Morgunblaðið - 11.08.1965, Síða 14

Morgunblaðið - 11.08.1965, Síða 14
14 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 11. ágúst 1965 65 ára í cfag! Þorbjörg flÚN Tótla Lausten Oorbjörg Ingimundardóttir) er 65 ára í dag. Vel veit ég að ekki er það að hénnar skapi að þessara tíma- móta í lífi hennar sé opinberlega getið og nýt ég þá þess að hún nær ekki til mín í dag. Hins veg- ar finnst mér — og sjálfsagt mörgum fleirum — mál til kom- ið að einhver íslendingur votti henni opinberlega þakklæti fyr- ir allt það starf, sem hún hefir innt af hendi fyrir landa okk- ar í Danmörku í þau 45 ár, sem hún hefir verið búsett í Kaup- mannahöfn. (Danir gátu erfið- lega — og ekki — sagt Þorbjörg og því notaði hún ytra sitt bernskunafn, Tótla, og nota ég það því einnig í línum þessum). 1923 giftist Tótla ágætum manni, Peter Lausten, kaup- manni, og eignuðust þau tvo syni, Matthías og Kurt, sem báðir eru á lifi, en mann sinn missti hún Lausten eftir aðeins 14 ára sambúð. Heimili þeirra hjóna var ávalt opið öllum íslendingum og öll- um var þar vel fagnað og veitt Maðurinn mínn og faðif okkar PKEBEN SIGURÐSSON Víðivöllum 22. andaðist mánudaginn 9. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 14. ágúst kl. 4:00. Karen Vilbergsdóttir og synir. Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÁRNI KLEMENS HALLGRÍMSSON símstöðvarstjóri, Vogum, andaðist að St. Jósepsspítala, Haínarfirði, mánudag- inn 9. ágúst- María Finnsdóttir, dætur og tengdasynir. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi PÁLL SIGURVIN JÓNSSON Vitastíg 3, Hafnarfirði, fyrrverandi bæjarverkstjóri á Siglufirði, sem andaðist 6. ágúst á Landakotsspítala verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. ágúst kl. 10,30 f. h. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. At- höfninni í kirkjunni verður útvarpað. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Guðbjörg Eiríksdóttir. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa KARLS MAGNÚSSONAR járnsmíðameistara. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem vottuðu okkur samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa KRISTINS INGVARSSONAR Organleikara. Sérstakar þakkir færum við Organistafélagi íslands, sóknarpresti, sóknarnefnd, kvenfélagi og kirkjukór Laugarneskirkju, svo og öllum þeim mörgu sem heiðr- uðu minningu hins látna. — Guð blessi ykkur ölL Guðrún Sigurðardóttir, Ingunn K. Þormar, Garðar Þormar, Sigrún Kristinsdóttir, Erlendur Sigurðsson, Kristín Kristinsdóttir, Kolbeinn Guðjónsson, og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför eiginkonu minnar og móður okkar ÖNNU MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR Vitastíg 9 A, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Þykkbæingum fyrir að- stoð og vináttu, blóm og samúðarskeyti. Fyrir mína hönd og aðstandenda. Jóhann Þórðarson. öll sú fyrirgreiðsla, sem unnt var. Síðan hún varð ekkja, hefir Tótla, auk þess að vera góð móð- ir sona sinna, verið skjöldur og skjól tuga — já hundruða — íslendinga sem liðsinnis þurftu í Khöfn, einkum þó sjúkra. Það er ekki að ástæðulausu, að land- ár úti kalli hana mömmu þeirra allra. Tugum skipta þau tilfelli, að hún hefir verið beðin af al- ókunnugu fólki að taka á móti íslenzkum sjúklingum, sem lækninga þurftu að leita úti, Jkoma þeim á spítala og annast ýmsa fyrirgreiðslu fyrir þá. Og tugum sinnum hefir það skeð, að komið hafa á spitalana í Dan- mörku islenzkir sjúklingar, mál- litlir og mállausir á danska tungu, og hafa þá spítalarnir hringt til Tótlu og beðið hana að koma og túlka mál þeirra og sinna ýmsum þörfum þeirra. Svo vel er Tótla þekkt á spítölunum í Höfn og starf hennar fyrir sjúka landa þar. Persónulega er mér kunnugt um það, að oft hef- ir Tótla eytt öllum sínum starfs- degi í það að vitja sjúkra landa á ýmsum spítölum í Höfn og úti á landi og annast margskonar fyrirgreiðslu fyrir þá. Það er fullvíst að enginn, sem ekki hefir átt vin eða vanda- mann á sjúkrahúsi erlendis, get- ur skilið til fulls hvérs virði það er, að eiga slíkan vin í raun, sem Tótla hefir reynzt sjúkum löndum í Danmörku. Með heim- sóknum sínum hefir hún stytt þeirra löngu daga, annast ýmsa fyrirgreiðslu fyrir þá, verið þeim vinúr og mamma, án þess að ætlast til endurgjalds, en bor=y' ið oft af þessu nokkurn kostnað og stundum verulegan. Um þetta er mér persónulega kunnugt, því Tótlu höfum við hjónin þekkt náið í rúm 46 ár, og dvalið á heimili hennar — eins og fleiri. Ibúðin hennar er ekki stór, en vel rúmgóð fyrir hana. En stundum er sofið á öllum gólf- um hjá henni af vegalausum lönduih. Tótla á mikið hjarta- rúm og þess vegna er líka óþrjót- andi húsrúm hjá henni. Til hennar hafa lika leitað ósjúkir landar, sem áttu bágt, vinnulausir, févana, svangir og vinaluausir á erlendri grund. Allra vanda gat Tótla leyst á einhvern hátt. Vissulega hefir Tótla eignazt marga góða og trausta vini vegna sjálfboðastarfs síns til hjálpar bágstöddmu löndum í Danmörku, og í dag liggja til hennar hlýir straumar þakklætis og blessunaróska fyrir allt, sem hún hefir af óeigingjörnum kær- leika gert fyrir svo marga ís- lendinga í Danmörku. Tótla er stórbrotinn persónu- leiki, imynd alls þess bezta sem með þjóð okkar lifir, ómetanleg- ur fulltrúi þjóðar sinnar á er- lendri grund, síveitandi af litl- um efnum, sannur íslendingur með konungshjarta. Vissulega ætti hún skilið opinbera viður- kenningu fyrir allt það, sem hún hefir fyrir þjóð sína gert, án endurgjalds. Starfsdagur Tótlu er orðinn langur og hefir oft verið erfiður; heilsa hennar er þverrandi. Ég vona samt að hún eigi enn mörg ár ólifuð, til blessunar fyrir alla hjálparvana landa, sem til Dan- merkur koma, því til æviloka verður hún hjálpandi og veit- andi, eins og hún hefir verið. Tótla mín! Þitt ævistarf hefir verið stórt og árangursríkt! í nafni allra þeirra hundraða ís- lendinga, sem þú hefir hjálpað á lífsbraut þinni, færi ég þér þakk- ir og heillaóskir um bjarta og góða framtíð. Lifðu heil, vel og lengí! Guðbjörn Guðmundsson. Málflutningsskrifstofa Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11 — Sími 19406. Benedikt Blöndal héraðsdómslögmaður Austurstræti 3. - Simi 10223. þannig var vængurinn útleikinn er flugvéiin lenti. - 24 örlagarikar Framhald af bls. 10 ið til sín og beðið sig að skipta um sæti við konu, sem sat við hliðina á tveimur börnum sínum, en vildi held- ur að karlmaður væri hjá þeim á þessari hættustund. „Ég gerði það“, hélt. hann áfram, „og í þann mund sagði flugstjórinn í hátalarann: „Við höfum lent í smávægi- legum erfiðleikum .... ja, ef til vill ekki rétt að kalla þá smávægilega . . . . “ Flestir farþeganna hlógu að þessum ummælum. Eldurinn var nú siokknaður, en sjá mátti, að brunnir smábitar voru enn að falla af vængendanum. Lend- ingin var þægileg og eðlileg. Ég var auðvitað hræddur meðan á öllu þessu stóð, ég held að allir hafi verið hrædd ir, en tilraunirnar til að róa börnin við hliðina á mér, gaf mér lítinn tíma til að hugsa um hættuna." Barby Twclvetrees, ung bandarísk stúlka, sagði m.a.: „Það voru tvö börn í sætirnu fyrir framan mig og tvö fyr- ir aftan. Þau voru svo róleg, að mér datt ekki í hug að láta óhemjulega. Þetta var eins og í jarðskjálfta, maður gerði það, sem manni var sagt af því að ekkert annað var mögulegt. Ég horfði út um gluggann og sagði við sjálfa mig: „Jæja, þarna fer vængurinn.“ ég sá logana blossa upp og hjaðna á víxl. Flugfreyjan sagði okkur að fara úr skón- um og bað okkur að vera ró- leg. Drengirnir áttu í erfið- leikum með að komast í björg unarvestin og ég og móðir þeirra hjálpuðum þeim. Þeg- ar því var lokið fór ég og hjálpaði flugfreyjunum að af- henda farþegunum kodda, ég veit alls ekki hvers vegna ég gerði það.“ Frú Eloi.se Parlette sagðist ekki hafa tekið eftir neinu óvenjuiegu fyrr en einhver kallaði: „Það er kviknað í vængnum." Og hún hélt áfram: „Ég tók eftir því að við vorum nálægt Golden Gate brúnni, og fékk á til- finninguna, að vélin myndi springa í loft upp. Dóttir okk- ar, sem sat á milli mín og föður síns, sagði við hann: „Pabbi! Heldurðu að ég deyi?“ „Allt í einu varð mikil sprenging“, sagði frú Kaleo B. Schröder, „síðan blossaði upp eldur og hreyfillinn féil af. Eldurinn magnaðist ogv börnin mín fórú að gráta. Ég man að dóttir mín sagði: „Mamma, eldurinn er að koma.“ Síðan tók væng- urinn að brotna og bútar úr honum féllu til jarðar, það var hræðilegt að horfa á það. Þeir sögðu okkur að fara í björgunarvestin, en bönnuðu okkur að losa sætisólarnar og hreyfa okkur, og þess vegna gat ég ekki hjálpað börnun- uim mmuim, sem voru hinum Louis Swanson, sem ferðað- megin við ganginn. Ég skil ist með konu sinni og tveim- ekki hvernig flugvélin hélzt ur sonum sagði m.a.: „Son- á lofti. Það var aðeins stór ur minn benti mér á að svartur stubbur eftir af öðr- kviknað væri í vængnum og um vængnum." Hreyfillinn féll á vegg verzlunar einnar á San Bruno-hæð- um. Myndin sýnir skemmdirnar á veggnum og hreyfilinn þar sem hann liggur í tveimur hlutwm í húsasundinu. I I I I I I ) \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.