Morgunblaðið - 11.08.1965, Síða 12

Morgunblaðið - 11.08.1965, Síða 12
IZ MiövikudagUr 11. ágúst 1965 MORGU N BLADIÐ JHwgtuittbittft Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. UTANRÍKIS- ÞJÓNUSTAN ¥slenzka utanríkisþjónustan hefur á stuttum starfsferli unnið mikilvæg störf í þágu íslenzkrar þjóðar á erlendri grund. í þjónustu hennar hafa jafnan valizt vel mennt- aðir hæfileikamenn, sem get- ið hafa sér gott orð í störf- um í öðrum löndum. Utanríkisþjónustu fámennr ar þjóðar er töluverður vandi á höndum, og vissum erfið- leikum bundið að móta hana og störf hennar í samræmi við þarfir þjóðarinnar. íslenzkir sendimenn á er- lendri grund hljóta fyrst og fremst að gæta hags íslenzku þjóðarinnar og greiða fyrir ís- lenzkum þegnum, sem dvelj- ast erlendis eða ferðast þar um. En mörg rök má færa fyrir því, að líta béri á mark- aðsöflun fyrir íslenzkar út- flutningsafurðir og könnun á markaðsaðstæðum sem eitt mikilvægasta starfssvið utan ríkisþjónustunnar íslenzku. Nú munu ekki starfandi í sendiráðum íslands erlendis verzlunarfulltrúar, sem hafa það aðalstarf að afla íslenzk- um útflutningsvörum nýrra markaða, og kanna markaðs- aðstæður hverju sinni, og kynna framleiðsluvörur ís- lendinga. Að vísu hafa ýmsir starfsmenn sendiráða okkar erlendis störf sem þessi með hÖndum, en engir hafa verið ráðr' til þess sérstaklega, né með sérmenntun á þessu sviði, og það er augljóst, að þeir,. sem sinna þessu með öðrum störfum, hafa tæplega nægan tíma til þess. Við íslendingar erum ein þeirra þjóða heims, sem lif- um af því að flytja út fram- leiðsluvörur okkar. Þess vegna er ákaflega margt sem msélir með því, að utanríkis- þjónustan beiti sér í ríkara mæli en hingað til í þágu ís- lenzkra útflutningsatvinnu- vega til þess að kanna márk- aðsaðstæður og afla nýrra markaða fyrir íslenzkar út- flutningsvörur. Smæðar okkar vegna er ekki hægt að búast við því, að sendimenn okkar geti haft mikil áhrif á vettvangi al- þjóðastjórnmála, en hinsvég- ar er ákaflega kostnaðarsamt að halda uppi sendiráðum víða um lönd, og þess vegna mikilvægt að beina starfsemi þéirra inn á þann farveg, sem .getur orðið okkur hagnýtast- ur. Ekki er endilega nauðsyn- léígt að skipa sérmenntaða 'vérzlúnarfulltrúa við hvert einasta sendiráð íslands er- lendis. Vel er hægt að hugsa sér, að nokkrir verzlunarfull- trúar gegni störfum á ákveðn um svæðum, t.d. einn í Lond- on, sem hafi með að gera Bretlandsmarkað og brezku samveldislöndin, þar á meðal hin nýju ríki Afríku, þar sem töluverðir markaðsmöguleik- ar eru fyrir íslenzkar afurðir. Annar t.d. í Evrópu með að- setri í Bonn eða París, sem hafi með höndúm málefni Ev- rópumarkaðarins, og þann þriðja í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum þeirrar heims- álfu. Það er ekkert einkamál þeirra, sem fást við fram- leiðslu á útflutningsafurðum og sölusamtaka þeirra, hversu til tekst um sölu íslenzkra framleiðsluvara erlendis. Það skiptir þjóðina alla miklu máli, og þess vegna er ekki óeðlilegt þótt utanríkisþjón- ustan taki ríkari þátt en nú í öflun markaða fyrir íslenzk- ar útflutningsafurðir. Er þess að vænta, að við- komandi aðilar taki þetta mál allt til gaumgæfilegrar athug- unar. Utanríkisþjónustan þarf ekki síður en annað að aðhæfast nýjum kröfum og breyttum aðstæðum. ÖFRIÐARAÐILI Tjað fer ekki milli mála, að ■*■ kommúnistastjórnin í Peking er nú aðalófriðarafl- ið í heiminum. í gær voru tvær aðalfréttir Morgunblaðs ins frá starfsemi kínverskra kommúnista, í Singapore og í Afríku. Singapore hefur nú gengið úr Malasíusamband- inu og er sú úrsögn tilkomin vegna átaka milli þjóðar- brotanna í Singapore, en þar eru um 80% íbúa Kínverjar, sem hafa sterk tengsl við Pek ingstjórnina, og hafa alla tíð róið mjög undir, og reynt að gera stjórnmálaástandið í þessari mikilvægu borg sem ótryggast. Með úrsögn Singa- pore úr Malasíusambandinu hefur stjórnmálaástandið í Suðaustur-Asíu versnað til mikilla muna og er greini- legt, að frjálsar þjóðir heims verða að gera sér glögga grein fyrir því, að kommún- istastjórnin í Kína er nú greinilega að magna um all- an helming undirróðursstarf- semi sína í öðrum löndum. Á sama tíma gerist það, að for- seti eins hinna nýju Afríku- ríkja varar sérstaklega í ræðu við undirróðursstarf- semi kínverskra kommúnista í hinum nýfrjálsu ríkjum Af- ríku. Telur hann þessar til- raunir Pekingstjórharinnár vsíj UTAN ÚR HEIMI Fljúgandi virkið Enola Gay, sem varpaði sprengjunni á Hiroshima. Myndin er tekin rétt áð- ur en flugvélin lagði upp frá eynni Xinian í hina örlagaríku árásarferð. Þeir vörpuðu fyrstu kjarnorkusprengjunni Ahafnir flugvélanna, sem árásirnar gerðu á Hiroshima og Magasaki hittast í Mew York SÍÐASTL. föstudag komu 11 menn saman til fundar í gistihúsi í New York. Raun ar hefðu þeir átt að vera 23, allir meðlimir áhafna flugvélanna tveggja, sem 6. og 9. ágúst vörpuðu kjarn- orkusprengjunum á jap- önsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Þetta var í 20. sinn, sem 10 af mönnunum hittust til þess að segja hverjum öðrum, að þeir þjáist ekki af sektarkennd og að þeim líði ekki sem morðingjum. Það var stríð og í stríði hlýða hermenn fyrirskipunum sínum. 11. maðurinn, Robert A. Lewis, er ekki sammála fé- lögum sínum 10. Hann var að- stoðarflugmaður á fljúgandi virkinu „Enola Gay“, sem fyr- ir tveimur áratugum sleppti fyrstu kjarnorkusprengjunni, sem beitt var í hernaði, yfir Hiroshima. Fundurinn í New York var þannig ekki aðeins byggður á hinum venjulegu hátíðlegu hugsunum og sameiginlegum endurminningum, heldur mun þar einnig hafa skotið upp kollinum deilum um hug- myndir, stríð og stríðsrekst- ur. Fyrir tveimur árum kom það fram í bók, sem út var gefin í Þýzkalandi að annar þátttakandinn í árásunum, lieutenant Jaeob Beser, sem var hinn eini af mönnunum 23, sem tók þátt í þeim báð- um, væri nú orðinn mikill frið arsinni. Bókin „Kain, hvar er bróð- ir þinn Abel“ gaf til kynna að Beser væri nú kominn á þá skoðun að árásirnar á Hiro- shima og Nagasaki hefðu ver- ið glæpur. Hinsvegar bar Beser á móti þessu, bæði fyrir tveimur ár- um og aftur í gær, er hann hitti félaga sína: „Það er rétt að ég tel að við eigum að gera allt, sem í valdi okkar stendur til þess að koma í veg fyrir frekari notkun kjarnorkusprengja og vetnissprengja — allir eru þeirrar skoðunar — en ef á- kveðnar kringumstæður krefj ast þess, ættum við aftur að hafa rétt til að beita kjarn- orkuvopnum.“ Níu af mönnunum 11 styðja þetta sjónarmið. Robert Lewis, kapteinn, er á annari skoðun. „Enginn hafði sagt okkur í ágúst 1945, að búizt væri við að sprengj- urnar myndu hafa þau áhrif, sem raun varð á. Það var skýrt áréttað, að við værum sendir til að varpa sprengju á skotmörk hernaðarlegs eðlis, en ekki bústaði almennra borgara." Hiroshima-sprengjan gjör- eyddi einum af aðalstöðvum japanska hersins, én hún eyddi jafnframt 50,000 bygg- ingum og drap 180—250,000 manns. Lewis segir einnig að áhrif Nagasaki-sprengjunnar þrem ur dögum síðar hefði einnig komið áhöfninni gjörsamlega á óvart (en félagar hans bera á móti þessu). „Sérhver okk- ar var maður, líkt og allir aðr ir, og við vildum ekki að við yrðum gerðir að morðingja- hópi.“ Beser og hinir lýsa því yf- ir, að samvizkan kvelji þá ekki vegna þessa, en af mis- munandi ástæðum. Flestir þeirra halla sér að því, að það var Truman förseti, sem tók hina endanlegu ákvörðun — og að hermenn í stríði hlýða — og það er alltaf bezt að vinna stríð. mjög hættulegar, stofna ein- ingu Afríku í voða, og að þær geti komið af stað ófriði í álf- unni. Kommúnistastjórnin í Kína hefur frá upphafi valdaferils s'ns sýnt það glögglega, að hún er árásarsinnuð ófriðarstjórn, sem þolir hvergi frið, en reyn ir að koma af stað illindum allsstaðar þar sem hún sér tækifæri til. Pekingstjórnin hefur farið með árásarstríð á hendur flestum nágranna- löndum sínum, Menn minn- ast árásarinnar á Indland, þjóðarmorðið í Tíbet er enn ekki gleymt, árásin á Kóreu er mönnum enn í fersku minni, og ölkim er kunnUgt um afskipti kínverskra komm únista af stýrjöldirini í Viet- ham. Ekkert bendir til þess, áð Pekingstjórnin muni draga úr árásargirni sinni, og því verða frjálsar þjóðir heims að bregðast skjótt við og stöðva útþenslustefnu kommúriistá- stjórnarinnar í Kína þegar í upphafi. ÖLVUN '17'arla er sú helgarhátíð hald- " hér á landi, að fregnir af henni hljóði ekki á þá leið, að ölvun hafi verið ýmist óvenju mikil eða óvenjulítil. Hvort sem er, virðist ölvun vera mjög stór þáttur í skemmti- haldi okkar íslendinga. Það verður líklega nokkur bið á því að 3vo verði, en skemmtilegt væri þó e£ ís- lendingar tileinkuðu sér menningarlegri meðferð á- fengís, en nú er tíðkuð héi á landi og virðist raunar'fy’.gja þeim sem búa hér á norður- hjara veraldar. Það er óskemmtilegt að Íesa það sí og æ, að svo og svo margir menn hafi slasazt á helgarhátíðum vegna ölvunar og nauðsynlegt sé að hafa mikið hjúkrunarlið til staðar í slíkum tilvikum. Það er tími til kominn að íslendingar taki upp menn- ingarlegri meðferð áfengis og umgangist það eins og siðaði'r menn. Ölvunarfréttir af helg- arhátíðum eru blettur á þjóð- inni og drykkjuvenjur lands- manna draga fram þætti í skapgerð þjóðarinnar, sem gjarna mega liggja óhreyfðir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.