Morgunblaðið - 31.08.1965, Blaðsíða 6
0
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 31. águst 1965
ppill)U... hiiiwwwtw ' ' -----------
KlÍ */•*.« >* " ;
*- ~ <
A *^y;>.y.-: : 'W ■ ' s
•'. ■
Stórbrotiö
sjókvikindaval
ílugmaður og Loðmundarfirb ingar við flugvélma undan Stakk ahiíð. — Ljósm. H. A.
Flugvél lendSr í Loðmundar-
firðS í fyrsta sSnn
LAUGARDAGINN 21. ágúst
lenti í fyrsta sinn flugvél í Loð-
mundarfirði, og var það tveggja
, sæta flugvél af gerðinni KZ-3.
Flugmaður var Ómar Tómasson,
flugstjóri hjá Loftleiðum.
Með honum í ferðinni var
Hákon Aðalsteinsson, Egilsstöð-
um, sem þetta skrifar. Lent var
rétt sunnan og neðan við Stakka-
hlíð á sléttu milli tveggja ný
grafinna skurða og tókst lend-
ingin mjög vel. Flugmaðurinn
Ómar Tómasson sagði, að þarna
væru ágæt skilyrði fyrir flug-
braut, og væri vel fært fjögurra
sæta vélum, þegar sléttan þorn-
aði meira, en þarna er um ný
grafið land að ræða. Dálítill
mosi er í rótinni og þyngdi það
nokkuð brautina. Enn fremur
sagði Ómar, að þarna yrði ágæt
800 metra braut, þegar landið
væri full sigið.
Flugtími í þessari fyrstu ferð
var 45 og 50 mínútur. Vegna
þess að lágskýjað var þurfti að
fljúga út yfir Héraðsflóa, austur
tyrir Glettinganes og þannig inn
á Loðmundarfjörð. Sé um að
ræða beint flug frá Egilsstöðum
til Loðmundarfjarðar og flug-
tíminn um það bil 10 mínútur.
í Loðmundarfirði búa um 10
manns, þar af níu í Stakkahlíð.
Á Sævarenda, sem er um það bil
einn kílómetra frá Stakkahlíð
býr aðeins einn maður, Kristinn
Halldórsson, sem fluttist þangað
fýrir einu ári frá Seyðisfirði.
Pkstverhsmiðja
d Ahranesi
Akranesi, 27/8 1965.
HÉR á Akranesi tók til starfa
I gær ný piasteinangrunarverk-
smiðja undir nafninu SKAGA-
PLAST. Um uppsetningu verk-
smiðjunnar annaðist Bragi Sig-
urðsson, vélvirki frá Sauðár-
króki. Verksmiðjan á að geta
framleitt um 300 ferm. af ein-
ungarplasti á sólarhring, en
starfslið mun vera 6 manns. Sölu
umboð verksmiðjunnar í Reykja
vik annast ísplast h.f., Eigandi
og framkvæmdastjóri verksmiðj
unnar er Guðmundur Magnús-
son. — Gunnar.
Hjónin í Stakkahlíð, Magnús
Sigurðsson og Ásta Stefánsdótt-
ir, eiga fimm myndarleg og
mannvænleg, og er það elzta
sextán ára.
Þegar lent hafði verið, kom
Kristinn bóndi á Sævarenda á
bíl sínum og sótti okkur og ók
okkur heim að Stakkahlíð. f>ar
beið veizluborð, og sátum við
þar í góðu yfirlæti í tvær og
hálfa klukkustund. Að því loknu
var flugmanninum boðið á hest-
bak, og fór hann ríðandi að
flugvélinni aftur.
Vegurinn frá Borgarfirði til
Loðmundarf jarðar er um það bil
35 km. og í bezta færi hefur
hann verið ekinn á tveimur tím-
um, en fyrir tveimur dögum var
farið frá Loðmundarfirði til
Húsavíkur, sem er 15 km. leið,
um að fá bætt vegarsamband
næstu ár, en kváðust hugsa gott
og tók það nærri tvo tíma. Loð-
mundarfirðingar hafa enga von
til að geta skotizt til Héraðs með
flugvélum ef á lægi.
f Loðmundarfirði er nú skurð
grafa að vinna við að þurrka
land til ræktunar og hefur verið
mælt fyrir skurðum allt að níu
km. Ágætt er að rækta í Loð-
mundarfirði, og -virðist vera
framkvæmdahugur í bændum
þar.
Akranesi, 30. ágúst.
TOGARINN Víkingur kom hing-
að kl. 6:30 í morgun eftir 24 daga
útivist með 250 tonna afla. Afl-
anum er landað til vinnslu í
Prestar hætta
störfum
SIGURÐI Stef'.nssyni, vígslu-
biskupi í Möðruvallaprestakalli
hefur verið veitt lausn frá em-
bætti frá 15. júlí 1965 að telja,
samkvæmt frétt í síðasta lög-
birtingablaði. Einnig hefur sr.
Sigurði Ó. Lárussyni verið veitt
lausn frá embætti frá 1. október.
Og sr. Páli Pálssyni í Vík í Mýr-
dal frá 1. september.
Ný bók eftir
Agatha Christie
FYRIR sköfmmu kom úit hjá
Regnbogiaútgáfunmi ný bók eftir
Agatha Ohristie og nefnist hún
Ráðgátam á hóteliniu. Bó(k þessi
koim út í Englamdi um síðustu
áraimót og mefnist húin á frum-
máiinu A Carribean Mystery.
Þýðinguina gerði Jómas St. Lúð-
víksson, en Prentsmiðja Suður-
lamdis sá um setnimgiu og prentun.
Ráðgátan á hóteliniu hefur ekiki
áðuir bomið himgað til lands í
ensku útgáfumni.
öllum hraðfrystihúsuim staðar-
ins. Veiðiförin byrjaði á Austur-
Grænlandsmiðum, sfðan kippti
skipstjórinn yfir á þau vestri og
venti loks á heimamið með 110
tonn í lest.
Sjókvikindaval er stórbrotið á
Vestur-Grænlandsmiðum. Þar
fengu þeir þrjá gríðarstóra há-
karla, engar smáskepnur, og vó
hver um sig 400 til 500 kg. Þeim
fannst nú fyrst kasta tólftunum,
er þeir fengu tvo hákarla í sama
hadi. Háseti einn horfði í giaupn-
ir sér og spurði: „Hvað er nú
á seýði?“ Hann þóttist vel skilja,
hvers vegna skipstjórinn setti á
fulla ferð tiil heimamiða. — Odd-
ur.
IViinningar-
sjoÖur Olavs
Brunbnrg
ÚR sjóðnum verður íslenzkum
stúdent eða kandídat veittur
styrkur árið 1966 til náms við
norskan háskóla.
Styrkurinn er að þessu sinnl
2300 norskar krónur. Umsóknir
skulu sendar skrifstofu Háskóla
íslands fyrir 1. okt. 1965.
Æskilegt er, að umsækjendur
sendi með umsókn skilríki n™
námsferil sinn og ástundun.
(Frá Háskóla íslands).
Prentvillupúkinn
Ég sá það í blaðinu á
sunnudaginn, að Svavar Gests
ætlar að fara að blása lífi í ís-
lenzka plötuútgáfu — og er
þegar byrjaður. Reyndar skrif-
aði ég sjálfur viðtalið og ætla
að nota tækifærið til þess að
leiðrétta mistök, sem orðið hafa
í prentsmiðjunni. Ég er fyrir
löngu hættur að eltast við prent
villupúkann, þegar hann lætur
sér nægja smá glettur eða
hrekki. Þeir blaðalesendur, sem
leita með smásjá að ambögum
í blöðunum til þess að geta
hlegið að fávizku blaðamanna,
njóta oft góðrar samvinnu hins
margnefnda púka — og það er
þeim sjálfsagt ekki ofgott.
Reyna blöðin ekki að hafa eitt-
hvað fyrir alla? Ég er nú
hræddur um það.
Nýr útvarpsþáttur
En þegar þrjóturinn gerir
einhverjar meiriháttar brellur,
eins og t.d. að stela nokkrum
línum úr stuttu viðtali og snúa
því við, sem sagt er, — þá er
ekki um annað að ræða en
koma með leiðréttingu. Þetta
gerðist einmitt í viðtalinu við
Svavar Gests.
Ég spurði hann (Svavar —
ekki púkann) hvort við mætt-
um eiga von á að heyra í hon-
um í útvarpinu. Og Svavar svar
aði: „Nei, alls ekki“. Þarna
hafa einmitt nokkrar blýlínur
skoppað á gólfið í prentsmiðj-
unni, því Svavar sagði raun-
verulega: „Jú, ég geri frekar
ráð fyrir því. Útvarpið hefur
beðið mig að sjá inn þátt í vet-
ur, en ég hef ekki gefið mér
tíma til að hugleiða málið og
velja þættinum form.“
Siðan spurði ég: Verður ekki
erfiðara að annast skemmtiþátt
og njóta ekki lengur aðstoðar
hljómsveitarinnar? — Það var
þá, sem Svavar sagði: „Nei, alls
ekki“.
Mér finnst sjálfsagt að koma
þessu á framfæri, bæði til þess
að þeir hjá útvarpinu neiti ekki
að hleypa Svavari inn — næst
þegar hann heimsækir þá — og
líka vegna þeirra mörgu, sem
ánægju hafa af skemmtiþáttum
Svavars. Þeir geta sem sagt bú-
izt við að heyra í honum í vet-
ur.
•Jf Buslið
Víða erlendis er rekinn
mikill áróður gegn óþrifum og
hirðuleysi í umgengni. Ég man
ekki hve margar milljónir doll-
ara það kostar að þrífa götur
New York borgar árlega, en
þeir fyrir vestan hampa þeim
tölum oft í sjónvarpi og segja
í leiðinni, að ef hægt yrði að
skera þennan kostnaðarlið nið-
ur um helming mundu útsvör-
in lækka að sama skapL
Þar vestra er fólk víða sekt-
að, ef það sést' kasta rusli út
úr bílum sínum — á akbrautir
eða gangstéttir. Árangur slíks
aðhalds verður líka góður. En
sums staðar í útlöndum þarf
alls ekki að hóta fólki öllu illu
til þess að það sýni menningar-
brag og kasti ekki bréfum og
öðru rusli frá sér hvar sem er.
Skapar hætlu
Mér dettur þetta í hug
vegna þess að hingað kom mað
ur, sem sagði mér litla sögu um
það hve alvarlegar afleiðingar
þetta hirðuleysi getur haft í
för með sér. Dóttir hans var á
gangi í Austurstræti í síðustu
viku og steig þá á bananahýði,
sem einhver hafði kastað á
gangstéttina. Henni skrikaði
fótur og hún hefði sennilega
fengið slæmt höfuðhögg, ef veg
farandi hefði ekki gripið hana
og tekið af henni mesta fall-
ið. En hún féll á annað hnéð
á gangstéttarbrúnina og braut
hnéskelina. Þetta var það
versta, sem fyrir gat komið,
því tvisvar áður hefur hún lagzt
undir hnífinn einmitt vegna
hnésins og hún hefur í mörg
ár verið máttlítill í þeim fæt-
inum. Nú var hún skorin upp
í þriðja sinn, verður að liggja
með fótinn í gipsi — og þótt
við vonum, að uppskurðurinn
hafi gengið vel — er ólíklegt að
fóturinn verði betri en hann
var.
Sennilega eru hliðstæð dæmi
fjölmörg. Það er ómenningar-
bragur að kasta frá sér um-
búðum og öðru, sem fólk þarf
að losna við, á götum úti —•
og auk þess getur það verið
stórhættulegt eins og framan-
greint dæmi sannar.
★ Fánarnir
Hann Baldur á íþrótta-
vellinum hringdi í mig fyrir
helgi og þótti honum sagan
um norsku fánana á vellinum
ómakleg. Sagði hann, að íþrótta
völlurinn ætti mikinn fjölda
af fánum og væri sá aðili, sem
flestir leituðu til, þegar fá
þyrfti fána að láni. Hins vegar
hefðu umræddir þrír fánar ekki
allir verið af sömu stærð, en
tveir þeir minni þó jafnstórir.
Sagðist hann hafa leitað til
sendiráðs og ræðismanns Norð-
manna í bænum en hvorugur
aðilinn gat leyst vandann. —*
Baldur neitaði því ekki, a3
heimildarmaður Velvakanda
hefði haft á réttu að standa;
— að æskilegt væri að fánar
væru allir sömu stærðar við
slík tækifæri, þótt ekki værl
lögð nein áherzla á það atriði
— t.d. á erlendum íþróttaleik-
vöngum. En honum fannst mál
ið ekki það merkilegt, að það
réttlætti blaðaskrif — og það
getur verið alveg rétt. Samt held
ég að ábendingar í vinsamlegum
tóni skaði engan, jafnvel þótt
um ómerkileg málefni sé að
ræða.
AEG
NYJUNG
TVEGGJA HRAÐA HÖGG-
OG SNÚNINGSBORVÉLAR
Bræðurnir ORMSSON h.f.
Vestufgötu 3. — Simi 38820.