Morgunblaðið - 09.09.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.09.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 9. sept. 1965 Boeing 727 eöa vélin, sem Flugfélag tslands er að athuga um kaup á. kerfi á öllum stjórntækjum. Það eru t.d. á Boeing 727 þrír hreyflar og ef einn bilaði væru hinir r.ægilega sterkir til þess að koma vélinni heilii í höfn. — Fórst ekki ein slík vél við Detriot fyrir skömmu? Hvað olli því? — Jú, það fórst i sumar vél við Detriot, en mér er ekki kunnugt um rannsókn þess slyss, þar eð ég var far- inn frá Bandaríkjunum, þeg- ar það varð. —>- Og þá fórst önnur í Cario í vor. — Ekki af þessari gerð. Sú var af gerðinni Boeing 720B — Og hvað bilaði í Cairo? — Ja, þeir flugu beint á hæð í grennd við flugvöllinn, að því er ég bezt veit. — En hvað um Boeing vél- ina, sem vængurinn rifnaði af yfir San Francisco? — Það var Boeing 707 og vann flugstjórinn þar sér- stakt afrek, er honum tókst að lenda vélinni án þess, að nokkurn sakaði. Kaupi Flugfélagið Boeing 727, kemst ég oftar tii Íslands — segir V-íslendingurinn Metusalem Ölafsson í viðtali við Morgunblaðið NÝLEGA var staddur hér- lendis, á vegum Boeing-flug- vélaverksmiðjanna banda- risku, Vestur-íslendingurinn Metusalem Ólafsson, yfir- maður flughæfnisdeildar verksmiðjanna. Morgunblað- ið náði tali af Metúsalem á skrifstofu Flugfélags íslands, en erindi hans til tslands, að þessu sinni, var að reyna að selja Flugfélaginu þotu af gerðinni Boeing 727. Við spurðum Metusalem fyrst um uppruna hans, en hann er íslendingur í húð og hár. — Ég er fæddur í Norður- Dakota árið 1920. Móðir mín er ígedd í Skagafirði, en flutt ist vestur tveggja ára gömul, en faðir minn er fæddur í Norður Dakota, þrjár milur fyrir sunnan Akra, en bæjar- nöfn þar um slóðir eru all- mjög íslenzkuskotin. — Þér talið allsæmilega ís- lenzku. Hafið þér komið áð- ur til íslands? — Nei, ég hef aldrei áður komið tii íslands. Reyndar hef ég tvisvar lent á Kefla- víkurflugvelli á leið minni frá Evrópu til Bandaríkjanna, en það er ekki unnt að segja um það, að maður hafi komið til Xslands. Kona mín, sem er af norsku bergi brotin, er hér með mér nú og þrjú börn okkar, tveir syhir og ein dótt- ir. — Þér eigið að sjálfsögðu marga ættingja hér? — Já, ég á mikið af ætt- ingjum hér og á Akureyri. Ég er t. d. skyldur Þorsteini M. Jónssyni á Akureyri að öðr- um og þriðja. Það er þess vegna persónulegt áhugamál mitt að Flugfélagið kaupi þessa þotu, því að þá fæ ég á- vallt tækifæri til þess að skreppa til íslands. — Hvað kunnið þér að segja okkur frá Bœingverk- smiðjunum? — Boeingverksmiðjurnar framleiða ekki einungis flug- vélar sem þessar, heldur smíða þær einnig eldflauga- hreyfla og þyrilvængjur. Hins vegar er sú deild, er framleiðir farþegaflugvélar stærst. — Hvert er yðar starf hjá verksmiðjunum? — Ég er yfirmaður þeirr- ar deildar, sem hefur með flughæfni (aerodynamics) að gera, þr.e.a.s. við ákveðum grundvallarlögun vélanna og finnum út bezta lag þeirra til þess, að þær megi verða sem auðveldastar viðfangs fyrir flugmennina. Þá eru og öU stjórntæki í okkar umsjá. Við reynum sköpunarlag vélanna í gríðarstórum gímöldum, sem við blásum lofti í gegnum á lítil líkön vélanna. Vængja- haf þessarar Boeing 727 (og hann bendir á lítið líkan, er stendur á borði fyrir framan hann), er við reynum hana í þessum tilraunum er t.d. um þrír metrar. — Hvernig hefur svo þessi 727 reynzt? — Þessi vél hefur reynzt mun betur ,en allar okkar fyrri þotur og hún er sérstak lega hentug fyrir litla flug- velli og gæti t.d. hæglega lent á Reykjavíkurflugvelli. Hún er einmitt byggð með það fyrir augum, að hún krefðist ekki langra flug- brauta. Á La Guardia-flug- vellinum, sem er innanlands- flugvöllur fyrir New York hafa þær verið notaðar með góðum árangri, en þar er um- hverfi einmitt mjög þröngt. — En hvað um hávaðatin frá vélinni? — Vélin framleiðir 105 deci bles, sem er sú einging sem hljóð er mælt með, en þess má geta að á hljómleikum the Beatles hafa mælzt 150 decibles. — Hvernig farið þið að koma í veg fýrir hugsanlega galla, sem fram kunna að koma, eftir að vélin hefur hafið áætlunarflug? — Það gerum við á þann hátt, að við höfum tvöfalt — Hefur Eoeíng' 727 verið lengi í notkun? — Hún kom á markaðinn í febrúar 1964 og hefur því ver ið í þjónustu í um 20 mán- uði. Við höfum pegar afhent 160 vélar og eru þær í notkun um allan heim, en hms vegar höfum við selt um 350 vélar alls af þessari gerð. Við fram- leiðum af hon u 10 vélar á mánuði, en höfum hug á að auka framleiös'una þannig, að við framleiðum 14 á mán- uði. Þetta er afleiðing mjög mikillar eftirspuriiar. Boeing 727 mun geta flogið frá Reykjavík til Giasgow á nokkru skemnn tíma, en tveimur klukkustundum og það mun taka hana 2 Vá 'klukkustund að fljúga til Kaupmannahafnar. — Er ekki erfitt í tilfelli eins og kom fyrir yfir San Wí' m m - mm Metúsalem Ólafsson. (Ljósm.Mbl. Sv. Þ.) Buick Tilboð óskast í Buick bifreiðina X-205, árgerð 1955. EinkabíU í ágætu ásigkomu- lagi. — Staðgreiðsla. — Upplýsingar í síma 15, Eyrarbakka, fyrii hádegi og eftir kl. 8 e.h. BRAGl ÓLAFSSON. Stúlka óskast við afgreiðslustörf. — Upplýsingar í skrif- stofu Sæla Café í dag og næstu daga. Sæla Café Brautarholti 22. Franciseo að halda jafnvægi flugvélarinnar? Þarf ekki flugmaðurinn á mikilli orku að halda til þess? — Allar Boeing-þoturnar eru smíðaðar með tilliti til þess að flugmaðurinn geti flogið vélinni með annarri hendi. Öll stjómtæki, sem afl þarf við eru með vökvaþrýsti kerfi, sem gerir alla vinnu flugmannsins mjög létta. Að stjórna nútíma þotu er eins og að aka bíl með vökva- stýri. En hins vegar ems og ég sagði áðan, var þetta ein- stakt þrekvirki flugstjórans á vélinni yfir San Francisco (sjá Mbl. 11. ágúst s.l.) . — Hve marga flugmanna krefst þessi vél? — Hún krefst þriggja flug- manna. Flugstjóra, flug- manns og aðstoðarflugmanns. Vélin tekur 119 manns, en unnt er að láta hana taka fleiri í sæti. — Þá hefur flugvélin sjálf- stæða rafstöð, þannig að hún þarf ekkert frá flugvellinum. Hún getur því ræst hreyfl- ana án þess að þurfa orku frá flugvellinum. Undir vél- inni aftanverðri er innbyggð- ur landgangur, en "i'kan stiga er einnig unnt að fá við fremri inngang vélarir.n- ar, en þar eð hann er mjög þungur, styttir hann flugþol vélarinnar töluvert. — Hver er munurinn á Douglas DC8 og Boeing 707? — Það er raunar sáralítill munur á þeim. Boeing 707 varð fyrri á markaðinn og þar eð viðskiptavinir fyrir- tækjanna gera yfirleitt sömu kröfur til vélanna, þá segir það sig sjálft, að vélarnar hljóta að verða mjög líkar. Bæði fyrirtækin vinna að því, að uppfylla sömu kröf- ur. — Og hvaða vél hjá Dougl- as samsvarar þá Boeing 727? — Það er engin vél þessari lík. Þessi vél er bæði stærri og langfelygari, en aðrar bandarískar þotur. — Hvað kostar Boeing 727? — Hún kostar 5 milljónir dollara með öllu tilheyrandi eða 215,3 milljónir íslenzkra króna. — Hverjar eru svo fram- tíðaráætlanir Boeingverk- smiðjanna? — Næsta vél, er koma mun á markaðinn frá okkur og nefnd hefur verið Boeing 737 er minni vél en 727. Hún hefur ekki eins mikið flug- þol og hreyflarnir eru ein- ungis tveir. — Að lokum. Hve margir eru starfsmenn 3oeingverk- smiðjanna? — Þeir eru um 60 þúsund talsins, en í þeirri deild er ég hef umsjón með eru um 140 manns. — Vilduð þér segja eitt- hvað sérstakt að lokum? — Það hefur verið mjög gaman að koma til íslands. Hér er gestrisni mikil. T.d. er ég í kvöld boðinn til kvöld verðar, þar sem hangikjöt er á boðstólum, en það finnst mér herramannsmatur, þó að það sé ekki á hverju strái heima í Bandaríkjunum, sagði Metusalem um leið og við kvöddum hann. Moskvu, 7. sept. — NTB. ■jf í dag hófust í Kreml við- ræður sovézkra og tékk- neskra ráðamanna, — en þær munu einkum fjalla um efna hagsáætlanir A-Evrópunkja. Af hálfu Sovétstjórnarinnar taka þátt í viðræðunum þeir Leonid Breshnev, aðalritari kommúnistaflokksins; Anast- as Mikojan, forseti og Alexei Kosygin, forsætisráðherra. Formaður tékknesku nefndar innar er Antoin Novotny, for seti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.