Morgunblaðið - 09.09.1965, Blaðsíða 1
24 s'kihir
12. árgángur.
204. tbl. — Fimmtudagur 9. september 1965
Prentsmiðja MoJ'gunblaðsins.
Indverjar sakaðir um
hernaðaraðgerðir
gegn Kína
Pekingstjóriiin lýsir ábyrgð á hendur
Indverja verði þeim ekki hætt
Flóttameim frá Chhamb svæðinu í Kasmír — Myndin var tek inn síðastliðinn sunnudag»
Barizt á þrennum vígstöðvum
á landamærum Indlðnds og Pakistans
Indverjar hefja sókn áleiðis
til Hyderabad og Karachi
Karachi og Nýju Delhi,
8. sept. (AP-NTB)
t INDVERJAR hófu sókn
gegn hersveitum Pakist-
ans á tvennum nýjum víg-
stöðvum í dag. Segja tals-
menn indversku stjórnarinn-
ar að tekizt hafi að hrekja her
Pakistana undan á Chhamb-
svæðinu í Kasmír, en 800 km
sunnar hafi indverskar her-
eveitir tekið borgina Gadra,
um 9 km fyrir innan landa-
mæri Pakistans. Einnig er bar
izt á landamærunum í La-
hore-héraði, og segjast Ind-
verjar hafa sótt fram þar, en
talsmenn Pakistansstjórnar
eegjast hafa hrundið áhlaupi
Indverja á þeim slóðum og
hrakið her þeirra austur yfir
landamærin. Indverjar hófu
sókn á þessum slóðum sl.
mánudag, og voru komnir um
12 kílómetra inn fyrir landa-
mærin í áttina til borgarinn-
ar Lahore.
k Allmiklir lofthardagar
hafa verið háðir, og telja
Pakistanar sig hafa eyðilagt
63 herflugvélar Indverja, eða
um fimmta hluta alls flug-
hers Indlands.
k Indverjar segja að flug-
vélar frá Pakistan hafi
gert loftárásir á borgir í Ind-
landi, meðal annars á Nýju
Delhi, Calcutta og Bombay.
Segja þeir að árásirnar hafi
engan árangur borið og flug-
vélarnar hraktar á flótta. —
Þessum fréttum er mótmælt i
Pakistan og haldið fram að
þær séu uppspuni frá rótum.
Hinsvegar segjast Pakistanar
hafa gert loftárásir á ýmsar
indverskar herstöðvar með
góðum árangri.
t Báðir aðilar beita nú fall-
hlífahermönnum, sem
sendir hafa verið niður að
baki víglínanna. Og herskip-
um hefur verið beitt í fyrsta
skipti frá því ófriðurinn hófst.
Voru það skip frá Pakistan,
sem gerðu árás á borgina
Dwarka. Segja Pakistanar að
indversku strandvirkin þar
hafi verið gerð óvirk og mikl-
ar skemmdir orðið á herbúð-
um og radarstöð. Indverjar
segja hinsvegar að engar veru
legar skemmdir hafi orðið þar
á hernaðarmannvirkjum, en
verið væri að kanna hvert
tjón árásin hafi valdið íbúun-
um. —
Erfitt er að fyiigjast með gangi
ófriðarins á landamærunum,
þvi sitt segist hverjum. Eftir
fréttuim frá Karadhi að dæma
mætti ætla að Pakistanar hefðu
öll ráð í sínum höndum, en
fregnir frá Nýju Delihi segja
Indverja aills staðar í sókn. Þó
hefur fregninni um töku borg-
arinnar Gadra ekki verið mót-
Framiha ld á bls. 23.
Tókió, 8. sept. (AP).
KÍNVERSKA stjórnin hefur
sent stjórn Indlands harðorða
mótmælaorðsendingu þar sem
Indverjar eru sakaðir um yfir , , .
... T stakiega þegar tillit er te^ið
gang a landamærum Indlands x., , « .
snúa aftur yfir landamærin
hiafi indverski herinn búi’ð
uim sig á kánversku landsvæði.
Hér geti því ekki verið um
neinn miskilning að ræða, sér
og Kína. Krefjast Kínverjar
þess að Indverjar fjarlægi öll
hernaðarmannvirki frá landa-
mærum Kína og furstadæm-
isins Sikkim, sem er ind-
verskt verndarsvæði. Einnig
eru Indverjar hvattir til að
flytja á brott herlið sitt frá
landamærahéruðunum, og að
„hætta árásar- og ögrunar-
aðgerðum gegn Kína“ við
Iandamærin.
Orðsending var send ind-
versku stjórninni í dag og
efni hennar jafnframt útvarp
að frá Peking.
Segir Pekingstjórnin í orð-
sendingtunni að Indverjar
ha.fi sent herlið yfir landa-
mærin til Kína alls fjórum
sinnuim í júlí og fiimm sinnum
í ágúst. Og í stað þess að
til þess að á sama tíma séu
Indverjar að kúga ibúana í
Kasmár með vopnavaldi og
hefja árásarstyrjöld gegn Pak
istan. Stáðreyndin sé sú að
Indverjar taki ekkert tillit til
nágrannaríikja sinna, en beiti
þá valdi hvenær sem þeir
sjó sér lieik á borði. Þá segir
í orðsendingunni að verði
þessara árásaraðgerðir ekki
stöðvaðar, beri Indverjar ein-
ir ábyrgð á afleiðingunum.
Þetta er önnur mótmælaörð-
sending Kínverja á tveimur
dögum. I gær sendu þeir Ind-
verju'm orðsendingu varðandi
Pakistan. Þar eru Indverjar
sakaðir um að fara með hern-
að gegn Paikis-tan, og jafnframt
varaðir við því að Kínverjair
séu að efla varnir sónar á
lamdamærunum.
U Thanl í Karachi í dag
Svartsýnn á
lands
lausn deilu Ind-
og Pakistans
Genft, 8. sept. (AP)
U T H A N T , framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
er nú á leiðinni til Pakistans
og Indlands, og kemur vænt-
anlega til Karachi snemma í
fyrramálið. Mun hann ræða
við leiðtoga beggja landanna
og kanna möguleika á að
binda enda á styrjöldina þar.
Ekki er þó framkvæmdastjór-
inn bjartsýnn um árangur, en
sagði við fréttamenn áður en
hann lagði af stað frá New
York í gærkvöldi að hann
vildi gera sitt bezta þótt deila
ríkjanna væri mjög flókin.
— Ég geri mér engar gyllivon-
Kerstyrkur styrjaldaraðilanna
— Her Indlands fjölmennari en her
Pakistans betur þjálfaður og gögnum
búinn
Nýju Delhi, 8. sept. AP. —
• EKKI hefur verið unnt
að afla fyllilega áreiðan-
legra upplýsinga um her-
styrk Indlands og Pakistans.
Báðir aðilar hafa tilhneigingu
til þess að vanmeta styrk hins
og sú staðreynd, að Indverjar
hafa yfir að ráða öllu fjöl-
mennari her en Pakistan
hefur varpað á það skugga,
að her Pakistans er að flestu
leyti miklu betur búinn her-
gögnum og yfirleitt betur
þjálfaður.
Ríki þessi telja samtals 590
milljónir íbúa — Indland 480
milljónir og Pakistan 110
milljónir. Bæði standa þau
höllum fæti efnahagslega og
er vart hugsanlegt að þau
megni að halda lengi út í
ófriði, án þess að hljóta veru
lega efnahagsaðstoð erlendis
frá. Því má búast við þvi, að
báðar miði að því að ná mark
miðum sínum sem fyrst, •—
hver svo sem þau eru.
Sé miðað við höfðatölu er
her Indlands, sem fyrr segir,
miklu sterkari eða um eina
milljón manna. Samkvæmt
opinberum upplýsingum virð-
ast Indverjar hafa fimm her-
menn á móti hverjum einum
í Pakistan. En það segir ekki
alla söguna. Þess er að gæta,
að á síðustu árum hefur verið
fjölgað mjög í indverska hern
um og því mikið um unga og
tiltölulega óreynda foringja.
Ennfremur gerir það strik í
reikninginn, að Indverjar
verða að hafa herafla á
Framihaid á bls. 2.
ir um árangurinn, sagði U Thant.
En ég hef tekið að mér þetta á-
byrgðarhlutverk vegna þess hve
deila þessara stórvelda Asíu er
gífurleg ógnun við friðinn í
heiminum.
Á leið sinni til Pakistan kom
I U Thant við í London og Genf.
f London ræddi hann m.a. við
Michael Stewart, utanríkisráð-
herra. Sagði Stewart við frétta-
menn að tilgangurinn með þeim
j viðræðum væri ekki sá að bera
i fram fyrir U Thant einhverjar
| sáttatillögur Breta, heldur ein-
ungis að fullvissa framkvæmda-
j stjórann um eindreginn stuðning
brezku stjórnarinnar við málstað
Thants.
Þeir Stewart og Thant ræddust
við í hálfa klukkustund, en að
þeim viðræðum loknum sagði U
Thant við fréttamenn: Ég get
ekki á þessu stigi málsins látið
uppi hvaða hugmyndir ég geri
mér varðandi viðræðurnar við
leiðtoga Indlands og Pakistans.
Og áður en ég gef nokkrar opin-
I berar yfirlýsingar varðandi för-
ina ber mér að gefa Öryggisráð-
inu skýrslu.
Viðræður þeirra Stewarts og
Thants fóru fram í gistihúsi í
London, en framan við gistihúsið
höfu safnazt nokkrir Pakistanar.
Báru þeir spjöld með áletrunum
eins og: „Treystum ekki SÞ“ og
„Hetja okkar Ayub Khan“, en
hann er forseti Pakistans. For-
ingi hópsins var Mohammed
nokkur Zafreddin, sem kvaðst
vera formaður Kasmír-félagsins í
London. Sagði hann við frétta-
menn: „Við kærum okkur ekki
Framhald á bls. 2