Morgunblaðið - 09.09.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9 sept. 1965
M0RGUN2LADIÐ
3
Illuti af byg-ging-unni séður neðan frá vogmum. Skjólgóð flöt myndast milli íbúðarálman na.
Húsahverfi fyrir van-
gefna við Kópavogshæli
SUNNAN á Kársnesinitx við
Kópavoginn stendur gamla
Kópavogshælið, notað sem
hæli fyrir vangefna sí'öan
berklasjúklingar þurftu þess
ektki lengur sem hróssingar-
hælis. Og í kringum það verð
ur með tímanum komið upp
heilu hælishverfi fyrir van-
gefina, með þeim byggingum
sem slíku hæli fylgja.
f>arna er nú eitt hús í bygig-
ingu og snýr sex stöfnum að
vegfarendum, sem aka út
Kárshesið. Blaðamáður og
ljósmyndari blaðsiná beygði
þarna út af vegkxum í gær,
tiíl að forvitnasit nánar um
þessar framkvæmdir. Það kom
í ljós að þetta er íbúðarhús
fyrir vangefna, og á að rúma
45 manns. Smi'ðir voru þarna
að verki. Byggingawneistar-
inn, Ingibjartur Arnórsson,
leysti úr spurningum okkar.
Húsið er á einni hæð, og
eiginlega þrjár byggingarein-
ingar, um 500 ferm. hver.
Tvær þeirra eru að verða til-
búnar, komin inn húsgögn og
rafm.agnsmenn voru að setja
upp lam.pa. En sú þriðja er
komim undir þak. í hverri
húsaeiningu er íbúðarálma
me'ð fjórum þriggja manna
herbergj-um og þremur eins
manns herbergjum, auk
snyrtiherbergja. Þessu fylgir
setus'tofa, borðstofa, lítið eld-
hús o.fl., en matur á að koma
frá sameiginlegu eldhúsi hæl-
inins. Gangar alilir eru stórir
og byggingin yfirlieitt björt og
vönduð. Húsgögn í herbergj-
unum eru falleg og nýtízku-
lag, svefnsófar, skrifborð og
bókahilláur úr teakviði og
sikápar rúmgóðir. í hverri
húsaeiningu munu búa 16
manns og þa'ð fer áreiðan-
lega vel um þá í þessu fallega
rúmgóða umhverfi. Búist er
við að fyrstu sjúklingarnir
flytji inn í lok mánaðarins.
Rafvirkjar að ganga frá ljósrm á ganginum.
Einn af vistmönnum i þrlggja manna herbergi í nýju bygg- ingunni.
_ Húsin teiíknaði Gísli Hall-
dórsson arkiteikt. Þar hagar
þannig til, að innangengt er
milli þessara þriggja húsa-
eininga, og á milili þeirra
myn'dast skjólgóð flöt með
palili og grasbletti, þa'ðan sem
útsýni er niður að sjónum.
Inigibjartur sagði okkur, að
þetta mundi vera sú fyrsta
af fimm svona húsaeiningum,
sem fyrirbugaðar eru enda
væri stoorturinn á hújsrými
geysimikill á hæhnu og marg-
ir biðu eftir að komast að. Auk
þess væru áætlanir um fleiri
byggingiar, sameigiinlegt eld-
hú's, kymdiklefa, vinnustoáia
o.fl. Bklki kváðst hanin þó
vita hvenær þær byggingar
mun'du rísa. En þeim er ætlað
ur staður á svæðinu miili
þessa nýja húss og vegarins.
Þar er nú aðeins starfsmanna-
bústaður, ailistórt blotokhús.
Sex stafnar snúa i norður. Tvaer húsaelningar eru að verða búnar, sú þriðja er uppsteypt.
SIAKSTFINAR
Línan frd Peking
HERNAÐARÁTÖKIN í Kasmir
eru að vonum mikið rædd í blöð-
um hér á landi, sem annars stað-
ar og sýnist sitt hverjum. Segja
má, að það einkenni Kasmír-
deiluna, að fáir aðilar eru reiðu-
búnir tij þess að taka afstöðu
með öðrum hvorum deiluaðila.
Mönnum er ljóst, að hér er um
mjög flókið vandamál að rseða
og hvorugur deiluaðila er án
sakar í málinu, þótt báðir hafi
margt til síns máls. 1 þessu ljósi
er athyglisvert að lesa forystu-
grein Þjóðviljans í gær um Kas-
mírdeiluna, ekki sízt þar sem hin
tvö höfuðríki kommúnismans,
Sovétríkin og Rauða-Kína hafa
ólíka afstöðu til málsins. Sovét-
stjórnin hefur hvatt báða aðila
til þess að hætta vopnaviðskipt-
um, en Pekingstjórnin hefur
tekið ákveðna afstöðu með Pak-
istan í þessari deilu. Ljóst er af
tóninum í leiðara Þjóðviljans í
gær, að Þjóðviljinn hallast frem-
ur að málstað Pakistana í þessari
deilu og er út af fyrir sig ekkert
við því að segja. Þjóðviljinn
hlýtur að taka afstöðu í málinu
eins og aðrir, en óneitanlega
hljóta menn að veita þvi athygli,
að Þjóðviljinn og kommúnistar
hér á landi taka nú líkari afstöðu
til Kasmírmálsins, þeirri sem
Peking-stjórnin hefur, en sem
Sovétstjórnin hefur haldið fram.
Tengslin við Peking
Ágreiningurinn milli Moskvu
og Peking hefur valdið klofningi
i kommúnistaflokkum um heim
allán og þessa ágreinings hefur
einnig orðið vart í kommúnista-
flokknum hér á landi, þótt fylgis
menn Pekingstjórnarinnar hafi
verið fremur fáliðaðir hingað
til. En ef til vill eru skrif Þjóð-
viljans nú um Kasmírde5,”tia
vísbending um, að þeim vaxi nú
styrkur innan kommúnistaflokks-
ins, sem vilja halla sér meir að
Peking en Moskvu í framtíðinni.
Annars hefur bókmenntafélag
kommúnista, Mál og menning
verið aðalmiðstóð Pekingssinna
í kommúnistaflokknum hér á
landi, og hefur Kristinn E.
Andrésson verið í fararbroddi
þeirra harðsnúnu gömlu komm-
únista, sem líkað hefur betur
línan frá Peking en sú sem frá
Moskvu hefur komið.
Miðstöð
í Kaupmannahöfn
Sendiráð Pekingstjórnarinnar
í Kaupmannahöfn hefur verið
aðal-miðstöð fyrir áróður frá
kínverskum kommúnistum, sem
dreift hefur verið til Islands og
hefur sú dreifing farið fram á
vegum Máls og menningar, enda
hefur Kristinn E. Andrésson
verið mjög tíður gestur og dval-
izt langdvölum í Kaupmanna-
höfn síðustu árin, eftir að Kín-
verjar fóru að beina athygU
sinni hingað norður á bóginn.
Mál og menning hefur einnig
haft margvíslegan hag af þess-
um tengslum við Peking, þar sem
fyrirtæki þetta hefur flutt • inn
ýnúskonar kínverskan varning,
sem það hefur vafalaust fengið
með hagkvæmum viðskiptaleg-
um kjörum. En Sovétsinnar í
kommúnistaflokknum hér á
landi og aðrir útsendarar Sovét-
stjórnarinnar hér, ættu að’ lesa
vandlega skrif Þjóðviljans um
Kasmírdeiluna. Vafalaust mun
það valda þeim nokkrum heila-
brotum, hvort málgagn þeirra
hér á landi sé nú farið að haU-
ast að Peking í stað Moskvu,
sem kannski væri ekki svo
óeðlileg afleiðing langrar heim-
sóknar stjórnmálaritstjóra blaðs-
ins til Kína.