Morgunblaðið - 15.06.1965, Page 31

Morgunblaðið - 15.06.1965, Page 31
Þriðjudagur 15. júní 1965 MORGU N BLAÐIÐ 31 Laxveiði víðast hvar dræm SVO virðist, sem laxveiði hafi verið dræm í flestuin ám til þessa, en þess ber þó að gæta, að skammt er liðið á laxveiði- tímann, og getur hæglega komið fjörkippur í veiðina innan skamms, einkum eftir Jónsmessu strauminn, sem nú mun standa yfir, en í þessum straumi gengur oft mikið magn af laxi í árnar. Fregnir hafa ekki borizt nema af fáum ám, og hafa flestar þá sögu að segja, að lítið sem ekk- ert hafi aflazt. Þannig mun nær enginh lax vera genginn í laxár í Húnavatnssýslu, og velta ýmsir því fyrir sér hvort hafísinn kunni að valda hér einhverju um. Um Elliðaárnar er skemmst frá að segja, að síðdegis í gær hafði enginn lax veiðst þar, en árnar voru opnaðar veiðimönn- um s.l. föstudag. Er það nokkrum dögum seinna en venjulega, því mörg undanfarih ár hefur veiði hafizt þar 5. júní. Hins vegar verður nú veitt nokkrum dögum lengur fram í september, en ver- ið hefur. Eitthvað mun hafa gengíð af laxi 1 árnar, en þær Kvöldverðarfundur S.V.S. og Varðbergs i kvöld 1 KVÖLD efna Samtök um vest ræna samvinnu til fundar í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir fé- lagsmenn sína og meðlimi í Varðbergi. Þarna mun frú Mary Lord, fyrrv. fulltrúi í sendinefnd Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segja frá för til Ytri- Mongólíu, og Theodor C. Achill- es, sendiherra, ræða um Atlants- hafsmálefni. Húsið verður opnað kl. 17,30, en fundinum lýkur um kl. 21. eru mjög vatnslitlar og að auki er hiti í þeim óvénju mikill. Hef ur því ekkert aflazt í ánum enn. Ekki er kunnugt um hve mikið hefur veiðzt í Norðurá, en þó er vitað að allmargir laxar hafa fengizt þar. Ástandið í flestum ám á Suð- vesturlandi er þannig, að í þeim er fremur lítið vatn, og ekki gott útlit í þeim efnum, nema úr- komu geri að einhverju ráði. Snjór er nánast enginn til fjalla, og naumast vatns von úr þeirri átt. En eins og fyrr getur er enn skammt á laxveiðitímann liðið, þannig að úr getur ræzt með veiði er kemur fram á sumar. Svavar Gests stjórnar spurn ingakeppni á héraðsmótinu að IHégarði. —■ Glatt á hjalla Framhald af bls. 17. spilakvöld, körfuboltaæfing, bæ-ndafundir, ungmennafé- lagsfundir eða kvenféliagsfund ir. Óhætt er að fullyrða, að við höldum unga fólkinu alveg í sveitiinni. Felia ni&ur vinnu Tveir fara á dragnót AKRANESI, 14. júní — Heima- skagi landaði 6 tonnum fiskjar, er hann fékk í fiskitroll. Þilfars- tflllan Kristleifur fiskaði 6 tonn á handfæri. Aðeins 2 bátar, þil- farstrillan Kristleifur fiskaði 6 tonn á handfæri. Aðeins 2 bátar, þilfarstrillan Andey og Björg AK 41, byrjar héðan dragnóta- veiðar 14. júní. — Oddur. MBL. barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá Málm- og Skipasmiðasambandi íslands: Samningaviðræður milli málm- og skipasmiða annarsvegar og atvinnurekenda hinsvegar hafa legið niðri nú um skeið. Sam- bandsfélög Málm- og skipasmiða- sambands íslands, sem sameigin- lega standa að samningamálum nú, hafa falið trúnaðarmanna- ráðum sínum að lýsa yfir vinnu- stöðvun félagsmanna í einn dag, þann 22. þ.m., ef samningar ekki hafa tekizt fyrir þann tíma, og ef samningar ekki hafa tekizt fyrir þann 29. þ.m. þá verði vinnu- stöðvun einnig þann sólarhring. Þau félög sem hér um ræða eru: Félag járniðnaðarmanna, Reykjavík, Félag bifvélavirkja, Reykjavík, Félag blikksmiða, Reykjavík, Sveinafélag skipasmiða, Reykjavík, Félag málm- og skipasmiða, Neskaupstað, Járniðnaðarmannafélag Árnes- sýslu, Selfossi, Sveinafélag járniðnaðarmanna, Akureyri, Sveinafélag járniðnaðarmanna, Yestmannaeyjum. Fer tilkynning félaganna hér á eftir: „Á fundi í trúhaðarmannaráði félags vors, sem haldinn var þann 11. þ.m., voru samninga- málin til umræðu. Var það álit fundarins að knýjandi nauðsyn bæri til að gerðir yrðu hið bráð- asta nýir samningar, sem fælu í sér verulegar kjarabætur til meðlima félaigs vors. Ákvað fundurinn að leggja áherzlu á, að samningagerð yrði að flýta, og til að undirstrika það, samþykkti trúnaðarmanna- ráðið að lýsa yfir vinnustöðvun allra félagsmanna frá kl. 24 á miðnætti þann 21. þ.m. til kl. 24 22. þ.m., ef samningar um kaup og kjör félagsmanna vorra ekki hafa tekizt áður. Og ef samningar ekki hafa tekizt fyrir 29. þ.m. verði vinna allra félagsmanna vorra einniig stöðvuð frá kl. 24 þann 28. þ.m. til kl. 24 þann 29. þ.m.“ Þetta tilkynnist yður hér með“. (Fréttatilkynning frá Málm- og skipasmiðasambandi ís- lands) Enn bólar á Syrtlingi ÞEGAR flugvél Landhelgisgæzl- unnar flaug yfir Surtsey og ná- grenni um kl. 18,30 í gær, hafði nýja eyjan aftur lyftzt úr hafi skammt austan Surtseyjar. Þröst ur Sigtryggsson, skipherra, sagði í viðtali við Mbl. í gærkvöldi, að hann gizkaði á, að Syrtling- ur væri nú 10—12 metra hár og 70—80 metra langur. Tið sprengi gos um 50—60 metra há, væru fast við austurenda eyjarinnar, og flýtur þar yfir. Gufugos er þarna líka. Flogið var yfir á háflóði, og voru miklar grynn- ingar umhverfis Syrtling. Gos- krafturinn virðist mjög svipað- ur og áður. drepast í tjörupolli á Akureyri AKUREYRI, 4. júní. — Tvö lömV, fórust á laugardagskvöld í tjöru- polli skammt ofan við öskúhauga bæjarins. Þar hafði tjörubirgðum, sem ætlaðar eru í Malbikunar- — Nefnd skipuð Framhald af bls. 32 leyti verður talið eðlilegt að byggja á Reykjavíkurflugvelli - fyrir innanlandsflug og jafnvel Utanlandsflug; hvort til greina geti komið að gera nýjan flug- völl á Álftanesi; eða hvort Keflavíkurflugvöllur geti einn nægt íyrir millilandaflugið, eftir að itýr vegur hefur verið steypt- ur milli Reykjavíkur og Kefla- víkur. Vitað er, að Keflavíkur- flugvöllur svarar fyllstu kröfum, miðað við alþjóðlegan mæli- kvarða. Sú spurning hefur komið fram, hvað fslendingar mundu gera, færi varnarliðið úr landi: hvort til mála gæti komið, að ís- lendingar starfræktu tvo full- komna millilandaflugvelli hlið við hlið, eða hvort leggja ætti hinn fullkomna flugvöll suður á Reykjanesskaga niöur. stöð Akureyrarbæjar, verið stafl að á melhól, en tunnur í neðstu stáeðunni höfðu gefið sig og lekið tjörunni, enda var um eða yfir tuttugu stiga hiti þennan dag Tveir einlembingar, sem Si^ur- björn Sigurbjörnsson, Norðurg. 3 átti, höfðu ranglað út að tjöru- polli, þar sem þau festust, eftir að hafa brotizt um í tjörunni, og voru allir orðnir löðrandi í tjöru. Þegar kvöldaði, og kólnaði í veðri, stórknaði tjaran að þeim, svo að þeir gátu sig h-vergi hrært. Þar fundust lömbin um miðnætti. Ekki var viðlit að ná þeim upp úr lifandi, svo að þau voru aflífuð á staðnum. Fé Sigur bjarnar hafði verið ekið upp fyr ir fjallgirðinguna fyrir nokkru, en hún var ekki fjárheld, þar sem rimlahlið v@r ófullgert. Hafði féð því leitað niður fyrir girðinguna aftur. — Sv. P. Tali'ð berst að hinum nýja og glæsilega barnaskóla, sem risið hefur af grunni við hlið félagsiheimilisins. Sigmundur segir okkur, að framkvæmdir hafi hafizt fyrir einu ári, en skólinn er nú fokheldur. Hann er gerður eftir teikninigum Skúla Norðdahls, arkitekts. — Skólinn er byggður með það fyrir augum, að hann verði sumarhótel segir Sig- mundur, enda er hann ákaf- lega vel staðsettur til þess áð gegna því hlutverki. Við mun um reyna að hraða byggingu skó'lans eins og kostur er, enda er þörfin brýrt. Hér eru um 50 skólaskyld börn og hóp urinn stækkar að sjálfsögðu frá ári til árs. í vetur hefuir verið kennt í félagsheimilinu, en það hefuir ekki verið hægt að hafa hér unglingadeild vegna þrengsla. Úr því rætist, \ þegar nýja skólaihúsið kemst í gagnið. — Félagsheimilfð okkar hérna að Flúðum eigum við nú skuldlaust. Við höfum aldrei lagt aðaláherzlu á skemmtainir sem slíkar heldur á félagslífið yfirleitt. Gæzlu á skemmtunum annast okkair eigin menn, sem hlotið hafa þjálfun í þeim efnum, þannig að lögregluþjóna þarf aldrei við. — Framkvæmdir hjá bænd um eru hér miklar, heldur Sigmundur áfram og þess má geta, að mjólkureining er hátt upp í þrjár milljónir, en það er með allra mesta móti hér á landi. — Hér er mikið af ung um hjónum, uppvaxandi fólki, sem fer ekki í þéttbýlið. Það mun láta nærri, að á sl. 10 til 15 árum hafi risið upp 25 til 30 nýbýli. Að Brún Á sunnudagskvöld var hald ið héraðsmót Sjálfstæðis- manna í Mýra- og Borgarfjarð arsýslu. Guðmundur Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri, setti mótið, en ræðumenn voru Ás- geir Pétursson, sýslumaður, Kalman Stefánsson, bóndi og dr. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra. Samkomuhúsið að Brún var þéttsetið þegar í upphafi mótsins, og samkomu gestum fjölgaði stöðugt eftir því sem á leið. Skemmtidag- skrá hljómsveitar Svavars Gests var með svipuðu sniði og á fyrri héráðsmótum, utan það, að Ragnar Bjarnason og Garðar Karisson fluttu gaman þátt, sem lagður var útaf „Söng villiandarinnar". Svav- ar nefndi þáttinn raunar „Söng vinstri hándarinnar". Ungt fólk setti svip sinn á þetta héraðsmót. Það kom hvaðanæfa að, — frá Akra- nesi og jafnvel frá Reykja- vík. Sem fyrr segir flutti Kal- man Stefácnsson bóndi í Kal- manstungu ræðu; á þessu hér aðsmóti. Kalman er formaður Félags ungra Sjáí&tæðis- mannaa í Mýrasýslu- Við not uðum tækifærið og sþjölluð- um við Kalman um stund meðan dansinn' dunaðil — Er fólk félagslynt hér um slóðir, Kalman? — Einhverju sinni lýsti á- gætur maður því yfir, að eng ir væru eins ósamvinnuþýðir og Borgfirðingar. — Og finnst þér svo vera? — Ég er nú ekki svo mjög kunnugur því. Það er sjáif- sagt undir þeim komið, sem veljast til forystu, hvernig til tekst með félagsstarfsem- ina. — Hvað hefur helzt verið gert í þessum efnum? — Jú, það má segja, að á vegum sýslunefndarinnar und ir forystu Ásgeirs Pétursson- ar, sýslumanns, sé öflug æsku lýðsstarfsemi. Hér eru haldo- ar margvíslegar samkomur fyrir ungt fólk og vélanám- skeið var haldið í Reyktiolti í vor, þar sem veitt var 41- sögn í viðgerð búvéla. Kalman er kvæntur Bryn- dísi Jónsdóttir frá Reykjavík og þau eiga tvö börn. Þau hafa búið að Kalmanstungu í 8 ár, en þar er tvíbýli. —■ Já, það er stórkotabú- skapur hjá okkur, eins og hann Gunnar kallar það. Við höfum þetta 100 fjár. — En nautgripi? — Nei, tvær kýr — bráðum aðeins eina. Það er trú mín, að landbúnaðurinn einhæfist í framtíðinni. Þá verður ÖU vinna léttari. Það er of dýrt að tæknivæða tvær búgrein- ar. Þetta heitir víst „rationali sering“ bætir hann viö. — Finnst þér mikil brögð að því, að jarðir falii úr byggð, Kalman? — Það er blessunarlega lít- ið um það í Borgarfiröinum. og engin brögð að slíku í Hvít ársíðunni. Þar eru yfirleitt ungir bændur og framkvæmd ir afar miklar. Það er mjög mikils um vert að jarðirnar falli ekki úr byggð. Þegar átt hagaböndin rofna, kemur sjaldan fólk í staðinn, sem tek ur þeirri tryggð við staðinn, sem nauðsynleg er. Ef ég geri eitthvað fyrir jörðna mína, geri ég það að hálfu Iey4 til að hagnast og að hálfu leyti vegna þess að það veitir mér ánægju. Myndin er tekin á fundi nerrænu nefndarinnar um læknakennslu, sem heldur fund hér á landi um þessar mundir, eins og skýrt er frá í Mbl. á sunnudag. Fyrri fundar dagur nefndarinnar var í gær, en sá síðari í dag. Fundarstað- ur er Háskóli islands. Á myndinni eru nefndarmenn og ritarar nefndarinnar. Fyrir miðju formaður nefndarinnar, Harol Teir frá Helsingfors, og annar frá hægri er Tómas Helgason, prófessor, nefndar- maður af tslands hálfu. (Ljósm. Mbl.: Ó1 K. Mag.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.