Morgunblaðið - 11.08.1965, Page 17

Morgunblaðið - 11.08.1965, Page 17
Miðvikudagur 11. ágúst 1965 MORGUNBLADIÐ 17 ' — Hvort vildir þú heldur vilja ast Shakspeare eða Chaplin? spurði kennarkin Pésa litla. — Chaplin. — Hversvegna Chaplin? spurði þá kennarinn dapur, því hann hafði vænzt öðru og betra svari. — Vegna þess að hann er lif- •ndi ennþá, svaraði PésL -K — Ég vona að hún sé hljóð- deyfð. Ég ætla nefnilega að nota hana á bókasafni. íslendingur og Dani voru að bera saman frostið í heimalönd- um sínum og þegar Daninn var búinn að segja miklar og margar frægðarsögur af frostinu í Dan- mörku, sagði Islendingurinn: — Iss, þetta finnst mér nú ekki mikið. Eg sá einu sinni rollu stökkva yfir girðingu heima og var frostið svo mikið að hún fraus kyrr í loftinu. — En þetta getur ekki staðizt. Þetta mælir á móti þyngdarlög- málinu, sagði Daninn. — Ég veit það, svaraði fslend- ingurinn, en það var frosið líka. — Mamma, gefðu mér brjóst- sykursmola, sagði Jón litli við mömmu sína. — Já, en Jói minn, þú hefur þegar fengið þrjá, svaraði mamma hans. — Bara einn enn. — Jæja þá, en það er sá sein- asti. — Takk mamma, en ég verð að segja að þú hefur ekkert vilja- þrek. SARPIDONS SAGA STERKA Teiknari: ARTHÚR ÓLAFSSON Þess er getið, að vatn eitt var nærri garði jarls. Fóru menn þar oft á sund að skemmta sér. Svo bar til einn morgun, að jarl var snetnma á fótum og gekk til goðahúss síns. Logn var veðurs og sól skammt far- in. Jarl sér, að húsið var opið og hurð brotin. Honum bregð- ur mjög í brún og gengur þó inn. Sér hann þá, að goðin eru öll horfin og búningur allur og skraut þeirra liggur þar víðs vegar um gólfið. Verður hann þá bæði harmsfullur og reiður, gengur niður til staðarins og kallaði saman menn sína og seg- ir þeim, hvert véla var, og mælti síðan: „Það sver ég við goð vor, að sá maður, sem þetta illvirki hef- ir gjört, skal mæta þungri refs- ingu, en þann mann skal ég sæma miklu góðu, sem getur sagt mér, hver sá er, sem þessa vonda verki veldur“. JAMES BOND Eftir IAN FLEMING Chiffre. Þú verður i umsjá Felix Leiter. — Ég vona að allt muni fara vel — — Ah, það var ekkert. Þú getur fylgzt með spilinu þegar fjör fer en . . . -K — Ég vona að þú hafir beðið núna um tafarlausa hjálp. Picasso sat á gangstéttarveit- ingahúsi í París og allt í einu datt honum í hug að spyrja þjón- inn hvað hann álíti um málverk síns. — Herrann verður að fyrir- gefa, svaraði þjónninn, en ég verð að játa að ég skil þau ekki alltaf. — En, skiljið þér kínversku, spurði Picasso. — Nei. — Það er ágætt, þvf að það eru 500 milljónir, sem gera það. Júmbó sá strax, að ekki mætti mótmæla yfirlækninum. — Já, Spora hefur vist ekki verið gætt vel, sagði hann. En þar sem hann er góður vinur minn og pró- fessorsins . . . haldið þér þá ekki að við hefðum betri tök á að hjúkra honum heima hjá okkur? — Nei, sagði yfirlækn- irinn, það kemur ekki til mála. Við þorum ekki einu sinni að halda honum hér. — Hann verður brátt fluttur burt . . . — . . . en ég skal láta yður vita um líðan hans. Verið þér sælir og þökk fyrir ina- litið. — Mér geðjaðist ekki að honum, sagSI Júmbó, þegar þeir voru komnir aftur út á götu. — Nei, svaraði Mökkur, en ef hana ER nú í rauninni veikur? KVIKSJÁ Fróðleiksmolar til gagns og gamans SAGNFRÆÐINGUR, SEM ER ÞUNGUR ÁMETUNUM Þegar sem ungur maður var enski sagn- fræðingurinn Edward Gibbon (1737—94) óvanalega feitur. Þetta hindraði hann þó ekki í því að vera kurteis þegar konur voru annars vegar. Þó gat fitan oft orðið honum til mikilla óþæginda í þessu efni. Þegar hann var á leið heim frá Róm (1764), en það var einmitt í þeirri ferð, sem hann fékk hugmyndina að hinu mikla verki sínu: „Hnignun og hrun rómverska ríkisins“, staldraði hann við í Lausanne í Sviss og þar varð hann mjög ástfanginn af hinni fögru frú de Grouzas. Dag nokk- urn, þegar hann var einn með henni, féll hann á kné og játaði henni ást sína. Hún neitaði honum kurteislega, en ákveðið. En þegar hann hélt áfram að liggja á hnján- um fyrir framan hana, sagði hún óþolin- móð: „Standið upp, herra Gibbon“. Eu hann varð að svara — sem satt var — að hann gæti ekki staðið upp (vegna þesa hve feitur hann var), svo að hún varð aS kaila á þjón til þess að hjálpa veslingu Gibbon á fætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.