Morgunblaðið - 31.08.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.1965, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ I>riðjudagur 31. ágúst 1965 Hjartanlega þakka ég öllum nær og fjær sem minntust mín með hugljúfri vinsemd, gjöfum og góðum óskum á sextíu ára afmæli mínu 21. ágúst s.L Friður Guðs og kærleikur sé með ykkur öllum. Hjörleifur Guðmundsson. Alúðarþakkir færi ég öilum sem heiðruðu mig á sex- tíu og fimm ára afmæli mínu 19. júli s.l. með blómum, skeytum, gjöfum og hlýjum kveðjum. — Bið ég algóðan Guð að styrkja þá alla sem greitt hafa götu mína fyrr og síðar. — Lifið heil. Sesselja Jónasdóttir frá BorgarnesL Tókum upp í morgun Þýzk drengjaföt í mörgum stærðum og litum. Verzlunin Manchester Skólavörðustíg 4. FASTEIGNA-OG VERÐBRÉFASALA Hafnarfjörður Til sölu Tvíbýlishús í smíðum við ölduslóð. Hvor hæð verður alveg sjálfstæð, sér inngangur, sér hiti. Grunnflötur 146 ferm., 4 svefnherbergi, stórt hol, 2 stofur, eldhús og bað, sér snyrtiherbergi. Húsið selst fokhelt eða lengra komið, ásamt bilskúrum. Ólaffur Þorgrímsson nn. Austurstræti 14, 3 hæö - Slmi 21785 Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Skólavörðustíg 41, andaðist í Landakotsspítala sunnudaginn 29. ágúst. Jón Bjarnason og börn. Faðir okkar BJARNI ÍVARSSON bókbindari, andaðist að Landakotsspitala aðfaranótt mánudagsins 30. þessa mánaðar. Börnin. Eiginmaður minn, sonur og faðir, ADOLF GUÐMUNDSSON yfirkennari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 1. september kl. 13:30. Guðríður Egilsdóttir, Soffía Baldvinsdóttir, Friðrik Adolfsson, Þórður Adolfsson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi JÓN JÓNSSON Sjólyst., Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju miðviku- daginn 1. sept. Athöfnin hefst að heimili hins látna kL 1 e.h. — Bilferð verður frá B.S.Í. kl. 11,30. Börn hins látna Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför OTTÓS OLSEN Eiginkona, börn, tengdasynir og barnaböm. Innilegar þakkir færum við öllum fjær og nær sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát- og jarðarför HELGU JÓNSDÓTTUR Faxabraut 30, Keflavík. Valdemar Gislason, böm, tengdaböra og bamaböra. Nico'ai Þorsteinsson Minning Þín hugsun skýr, en hlý og viðkvæm lundin KVEÐJA frá eiginkonu og börnum. Þótt blærinn andi blítt um strönd og voga, ég ber í hjarta djúpan, sáran trega. Þú varst og ert og verður eilíflega mitt vonaljós á meðan stjörnur loga. Ég man þá daga, man þær ljósu nætur við mættumst ung og brostum heitum vörum, og þá var gleði og gáski í leik og svörum. Þá greri ástin sæl við hjartarætur. Við áttum samleið ljúf og létt var gangan í láni og raun tnn grýttar ævibrautir. Með þér var sælt að sigra allar þrautir í sorg og gæfu ævidaginn langan. Og börnum okkar öruggur og góður þú ávallt reyndist, kæri hjartansvinur. Því ávallt varstu okkar trausti hlynur í önn og hvíld. Og gull þinn hjartans sjóður. og heill þú gekkst og trúr að öllum störfum. Og bezt þér tókst að bæta úr vina þörfum og blessa og prýða, traust og hög var mundin. Við komum bljúg og heitt af hjarta þökkum þann hug, sem jafnan vakti og gaf hið bezta. Það skulum við í sál og sinni festa, í sorg og gleði blessa muna klökkum. Svo krjúpum við að lágu leiði þínu í ljúfri bæn, sem flutt er höfgum tárum og blessum allt frá ljúfum, liðn- um árum svo ljúft ég vef þig enn að hjarta mínu. ÁRE. L. t Nicolai Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 30. júni 1896. Lézt á heimili dóttur sinnar og tengda sonar, Sauðárkróki, 2. ágúst 1965. Foreldrar hans voru Guðný Brynjólfsdóttir og Þorsteinn Jó- hannesson trésmiður. Þau eignuð ust 4 börn og eru tvö þeirra á lífi: Kristín, ekkjufrú á Berg- E!nkaritari Ung stúlka, er lokið hefur V. í. og verið útskrifuð með „DIPLOMA“ frá Berkeley Secretarial School New York, óskar eftir einkaritarastöðu við enskar bréfaskriftir. Er fær um að taka enska hraðritun 125 orð á mínútu og 50 orð á mínútu í vélritun. Tilboð merkt: „Einkaritari — 2123“ sendist blaðinu. T!lkynning frá Háskóla íslands Skrásetning nýrra stúdenta i Háskóla Islands hefst miðvikudaginn 1. september 1965 og lýkur fimmtu- daginn 30. september 1965. Við skrásetningu skulu stúdentar afhenda ljósrit eða afrit af stúdentsprófsskírteini og greiða skrá- setningargjald, sem er 1000 krónur. Þeir stúdentar, sem vilja leggja stund á verkfræði, tannlækningar eða lyfjafræði lyfsala, eru beðnir að láta skrásetja sig fyrir 15. sept. íbúðir til sölu Til sölu eru 2ja og 3ja herbergja íbúðir í Vestur- bænum í Kópavogi. Seljast í byggingu. Sér þvotta- bús fyrir hverja íbúð. Suðursvalir. Bílskúrsréttindi. Teíkningar til sýnis á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4. — Sími 14314. Skemmtilegar íbúðir Til sölu eru 2ja, 3ja og 5 herb. íbúðir í sambýlis- húsi á góðum stað við Hraunbæ, Árbæjarhverfi. Seljast tilbúnar undir tréverk og sameign úti og inni fullgerð. Hagstætt verð. Teikmng til sýnis hér á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 Sími 14314. staðastíg 31 B, var elzt þeirra barna, og Ragnar bifvélavirki hjá Landsímanum, næst elztur. Nicolai var yngstur. Eitt barna þeirra dó tveggja ára, sem Har- aldur hét. Föður sinn missti Nicolai er hann var 10 ára og byrjuðu því systkinin snemma að vinna fyrir sér, til að létta undir með móður sinni, sem var afburða dugleg kona. 1911 byrjaði hann að vinna í vélsmiðju Valdimars Poulsens og vann þar í full 3 ár, þá réði hann sig á norskt skip, 1914, og var á því 8—9 mánuði. Þetta var á fyrsta ári fyrri heimsstyrjald- arinnar. Strax og bílarnir fóru að flytj- ast inn í landið fékk hann áhuga á þeim. Páll Stefánsson flutti inn í landið árið 1918 ósamsetta bíla og tók Nikolai að sér ásamt bróð- ur sínum, Ragnari, að setja bíl- ana saman. Unnu þeir að því á verkstæði Páls, sem þá var þar sem nýi Útvegsbankinn er nú í miðbænum. Verkstjórn hafði hann á hendi hjá Jóhanni Ólafs- syni um 20 ára skeið. Um nokk- urra ára bil hafði hann eigið verk stæði í félagi með tveim öðrum mönnum. Hann var einnig feng- inn til að koma á stað verkstæði fyrir Kauppfélag Árnesinga á Selfossi. Meistaraprófi í bifvéla- virkjun lauk hann hjá General Motors 1928, einnig hafði hann meistarapróf í vélvirkjun. Þegar félag bifvélavirkja var stofnað, var hann einn af stofnendum þess og fyrsti gjaldkeri þar. Sein ustu ár ævinnar vann hann á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur- borgar. Nicolai kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sigríði Ólafsdóttur, 14. maí 1921. Þau áttu saman sex börn, sem öll eru gift. Barna- börnin eru nú orðin tuttugu. Nicolai naut trausts yfirboðara sinna og samverkamanna og raun ar allra, sem eitthvað höfðu sam- an við hann að sælda. Hann var prúðmenni í allri framkomu, létt- ur í tali og fyndinn og þótti þvl öllum góður félagi. Aðaláhuga- mál hans var að búa sinni góðu konu og börnum gott heimili og góða framtið. Naut hann þar að- stoðar sinnar ágætu konu í rík- um mæli, vegna dugnaðar henn- ar, ráðdeildarsemi og hjarta- hlýju. Ég votta eftirlifandi konu hans, börnum og öðrum skyldmennum og vinum, einlæga samúð mína. Vinur. Bilslys á Akureyri Akureyri, 28. ágúst. TVEIR bilar skullu saman & gatnamótum Tryggvabrautar og Glerárgötu um kl. 11 i morgun. Fólksvagn, sem kom austan Tryggvabraut valt við árekstur- inn, en 3 menn, sem í honum voru, sakaði ekki. Lítill Ford junior kom norðan GlerárgötU, sem er aðalfbraut, og lenti á hægri hiið fólksvagnsins aftan- verðri, þegar hinn síðamefndi ætláði að skjótast yfir aðal- brautina. ökumanninn í júniorn um sakaði ekki heldur. í gærkvöldi um kl. 11 valt júnior ofaní gryfju í Gderárgötu, gegnt lögreglustöðinni, en verið er að undirbúa malbíkun göt; umuirv,Engan sakaði, — Sv. P,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.