Morgunblaðið - 21.09.1965, Page 3

Morgunblaðið - 21.09.1965, Page 3
r 3 Þriðjudagtir 21. sept. 1965 MORGUNBLAÐID f P f. SÓLIN speglaðist í kyrrum, olíuíbráikuðum hatffletinum í igeer, er vfð snöruðum okkur um borð í þýzka skipið Posei- don, sem heitið er eftir gríska (hafguðinum. Á Miðum skips- iins stendur stórum stöfum orðið „Fishereisöhutzboot" og 'gefur það til kynna, að hér sé um hjálparskip fyrir fisk- vefðitflotann þýzka. Þegar um borð var komið, hittum við ifyrir ' 1. stýrknann herra Koelln, og tekur hann okkur opnum örmum og sýnir okk- ur skipið. - Skipið er byggt árið 1957 og er 934 tonn að stærð. Áihöfnin er 31 maður, þar af tveir ve'ð- urfræðingar og einn læknir. í skipinu er gufuvél og þegar við spyrjum, hvers vegna svo ®é, svarar 1- stýrimaður. Skipsmennirnir, sem tóku á móti okkur taldir frá vinstri: 1. stýrimaður Koelln, skipstjórinn. Dalunen og iæknirinn dr. Roehrs. Heimsókn í fljótandi sjúkrahús Þjóðverja á ísiandsmiöum — Ég býst við því að það hafi verið vegna þess, að þeir áttu vélina tilbúna, þegar þeir voru a'ð smíða skipið. Þið eruð ekki þeir fyrstu, sem spyrjið um þetta. Það finnst öllum þetta mjög merkilegt, að svona nýtt skip skuli vera með gufuvél. Annars fáum við nýtt skip næsta ár og verður það með diselvél og auk þess tvöfalt stærra en þetta. Þetta skip mun þó halda áfram að þjóna sínu hlutverki eftir sem éður. Herra Koelln sýnir okkur veðurathugunarskrifstofu, sem er í skipinu með öllum ful'l- komnustu tækjum á því sviði. Hann segir okikur, að þeir sendi út veðurfregnir til skipa og veiðíbáta tvisvar á sólar- hring, kl. 7 á morgnanna og kl. 7 á kvöldin hvern daig- Að því starfi tveir veðurfrœðing ar og hafi þeir ærinn starfa við það. t Miðskips er allsæmilegur salur. Þar tekur skipstjórinn á móti gestum, en skipið er eign vestur-þýzka ríkisins. Á veggjunum hanga tveir silf- urskildir og á öðrum stendur: „Til Poseidon for fortjeneste- fuld inidsats i eftersögningen efter ms. Hans Hedtoft, sam forliste 30. januar 1959 syd for Gröndland“, en á hinum, stendur: „Til minnis um 24. 7. 1963 við tökk fyrir bjarging manning oig ferðafólk við ms- Btikur". Á veggnum and- spænis dyrunum er svo stórt málverk af gríska guðinum Poseidon. Við spyrjum 1. stýrimann hve marga særða menn e'ða sjúka þeir hafi að stoðað það sem af er árinu og hann svarar, eftir að hafa blaðað í bókum nokkra stund. — Fimm hundruð og fimm alls, þar með taldir sjúklingar með tannpínu og áðra smá- vægi'lega kvilla. Annars er það allt annað en gaman að ifá tannpínu úti á rúmsjó, seg ir hann og brosir. í skipinu er fullkomið sjúkrahús með skurðstofu og öllu, sem henni tilheyrir á— samt röntgentæikjum. L.ækn- irinn, dr. Roehrs, segir að til þeirra leiti menn með alls kyns kvilla og séu beinbrot og botnlangakvillar algengast ir- í sfðustu ferð hafi leitað til þeirra yfir 200 manns með tannpínu og þegar við látum í ljósi undrun yfir, hve fjöld- inn, sé mikill, segir hann: — Já, en þið verðið að gæta að því að á vestur-þýzk um verksmiðjutogurum er á- höfnin skipúð 60 mönnum, og þar eð Poseidon er sex vikur í hverri ferð, vill það oft verða svo að sjúkilingarnir, sem til okkar leita verða marg ir. Sjúkrahúsið um borð tek- ur 16 sjúklinga, þar af eru tvö sjúkrarúmin ætluð mönn um, sem setja þanf i sóttkví, tækjum. en slíkt getur ávallt komi'ð fyrir, að bráðsmitandi sjúk- dómar komi upp. Skipið veitir öllum hjálp, án tillit til þjóðernis þess skips, sem um hana biður. Aðspurður um það hvort þeir veiti sovétskum skipum að- sto'ð, svöruðu þeir félagar: skipum, sem öðrum alla þá hjólp er við getum, en gail- inn er bara sá, að þeir biðja okkur al'drei um hana. Þá veitum við einnig austur- þýzkum skipum alla þá að- stoð er við getum og hafa þeir þegi'ð hana. Þeir veita einnig ölllum læknishjálp, jafnt okk ur sem öðrum, en aðra að- stoð láta þeir ekiki í té. Við gerum við skipin, sé þess ósk að og höfum til þess kafara um borð, sem getur gert allar smáaðger'ðir neðansjávar. — Það má geta þess, sagði skipstjórinn, sem nýkominn var frá landi og við hittum úti á dekki, er við vorum að fara frá borði, að vi’ð aðstoð- uðum íslenzkt skip í síðustu ferð- Það var togarinn Narfi, sem þurfti aðstoðar vi'ð vegna sjúks skipverja. — Hvert er svo ferðinni heitið að lokinni þessari dvöl ykkar hérna?, spyrjum við um leið og við kvéðjum, — Ætlunin er að við verð um hér í nokkra daga við ís- land, en förum svo til Cux- haven, en þaðan er ödl skips höfnin og munum við þá eiga tveggja vikna frí þar til vfð höldum áifram norður ' til Grænlandis að nýju, sagði skipstjórinn, herra Dahmen um leið og við kvöddum þá félaga. Poseidon, þar sem hann lá við Ægisgarð i g óða veðrinu í gær. (Ljósm. Sv. Þorm.)- STAKSTIIiyAR Aumingja Framsókn Alltaf er niálgagn Framsókn- arflokksins jafn seinheppið, og er ekki ofsögum sagt af þeirri ólukkustjörnu, sem hvílir yfir Framsóknarflokknum og mál- gagni hans. * I eitt ár hefur mikið starf verið unnið á veg- um samlaka ungra Sjálfstæðis- manna við athuganir á mennta- málum og hverju hreyta mætti til hatnaðar í þeim efnum. Auð- vitað eru margir aðrir aðilar í þjóðfélaginu að vinna að þessu máli, en ekki er óeðlilegt, að um einhverja þætti þess sé fjallað af stjórnniálasamtökum ungs fólks, og ber að meta það starf, sem þegar hefur verið unnið í þessum efnum af ungum Sjálf- stæðismönnum. Sl. laugardag birtist hér í Morgunblaðinu ein opna með skýrslum og ályktun- um þings Sambands ungra Sjálf- stæðismanua um menntamál ásamt kafla úr ræðu Þórs Vil- hjálmssonar um Skólann og Þjóð félagið, og viðtali við Þóri Ein- arsson, sem veitt hefur forstöðu athugunum ungra Sjálfstæðis- manna á ir.enntamálum. ítarleg skýrsla var lögð fram á sam- bandsþinginu um barnafræðslu- stigið og gagnfræðastigið, og var hluti þeinar skýrslu hirtnr í Morgunblaðinu og má öllum ljóst vera, að mikið starf hefur verið unnið víð að taka saman þessa skýrslu og móta stefnu ungra Sjálfstæðismanna í þess- um málum, sem raunar hefur ekki verið gert endanlega enn. Sýndarmennska? En einmitt þennan laugardag, þegar Morgunblaðið birtir heila opnu um athuganir ungra Sjálf- stæðismanna á menntamálum, gerir málgagn Framsóknarflokks ins þessar athuganir að umræðu- efni, og lætur að því liggja, að hér sé uiR sýndarmennsku eina að ræða, tekur örfáar setningar upp úr stjórnmálaávarpi ungra Sjálfstæðirimanna og ætlar mönn um að halda að það sé það eina, sem frá þiugi þeirra hafi komið um menntamálin. Þannig segir Tíminn: „Ýmsum mun nú finnast að þetta sé heldur lítið til þess að „setja svip á þingið“ og að frumlegri niðurstöðu hefði mátt komast og meiri nýmælum en þeim, að menntunin verði að auka þroska hvers einstaklings. Sú spurning hlýtur að vakna hvort hér sé aðeins til þess stofn að að gcra þessi mikilvægu vandamál að áróðursgagni fyrir nnglingasamtök íhaldsins". í þessum skrifum kemur fram sterk óskhyggja um, *að starf ungra Sjálfstæðismanna í þess- um efnum verði sýndarmennska ein, en segja má með sanni, að ólukkustjarnan sveimi yfir Fram sóknarflokknum og málgagni hans, að þessi skrif skuli birtast einmitt sarna daginn og ítarleg skýrsla um athuganir ungra Sjálfstæðismanna á menntamál- um er hirt í Mbl. Allt gengur a afturfótunum Þetta dæmi sýnir eins og svo margt annað, að hjá Framsókn- armönnum gengur allt á aftur- fótunum. Þeiin mistakast allir hlutir sem þeir reyna við. Gæfan hefur greinilega snúið haki við þeim- ólukkufuglum, sem þar ráða ríkjum, og er það ekki von- um seinna. Framsóknarmönnum væri nær að hvetja sína ungu menn til aukinna átaka í þessum efnum sem öðrum, en að gera tortryggilega lofsverða viðleitni ungra manna í öðrum flnkknm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.