Morgunblaðið - 31.08.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. ágúst 1963 Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar'og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FELA GSHEIMILIÐ Á BLÖNDUÓSI L síðustu árum hafa verið reist mörg myndarleg fé- lagsheimili víðsvegar um land. Hafa þau átt ríkan þátt í að bæta aðstöðu fólksins í strjálbýlinu tií félagslífs og margskonar menningarstarf- semi. Fram á síðustu áratugi voru flest samkomuhús út um land óvistlegir og ófullkomnir kumbaldar, sem sízt voru til þess fallnir að stuðla að fjöl- breyttu félagslegu samstarfi fólksins. Á þessu hefur orðið geysi- leg breyting frá því að félags- heimilasjóður var stofnaður með lögum árið 1947. En eins og kunnugt er rennur nokkur hluti skemmtanaskatts til þess að styrkja samkomuhúsa byggingar í landinu. f>eir sem heimsækja Blöndu ós-kauptún fá þar tækifæri til að sjá og kynnast einu glæsilegasta og fegursta fé- lagsheimili landsins. Með byggingu þessa félagsheimilis urðu þáttaskil í félagsmálum Húnvetninga. Allur frágang- ur þessa húss er svo vandað- ur að til fyrirmyndar verður að teljast. í húsinu eru tveir stórir samkomusalir. Er annar þeirra ætlaður fyrir almennt skemmtanahald og er hann í senn glæsilegur og öllu þar haglega og vel fyrir komið. Hinn salurinn er hins vegar fyrst og fremst ætlaður til kvikmyndasýniríga og leik- sýninga. Vekur það sérstaka athygli hversu glæsilegt leiksvið þess ara salarkynna eru. Öll að- staða til leiksýninga, hljóm- leika og almenns skemmtana- halds í hinu nýja félagsheim- er því einkar góð. Sumir munu vafalaust telja að hér sé um óþarfan íburð að ræða í samkomuhúsi til- tölulegra fámenns byggðar- lags. Sannleikurinn er þó sá að hið nýja félagsheimili á Blönduósi er mjög svipað að búnaði og mörg hinna nýju veitinga- og samkomu- húsa í stærri kaupstöðum landsins. Ekkert er eðlilegra en að fólkið úti um landið vilji skapa sér svipuð skilyrði til félags- og menningarlífs og fólkið í þéttbýlinu. Blönduósbúum og raunar Húnvetningum öllum er sómi að hinu nýja félagsheimili. Það er menningarstofnun, sem mun eiga ríkan þátt í að gera félags- og menningarlíf í héraðinu fjölbreyttara. Það mun jafnframt glæða trúna á framtíðina á staðnum og ná- lægum sveitum, fullnægja þörfum ungra og gamalla fyr- ir heilbrigða skemmtun og gróandi menningarlíf. Auðvitað er hægt að mis- nota alla góða hluti, fögur og smekkleg samkomuhús ekki síður en annað. Það mun þó mála sannast að öll umgengni og framkoma fólksins í hin- um nýju og glæsilegu sam- komuhúsum sé ólíkt betri og menningarlegri en meðan samkomustaðirnir voru óvist- legir og snauðir af fegurð og þægindum. Því miður á félagsheimila- sjóður nú við mikla f járþröng að búa. Væri æskilegt ef hægt væri að bæta hag sjóðsins á næstunni. En auðvitað er ekki hægt að gera allt í einu á þessu sviði frekar en öðrum. Óhætt er að fullyrða að að hinum nýjufélagsheimilumog samkomuhúsum í landinu yfirleitt sé mikill menningar- auki. ÁS / HVERA- CERÐI písli Sigurbjörnsson for- ^ stjóri hefur stjórnað elli- heimilismálum Reykjavíkur af myndarskap og sérstæðri stjórnsemi. Munu allir, sem til þekkja sammála um að hann hafi unnið mikið og gott starf á þessu sviði. Síðasta framkvæmd hans er uppbygg ing útibús frá elliheimilinu Grund austur í Hveragerði. Morgunblaðið hefur nýlega átt þess kost að kynna sér starfsemina þar fyrir austan og sjá hvernig þar er búið að gamla fólkinu. Er óhætt að fullyrða að hún sé til fyrir- myndar. í Ási, en svo heitir útibú elliheimilisins í Hveragerði, eru rúm fyrir 50 vistmenn. Búa margir þeirra í smáhús- um, sem nú eru 14 talsins, en af þeim eru 4 eign Árnes- sýslu. Hin á elliheimilið Grund, sem er sjálfseignar- stofnun. Þegar komið er að Ási vek- ur það sérstaka athygli, hversu umhverfið er þar fag- urt og snyrtilegt. Öll um- gegni bæði utan húss og inn- an er þar og til fyrirmyndar. Trjá og blómarækt setur svip hlýju og fegurðar á staðinn. Það sem mestu máli skiptir er að gamla fólkinu líður þar vel. Þess ber að geta, sem vel vel er gert, ekki síður en hins sem miður fer. Það vill þó oftast verða þannig að gagn- rýnin verður háværari en viðurkenningarorðin. Ás í Hveragerði er fagur og frið- ."'•V'-V VJXJ UTAN Uf ~ - / ( HEIMI ' \ , m Henry Griinbaum, hinn nýi f jármálaráóherra Dana. Ivar NjSrgaard efnahagsmála- ráóherra. Poul Hansen fyrrverandi fjármálaráðherra. Ráöherraskipti í Danmörku í FJÓRÐA sinn á fjórum ár- um hafa orðið ráðherraskipti í fjármálaráðherraembætti Danmerkur. Sem kunnugt er, sagði Poul Hansen fyrrv. fjár málaráðherra af sér nú fyrir skömmu og við tók Henry Grunbaum fyrrverandi efna- hagsmálaráðherra. Ástæðurn- ar fyrir þessari breytingu á dönsku stjórninni munu fyrst og fremst vera, að Poul Han- sen muni ekki hafa treyst sér af heilsufarsástæðum að gegna embætti fjármálaráð- herra lengur, en það er erfitt starf og hafa fyrirrennarar hans í því embætti undanfar- in ár einnig orðið að láta af L störfum sökum heilsubrests, sem átt hefur rót sína að rekja að meira eða minna leyti til hirís erfiða starfs. Hinn nýi fjármálaráðherra, Henry Grúnbaum, hefur ver- ið efnahagsmálaráðherra Dan merkur síðustu 11 mánuðina og þótti sjálfsagður fjármála- ráðherra, er ráðherraskipti urðu nú. Honum hefur skotið upp á himinn danskra stjórn- mála með furðu snöggum hætti. Faðir hans var skó- smiður. Sjálfur lærði Henry Grunbaum leturgröft, en það fullnægði honum ekki. Hann vildi menntast, lauk stúdents- prófi og síðan emhættisprófi. Hann varð hagfræðingur 1949. Á meðan að styrjöldinni stóð, varð hann að flýja land og fór til Stokkhólms. Hann vann lengi sem tölfræðingur hjá danska alþýðusambandinu og sem blaðamaður við blaðið „Aktuelt", unz hann 1956 tók til starfa fyrir danska verka- sæll reitur og hollur dvalar- staður þeim, sem aldraðir eru eða lasburða. BRAMSNÆS Tlífeð Bramsnæs, fyrrverandi fjármálaráðherra og þjóð bankastjóra í Danmörku er merkur og góður maður til moldar hniginn. Hann var fjármálaráðherra Dana í fyrstu stjórn jafnaðarmanna árið 1924 og var jafnan einn þeirra manna, sem mest til- lit var tekið til á sviði fjár- mála og efnahagsmála í Dan- mörku. Hann var einarður maður og stefnufastur og hik aði ekki við að segja skoðun sína, jafnvel þótt hún væri flokki hans óhagstæð. Bramsnæs var einn af stofnendum Norræna félags- lýðssambandið, en í málgagn þess hefur hann oft vakið al- mennar umræður með skrif- um sínum, sem náð hafa til landsins alls. Henry Grunhaum hefur stundum verið talinn sýnu „rauðari" en fyrirrennari hans, Poul Hansen, þ.e.a.s. mun vinstrisinnaðri. Með engu móti er samt unnt að nota það orð sem almenna lýsingu á manninum. Ferill hans sem stjórnmálamanns virðist benda til þess, að hann hafi lært af reynslunni og viti fullkomlega, hvaða leiðir séu færar og hverjar ekki. Grúnbaum tekur nú við em- bætti fjármálaráðherra, þegar viðhorf og ástand í dönskum fjármálum eru í senn flókin og varasöm. Hann verður nú að hefja erfiðar samningaum- leitanir, þar sem andstæðing- ar hans eru fullir tortryggni um, að hann sé langt til vinstri í flokki sínum, en hann hlýtur að gera sér grein fyrir því, að hann verður að leita nær miðjunni í von um að ná árangri, ellegar á hann á hættu, að tími hans í em- hætti fjármálaráðherra verði enn skemmri en sem efna- hagsmálaráðherra. Henry Grúnbaum á ekki sæti á þjóðþingi Dana, en það eiga tveir aðrir ráðherrar 1 dönsku ríkisstjórninni ekki heldur, þeir Hans Sþlvhþj menntamálaráðherra og hinn nýi efnahagsmálaráðherra Ivar Nþrgaard. — ★ — Ivar Nþrgaard er 43 ára að aldri og hagfræðingur að mennt. Hann var áður aðal- ritstjóri við blaðið „Aktuelt", helzta málgagn danskra jafn- aðarmanna. Hann hefur einn- ið verið talinn vera í vinstra armi flokks síns. f blaðavið- tali, sem haft var við hanri, er hann varð efnahagsmála- ráðherra nú fyrir skemmstu, koma þó fram skoðanir, sem fremur benda til hins gagn- stæða. Þar sagði hann m.a., að hvað snerti þjóðnýtingu, þá skipti þar mestu máli, að láta kennisetningar ekki móta við- horf sitt. Það sem meira máli skipti, væri, hvort fyrirtæk- in gætu þrifizt. Hið opinbera ætti að mega taka að sér stjórn fyrirtækjanna eða gera þau að ríkiseign, ef samkeppn in væri ekki nóg. Varðandi samkeppni fyrir- tækja sagði hann ennfremur í sama viðtali, að af hálfu hins opinbera ætti að afnema allt eftirlit, sem hindraði sam- keppnina. — ★ — Ólí'klegt er, að Poul Han- sen, sem nú hefur látið af embætti fjármálaráðherra, sé horfinn að fullu og öllu af himni danskra stjórnmála. Hann hefur sjálfur látið svo um mælt, að hann hefði þörf fyrir hvíldarár, og telja má nær víst, að hann muni, er hann hefur notið nauðsynlegr ar hvíldar, aftur láta til sín taka, en á hann hafði verið litið sem „krónprins“, þ. e. líklegastan eftirmann Jens Otto Krags, yrði hinn síðar- nefndi að láta af störfum. Rússar saka Boadaríkjaiueon um njósnir fyrir Þjóðverjn MoSkvu, 28. ágúst, NTB-AP. BANDARÍSKA sendiráðið í Mosikvu tilkyrinti á laugardag, a'ð sovézk yfirvöld hefðu hand- tekið og yfirheyrt bandarískan rí'kisbongara eftir að sovézka blaðið Izvestia hafði sakað hann um að hafa njósnað fyrir Þýzka- ins í Danmörku árið 1919 og formaður þess um árabil. Má óhikað telja hann meðal helztu forvígisrpanna nor- rænnar samvinnu á Norður- löndum. Hann kom hingað til íslands og var íslendingum mjög velviljaður. Margir vin- ir hans hér á landi munu minnast þessa merka Dana með þakklæti og hlýhug. land í heimsstyrjöldinni síðarl og fengi'ð rússneska fanga til liðs við sig. Maður þessi heitir Georg B. Nepaniah, og starfaði við banda- rfe'ka ‘arkitekúrsýningu sem til þessa hefur verið haldin í Minsk en átti að flytjast til Moskvu þann 17. september n.k. Hafði Rússi einn, sem sat um skeið í fangabú'ðum á stríðsárunum séð Nepanich á sýningu þessari og þekkti þar aftur njósnarann. Hann hefur nú verið fluttur frá Minsk til Moskvu. Banda- ríska sendiráðið hefur lagt fram mótmæli hjá sovézka utanríkis- ráðuneytinu og vísað á bug á- kærum Izvestia. Sovézk yfirvöld hafa ekki lagt fram neinar ákær- ur á hendur Nepanidh og mú iþví ætla að hann geti farið ó- hindrað úx landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.