Morgunblaðið - 09.09.1965, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 9. sept. 1965
Anna Sigmundsdóttir
Fædd 24. jan. 1888
Dáin 2. sept. 1965
TVENNT var það, sem einkum
vakti athygli mína og aðdáun
á Seyðisíirði, er ég gerðist
prestur þar fyrir tæpum aldar-
fjórðungi: Falleg og menningar-
leg heimili. frjálsmannlegt og
háttvíst íólk. Það var ekki
auðuigit á veraXdaæ vísu, því að
þessi minnsti kaupstaður lands-
ins hafði orðið fyrir mörgum og
þungum búsifjum, sem hér verð-
ur ekki um rætt.
Bærinn var samt þrifalegur,
húsum ve’. við haldið, lóðir
hreiniegar og víða fallegir trjá-
garðar. Aiis staðar blasti við
smekkvísi og menning. Fólk
gekk vel til fara og var fágæt-
lega prúðmannlegt í framkomu.
Þeim, sem ekki kunnu háttvísi
að meta, fannst íátt um og köll-
uðu Seyðfirðinga aristokrata í
háði. Þeir vissu ekki og skildu
ekki, að höfðingsbragúr þessa
fólks var hvorki sýndarmennska
né hégórr.askapur, en ræktuð
siðmennirxg, sem stóð djúpum
rótum, sprottin af heilbrigðri
sjálfsvirðingu og sómakennd.
Kurteisi þess var þáttur í and-
legu hrein'æti. Það kunni sig
vel og mátti ekki vamm sitt vita.
Mörg hin gömlu menningar-
heimili eru Jiðin undir lok, en ný
rísa af rústum, því að enn held-
ur seyðfirzk siðmenning velli,
þrátt íyrir síld og peninga.
Mörgu hinu gamla menningar-
fólki hef ég fylgt inn í kirkju-
garðinn heima. Sumir fluttu suð-
ur til þess að deyja þar og horft
var á eftir þeim með trega.
í dag er til moldar borin á
Seyðisfirðx sannur fulltrúi seyð-
firzkrar siðmenningar, frú Anna
Sigmundsdóttir, ekkja Jóns G.
Jónassonar, málarameistara
og kaupmanns, sem látinn er
fyrir rösku hálfu öðru ári.
Jón var einn af brautryðjend-
um í iðngrein sinni hér á landi,
fjölhæfur maður og smekkvís.
Hann gerði teikningu hinnar
sviphreinu kirkju, sem Seyðfirð-
ingar reistu af miklum myndar-
skap árið 1922 og málaði hana
að innan af slikum vöndugleik,
að verk hans sendur enn, ómáð
að kalla. Slík voru vinnubrögð
hans.
Lengst mun hann' þó lifa í
minni þeirra, er kynntust hon-
um, sakir drengskapar síns og
vammleysis. Ég var í oríofi er
andlát hans bar að, og féll því
eigi í hluí minn að kveðja hann
iátinn Nú. þegar hin mæta kona
hans er gengin, er ég aftur fjar-
staddur og í þann veg að kveðja
Seyðfiðinga.
Ég á þessum heiðurshjónum
mikla þakkarskuld að gjalda og
eiga þessi fátæklegu kveðjuorð
að vera þakklætisvottur — sjálf
um mér til hugarhægðar.
FLUGVIRKJANEMAR
LOFTLEIÐIR H.F. hafa í hyggju að aðstoða nokkra
pilta til flugvirkjanáms í Bandarikjunum.
Nauðsynlegt er að umsækjendui séu fullra 18 ára,
hafi gagnfræðapróf, landspróf eða hliðstæða
menntun.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félagsins, Lækj-
argötu, Reykjavík og hjá urnboðsmönnum félagsins
úti á landi.
Umsóknir ásamt afriti af prófskírteinum skulu hafa
borizt ráðningardeild félagsins fyrir 20. september
n.k.
Blaðburðarfólk
Sigtún Austurbrún
Laugarásvegur Snðurlandsbraut
Laugarteigur Bugðulækur
Skólavörðustíg
SÍMI 22-4-80
Anna Sigmundsdóttir var fædd
24. janúar 1888 að Gunnhildar-
gerði í Hróarstungu. Voru for-
eldrar hennar Sigmundur Jóns-
son, bóndi í Gunnhildargerði og
kona hans, Guðrún M. Sigfús-
65 ára í dag:
Eiríkur Jóha nnesson
dóttir. Bjuggu þau þar allan sinn
búskap. Ólst Anna upp með for-
eldrum sínum og 9 systkinum.
Heimilið var meðal mestu
menningarheimila i þá daga og
er það til marks, að fenginn
var heimib'skennari til þess að
uppfræða börnin.
Frú Anna stundaði nám í
kvennaskóla í Reykjavík og gift-
ist úr föðurhúsum árið 1908 Jóni
G. Jónassyni, sem þá var mál-
arameistari á Seyðisfirði, og
hófu þau þar búskap. Hún hefur
því verið húsmóðir á Seyðisfirði
röska hálfa öld og stjórnað einu
myndarlegasta heimili á Austur-
landi, kunnu að reglusemi, holl-
um lífsvenjum og menningar-
brag. Þau hjónin eignuðust 5
börn. Elztu dóttur sína, Guð-
laugu, misstu þau 7 ára að aldri.
Önnur born þeirra eru: Sigrún
búsett á Seyðisfirði, Jónas,
framfcvæmdastj óri í Reyikjiaivik,
kvæntur Kristínu Ingvarsdóttur,
Guðlaugur. kaupmaður á Seyð-
isfirði, kvæntur Erlu Magnús-
dóttur og Herdis skrifstofustúlka
í Reykjavík. Auk barna sinna
fóstruðu þau systurdóttur frú
Önnu, Guðrúnu Sigfúsdóttur,
húsmóður í Reykjavík.
Anna Siigmundsdótti.r hefur
skilað miklu dagsverki. Hún var
mikilhæf kona og móðir og hús-
freyja mikils rausnarheimilis.
Vinum hennar verður þó minn-
isstæðastur persónuleiki hennar.
Hún var eftirminnilega vel gerð
kona til líkams og sálar, mynd-
arleg og höfðingleg, þrekmikil
og andlega sterk, kona, sem vakti
virðingu, hvar sem hún fór.
í löngu og erfiðu helstríði
manns síns. sem hún hjúkraði
af alúð unz yfir lauk sýndi hún
andlegan þrótt sirxn, því að þá
var hún sjálf farin að heilsu
og var skömmu síðar lögð á
sjúkrahús til mikillar aðgerðar,
sem ekki bætti mein hennar.
Þar hitti ég hana síðast, fár-
sjúka, en andiega hressa.
Hún bognaði aldrei, en brotn-
aði að lokum eins og sterkir viðir
gera.
Frú Anna var sveitakona,
ramíslenzk í hugsun, en hafði
tileinkað sér hið bezta og heil-
brigðasta í heimsborgararlegri
siðmtnningu.
Skó’agangan var ekki löng og
lærdómsfögin ekki mörg. Það
bætti hún upp siðar með lestri
góðra bóka og þjóðlegra fræða.
Aldrei skorti umræðuefni á
heimiiinu, því að hjónin voru
margfróð um menn og málefni
og kunnu skil á mörgum annáls-
verðum viðburðum Austurlands.
Lengst miuin frú Önnu verða
minnzt fyrir mannkosti og
dyggðir. Trúfræðin og siðfræðin,
sem hún nam í sveit sinni hafa
verið henni gott veganesti, og
hún hefur numið þau fræði af
alvöru og aiúð. því að sæmd og
heiður einkenndu hana alla ævi.
Hún var sterk í raunum, af því
að hún var sterk í trú og átti
helgidóma: Virðing og lotning fyr
ir öl!u því, sem göfugt er og
heilagt. Hún trúði og treysti
Guði
Úr fjarlægð sendi ég að hinztu
hvílu hennar þá kveðju, sem ég
vildi hafa flutt frá altarinu í dag:
Drottinn blessi þig og varðveiti
Þig • • .
Erl. Sigmundsson.
,HANN Eirlkur, vinur minn, Jó-
‘ hannesson er hálfsjötugiur í dag.
ILéttur í spori, eða ríðandi á
'hjóli sínu, mieð blik drengjaár-
anna í augum og kímnina í
augnakrókunum. Ótrúlegt en
satt, 65 ára er hann.
Eiríkur er fæddur hinn 9.
septemiber aidamótaárið í Skaft-
(hoiti í Gnúpverjahreppi í Árnes-
sýslu. Foreldrar hans voru þau
jhjónin Jóhannes vefari frá Ás-
■ um Gnúpverjahreppi, Eggertsson-
ar sjómanns frá Móum í Njarð-
*víkum, Jónssonar, og kona hans
IMargrét Jónsdóttir bónda á
‘ Álfsstöðum á Skeiðúm, Magnús-
1 sonar.
Um tvítugt fór Eiríkur til Nor-
egs og stundaði þar nám í nokk-
ur ár, en kom svo aftur heim. til
fósturlandsins og settist að í
Hafnarfirði.
Eirífcur hefur lagt gjörva
hönd á margt um dagana. Hann
hefur verið starfsmaður við St.
Jósefsspítalann í Hafnarfirði frá
1927. Þá hefur hann annazt söng
og smíðafcennslu, verið leiðbein-
andi í leiklistarstarfi hjá ýms-
um félögum, tekið mikinn þátt
i störfum Lúðrasveitar Hafnar-
fjarðar og margt fleira, sem of
langt yrði upp að telja.
En það var ekki á vettvangi
þessara starfa, sem leiðir okkar
Eiríks lágu saman. Okkar leiðir
lágu saman í skátahreyfingunni.
Þar hittir maður góðan Skáta-
Samhomur
Kristniboðssambanidið
Á samkomunni í kvöld í
Betaníu kl. 8.30 talar Bjarni
EyjólfssOn ritstjóri. — Efni:
Ekki hálfvolgir.
Allir velkomnir.
Fíladelfía
Almenn samkoma í kvöld
kl. 8.30. Bræðurnir Haraldur
cg Hafliði Guðjónssynir tala
og syngja. Einar Gíslason
kveður. Er á förum til út-
landa.
Hjálpræðisherinn
í kvöld kl. 8.30: Almenn
samkoma. Við bjóðum löytin-
ant Kaspersen og Mona Grefs-
rud velkomin til íslands. —
Allir velkomnir. — Föstudag
og laugardag er merkjasala.
Kaupið merki og styrkið gott
málefni.
Peningar
Getur ekki einhver góðviljaður maður lánað kr.
150.000,00 í einhvern tima gegn góðu fasteignaveði.
Ef einhver sæi sér það fært, þá geri svo vel að senda
nafn sitt til Mbl., merkt: „Skjót hjálp — 2158“.
dreng, sem Eiríkur er. Eirífcur
fylgdist með fyrstu sporum
skátahreyfingarinnar í Hafnar-
firði fyrir rúmum 40 árurn, »g
það leið ekki á löngu, unz hann
varð þátttakanidi í Skátastarfinu
af lífi og sál. Og þótt sfcátaárin
séu orðin nokfcuð mörg hjá
Eiríki, „er andinn þó sarnur og
jafn“, eldurinn eins skír og heit-
ur og þegar hann hóf skátagöng-
una. Með Hraunbúum hefur hann
þolað súrt og saett, verið þeim
ómetanlegur liðsmaður bæði I
meðlæti og mótlæti, gegnit fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
Hraunbúa, verið félagsforingi
þeirra um árabil og nú í dag
leiðir hann frítt og föngulegt lið,
St. Georgsgildið í Hafnarfirði.
samtök eldri skáta, jiafnframt þvl
sem hann er nú formaður lands-
samtaka þeirra.
Þar sem Eiríkur er svo ungur
enn, þrátt fyrir aldurinn, og á
eflaust eftir að eiga mörg og
merkileg afmæli, þá hafði ég nú
hugsað mér að hafa þessi orð
ekki fleiri að sinni, enda er ævi-
ferili hanis litsfcrúðugri en svo,
að hann verði rakinn í fáurn orð-
um.
Það sem fyrir mér vafcir með
þessu skrifi mínu núna, er að
flytja Eiríki þakkir frá Hraun-
búum fyrir samveruna í leik og
í starfi, flytja honurn þakkir frá
mér og mínum fyrir ágæt kynni,
og óska honum gæfu og gengis
um mörg ókomin ár. Það er von
mín, að Eiríkur eigi enn eftir að
vera mörg ár með okkur Hraun-
fcúum og syngja með okkur
sfcátasönginn, sem hann gaf okik-
ur:
„Við Hraiunbúair fýlikjum' oss
fánann við
og fegurstu eflum vor heit . . .**
Guð blessi þér daginn Eiríkur,
svo og aðra ókomna daga.
Hörður Zóphaníasson.
Si«;urður Guð-
mundsson garð-
yrkjumaður
sextu^ur
f DAG minnist vinur minn og
mágur, Sigurður Guðmundsson,
frá Skáholti við Bræðraborgar-
stíg, sextugs afmælis síns.
Það má gera góða leit ef það
á að finnast betri eða meiri mað
ur en Sigurður, brezkir mundu
kalla hann sjentilmann en Norð
menn höfðingja.
Hárið er grátt og ennið hátt
en hendurnar hrjúfar og skorn-
ar, því að þótt hendurnar beri
með sér gróðurmátt eru í hverju
blómabeði rósir, sem bera auk
blaða og ilms þyrna, sem skera
og stinga.
Mér þykir vænt um Sigurð
eins og alla aðra, sem skapa
í kringurn sig fegurð og þögn.
Hver leyfir sér að tala, sem
minnist sxáidsins, sem orkti um
burknirótina, hún bað vindinn
og hún bað lækinn að bera sig
í birto,og yl en Sigurður veit að
til Guðs verður bænin að berast
til þess að við berumst þangað.
Sigurður minn, þroski þinn og
persónule:ki ber þig til blóm-
anna og þér fylgja hlýjar hugs-
anir og beztu árnaðaróskir.
Hilmar Biering.
London, 7. sept. NTB-AP
ic George Ball, aðstoðarutan
ríkisráðherra Bandaríkjanna
kom í dag til London frá
París. Mun hann ræða við
brezka ráðamenn, m.a. um
Vietnam-deiluna og ástandið
í Kasmír.