Morgunblaðið - 11.08.1965, Side 6

Morgunblaðið - 11.08.1965, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. ágúst 1965 i I I i * GEBTBVD GERTRUD Dönsk frá 1964. 116 mín. Bæjarbíó. Handrit: Carl Th. Dreyer eftir leikriti Hjalm- ars Söderbergs. Kvikmynd- un: Henning Bendtsen. Tón- list: Jörgen Jersild. Fram- leiðandi: Palladium. Leik- stjóri: Carl Th. Dreyer. ÞEGAR ekið er til Hafnar- fjarðar, blasir við manni hús eitt eir nefnist Sjónarhóll. í Hafnarfjarðarbæ má einnig finma stærstan sjónarhól toanda þeim sem vilja sjá sam víðast um í kvikimyndaveröld inni. í kvikmyndahúsum þar er oft kjaftshögguð sú þrá- 'hyggja flestra bíóstjóra, að þýðingaríaust sé að reyna að víkka sjóndeildarhring áhorf- enda. Og ég efa að aðrir en F'lgi í Bæjarbiói hafi þor til na mynd eins og Gertrud sta og líklega eitt mesta i^iaverk Dreyers. Því það skal þor til að kljást við at- hyglis- og einbeitingarletina; afsprengi ábyrgðarleysis og auraástar þeirra bíómanna, sem jafnframt fjárhagstiiliti, ber að rækta listanautn al- mennings, en ekki troða hana í svaðið. „Hvað fjallar Gertrud um?" segir Dreyer. „Að minnsta kosti ekki um „sex“ — en um ást og — erótik. Þetta kemur mér til að minnast þriggja ljóðlína eftir brezka Ijóðskáld ið Richard Aldington, sem Ihljóða svona: A man or woman mig-ht die for love and be glad in dying. But wiho would die for sex?“ ,,Der findes ingen anden ting end at elsike,“ segir Ger- trud. Ástin er henni allt, hún setur ekkert henni ofar og hún krefst þess sarna af þeim sem hún elskar. En eniginn karlma.nnanna í lífi hennar stenzt þessar kröfur. Ekiki eiginmaðurinn Gustav Kann- ing (Bendit Rothe), ekki fyrr- um elskhu.gi hennar, Skáldið Gabriel Li-diman (Ebbe Rode) og ekki ungi ástvinur hennar, tómsCkáldið Erland Jansson (Baard Owe). Síðla í mynd- inni birtist . sá önlagamiíkli sannleikiuir sem líf hennar hef ur raunar tonitað hringi urn. 1 upprifjun á samfoúð hennar og Lidmans, rekst hún á setn- ingu er hann hefur skrifað á blað með teikningu af henni; að ást konunnar og stairf eig- inmannsins séu frá upphatfi óisættanlegir óvinir. Og það eru ósveigjanlegar kxöfur hennar um óskifta ást og þessi sannleikur sem rekur hana til að leita einverunnar. Hún yf- irgetfur eiginmanninn, sem er að verða ráðherra, elskfoug- ann, sem gortað hefur af ást hénnar og fyrirlítur tilboð beggja að þeir deili ást henn- ar. Hún neitar einnig beiðni Lidmans um að þau sameinist á ný og foún fari með hon.um burt. Hann er ástarsikáldið frsega sem æskan hyllir fyxir fogur Ijóð um ástarlíf, sem hann er ekki sjálfur maður til að lifa. Hér lauik leikriti. Söderbergs, en Dreyer gerir eftirleik, þar sem við sjáum Gertrud aldraða og einsamla lifa við diofnandi endurskin minninganna, en iðrast ein- skis. Hún hefur sætt sig við að ófrámikvæmanlegar kröfur hennar í sambúðinni við karl- mennina hafa raunar orðið til þess að hún hefur tapað. Henni tókst aldrei að rífa sig útúr draumnum um ódieilan- legia ást. Raunar venkar mynd in oftast sem draumur. -— Gertrud hefur gert 'sér Ijós þau orð sem henni urðu minm- isstæðust úr ljóðum Lidmans: „Ég trúi á holdsins fýsn og óbætanlega einsemd sálarinn- ar.“ Hún hefur áður sagt að ást sé þjáning, ást sé óham- ingja, en í ellinni leitar hún huggunar í Ijóði er hún orti sjáif 16 ára gömul: „Lever jeg? Nej, men jeg har elsket.“ Hvernig er hægt að lýsa áhrifunum af mynd Dreyers? í>að er erfitt að gera sjálfum sér grein fyrir þekn og festa þau á pappír ekki auðveldara. Ef tii viil er hreinleiki og draumleikur þau orð sem næst komast því að lýsa Gertrud. Af ýmsum ástæðum má éinn- ig líkja henni við verk Antoni onis hvað ytri tækni snertir. Það dylst ekki að Gertrud er meistaraverk, en þó ekki gallalaust. Og ef rniðað er við hve Dreyer hefur valið sér erfiða leið við gerð myndar- innar og gefur sjólfum sér þröngt svið, þá kemur það ekki á óvaxt. En það sem kem ur á óvairt er hvað íbonum teíkst að skapa innan þessara þröngu takmarka og hvað maður um áttrætt er nútíma- legur, þótt verk hians sé mið- að við aldamót. Á áttræðis- aldri skapar Dreyer einnig sína kymmögnuðustu mynd, samanber ástafund Gertrud og Erlandis. Þótt Dreyer tielji sjálfur lökaatriði myndarinn- ar hápunkt hennar (sam- kvæmt hans eigin orðum við Helga í Bæjarbíó), þá finnst manni það vera nokkuð otf- aúkinn og veikur endahlekk- ur þessarar myndar, sem í mörgu minnir á leikhús. En sem eindreginn andstæðingur leifchúsbundinna kvikmynda, verð ég að játa að mór finnst ao hér hafi Dreyer tekist að saimeina leikhús og kvikmynd, orðið og myndina — hreyfing- uha — á einstakan ljóðrænan hátt. Því myndin er eins og ljóð manns sem horfir um öxl með eftirsjá vagna liðinna tíma. ■ Myndin er síst atf öllu raun- sæisieg, sumum mum finnast óraunsæi hennar óþolandi, en á bak við stíliseringuna skynj ar maður raunveruleikann í sáluim persónanna. Kvikmynd unin og lýsing svíðsins er frá- bær. Hér eru manneskjur og umhverfi svo samantengt að undravert er. Hin frægasta mynd Dreyers, Jeanne d‘Arc, er einungis byggð upp af nær myndium, en í Gertrud er ekki ein einasta nænmymd og stílisering Dreyers heldur persónunum í no'kkurri fjar- lægð frá áhorfandanum. í Jeanne d‘Arc eru mörg hundr uð klippingar, í Orðinu (Ord- et, 1954, Bæjarbíó) fáar, í Gertrud enn færri. Sum at- riðin vara mínútum saman án klippingar og sýnir það eitt að stíll Dreyers ihefur breytzt ótrúlega. Leikurinn í mynd- inni er eitthvað það bezta sem mátt hefur sjá til danskra leik ara oig skal þar fremsta telja Framhald á bls. 11. Ebbe Rode og Nina Pens Rode í ,,Gertrud.‘‘ £ Þarf að girða \l hafnarsvæðið? Nú mun vena á döfinni að láta „loka“ ihöfninni, þ.e. reisa múr uimhverfis hafnarsvæðið, svo að það sé lokað borgarbú- um. Sem betur fer mun þetta mál vera enn á athugunarstigi, þótt hafnarstjórn muni vera sammála um nauðsyn girðingar innar. Vonandi hiugsa borgar- yfirvöldin sig vel um ,áður em til svo leiðinlegra og rófctækra ráðstafana er gripið. Skv. fréttum hafa menn hug á að girða eystri hiuta hafnar- innar fyrst, en til þess þarf að loka hvorki meira né minna en átta götum! Sumum virðist eiga að loka fyrir fullt og allt þannig að þær verði ekki ann- að en blindsund í framtíðinni, en í öðrum verði hlið, þar sem „nauðsynlegri umtferð“ yrði hleypt í gegn undir eftirliti. Um kvöid og nætur á að loka öllum götunum algerlega, nema Pósthússtræti. Þar á að verða e.k. „Cheokpoint Gharlie“, eins og á borgarhlutamörkunum í Berlín, en verðix frá lögreglu og toiiigæzlu gæta þess, að allt sé í sómanum með þá, sem um hliðið fara. Viðbúið er, að verði höfninmi lokað frá Battaríisgarði og vest- ur fyrir Hafnanhvol, vilji menn líka láta loka vestri hlutanum, hvennig sem það verður nú getrt í framkvæmdinni. Er þetta nú ekki óþarflega langt gengið? Höfnin hefur oft verið kölluð lífæð bongarinnar, og hún er Reyfcvíkinguim það á vetuma, sem Reykjavíkurtjörn er á sumnin, og reyndar er það yndi og dkemmtun bongarbúa allan ársins hring að ganga niður að höfn. Ég mam ekiki til þess, að erlendis séu hafnir girtar múrum, nema fríhafnir og svo náttúrulega í kommún- istaríkjum. Þessi innilokunarstefna verð ur bæði rándýr og erfið í fram- kvæmd. Sýndist nær að verja peningunum til þess að hreinsa höfnina, bæta og stækka. ^ Bakkus þar Þjóðhátíðinni í Vestmanna- eyjum er lokið. Virðist Ij'óst, að þar hafi ekki allt verið í sóm- anum, mi'kið dru'kikið og menn- ingarblærinn minni en æskilegt hefði verið. Mér hefur alltaf skilizt, að stór foluti þess fólks, sem sækir þjóðhátíðina héðan „úr landi“ fari einungis til þess að drekka í nýju umhverfi — og þess vegna kom mér e'klk- ert á óvart að heyra fréttimar um ölvunina. Nú hefur tekizt að hafa hem- il á unglingunum í Þórsmörk og annars staðar um verzlunar- mannahelgina — a.mJk. tókst það að þessu sinmi. Vestmanna- eyingar ættu að gera ráðstatf- anir til þess að reyna að bægja áhrifum Bakkusar frá þjóðhá- tíð sinni í framtíðinni. Ég geri ek'ki ráð fyrir að þeir vilji láta kenna hátíðina við Bakkus. En ég efast stórlega um að aðkomufólk hafi verið eitt um hituna í Eyjum að þessu sinni, þótt það sé gefið til kynna í fréttum frá sumum fréttaritur- um blaðanna á S'taðnum. Var að tæma sparibauk Porstöðumaður Landsbankaúti búsins við Langholtsveg hefur hringt til mrn og gert athuga- semd við bréf, sem birtist hér í dál'kunum á sunnudaginn. Þar sagði, að gjaldkeri útibúsins hefði verið miður kurteis, lát- ið viðskiptavin bíða á meðan hann taldi hrúgu af skiptimynt. Pannst viðskiptavininum, að þetta ihefði gjaldkerinn getað gert eftir lokun. Forstöðumaðurinn sagði, að gjaldkerinn hefði verið að af- gireiða viðskiptavin, en ekfci verið að tefja vísvitandi fyrir bréfritara minum. Sannieikur- inn hefði verið sá, að móðir og barn hefðu setið álengdiar og beðið eftir því að gjaldkerinn teldi fúlguna. Bamið hefði ver- ið að koma með sparibauk sinn og vitanlega hetfði það átt að fá afgreiðslu eins og aðrir. Bréfrit- arinn hefði sennilega ekki tek- ið eftir þessuim viðskiptavinunv. Ég er fyllilega sammála for- stöðumianniinum. Ég veit, að bréfritarinn féliist líka á að honum hefði skjátlast. Við trú- um forstöðumanniinum og von- um að gjaldkerimn hafi ekiki orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Hins vegar (ég veit ekki hvort það á við í þessu tilviki) mætti afgreiðslufólk, bæði i bönkum og annans staðar, oft vera ögin kurteisara. Póik getur sýnt fyllstu kurteisi án þess að lítillækka sig — og það á líka við um viððkiptameninina. Kurt eisi ‘kostar yfirleitt ekki eyri og það er hægt að veita hana án þess að verða fyrir aukaút- gjöldum — og án fyrirhafnar. NÝJUNG AEG TVEGGJA HRAÐA HÖGG- OG SNtNINGSBORVÉLAR Bræðurndr ORMSSON h.f. Vesturgötu 3- — Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.