Morgunblaðið - 09.09.1965, Blaðsíða 2
2
MORCU N BLAÐID
Fimmtudagur 9. sept. 1965
Skárra en ekkert að
veiða við Jan Mayen
Rætt við Halldór Benediktsson d Asbirni
SÍÐUSTU vikur hefur stór
hluti íslenzka síldveiðiflotans
verið að veiðum við Jan
Mayen, klettaeyjuna 300 míl-
ur norðaujtur af íslandi. Afli
hefur verið tregur þrátt fyrir
sæmilegt veður á köflum.
Morgunblaðið átti í gær tal
af Halldóri Benediktssyni,
skipstjóra á Ásbirni frá
Reykjavík, og fyrst spurðum
við Halldór, hvernig veðrið
væri núna við Jan Mayen.
— í gær og- í dag hefur
verið sæmilegt veður hérna
við Jan Mayen, ep aflinn
þrátt fyrir það lítill. í gær
voru bátarnir að kroppa
þetta frá hundrað og upp í
fjögur hundruð mál á bát,
en Akurey RE fékk þó um
1200 mál. f dag er svipaða
sögu að segja, við höfum ióð-
að á margar torfur, en þær
eru smáar. Núna rétt áðan
fékk Guðbjartur Kristján frá
ísafirði þó ágætt kast, senni-
lega 1100 til 1200 mál. Það
er ekki loku fyrir það skotið,
að eitthvað verði hægt að fá
fyrir kvöldið.
— Hversu margir bátar eru
við Jan Mayen núna?
— Ég geri ráð fyrir, að hér
séu 40 til 50 bátar. Yfirleitt
eru það stærri bátarnir í flot
anum, því að hinir minni
hafa hvofki olíu né vatn í
svona langa útivist. Þó held
ég, að hérna sé einn hundrað
tonna bátur. Við komum hing
að fyrir viku og höfum feng-
ið alls eitthvað um 2000 mál.
Það er út af fyrir sig ekki
mikill afli á heilli viku, en
sennilega hefði maður ekki
fengið meira með því að
halda sig í brælunni úti fyrir
Austurlandi.
— Og þið landið aflanum
auðvitað um borð í síldarflutn
ingaskip?
— Já, það væri nokkuð löng
leið að fára að stíma með
þessa smáslatta í hvert sinn til
lands. Við erum yfirleitt þetta
300 til 340 mílur frá Raufar-
höfn og erum því hálfan ann-
Halldór Benediktsson.
Jieis tamvik
GRÆN-
JanMaycti
An<jtnay$5alik<
an sólarhring á leiðinni þang-
að. Nú eru hér tvö síldarflutn-
ingaskip, Laura Terkol, sem
er um það bil að fyllast, og
Síldin, sem kom í gær.
— Eruð þið nokkuð að hugsa
um að halda heim á leið á
næstunni?
— Það kemur náttúrlega að
því. En við eigum bara ekk-
ert erindi á heimamiðin fyrr
en eitthvað verður meira þar
að hafa en hér. Þótt þetta sé
ekki mikið hérna, þá er þó
alltaf hægt að kasta á eina og
eina peðru og það er ögn
skárra en ekkert.
Aðalfundur kjördæmis-
ráðs Sjálfstæðisflokksins
á Vestfjörðum
Ánægja ríkjandi með Vestfjarðadætlunina
og stofnun Menntaskóla á Isafirði
AÐALFUNDUR kjördæmisráðs
Sjálfstæðisfiokksins á Vestfjörð-
um var haldinn að Núpi í Dýra-
firði siðastliðinn sunnudag. —
Hófst hann klukkan þrjú síð-
degis. Jónatan Einarsson Bol-
ungarvík formaður kjördæmis-
ráðsins setti fundinn, en fundar-
stjóri var kjörinn Ásberg Sigurðs
son sýslumaður Barðstrendinga.
Fundarritari var kjörinn Óskar
Kristjánsson, Suðureyri.
Jónatan Einarsson gerði grein
fyrir störfum kjördæmisráðsins
á liðnu ári. Síðan fluttu alþingis-
mennirnir Sigurður Bjarnason
frá Vigur, Þorvaldur Garðar
KrLstjánsson og Matthías Bjarna-
son stutt ávörp, þar sem þeir
ræddu í senn héraðsmál og
stjórnmálaviðhorf í landinu.
Finnur Th. Jónsson, Bolungar-
vík, gerði grein fyrir störfum
blaðnefndar Vesturlands. Marz-
elíus Bernharðsson, gjaldkeri
kjördæmisráðsins las reikninga
þess og Högni Torfason ritstjóri
ræddi skipulagsmál flokksins.
Ennfremur fluttu formenn full-
trúaráðanna í hinum ýmsu hér-
uðum skýrslu um störf Sjálf-
staæðisfélaganna, Þessir menn
fluttu skýrslur fulltrúaráðanna:
Ásmundur B. Olsen, oddviti
Patreksfirði, Arngrímur Jónsson
skólastjóri, Núpi, Baldur Bjarna-
son bóndi, Vigur, Einar B.
Ingvarsson bankastjóri, ísafirði
og Vígþór Jörundsson skólastjóri
Hólmavik.
>á fór fram kosning í ýmsar
nefndir kjördæmisráðsins. For-
maður ráðsins var kjörinn Ás-
berg Sigurðsson sýslumaður á
Patreksfirði í stað Jónatans Ein-
arssonar, sem verið hefur for-
maður ráðsins undanfarin þrjú
ár. En hann skoraðist nú undan
endurkjörL
Gerðar voru ýmsar ályktanir
á fundinum um héraðsmál Vest-
firðinga, og meðal annars var
ríkisstjórninni og stuðnings-
flokkum hennar þökkuð forysta
um Vestfjarðaáætlunina, stofnun
menntaskóla á Isafirði og ýmis
önnur þýðingarmikil hagsmuna-
mál Vestfirðinga.
— U. Thant
Framhald af bls. 1.
um SÞ-frið, við viljum stríð. Við
munur gjörsigra Indverja".
Eftir viðræðurnar við U Thant
átti Stewart fund með George
Ball, aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sem staddur er í
London.
U Thant átti klukkustundar
viðdvöl í Genf áður en hann hélt
áfram áleiðis til Karachi, og í-
trekaði þá við fréttamenn að
hann gæti ekkert um deiluna
■ sagt fyrr en eftir heimkomuna
til New Yojrk, væntanlega eftir
viku. Hélt Ú Thant frá Genf síð-
degis í dag, og var ætlunin að
koma við í Beirut og Teheran, en
til Karachi er hann væntanlegur
á áttunda tímanum í fyrramálið.
Hrepparéttir næst-
komandi fimmtudas
Fréttir .úr Gnúpverjahreppi
Fréttir úr Gnúpverjahreppi.
JÓN ÓLAFSSON í Geldingaholti,
fréttaritari Mbl. í Gnúpverja-
hreppi leit inn á ritstjórn blaðs-
ins í gær og sagði okkur fréttir
a?S austan.
Sumarið hefur verið afbragðs-
gott til heyskapar og heyin talin
góð. Spretta var allgóð orðin, er
sláttur hófst um mánaðamótin
júní-júlí. Er heyskap almennt að
ljúka þessa dagana, en háar-
spretta hefur verið lítil sakir
langvarandi þurrka. Hefur borið
talsvert á vatnsskorti á sumum
bæjuín.
Kartöfluuppskera hefur verið
misjöfn, en kartöflugras féll
skömmu fyrir síðustu mánaða-
mót. Sæmileg berjaspretta hefur
verið í sumar og tíndu menn
mikið í Þjórsárdal. Mikil umferð
hefur verið um dalinn í sumar
og umgengni gesta þar góð.
Tvö ný íbúðarhús eru í bygg-
ingu í hreppnum. Annað er
byggt að Ásólfsstöðum, en þang-
að er Asólfur bóndi fluttur aftur
eftir fjarveru sakir veikinda. Þá
er einni byggt íbúðarhús í Sand-
lækjarkoti. Hlöður og fjós eru
víða í byggingu og ræktun mikil
á býlum víðsvegar um hreppinn.
Hefur skurðgrafa frá Vélasjóði
haft næg verkefni þar í sumar.
Nýr prestur, séra Bernharður
Guðmundsson, hefur verið settur
í embætti af prófastinum, séra
Sigurði Pálssyni á Selfossi. Séra
Bernharður situr að Skarði, en
þjónar auk þess kirkjunum að
Stóra^Núpi, Ólafsvöllum og
Hrepphólum.
Fyrstu fjallmenn Gnúpverjaog
Flóamanna, átta talsins, eru farn
ir á fjall og smala inn í Arnar-
fell. Fleiri menn fara á fjallið
um helgina, en Hrepparéttir
verða á fimmtudag í næstu viku.
Um 2000 fjár höfðu safnazt sam-
an við afréttargirðingu og var
það fé réttað í sl. viku.
Sætanýting aldrei
jafngóð og nú
FLUGVÉLAR Flugfélags íslands
fljúga nú fullskipaðar í hverri
ferff í millilandaflugi og hefur
-sætanýting aldrei veriff jafngóff
og í ár. Sveinn Sæmundsson,
blaðafulltrúi F.Í., skýrffi blaðinu
svo frá í gær, aff þessi farþega-
aukning gerffi þaff aff verkum,
aff forráðamenn félagsins athug-
uffu nú rækilega möguleika á
kaupum á nýjum og hraðskreiff-
ari flugvélum.
Þá hefur einnig orðið mikil
aukning á flutningum innan-
lands ,og kvað Sveinn það fyrst
og fremst að þakka nýju Friend »
hipvélinni. Önnur vél sömu
gerðar kemur til landsins í marz
mánuði n.k. og verður hún einn
ig notuð á innanlandsflugleiðum,
en jafnframt er fyrirhugað, að
hún verði í förum milli íslands,
Færeyja og Bretlands. Færey-
ingar eru farnir að notfæra sér
ferðir Flugfélagsins í ríkum
mæli, og sagði Sveinn, að mikil
framtíð væri í flugi til eyjanna.
Honum bárust í gær umsagn’r
færeysku blaðanna um komu
Friendship-vélarinnar Blikfaxa
til Vogeyjar á dögunum og er
þar farið mjög lofsamlegum
orðum um þjónustu Flugfélaga
íslands við Færeyinga.
í gær kom Skymaster-flug-
vélin Straumfaxi til Reykjavík-
ur frá Grænlandi með 48 íar-
þega, Dani og Grænlendinga á
leið til Kaupmannahafnar. Fer
hópurinn þangað í dag, og I
kvöld eru rúmlega 50 farþegar
væntanlegir frá Kaupmanna-
höfn á leið sinni til Grænlands.
Sveinn Sæmundsson sagði, að
fjöldi erlendra blaðamanna og
rithöfunda hefði verið hér i
heimsókn í sumar á vegum Flug
félags íslands og auk þess hefðu
starfsmenn ýmissa sjónvarps-
stöðva unnið hér að mynda-
töku. „Þeir koma hingað nú orð
ið án þess að gera boð á undan
sér. Fyrir nokkrum árum varð
að bjóða þeim kurteislega í ts-
landsför“, sagði Sveinn að loic-
um.
— Herstyrkur
Framhald af bls. 1
tveimur víglínum og auk þess
lið til staðar á svæðum, þar
sem hætta er á uppreisnum.
Telja sumir sérfræðingar því,
að í styrjöldinni við Pakistan
sé hlutfallstalan ekki nema
tveir á mót.i einum.
Her Pakistan telur hinsveg-
ar, að því bezt er vitað, um
200.000 manns. Er þar um að
ræða vel þjálfaða, kjark-
mikla hermenn, gædda miklu
baráttuþreki og herinn er í
heild betur búinn vopnum og
flugvélakosti. Aðild landsins
að SEATO hefur fært því í
búið hergögn fyrir um það
bil einn milljarð bandarískra
dal — og eru það her-
gögn, sem hugsuð voru til
notkunar í baráttunni gegn
útþenslu komroúnismans í
Asíu. En þar sem Pakistan
hefur á síðustu árum treyst
svo mjög vináttuböndin við
Kínverja og vinnur að hinu
sama að því er varðar Rússa,
er lítil ástæða til að ætla, að
þeir þurfi að binda her sinn
og búnað á þeim vígstöðvum.
Pakistanar hafa yfir að
ráða bandarískum skriðdrek-
um af gerðunum „Sherman“,
eins og notaðir voru í heims-
styrjöldinni síðari og meðal-
stórum „Pattons“-skriðdrek-
um af árgerð 1948, búnum 90
mm byssum, miklu fullkomn-
ari, en þeim, er Indverjir
hafa yfir að ráða.
Indverjar hafa nokkra
gamla „Sherman“-skriðdreka,
nokkra brezka „Stuart“-skrið
dreka frá því í heimsstyrj-
öldinni síðari og nokkra
brezka „Centurion“-dreka,
einnig af eldri gerð, eða
a. m. k. frá því fyrir Kóeru-
stríðið.
Flugher Pakistans er meðal
annars búinn hinum banda-
rísku F-86 „Sabre“ og F-104-
þotum. Ennfremur hafa þeir
10 Camberra þotur, sem gert
geta árásir á skotmörk í 1287
km fjarlægð og snúið jafna
lengd aftur. Indverki flugher-
inn verður hinsvegar að
treysta á nokkrar franskar
flugvélar af gerðinni „Myst-
eres“, brezkar „Hunter“-vél-
ar og heimatilbúnar vélar
kallað „Gnat“ auk þess, sem
þeir hafa fjórar sovézkar
„MIG -— 21“ þotur.