruth, sem eftir öllum sól-
armerkjum að dæma er alveg
eins og eiginkonur háskólakenn-
ara ættu helzt að vera
En annan dag heimsóknarinn-
ar fara þeir á fjörurnar við hana
yngri bræður Teddys, Lenny,
sem lifir á afrakstri vændis-
kvenna og hnefaleikamaðurinn
misheppnaði, Joey. Teddy lætur
það átölulaust, horfir aðeins á
Á grundvelli niðurstöðu
þessara athugana verða svo
væntanlega byggðar breyt-
ingar á kennslu og skipan
þessara skólastiga.
Minna má á í þessu sam-
bandi, að á síðasta Alþingi
var ákveðið að settir skyldu
á stofn þrír nýir menntaskól-
ar í landinu, einn á ísafirði,
annar á Austurlandi og hinn
þriðji hér í Reykjavík. —
Menntaskólarnir á Vestfjörð-
um og Austurlandi munu
valda gjörbreytingu á mögu-
leikum unga fólksins í þess-
um byggðarlögum til fram-
haldsmenntunar.
Ríkið hefur tekið að sér
að startda straum af stofn-
kostnaði og reksturskostnaði
héraðsskólanna, en áður
urðu sýslufélögin að leggja
fram ákveðinn hluta þess
kostnaðar og áttu í miklum
erfiðleikum með að standa
undir því. Vegna þessara
breytinga standa nú yfir stór-
framkvæmdir við suma hér-
aðsskólana.
Loks má nefná að Tækni-
skóli íslands hefur tekið til
starfa og Handíða- og mynd-
listarskólinn hefur verið tek-
inn inn í skólakerfi ríkisins.
Af þessu má glögglega sjá
að fullyrðingar Tímans um,
að ríkisstjórnin hafi sofið á
verðinum í sambandi við
skólamálin hafa við engin rök
að styðjast.
Víðtækar aðgerðir hafa
þegar farið fram til þess að
bæta# menntunaraðstöðu unga
fólksins og ítarlegar rann-
sóknir og athuganii fara nú
fram á skólakerfinu.
Harold Pinter
það sem fram fer með algeru
hlutleysL Síðan setjast þeir á
rökstóla, yngri bræðurnir tveir
og faðir þeirra, .gamall grimmd-
arseggur og ákveða að taka
Ruth í hóp kvennanna sem
Lenny lifir á, fá henni íbúð til
starfans og svo geti þeir skipzt
á um hana þegar hún eigi frí.
Þegar búið er að ganga frá
öllum smáatriðum í sambandi
við málið heldur Teddy aftur
vestur til háskólans og starfa
í því sambandi er sérstök
ástæða til þess að vekja at-
hygli á tillögum, sem ungir
Sjálfstæðismenn hafa komið
fram með um stofnun sér-
stakrar Rannsóknarstofnunar
fræðslumála, sem vinni stöð-
ugt að rannsóknum og könn-
un á þessum málum.
í þjóðfélagi nútímans eru
mentamálin þýðingarmikill
Bonn, 12 .júní (AP).
Tveggja daga viðræðum
þeirra de Gaulles, Frakklands
forseta, og Ludwig Erhards
kanzlara Vestur Þýzkalands,
lauk í Bonn í dag. Að við-
raeðunum loknum var skýrt
frá því að leiðtogarnir hafi
verið sammála um að leggja
til að boðaður yrði leiðtoga-
fundur ríkja Efnahagsbanda-
lags Evrópu á þessu ári til að
ræða nánari stjórnmálaein-
ingu ríkjanna.
Ef úr fundinum á að verða
þarf samiþykki hinna fjögurra
ríkjanna, sem eru í Efnahags-
bandalaginu, þ.e. ítalíu, Hollands
,8elgíu og Luxembourg. Nokkur
ágreiningur er meðal rkjanna
varðandi það hvers konar stjórn
málaeining kemur til greina. Er-
hard hefur lengi barizt fyrir
því að haldin yrði ráðstefna
leiðtoga ríkja Efnajhagsibanda-
sinna eins og ekkert hefði í skor-
izt.
Pinter segir enga ó.kennilega
skýringu liggja að baki sögu
sinni og það sem fram fari á
sviðinu eigi ekkert skylt viS
þjóðfélagsádeilu eða heimspeki-
legar vangaveltur. En víst er um
það, að hversu ósennilegt og
óskemmtilegt mönnum kann að
virðast það sem þar á sér stað, er
leikrit Pinters mjög áhrifaríkt
og fangandi. Leikendur eru úr
Royal Shakespeare Company, og
Þykja gera hlutverkum sínum
afar góð skil. Aðalhlutverkin eru
í höndum Ian Holm, Paul Rog-
ers og Michael Bryant.
Neikvæðastur blaðadómur um
leikxitið var sá er Herbert Kretz
ner ritaði í Daily Express, en
þar segir hann að leikritið sé
„einstaklega ógeðfellt“, það sé
móðgun við mannkynið allt og
hann trúi ekki einu orði í því.
Gagnrýnendur Daily Mail og
The Times voru mildari í máli og
töldu báðir fyrsta þáttinn Pint-
er samboðinn en sáu fátt hrós-
vert við lokaatriði leikritsins.
þáttur í framfarasókn þjóð-
anna, þau eru undirstaða
bættra lífskjara, lykillinn að
beitingu nýrrar tækni í þágu
atvinnuveganna.
Þetta hefur ríkisstjórn
Bjarna Benediktssonar glögg
lega skilið og er starf hennar
og fyrirætlanir á sviði
menntamála skýr sönnun
þess.
lagsins, en ekki fyrr en nú feng-
ið hljómgrunn hjá de Gaulle.
Þeir Erhard og de Gaulle rædd
ust við í hálfa aðra klukkustund
í morgun ,en að þeim viðræðum
loknum fór de Gaulle á fund
Konrads Adenauers, fyrrum
kanzlara. Sagði Adenauer við
fréttamenn að hann væri mjög
ánægður með árangurinn af við-
ræðunum, en lét ekki uppi um
hvað þær hafi snúizt. Viðræðum
ar fóru fram í þingihúsinu í Borm
og var hópur manna saman kom-
inn við húsið þegar de Gaulle og
Adenauer komu út að viræðun-
um loknum. Hyllti mannfjöld-
inn leiðtogana, og var de Gaulla
ákaft fagnað er hann gekk upi
og heilsaði mönnum með handá-
bandi. Annars hefur mikillar v^ir
úðar verið gætt í sambandi við
heimsóknina, og lögregluvörður
verið hafður um forsetann dag
og riótt. Og í morgun, þegar
de Gaulle fór til lokafundarin*
með Erhard, var öll umferð
bönnuð um göturnar frá bústað
forsetans að fundarstað.
Vilja leiðtoga-
fund EBE-ríkjanna
Viðræðum de Gaulle og Erhards