Morgunblaðið - 15.06.1965, Page 32
Lang stærsta og
íjölbreyttasta
blað londsins
132. tbl. — Þriðjudagur 15. júní 1965
Helmingi utbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Engin veiði í Elliðaánum
— svo illa hefur ekki gengið lengi,
og hófst veiöitíminn \k> seinna
nú en verið hefur
„LAXVEIÐIN" í EHiðaánum
hófst s.l. föstudag, en síðdegis
í gær hafði enginn lax komið
I land. Munu þess ekki dæmi,
að svo illa hafi gengið fyrstu
dagana, um langt árabil, ef
J>á nokkru sinni.
Veiðitíminn hófst nú viku
síðar en á undanförnum árum,
og hefur reynsla síðustu ára,
er lax hefur reynzt seingengn
ari en fyrr, ráðið þeirri breyt-
ingu.
í>að er því síður að vónum
manna, að enginn fiskur skuli
hafa fengizt, en það mun hing
að til vart hafa brugðizt, að
nokkrir laxar hafi veiðzt
fyrsta daginn, þótt síðan hafi
stundum nokkuð dregið úr
veiði, þar til síðari hluta júní-
mánaðar, að göngur hafa haf-
izt fyrir alvöru.
Árnar eru nú óvenju vatns-
Jitlar, og Veldur þar bæði
þurrkatíð og Ixtið vatnsmagn
á vatnasvæðinu, sem nýtur
nú vart eða ekki nærveru
Gvendarbrunnanna lengur. Þá
munu árnar í hlýrr-a lagi, og
kann það að valda, að nokkrir
laxar, sem glöggir menn hafa
þótzt greina í ánni á þessu
vori, hafa reynzt sýnd veiði
en ekki gefin.
Gamiir veiðimenn við Eiliða
árnar sem þangað sækja með
sama áhuga á hverju vori, eru
daprir um þessar mundir. —
Myndin hér að ofan sýnir einn
þeirra við fossinn síðdegis í
gær.
Nefnd skipuð til að athuga
flugvallamál Suðvesturlands
FLUGMÁLARÁÐHERRA, Ing-
ólfur Jónsson, hefur fyrir nokkru
skipað nefnd í flugvallamálum,
Eem gera á fjármálalegar og
tæknilegar athuganir á flugvalla-
málum Suðvesturlands.
í nefndinni eiga sæti Brynjólf-
ur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri,
sem jafnframt er fonnaður henn-
ar, Gústaf E. Pálsson, borgarverk
fræðingur, Sigurgeir Jónsson,
hagíræðingur í Seðlabanka ís-
lands, Guðlaugur Þorvaldsson,
prófessor, hagfræðingur í Hag-
stofu íslands, og Baldvin Jóns-
son, hæstaréttarlögmaður, for-
seti Flugmálafélags íslands.
Sem fyrr segir, er nefndinni
ætlað að gera fjármála- og tækni-
legar athuganir á flugvallamálum
Suðvesturlands. Þá á hún að taka
til athugunar álit flugvalianefnd-
ar, sem skilað var til samgöngu-
málaráðuneytisins í ársbyrjun
Mismunandi afstaða
Austfjarðafélaganna
UM helgina voru haldnir fundir
í nokkrum verkalýðsfélögum á
Austurlandi um samningamálin,
en svo sem kunnugt er, komu
fnlltrúar fimm þeirra til fundar
á Egilsstöðum í sl. viku og sam-
þykktu að leggja til við félög sín
að auglýsa „taxta“ með 44 st.
vrnnuviku og 8% grunnkaups-
hækkun.
Verkalýðsfélögin á Vopnafirði,
Breiðdalsvík og Neskaupstað
samþykktu þessa tillögu, en
nokkuð óljóst er, hvenær þau
muni auglýsa „taxtann", og má
vera, að beðið verði frekari frétta
af samningum hér sunnanlands.
Verkaiýðsfélagið á Seyðisfirði,
sem átti fulitrúa á Egilsstaðaráð-
ráðstefnunni, féllst ekki á að
auglýsa „taxta“, en fól stjórn fé-
lagsins að vinna að því að ná
samningum við vinnuveitendur
á grundvelli Egilsstaðasamþykkt
arinnar. Verkalýðsfélagið á Fá-
skrúðsfirði, sem einnig átti full-
trúa á Egilsstöðum, mun hins
vegar hafa ákveðið að gangast
inn á Norðurlandssamninginn.
Félögin á Reyðarfirði hafa
ákveðið að fresta frekari aðgerð-
um í samningamálum, en fundur
hefur ekki verið haldinn í fé-
laginu á Eskifirði.
Fjögur Austfjarðafélög hafa
enn ekki tekið afstöðu til samn-
ir.ganna.
1964, og Helmans-skýrsluna, sem
alþjóðlegur sérfræðingur í flug-
vallamálum gerði árið 1964. —
Með þessari nefndarskipun á að
fást úr því skorið, að hve miklu
FramhaQd á bls. 31
Maður hrapar úr hamri
og slasast mikið
ÞAÐ slys varð aðfaranótt s.l.
sunnudags, að maður, sem
staddur var nálægt veiðihúsi
við Grímsá i Borgarfirði,
hrapaði ofan úr hamri, 7—8
m fall. Maðurinn missti þeg-
ar meðvitund, og mun hann
hafa slasast allmikið. LögregJu
þjónar úr Borgarnesi fluttu
manninn í sjúkrabifreið í veg
fyrir flugvél, sem Björn PáJs-
son flaug upp í Borgarfjörð
á fimmta tímanum á sunnu-
dagsmorgun. Maðurinn var
fluttur í sjúkrahús í Reykja-
vík, og var hann enn með-
vitundarlaus í gær.
Maður drukknar í
Breiðabólstaðarlóni
Seljavöllum, A-Skaft., 14. júní.
SEINNI hluta dags á föstudag
drukknaði 34 ára gamall maður,
Gunnar Vilhjálmsson frá Gerði,
sem er eitt af býlunum í Breiða-
bólsstaðarhverfi, í ós við Breiða-
bólsstaðarlón, þegar hann var að
vitja um silunganet.
Gunnar var þarna ásamt nokkr
um öðrum við þröngan ós, þar
sem hann átti net liggjandi inn-
anfjarðar við sandrif, sem sjór
gekk annað veifið yfir. Nokkur
ólga var og straumur í ósnum.
Gunnar hljóp út eftir rifinu og
ætlaði að grípa netið, en þá kom
alda, sem hreif hann með sér og
bar inn ósinn. Gunnár var ekki
vel syndur og klæddur þungi'i
úlpu og klofstígvélum. Mennirnir
sáu til Gunnars í nokkrar minút-
ur, unz hann hvarf skyndilega.
Skömmu síðar slæddi einn þeirra
upp tógið í netinu, og fylgdi þá
Gunnar með. Var hann örendur.
Rúmlega fimm mínútur munu
hafa liðið frá því að Gunnar fór
í sjóinn, og þangað til hann náð-
ist. Lífgunartilraunir voru þegar
reyndar, en þær báru ekki árang-
ur. Læknir var sóttur, en allt
kom fyrir ekki.
Gunnar bjó ásamt bróður sín-
um með öldruðum foreldrum. —-
Hann var ókvæntur, 34 ára að
aldri. Gunnar heitinn var mesti
efnismaður, og er mikill mann-
skaði að honum. — E. J.
Sátta- og viðræðufundir
SÁTTAFUNDUR hófst kl. 20.30 í
gærkvöldi með fulltrúum vinnu-
veitenda pg verkalýðs í Reykja-
vik og Hafnarfirði. Stóð hann
enn, þegar blaðið fór í prentun.
Viðræðufundur hefst kl. 14 í
dag milli fulltrúa Sjómannafé-
lags Reyk,javíkur og' fulltrúa
Vinnuveitendasambands íslands
og Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna.
Sáttafundur var ekki boðaður
í gær í vinnudeilu þerna, þjóna
og matsveina á kaupskipum, en
verkfall hefur verið á kaupskip-
unum í nokkra daga, svo sem
skýrt hefur verið frá.
Dregið
á morgun
Á MORGUN verður dregið 1
landshappdrætti Sjálfstæðis-
flokksins, glæsilegasta bílahapp-
drætti ársins. Allra síðustu for-
vöð eru því að gera skil, og
verður skrifstofan opin til kl. 10
í kvöld. — Sjá frétt á bls. 2.
Landshappdrætti
Sjálfstæðisflokksins
Héraðsmót S jálf stæði sf lokksins
Verða um næstu helgi á Seyðisfirði,
Eskifirði og í Neskaupstað
UM NÆSTU helgi verða haldin
þrjú héraðsmót SjáJfstæðisfloklxs
ins, sem hér segir:
Seyðisfirði, föstudaginn 18. júní
kJ. 21. Ræðumenn verða Ingólf-
ur Jónsson, landbúnaðarráð-
herra og Gunnar Gunnarsson,
framkvæmdarstjóri.
Eskifirði, Jaugardaginn 19. júní
kl. 21. Ræðumenn verða Ingólfur
Jónsson, landbúnaðarráðherra;
Jónas Pétursson, alþm., og Þór
Gunnarsson, bankafulltrúi.
Neskaupstað, sunnud. 20. júní
kJ. 21. Ræðumenn verða Ingólfur
Jónsson landbúnaðarráðh.; Jónas
Pétursson, alþm., og Halldór'
BJöndal, erindreki.
Hljómsveit Svavars Gests
skemmtir á öllum mótunum. —
Hljómsveitina skipa fimm hljóð-
færaleikarar, þeir Svavar Gests,
Garðar Karlsson, Halldór Páls-
son, Magnús Ingimarsson og
Reynir Sigurðsson. Auk þess eru
í hljómsveitinni söngVararnir
ElJy Vilhjálms og Ragnar Bjarna
son.
Á héraðsmótunum mun hljóm-
sveitin Jeika vinsæl Jög. Söngvar
ar syngja einsöng og tvísöng og
söngkvartett innan hljómsveitar
innar syngur. Gamanvísur verða
fluttar og stuttir gamanþættir.
Spurningaiþættir verða undir
stjórn Svavars Gests með þátt-
töku gesta á héraðsmótunum.
Að loknu hverju héraðsmótl
verður haldinn dansleikur, þár
sem hljómsveit Svavars Gests
leikur fyrir dansi og söngvarar
hljómsveitarinnar koma fram.
Kir
Giuvnar
Jónos
•'ujólfur
HaUdór