Morgunblaðið - 15.06.1965, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. júní 1965
\
Hallkell markvörður Fram í návígi við Bergsvein innherja Vals.
Valur hafði heppnina
með sér og vann Fram 2:1
VAI.SMENN hafa enn aukið á
forskot sitt í 1. deildarkeppninni
í knattspymu. Á sunnudags-
kvöldið unnu þeir Fram með
2—1 og hafa þá fengið 7 stig í
mótinu — aðeins tapað einu stigi
í 4 leikjum. Úrslit leiksins milli
Vals og Fram 2—1 gefa ekki rétta
mynd aí gangi ieiksins, því
sannarleiga geta Valsmenn lofað
gæfuna fyrir að fara með bæði
stigin frá leiknum. Eftir tæki-
færunum að dæma hefði jafn-
tefli verið réttlátara og hefði
annað liðið átt að sigra stóð
Fram nær sigrinum en Valur.
Enn sem fyrr munaði mestu
um frammistöðu Sigurðar Dags-
sonar í marki Vals — og á hann
mestan þáttinn í sigrinum. Varði
hann stórvel á stundum einkum
er leið á leikinn, en þá sótti
Fram mjög að marki Vals.
Fram tók forystu í leiknum um
miðbik fyrri hálfleiks. Hreinn
Elliðason hinn ungi en mjög
efnilegi miðherji Fram, sem nú
er „markakóngur'* í 1. deild,
skoraði markið mjög laglega
eftir góða sendingu frá Baldri
Scheving á hægri kanti.
Valsmenn náðu að jafna leik-
inn innan 10 mínútna og var
Bergsveinn v. innherji þar að
verki. Komst hann í sendingu
bakvarðar til markvarðar og var
ekki að sökum að spyrja.
Eins og fyrr segir lá mjög á
Valsliðinu í síðari hálfleiknum.
Dundu skot — sum mjög góð —
á Valsmarkinu, en Sigurður
markvörður var alltaf á réttum
stað með sín áigætu grip og ör-
uggu stöðu.
Eina mark hálfleiksins skoruðu
þó Valsmenn. Var það sannar-
lega heppnismark. Ámi Njáls-
son bakvörður sendi langa send-
ingu fram völlinn og Ingvar
Elísson fylgdi eftir og tókst að
skora úrslitamark leiksins.
Hreinn Elliðason miðherji
Fram er skemmtilegur leikmað-
ur og fremstur þar í flokki.
Verður gaman að fylgjast með
honum í náinni framtíð. Hjá Val
var nú beztur sem fyrr Reynir
Jónsson h. útherji — og hefur
þeigar áunnið sér rétt til lands-
liðsstöðu.
Unnti í Keflavík 1:0
HÆFIEEIKINN tö að skora
mark er horfinn íslandsmcistur-
unum frá Keflavík. Akureyring-
ar heimsóttu þá á sunnudaginn
og sóttu tvö dýrmæt stig í fang
þeirra. Hafa nú Keflvíkingar
leikið fjóra leiki og í þeim aðeins
skorað 3 mörk. Ekkert lið I 1.
deild er eins markasnautt á töfl-
unni og sannarlega er þetta alvar
legt íhugunarefni fyrir Keflvík-
inga — því án marka vinnst eng-
inn leikur.
Akúreyringar unnu leikinn á
sunnudaginn með 1—0. Var Akur
eyrarliðið allan tímann betra lið
ið á vellinum og verðskuldaði
sigurinn. Hefði um önnur úrslit
átt að vera að ræða hefði sigur
Akureyringa átt að verða stærri
en raun varð á.
Akureyringar léku skemmti-
lega knattspyrnu og gáfu leikn-
um lit, en Keflvíkingar voru afar
mistækir er þeir nálguðust mark
mótherja sinna. Kom þarna enn
fram sami gallinn og í fyrri
leikjum liðsins.
Eina mark leiksins var skorað
um miðbik fyrri hálfleiks. Val-
steinn v. útherji Akureyrar hljóp
inn í sendingu sem Högni Gunn-
laugsson miðvörður Keflavíkur
ætlaði Kjartani markverði. Önn-
ur og betri færi áttu Akureyr-
ingar en fengu ekki nýtt, en sem
fyrr segir var sigur fyllilega verð
skuldaður eftir gangi leiksins. .
Það er einhver undarlegur og
lítt skiljanlegur drungi yfir Kefla
víkuriiðinu um þessar mundir.
Sennilega tekur það ein'hvem
tíma fyrir liðið að komast yfir
Iþetta tímabil — en á meðan er
möguleikinn á að halda íslands-
meistaratitlinum að renna út 1
sandinn. 3 stig úr 4 leikjum er
heldur lítil uppskera og þegar
ofan á bætist lélegt markahlut.
fall — og engin geta til að skora,
versnar ástandið enn.
Beztu menn Keflavíkur Voru
varnarleikmennirnir og áttu þó
engan glæsidag. Hjá Akureyring
um var Skúli Ágústsson örugg-
astur og Steingrímur Björnsson
miðherji átti ágætan leik.
STAÐAN
11. DEILD
1. deild:
Keflavik O — Akureyri 1
Valur 2 — Fram 1.
ÍA3-KR2.
Staðan:
Valur 4 3 10 10—5 7
Akureyri 4 2 11 7—7 5
K.R. 4 12 1 7—7 4
Í.A. 4 112 8—9 3
Keflavik 4 112 3—5 3
Fram 4 1 0 3 6—8 2
Hrafnhildur varð fimmfald-
ur íslandsmeistari í sundi
Hrafnhfldur Kristjánsd. Á 1:08,5 mín.
Matthfldur G-uðmundsd. Á. 1:13,0 min.
Guðfinna Svavansd. Á 1:14,4 min.
100 m. baksund karla:
Guðmundur Gislason ÍR 1ÆQ,9 mín.
L>avíð Valgarðsson IBK 1:10,3 mdn. \
Tryggvi Tryggvaoon Vestra 1:23,5 mia.
200 m. bringusund karla:
Árni Þ. Kristjánsson SH 2:42,6 mín.
Fylkir Ágústsson Vestra 2:44,6 mán.
Gestur Jónsson SH 2:49,8 mán.
Reynir Guðmundsson Á 2:52,8 min.
Akureyringar unnu
islandsmeistarana
Tvö Isl. met sett á Sund-
meistaramótinu
StaÖan í
2. DEILD
UM HEDGINA fóru fram leik-
ir í 2. deild Að vísu var einn
leikurinn ekki leikinn, þar sem
eitt liðið mætti ekki til leiks.
Á Siglufirði léku Þróttur og
K. S. og varð jafntefli 4:4.
í Vestmannaeyjum léku F.H.
og Í.B.V.. — F.H. sigraði 1:0.
Á ísafirði léku Í.B.Í og Víking
«r. — Í.B.Í. sigraði 51:.
í Kópavogi áttu að leika Hauk
mr úr Hafnarfirði og Skarphéðinn
en Skarphéðinn mætti ekki til
leiks og fengu Haukar því bæði
•tigin keppnislaust.
Staðan í annarri deild er þessi:
A rlðill:
Þróttur 3 2-1-0 20:5 5 st.
Siglufj. 2 1-1-0 7:4 3 st.
Haukar 2 1-0-1 1:3 2 st.
Reynir 1 0-0-1 0:3 0 st.
Skarph. 2 0-0-2 0:12 0 st.
B riðill:
F.H. 2 2-0-0 9:0 4 st.
Í.B.Í. 2 1-0-1 9:7 2 st.
Í.B.V. 2 1-0-1 6:5 2 st.
Breiðabl. 2 1-0-1 3:9 2 st.
Víkingur 2 0-0-2 2:8 0 st.
Næstu leikir í 2. deild:
í kvöld, þriðjudag, í Hafnar-
firði kl. 20:30 F.H. — Víkingur.
Melavöllur, föstudaginn 18. júní
Þróttur — Keynir kl. 20:30.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
ÍR varð fimmfaldur íslands-
meistari á Sundmeistaramátinu
sem háð var um helgina. Sigr-
aði hún í öllum sundgreinum
kvenna og vann þær flestar með
yfirburðum.
Tvö íslandsmet voru sett á
mótinu. Setti Davíð Valgarðsson
ÍBK íslandsmet í 100 m flug-
sundi á 1.02.7 en eldra metið
átti hann sjálfur. Þá setti sveit
Ármanns í 4x100 m skriðsundi
kvenna sem var aukagrein á mót
inu, á 5.03.9 min. Það sund hef-
ur ekki verið synt áður.
Mótið tókst mjög vel og var
sundlaug Vesturbæjar skemmti-
legur vettvangur mótsins en blíð
skaparveður var báða keppnis-
dagana.
Úrslitin verða um sinn að tala
sínu máli um skemmtilega
keppni, en í mótslok var kepp-
endum og starfsfólki boðið til
kaffidrykkju í Breiðfirðin.gabúð
en þar fór fram á laugardag árs-
fundur Sundsambandsins og var
Erlingur Pálsson endurkjörinn
formaður sambandsins.
ÚRSUT:
100 m. skriðsund karla:
Guðanundur GLslason ÍR 57,4 sek.
Davíð Valgarðsson ÍBK 60,6 sek
Guðan. Þ. Harðarson Æ. 61 ,2 sek.
Traueti Júlíusson, Á. 61,8 aok.
100 m. bringusund karla:
Fylkir Ágústsson Vestra 1:13,8 mín.
Horður B. Finnsson ÍR 1:14,9 mín.
Árni Þ. Kristjánsson SH 1:15,9 mia.
Gestur Jónsson SH 1:18,9 mán.
100 m. baksund kvenna:
Hrainhildur Guðmundsd. ÍR 1:20,6 min
Hrafnhildur Kristjánsd. Á. 1:28,1 mdn.
Auður Guðjónsdóttir ÍBK. 1:25,1 min.
Hulda Róbertsdóttir SH. 1:29,8 mín.
100 m. baksund karla:
Davíð Valgarðsson ÍBK. 2:48,9 mín.
Trausti Júlíusson Á. 2:49,0 mín.
Guðmundur Þ. Harðareon Æ. 2:53,5
100 m. bringusund kvenna:
Hrafnhildiur Guðmundsdóttir ÍR 3:08,1
Matthildur Guðmundsdóttir Á. 3:07,2
Eygló Hauksd. Á. 3:14,0 mín.
Kolbrún Deifsdóttir Vestra 3:17,0 mán
Sigrún Einarsdóttir Á. 3:17,0 mín
200 m. fjórsund karla:
Guðmundur Gíslason ÍR 2:22,6 mín.
Davíð Valgarðsson ÍBK 2:30,0 mín.
Guðmundur Þ. Harðarson Æ. 2:41,1
Trausti Júlíusson Á. 2:50,7 min.
3x50 m. bringusund kvenna:
A-sveit Ármanns, 1:52,0 míi.
Sveit Vestra 1:56,1 mín.
B-sveit Ármanns 1:59,0 mín.
Sveit SiH 2:00,4 mín.
4x100 m. fjónsund karla:
Sveit SH 5:00,8 mín.
Sveit Ármanns 5:00,8 mán.
Sveit Vestra 5:20,8 min.
SÍÐARI DAGUR:
100 m. flugsund karla:
Davið Valgarðeson IFkK 1:02,7 mán.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
ísl.met
Guðmundur Gíslason ÍR. 1:03,1 mín.
Trausti Júláusson Á. 1:08,6 min.
100 m. bringusund kvenna:
Hrafnhildur Guðmundsd. ÍR. 1:24,2
MatthiLdur Guðmundsd. Á 1:27,7 mín.
Kolbrún Deifsdóttir Vestra 1:29,2 min.
Eygló Hauksdóttir Á. 1:29,9 míi.
400 m. skriðsund karla.
Davíð Valgarðseon ÍBK. 4:41,0 mín.
Guðmundur Gíslason ÍR. 4:46, 5 mín.
Trausti Júlíusson Á. 5:07,2 mdn.
Gunnar Kristjánsson SH, 5:24,5 mán.
Einar Einarsson Vestra 5:26,3 Sv.met
100 m. skriðsund kvenna:
I Hrafnhildur Guðmundsd. ÍR 1:07,9
200 m. fjórsund kvenna:
Hrafnhildur Guðmundsd. ÍR 2:53,5
Matthildur Guðmundsd. Á 3:00,0 mín.
Hrafnhildur Kristjánsd. Á 3:03,3 mín,
Kolbrún Leifisdóttir Vestra 3:13,1 min.
4x200 m. skriðsund karla:
Sveit SH 10:08,4 mán.
Sveit Ármanns 10:15,3 mán.
Sveit Vestra 10:38,9 min.
4x100 m. skriðsund kvenna (aukagrein)
Sveit Ármanns, 5:03,9 min. Þetta er
f fyrsta sinn, sem konur synda þcssa
vegalengd og áxangurinn er því að
sjáifsögðu nýtt íslandsmet.
Akranes
vann KR
í GÆRKVÖLDI léku KR og
Akurnesingar í 1. deild á Laug
ardalsvellL Leikurinn var
heldur lélegur en Akurnesing
ar fóru með sigur af hólmi,
skoruðu 3 mörk gegn 2.
Ríkharður Jónsson skoraði
öll mörk Akurnesinga en
Gunnar Felixson bæði mörk
KR. KR-ingar sóttu öllu meira
og áttu mun fleiri tækifæri,
m.a. björguðu Akurnesingar
fimm sinnum á marklínu eftir
að KR-ingar höfðu leikið fram
hjá Helga Daníelssyni mark-
verðL
Þetta er fyrsti sigur Skaga
manna í mótinu til þessa og
jafnframt fyrsti tapleikur KR.