Morgunblaðið - 17.07.1965, Page 17

Morgunblaðið - 17.07.1965, Page 17
Laugardagur 17. júlí 1965 MORGUNBIAÐIÐ 17 MYNDIR FRA NÍJA SKIPULAGINU w\ , •- ». % \ \v ».-• •. ^ w VXWtJWTOWiWK '-'<• \>.\ 'WPWt'íV' ' \ "♦ 'WWw' m f- 'JRK \ ■■■ ■V'.'T\V,TO\-’ :¥:>: M í MORGUNBLAÐINU í ^ter birtust tvær myndir af hinu nýsamþykkta aðal- skipulagi Reykjavíkurborg ar. A forsíðu var ljósmynd áf líkani skipulagsins í hinu nýja Árbæjarhverfi. Þar sáust Elliðaárnar niður að stíflu, og neðst í horn- inu til hægri var hinn fyr- irhugaði skeiðvöllur Fáks ásamt hesthúsum. Línurn- ar í neðra f jórðungi mynd- arinnar til vinstri sýna hugsanlegar götur í öðrum áfanga Breiðholtssvæðis, og línan, sem sker mynd- ina þvera, sýnir væntan- legan Suðurlandsveg. í Ár- bæjarhverfinu miðju er nú verandi Suðurlandsbraut, en þar fyrir ofan Suður- landsbraut hin nýja, sem þegar hefur verið lögð. Efst sjást svo Vestur- og Norðurlandsvegur framtíð- arinnar. Á myndinni á bls. 8 í gær sáust aðalsamgönguæðar um borgina. Hér eru birtar þrjár myndir til viðbótar. Á fimm dálka myndinni er líkan af Fossvogshverf- inu, og sést Borgarsjúkra- húsið í jaðrinum lengst til vinstri. Efst liggur Bú- staðavegur, sem tengist í austri nýjum Suðurnesja- vegi (Reykjanesbraut), en vesturendinn tengist Hafn- arfjarðarveginum núver- andi, sem ekki sést á mynd inni. Neðst er nýr vegur um Fossvog, sem kemur á Suðurlandsveg sunnan Ell- iðaáa. Efst í hverfinu verða tveggja til þriggja hæða sambyggingar, þá einnar til einnar og hálfrar hæðar hús, og neðst einbýlishús. Húsin næst Borgarsjúkra- húsinu verða sennilega handa starfsfólki sjúkra- hússins. Á annarri fjögurra dálka myndinni er yfirlitskort af Reykjavík, sem allar götur eru merktar á, bæði hrað- brautir, tengibrautir, safn- götur og íbúðarhúsagötur. Svört strik (t.d. á Öskju- hlíðarsvæðinu) t á k n a göngubrautir. Þær liggja víða um göngubrýr eða göng, og á t.d. að vera hægt að ganga frá Elliðaám og út á Seltjarnarnes, án þess að fara nokkru sinni yfir aðalbraut. Landabréf þetta er í átta litum í frumriti, og er þar hægt að glöggva sig á því, hvernig greiðfærast er að aka á milli allra staða í borginni. — Hin nýja höfn inn með Sundum (Sundahöfn) er efst til hægri. Á hinni fjögurra dálka myndinni er líkan af nokkr um hinna nýju svæða og umhverfi þeirra. Efst til vinstri (næst svarta skugg- anum) er Grafarvogur og neðar Ártúnshöfði og Ell- iðaárvogur. Ofarlega á miðri mynd er Rauðavatn Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.