Morgunblaðið - 31.08.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.08.1965, Blaðsíða 31
Þriðjudagur 31. ágúst 1965 MORCUNBLAÐIÐ 31 — Geimferðin Framhald af bls. 1 hressir og kátir og kenndu sér einskis meins eftir nær átta daga úti í geimnum. Gengu þeir um um gólf í þyrlunni er flutti þá um borð í flugvélamóðurskipið og gerðu leikfimisæfingar og var ekki að sjá á þeim stirð- leika eða svima. Þeir voru um borð í Lake Champlain í nótt en fóru í dag til Kennedyhöfða, þar sem þeir munu dveljast næstu ellefu daga og gangast undir ítarlegar læknisrannsóknir og gefa skýrslu um geimferðina. „Það er gott að hafa aftur fast land undir fótum“ sagði Gordon Cooper, er hann kom til Kenne- dyhöfða í morgun. Hann bætti við, að þeir Conrad vonuðu að skýrsla þeirra um ferðina með Gemini V., sem var hin söguleg- asta, yrði að gagni er lögð væru á ráðin um næstu geimferðir, en eins og menn muna, leit um tíma út fyrir að ferðin yrði nokkuð endaslepp, því ýmiskonar bilan- ir á tækjum og útbúnaði, er urðu alis tólf sinnum, virtust mvndu kom í veg fyrir að Gem- ini V. gæti staðizt áætlun. Johnson Bandaríkjaforseti tal- aði við geimfarana örskömmu éftir að þeir voru komnir um borð í Lake Champlain, óskaði þeim til hamingju með afrekið og kvaðst hafa í hyggju að gera þá út af örkinni innan skamms að ferðast um heiminn og segja frá ferðinni með Gemini V. Tass- fréttastofan rússneska sagði frá því er geimfarið lenti sex mín- útum síðar og lét þess og getið, að með þessari geimferð hefðu Bandaríkjamenn hnekkt meti Rússans Bykovski, sem hefði dvalizt manna lengst í geimnum áður en Cooper og Conrad fóru sína ferð. Þá minntist Páll páfi á för geimfaranna er hann á- varpaði ferðamenn sem bar að garði að sumarsetri páfa í Cast- elgandolfo, skammt utan við Rómaborg, og er á leið sunnu- daginn dreif að heillaóskir til handa geimförunum og ættlandi þeirra. Eins og áður sagði, lenti Gem- ini V. á hafinu undan Flórida- strönd. kl. 12:56 á sunnudag, 128 km. vestan flugvélamóðurskips- ins „Lake Champlain", þar sem var aðailbækistöð bjöngunar- manna og 3000 manns um borð. Ekki var geimfarið fyrr lent en Cooper lét í sér heyra og sagði: „Vfð erum hér á floti og líður dável“. Beitiskipið „Dupont" sem statt var 35 km. frá geim- farinu tók þegar í stað stefnu á það en þyrlur frá „Lake Champ- lain“ urðu fyrri á vettvang. Var flofcholtum komið fyrir á geim- farinu til að tryggja að það sykki elcki og síðan opnáðir hler ar og geimförunum hleypt út úr prísund sinni. Cooper klifraði fyrstur upp og fór í björgunar- bátinn sem beið þeirra, en Con- rad kom á hæla honum og fóru síðan báðir úr bátnum og upp í þyrluna. I>ar gengu geimfar- arnir um góif og teygðu úr sér og gerðu nokkra leikfimisæfing- ar að tiknælum læknis og varð ekki um. Er áð „Lake Champ- lain“ kom, beið þeirra heiðurs- vörður er hyllti þá áikaft þar sem þeir gengu greitt og léttir í spori eftir rauðum dreglinum sem lagður var þeim fyrir fæt- ur. Héldu geimfararnir þegar undir þiljur þar sem hafizt var handa um bráðabirgða rannsókn é líðan þeirra ■ og undruðust læknar þáð mest að þeir skyldu ekki kenna sér neins meins, né heldur finnast nokkuð athuga- vert við líðan þeirra í fljótu bragði, utan hvað blóðþrýsting- ur þeirra var nokkuð hár. Að bráðabirgðarannsókn lokinni snæddu geimfararnir fyrstu ær- legu máltíðina sem þeir hafa fengið 1 heila viku og degi betur þó, steik og annað góð- gæti og vofu síðan sendir í hátt- inn. Eftir 12 tíma svefn voru þeir svo skikkaðir til Kennedy- höfða í morgun fluglei'ðis eins og áður sagði og þaðan mega þeir sig , ekki hreyfa fyrr en >f tir eliefu dava Stálverkfall yfir- vofandi f ÖSA Geimfararnir virða skeggið á hvor öðrum fyrir sér. Washington, '30. ágúst. t — NTB — AP. JOHNSON, Bandaríkjaforseti, sendi í dag einkaþotu sína til Pittsburg til að sækja þangað fulltrúa vinnuveitenda og verka- manna í handaríska stáliðnaðin- um, en verkfall hefur verið boðað -í stáliðnaðinum á mið- nætti á þriðjudag (kl. 05:00 að isl. tíma). Hyggst forsetinn reyna að miðla málum í deil- unni, þannig að ekki þurfi að komá til verkfallsins, en það mun ná til 350,000 verkamanna. Ekki er fyllilega ljóst í smá- Svo margt hafði á bjátað í hinni löngu reisu Gemini V., að við lá að menn undrúðust hversu snurðulaust og vel sjádf lending- in gekk. Er geimfarið var yfir Kyrrahafinu var gripið til hemla eldflauganna og sveigði þá Gem- ini V. af brautu og nálgaðist jörðu óðfluga. Þykkur og mikill „hitasikjöldur“ var'ði geimfarana hinni óskaplegu hitabreytingu sem var því samfara. — Sjálft gufuihvolfið var hemiil á för geimfarsins sem nálgaðist jörðu afturábak til þess að dreifa bet- ur hitanum. Cooper sat undir stýri, en Conrad, sem fylgdist með því sem fram fór utan geimfarsins kvaðst sjá fufllt af allskonar drasli á leiðinni, að öllum líkindum eldflaugarbúta og annan tæknibúna'ð frá fyrri geimferðum og sagði að glóði á þetta í sólinni. „Þetta er stór- kostleg sjón“, sagði Conrad. Þegar Gemini V. fór yfir Hou- ston var það í um 122.000 m. hæð. og var þá hitinn á yfir- borði geimfarsins svo mi'kill a’ð ekki var lengur útvarpssamband við geimfarana og þyngdaraflið var fimm sinnum á við það sem eðlilegt er. Þegar aftur náðist samband við geimfarana, eftir um þa'ð bil fjórar mínútur, sagði Conrad að samkvæmt sínum út- reikningum myndu þeir lenda nokkru nær landi en áformað hafði verið og stóðst það á end- um, að Gemini V. lenti mínútu fyrr en ráð var fyrir gert. Er geimfari'ð fór 119. ferð sína umhverfis jörðu áttu geimfar- arnir m.a. tal við einn koliega sinn Scott Carpenter sem þá var staddur niðri á hafsbotni, og tók þátt í neðansjávarrann- sóknum Sealab II. (sem er eins konar lokaður geymir og hví'lir á hafsbotni, 62 (4 m. í sjó niður um 900 m. úti fyrir La Jolla í Kali- forníu) á því hversu vel menn þoli við þar neðra. Skiptust þeir á kvéðjum geimfaramir og Carpenter óskaði þeim góðs gengis og góðrar heimkomu. Eins og áður sagði, talaði John son Bandaríikjaforseti við geim- farana í síma er lauk bráða- birgða læknisskoðun þeirra um borð í Lake Champlain og ósk- aði þeim tiil hamingju. Einnig sendi Hubert Humphrey vara- forseti þeim kve'ðjur og ham- ingjuóskir. Tass-fréttastofan sagði ítar- legar frá geimferðinni í gær- kvöldi og hældi þeim Cooper og Conrad á hvert reipi fyrir kjark þeirra og dugnað. Sagði Tass að ýmislegt hefði á bjáta'ð í ferð- inni, en geimfararnir hefðu jafnan brugðizt hið bezta við og sfcaðið sig með stakri prýði. Páll páfi lauk miklu lofsorði á geimfarana og vísindastarf það, sem að baki ferð þeirra lægi, og kvaðst vona að afrek þeirra yrði mannkyni til góðs. Ludwig Erhard, kanslari V- Þýzkalands, sendi kveðjur sínar og heillaóskir og sania géiJði for- ) maður brezka geimrannsóknafé- lagsins, Kenneth Gatland, er | sagði að ferð Gemini V. væri merkasta geimferð sem farin hefði verið og sýndi svart á hvítu, að tunglferð væri vel framk væmanleg innan tiöar og bætti því við, að nú gætu Banda ríkjamenn með réttu fullyrt að þeir stæðu Sovétríkjunum nú framar á sviði geimrannsókna. í sama streng tók yfirmaður j brezku geimrannsókn'astöðvar- i innar í Jodrell Bank R, Sir I Bernard Lowell, og Harold Wil- j son, forsætisráðherra Breta sag'ði j ferðina mikinn sigur fyrir vís- ' indi og tækni. Yfirmaður Bodh- um-rannsóknarstöðvarinnar í V-Þýzklandi, Heinz Kaminsky, sagði að nú hefðu Bandaríkin aftur tekið forystuna og ekkert væri því lengur til fyrirstöðu a'ð leggja upp í tunglferð þegar tæknin leyfði. Rubistor lcndai d Seyðisfirði Seyðisfirði, 30. ágúst. RUBISTAR, síldarflutningaskip verksmiðjanna við Faxaflóa, kom hingað í dag með 4500 mil síldar Síld þessi er veidd fyrir þremur dögum 180 mílur norð- austur af Langanesi. Öll síldin fer til síldarbræðslu Hafsíldar hf., og hefur löndunin gengið vel. — Sveinn. Fonn ehki síld 1 Fnxnflón Akranesi, 30. ágúst. HÖFRUNGUR III. var á sunnu- dagsmorgun sóttur til Reykja- , vikur, þar sem báturinn hefur verið í slipp hátt á aðra viku. i Höfrungur hélt af stað á sunnu- j dagskvöldið á síldarmiðin fyrir I norðan og austan. Vélbáturinn Haraldur hefur j í heilan í sólarhring leitað sí/ld- i ar djúpt og grunnt í Faxaflóa og komst út á 200 faðma dýpi. Enga síld fann hann, svo að ég viti til. — Oddur. — Umgengni Framhald af bls. 32. ar lagði fram á fundi 12. ágúst s.l. Tillagan hljóðar svo: „Þar sem byggingarnefnd tel- ur að umgengni á byggingar- | vinnustöðum, sé víða ótrúlega j ábótavant og öryggisráðstafanir ófullnægjandi, felur hún bygg- ingarfulltrúa í framhaldi af bréfi hans frá í júní síðastliðn- um, að hlutast til um að bætt j verði úr, maðal annars með því, að tilkynna hlutaðeigandi bygg- ingameisturum, sem ábyrgð bera á slíku, að þeir geti átt á hættu ámiimingu eða sviftingu réttinda, ef ekki er bætt úr, þannig að viðunandi sé“. Skrílslæti í Stokkhólmi Stokkhólmi, 23. ágúst. — NTB. TIL mikilla skírlsláta kom í Stokkhólmi s.l. laugardags- kvöld, og átaka milli lögreglu og úm 2,000 unglinga, sem safnast höfðu saman við Konserthuset í miðborginni. Hófust óeirðirnar er ríðandi lögreglumenn hugðust dreifa unglingunum um 11-leytið kvöldið. Hófst þá grjótkast á lögreglumennina, og síðan fylgdu flöskur, símtæki, sem rifin voru úr almenningssím- klefum, járnbox o. fl. Mikið lið lögreglumanna var kvatt út og varð að beita hestum, hundum, sverðum og svipum til þess að kæfa niður óspekt- irnar. Am.k. 55 unglingar voru handteknir. Allmargir særðust, m. a. þrír lögreglu- menn. Unnið er nú að því að rannsaka upptök óeirðanna, og finna ráð til úrbóta. atriðum, hvað það er, sem ber á milli, deiiuaðila. Verkamenn í stáliðnaðinum eru meðal bezt launuðu verkamanna í Banda- ríkjunum, og hafa 4,40 dollara á klukkutímar.n (um 192 ísl. kr.). Segja samtök verkamanna að krafizt sé ’aunahækkunar, hækk unar eftiriauna, þriggja ára fastra samninga og fleiri fríð- inda, og nemi kröfurnar sam- tals 49,7 centum á klst, en vinnu veitendur 'segja að kröfurnar nemi samtais 57 centum á klst. Síðasta stálverkfall í Banda- ríkjunum varð 1959 — 1960, og stóð þá í 116 daga. Blaðafulltrúi forseta sagði sið- ar í dag, að forsetinn hefði beint eindregnum tilmælum til deilu- aðila um að komast að samkomu lagi. Fulltrúar deiluaðila héldu síðan til opinberrar byggingar skammt frá Hvitahúsinu, og mun það von forsetans að þeir muni halda þar til unz samkomulag næst. Johnson beitti svipuðum aðferðum til að koma í veg fyrir yfirvofandi verkfall járnbrautar starfsmanna á sl. ári. Ökufantur Argenlínn í loknkeppninn ARGENTÍNA tryggði sér sæti í lokalceppni uim heimsmeistara- ti’til í knattepyrnu með því að sigra Boliviu 2-1 í gær. Með þeim sigri urðu Argentínumenn efstir í 3. riðii í S-Ameríku. H’luitu þeir 7 stig, Paraguay hlaut 3 og Bolivia 2. Argenitína er fimmta landið, sem unnið hefur sér rétt til loka- keppninnar. Hin eru Brasilía (núiveramdi meistarar) Emgland (gestgjafar lokatoeppninnar) og þurftu hivorugt að taika þátt í undanfceppninni. Hin tvö eru Uruguay og Mexioo. — Hrakningar Framhald af bls. 32. að Húsafelli og gisti það þar um nóttina. Daginn etfir var haldið upp á Langahrygg að sækja bílinn og náðist hann brátt á réttan kjöl og var þegar gangfær, en ekki komst hann af eigin rammleik niður að Húsafelli sökum þess að hann var á sléttum dekkum. Kristleifur hafði orð á því að konan og krakkarnir hefðu sýnt sérstakan dugnað. Engum varð meint af volkinu nema hvað karlmennirnir fengu harðsperrur. Framhald af bls. 32. unnar um talstöð, og var leit hafin að sökudólginum. Fannst bifreiðin skömmu síðar á Miklu- braut, og reynidist hér vera um að ræða bifreið af gerðinni Ford- Taunus. Það villti nokkuð um um fyrir lögreglumönnum í fyrstu, að leigubílstjórinn taldi hér hafa verið um að ræða bifreið af ann- arri tegund. Við samanburð í skemmdum bílanna tveggja kom þó brátt í ljós, að hér var ör- ugglega um hinin seka að ræða. Lögreglumenn höfðu samband við eiganda Taunus-bifreiðarinn- ar. í Ijós kom, að hann hafði lánað syni sínum bílinn, sem aft- ur hafði fengið kunningja sinn um tvítugt til að aka fyrir sig. Ekki fundust piltarnir fyrr e* í gærdag, en alls höfðu þeir verið fjórir í bílnum, er atburður þessi gerðist. Þeir voru allir teknir til yfirheyrslu í gær, og játaði sá sem ekið hafði að hafa stungið viljandi af eflir að hann ók á leigubifreiðina. A T H U G I Ð að borjð saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunbiaðinu en öðrum blrtðum. — Skriðjökull Framhald af bls. 1. mark raforkuverinu og varð allt rafmagnslaust í nágrenni þess. Unnið er að byggingu nýrrar stíflu fyrir orkuverið, og starfar fjöldi verkamanna, ítalskra og svissneskra, við þær framkvæmdir. Neyðarkall var þegar sent út frá Saas-dalnum, og voru allar tiltækar þyrlur sendar þangað til björgunarstarfa, svo og sjúkrabílar og björgun- arsveitir frá nærliggjandi hér uðum. í gærkvöldi bárust þær fregnir frá Saas-dal að björg- unarstarfið gengi mjög erfið- lega. Þyrlurnar, sem sendar voru, hafa átt í erfiðleikum með að finna nothæfa lend- ingarstaði. Þá háði myrkur björgunarmönnum, en eins og fyrr getur varð algj örlega raf- magnslaust í dalnum, og því erfitt um viðunandi lýsingu fyrir björgunarstarfið. Ekki er fyllilega vitað hve margir menn munu hafa týnt líif í náttúruhamförum þess- um, en talið er að um 100 menn hafi verið í áðurnefnd- um vinnuskúrum. Skriðan, sem féll niður í dalinn, er talin hafa numið mörgum milljónum tenings- metra af ís, snjó og grjóti. Hún féll svo skyndilega að engum vörnum varð við komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.