Morgunblaðið - 31.08.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.08.1965, Blaðsíða 23
Þriðjuðafur 31. ágúst 1965 MORGUNBLADIO 23 — Afmæliskveðjur Framhald af bls. 14 átti. Mun Sigurður hafa verið eirrn hinna fyrstu skipstjóra, er Geir réði til sán. Svo vinsaell var hann af samferðamönnum sínum að honum var tvisvar haldið samsæti í viðurkenning- arskyni fyrir störf hans og dug í þágu sjómanna stéttarinnar. Asgeir faðir frú Herdísar var eonur Þorsteins Þorleifssonar frá Hjallalandi í Vatnsdal. Kona Þorleifs og móðir Þorsteins hét Helga og var ýmist kölluð Helga skáldkona eða Hjallalands- Helga. Þótti hún merk kona og gáfuð og hinn mesti kvenskör- ungur. Þorsteinn afi frú Herdísar kvaentist Herdísi Jónsdóttir prests að Undirfelli, Eiríkssonar prests Bjarnasonar bónda í Djúpadal í Skagafirði. Hófu þau búskap í Kjörvogi á Ströndum og búnaðist vel. Sagt er, að fyrstu nóttina, sem Þorsteinn svaf í Kjörvogi, hafi hann dreymt að maður guðaði á glugg ann og kvað vísu. Ég kann ekki vísuna, en sagt er að Þorsteinn hafi ráðið hana á þann veg að hann mundi lifa 24 ár í Kjör- vogi. Það rættist. Hann drukkn- aði á Húnaflóa á leið heim úr kaupstað og hafði hann þá bú- ið 24 ára í Kjörvogi. Þorsteinn var haefileika maður ©g landskunnur á sinni tíð. Framsýnn var hann. Töldu sum- ir, að hann vissi margt fyrir. Vísu hefi ég heyrt sem bendir til, að þetta sé rétt. Synir þeirra hjóna voru á sjó, en rok gerði og kom Herdis inn til manns eíns og kvaðst vera hrædd um drengina. Þá mælti Þorsteinn þessa vísu af munni fram: ( Ekkert guði er um megn, ég hans náðir þekki. Minna verður rok en regn, raunum kvíði ég ekkL f I Rétt á eftir lægði storminn, en regn félL Kona, séra Jóns Eiríkssonar var Björg Benediktsdóttir, Hall- dórssonar klausturhaldara á Reynistað. Er sú ætt alþekkt. Ég fer ekki frekar út í ætt færslu. Þetta nægir og sýnir að frú Herdís er komin af sterk- um stofnum, anda ber hún þess merki. Þegar Herdís var nokkra vikna gömul dó faðir hennar. Var þá Rannveig ein eftir með hana. En nokkrum árum siðar giftist hún Páli Matthíassyni skipstjóra. Hann var valmenni og reyndist Herdísi ávallt sem bezti faðir. Tvö börn eignuðust Iþau Páll og Rannveig, Sigurð og Mattheu. Þau eru dáin fyrir mörgum árum. Árið 1920 giftist Herdís Tryggva Ófeigssyni, sem þá var stýrimaður, en síðar skipstjóri og útgerðarmaður hér í Reykja- vík. Hann er svo kunnur sjó- sóknari og athafnamaður að hann þarf ekki að kynna. Hlut- verk Herdísar verður hið sama og annarra húsmæðra, sem eiga menn sína á sjónum, að annast heimili og börn í fjarveru mannsins og stjórna öllu sem varðar heimilið og hag þess. Það verður ekki sagt annað en starf •jómannskonunnar sé víðtækt og vandasamt. Það kemur í hennar hlut að fara með það fé, er maður hennar aflar. Það er allt komið undir hagsýni henn ar, hve drjúgt það verður. Það kemur líka í hennar hlut að ala upp börnin og gera þau að nýt- um mönnum í þjóðfélaginu. Þetta hefir frú Herdísi tekizt með prýði. Þau hjón hafa átt fimm börn, sem öll eru vinsæl og virt af samferðamönnunum, og er það mikið lán, mikil bless- un. Á þeim tuttugu eða rúmu tutt- ugu árum, er Tryggvi stundaði sjóinn, mun Herdís oft hafa 'borið kvíða í brjósti, oft hafa leitað guðs í bæninni, er aftaka veður gerði, og fregnir komu um skipstapa og hrakninga á •jó. Fljótt kom I ljós að Herdís þurfti engu að kvíða hvað fjár- hags afkomu snerti. Maður henn v var mikill sjósóknari og með aflahæstu skipstjórum landsins og færði meiri og meiri björg í búið. Herdís bjó manni sínum og börnum vistlegt heimilL þar sem börnunum var innrætt trú á guð og trú á mátt bænarinnar og hlýtt var á messu, í útvarp- inu, á hverjum sunnudegi, ef fjölskyldan fór ekki í kirkju. Hún kenndi börnum sínum fað- ir vorið, blessunarorðin og fagra sálma og innrætti þeim virðingu fyrir krossmarkinu og helgum siðum. Enginn efi er á því að slíkt uppeldi hefir sín áhrif og er til fyrirmyndar. Það verður lengst af hlut- skipti sjómannskonunnar að bera kvíða og ugg í brjósti, liggja andvaka og hlusta á stormgnýinn úti fyrir. Hún veit sem er að hamfarir náttúruafl- anna birtast oft í hinni ægileg- ustu mynd. Þá mun Herdís hafa leitað guðs í bæninni. Guð heyrði bæn hennar og gaf henni manninn heilan heim eftir tutt- ugu ára strit og vosbúð, sem lífi sjómannsins er samfara. En eftirtekjan var góð. Hugur Tryggva miðaði ávallt að því að sjá konu sinni og börnum vel farborða. Honum tókst það með sæmd. Mig grunar samt að þau hafi ekki setið ein að afl- anum. Á hverju ári gefa þau stór fé til líknarstofnana. Þau vilja ekki hafa hátt um það og ég býst við að fá óþökk fyrir að hafa orð á því hér. En þess ber að geta, sem gert er. Ber að þakka Tryggva þetta engu síður en Herdísi. Því er enn svo háttað í þjóðfélagi okkar, að konan hefir engan rétt til að gefa af sameiginlegu fé þeirra, nema mel leyfi mannsins. Mun Tryggvi %r ilt hafa verið í ráð um með konu sinni og ekki latt hana. Hin ljúfa og yfirlætislausa framkoma þín hefir aflað þér fjölda vina og kunningja. Til þín munu í dag streyma hlýir hugir og þakkir hinna mörgu kvenna, sem notið hafa hvíldar og hressingar í „Orlofi hús mæðra“. En þú vannst að því máli með mikilli þrautseigju og dugnaði. Þótt fleiri eigi hlut að máli, ber fyrst og fremst að þakka þér. Sjálf sendi ég þér, ‘manni þín- um og börnum kærar kveðjur. Ég þakka vináttu þína, tryggð og frændrækni og árna þér gæfu og gengis á síðsumardögunum. Elínborg Lárusdóttir ★ „Fögur sál er ávallt ung. . “ Herdís Asgeirsdóttir sjötug1 Fréttin barst mér í gærkvö. * og kom mér svo gjörsamlega á óvart, að ég tók ekki við mér strax, eins og nú c haft að orð- taki. Sjötíu ár! Það lítur ekki út fyrir, að það séu nein ósköp lengur, því að mér finnst hún Herdís standa enn svo ung og keik í miðjum straumi lífsins, og ekkert lát sé á baráttu henn- ar fyrir því, sem henni er hug- fólgið. — Það er kunnara en frá þurfi að segja, heldur ekki hægt að gera því nein viðhlýtandi skil í stuttri blaðagrein, hve djarft og ötullega frú Herdís Ásgeirsdótt- ir hefur barizt fyrir Orlofsmál- inu svonefnda (orlofi hús- mæðra). Þrátt fyrir vanheilsu og fötl- un, sem stafaði af slysi vetur- inn áður, stjórnaði frú Herdis fyrstu orlofsdvöl reykvískra hús mæðra, er valinn var staður á Laugarvatni í Laugardal snemm sumars 1961. Það var enginn gustukabrag- ur yfir þessari orlofsdvöl. Og eftir henni munu hinar seinni hafa verið sniðnar, þó að skipt hafi verið um dvalarstaði, stjórn endur og starfslið. En oftast hygg ég að frú Herdís hafi verið húsmóðir orlofskvennalhópanna frá Reykjavík. Höfðingslund, menningarást og kærleiksþel Herdísar mótaði orlofið frá upp- hafi. Allt frá fyrsta orlofinu á Laug arvatni voru allir reiðu- búnir að gera sitt bezta til að orlofsdagamir yrðu óslitinm veizlufagnaður, veitingar voru rausnarlegar, hverskonar starf vel af hendi leyst. Hverjum degi lauk með kvöldvöku, sem frú Herdís skipulagði. Hún leitaði jafnan til þeirra, sem eitthvað gátu lagt af mörkum til skemmt unar, þátttakan var almenn, því að það kom brátt í ljós, að marg ar af konunum höfðu góðar söngraddir, ennfremur kunnu margar að segja vel frá og lesa upp. Það þóttu tíðindi, að í fyrsta orlofskvennahópnum voru fimm skáldkonur, allar þjóð- kunnar. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu, að annað eins fjör gæti ríkt þar sem meiri hluti kvenna væru komnar á miðjan aldur, en sumar á efri ár. En kringum Herdísi var alltaf glatt á hjalla, gamanyrði og dillandi hlátur. Hafi hún hjartans þökk fyrir þær dýrmætu gleðistundir, því að stundum var ekki djúpt á sorgum og áhyggjum, og það vissi okkar góði verndarandi. Ég veit, að margar konur, sem við þekkjum báðar muni vilja taka undir þessi þakkarorð til þín, og ég hugsa til þeirra, er ég rita þetta, og mæli jafnframt fyrir munn þeirra. Svo sem ég gat um í upphafi máls míns frétri ég ekki af af- mæli frú Herdísar fyrr en í gær- kvöldi og þar sem ég ligg lágt með litla krafta gat ég ekki lagt í að skrifa þá áfmælisgrein, sem þú værir fullsæmd af, Herdis mín. En seinna vildi ég, ef ég verð maður til þess, halda til haga dýrmætum minningum frá samverustundum okkar. Kæra afmælisbarn, ég árna þér og öllu, sem þú annt gæfu og gengis. Reykjalundi, 27. ágúst 1965 Þórunn Elfa. Hér með tilkynnist, að ég undirrituð hefi selt frú Maríu Dalberg snyrtistofu mína á Skólavörðu- stíg 21 A hér í borg og vil ég mælast til þess, að fyrri viðskiptavinir mínir beini viðskiptum sínum þangað áfram. Reykjavík, 26. ágúst 1965 Virðingaifyllst, Margrét Hjálmtýsdóttir. Samkvæmt framanrítuðu, hefi ég keypt snyrtl- stofu frú Margrétar Hjáimtýsdottur, Skólavörðu- stíg 21 A hér í borg og mun ég framvegis reka hana undir nafninu Snyrtástofiin IViaja Reykjavík, 26. ágúst 1965 Virðinga rf yllst, María Dalberg. Iþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 1. sept. Baðstofuböðin byrja einnig sama dag. IMeta og línuspil 2 — 3 tonna línuspil, án dælu, óskast til kaups nú þegar. Upplýsingar i síma 22000 eða hjá Ágústi Matthíassyni, sími 2041, Vestmannaeyjum. Skrifstofur á góðum stað í bænum til leigu. Tilboð merkt: „77“ sendist afgreiðslu Morgunblaðsns. S NYRTISTOFAN mf tilkynnir Ö N N XJ M S T : Andlitsböð, unglinga, andlitsböð (húðhreinsun). kvöldsnyrtingu (make-up), vaxmeðhöndlun, litanir, augabrúnir og augnhár, handsnyrtingu o. fl. Á snyrtistofunni verða til sölu Max Factor snyrtl- vörur og Milopakrem. Skólavörðustíg 21 A — Sími 17762. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands verður haldinn í Tjarnarbúð uppi þriðjudaginn 7. sept. 1965 kl. 20. D A G S K R Á : 1. Venjuleg aftalfundarstörf. 2. Önnur mál. STJÓRNIN. Kennara vantar við barna- og unglingaskólann Vatnsleysu- strandarskólahverfi, Gullbringusýslu. Upplýsingar gefa skólastjóri eða skólanefndarformaður. Símstöð Vogar. Hraðritari Stórt útflutningsfyrirtæki óskar eftir vönum hrað- ritara nú þegar. Vinna hálfan daginn kemur til greina. Einnig kemur til mála að ráða góða vél- ritunarstúlku. Tilboð sendist afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 4. september, merkt: „Gott starf — 2131“. Danskar peysur Nýkomnar danskar dömu og barnapeysur. ÁSA Skólavörðustíg 17 — Sími 15188.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.