Morgunblaðið - 21.09.1965, Síða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. sept. 1965 ^
— Rabb úr
Rússlandsferð
Framihald af bls. 17
lengd er að ræða. Sé maður í
vafa um hvar skipta skuli um
lestir á leiðinni er það auðleyst.
í hverri stöð er kort yfir allar
stöðvarnar og línurnar — og
ýti maður á hnapp við nafn
áfangastaðarins kviknar ljós er
sýnir glöggt leiðina þangað.
Þrifnaður er áberandi í
Moskvu, eins og reyndar öllum
Stöðum rússneskum, sem ég
ikom til í ferðinni. Kemur vart
tfyrir að fólk fleygi frá sér rusli
é almannafæri, enda liggja við
eektir, samkvæmt lögum, — en
t>ó eru gamlar konur víða til
taks með hrísvendi, ef eitthvað
Bkyldi hrjóta í ógáti. Og á
hverju kvöldi aka bílar um göt-
urnar og sprauta á þær vatnL
Þarf því enginn að eiga á hættu
í Moskvu að renna á banana-
hýði og beinbrjóta sig. En því
miður dregur fólkið sjálft að
mörgu leyti úr áhrifum hinna
hreinu gatna — og veldur þvi
fyrst og fremst klæðaburður
|>ess og holdafar, einkum
kvenna. Ég verð að játa, að
fnér brá ofuriítið í brún við áð
sjá það — 'og þé ekki síður við
eð ganga um stórverzlunina
„Gum“ og skoða vöruúrvaiið,
þar sem var á boðstólum. Það
var að sumu leyti því líkast að
rekast inn í íslenzkt kaupfélag
einhvers staðar í afskekktu
smáþorpi — fyrir 20—25 árum.
Og verðlag á fatnaði himinhátt,
einkum þó á skóm, sem minntu
í mörgu á íslenzka skófram-
leiðslu, er hún var að stíga
tfyrstu sporin. Beztu og dýrustu
kvenskórnir, sem ég sá í rúss-
neskri verzlun, voru að gæðum
é við skó, sem hér í Reykja-
vik mætti fá fyrir á að gizka
4—500 krónur, — þeir kostuðu
60 rúblur eða nærri 2.500 ís-
lenzkar krónur. Sé til dæmis
miðað við laun túlksins okkar,
100 rúblur á mánuði, sem eru
venjuleg iaun bamakennara, að
pví er hún sagði, er Ijóst, að
það er betra að gera ekki alltod
háar kröfur um fótabúnað sinn
Ódýrustu kvenskór, sem ég só
kostuðu 10 rúblur, tæpar 500
fcrónur (1 rúbla er 47—48 krón-
ur isienzkar. En þegar rætt er
um kaupgjald og verðlag er
skylt að geta þess að. Rússar
búa við mjög lága húsaleigu
og ókeypis eða ódýra iæknis-
hjáip o. fl. og vegur það ef-
laust töluvert upp á móti hin-
um dýrari hlutum svo sem
fatnaði og alls konar mun-
aðarvörum). Verð á karlmanna
Skóm virtist mér tilsvarandi en
eitthvað lægra á barnaskóm.
1 heiil virtist mér íatnaður
bæði ósmekkiegur og óvandað-
ur en einstaka vörutegund ný
var að koma á markað og sýndi
mikia fram framför. Enda er nú
greinilega uppi sterk hreyfing í
t>á átt að bæta og auka vöru-
úrval. Fólkið hefur nú meiri
peninga handa á milli en áður
og gerir sívaxandi kröfur til
þess að fá fyrir þá eitthvað
nýtilegt.
Þegar ég gekk um fyrsta dag-
inn í Moskvu virtust mér allar
konur eins, stuttar og feitlagn-
ar — sem kemur því betur í
ljós, sem undirfatnaður þeirra
er hörmulegur — þreytulegar
og þungbúnar á svip, með
iila greitt hár — sem m.a. mun
stafa af því hve sápa er dýr —
og klæddar rósóttum lérefts
eða poplínskjóium einhvers
konar. Virtist mér þá ákaflega
þrúgandi blær yfir öllu. Þegar
ég að loknum kvöldverði gekk
aftur út, var þyngslasvipurinn
horfinn og meðalaldur borgar-
búa hafði, að þvi er virtisf,
lækkað uan 1—2 áratugi. Ástæð-
an fyrir þessum sviplegu um-
skiptum var sú, að þennan dag
var einhver æskulýðsdagur
haidinn hátáðlegur og unga
fólkið gekk um göturnar og
Rauða torgið syngjandi og spil-
andi á gítar og harmoníkur,
fjörlegt og fahegt æskufólk,
ágætlega klætt, frjálslegt í fasi
og bar höfuðið hátt. Ungar
stúlkur önduðu að sér ilmi
blómanna, sem piltarnir þeirra
höfðu sýnilega fært þeim og í
Alexandersgarðinum virtist róm
antíkin allsráðandi. Sums stað-
ar stóðu ungir strákar í
hnapp og léku vestræn dæg-
urlög á gitar, aðrir gengu
um með harmonikur og léku
rússneék dægurlög. Nokkur
ungmenni sátu með skóiabæk-
ur og lásu og á stóku stað geng-
um við fram á fuilorðnar konur,
þar sem þær sátu raulandi við
handavinnu. í höll stjórnar-
herranna í Kreml rikti glaumur
og gleði — þar var verið að
skemmta keisaranum í íran,
sem kominn var í opinbera
Háskólinn á Lenínhæðum.
heimsókn.
Þótt margt sé faUegt í
Moskvu skýtur sú hugsun æði
oft upp kollinum, þegar gengið
er eða ekið um götur hennar, að
hún gæti verið margfalt fall-
egri. Kemur þar einkurn til
byggingarstíilinn, sem þar er
ríkjandi, einkum í búðarlhverf-
unum i úthverfunum. Ég held,
að Rússar megi vera þakklátir
of sarmar eru þær staðhæfing-
ar, að hús þeirra séu illa byggð
— þeir geta þá með minni eftir-
sjá sett á þau ýtur seinna meir
og betrumbætt sína ágætu borg,
gert hana eins fallega og hún
á skilið. Brúðartertu-stíH
Stalínstimans er löngu heims-
kunnur, enda ótrúlegur óskapn-
aður og miklu ljótari í reynd
en á myndum að sjé. Er sorg-
legt til þess að vita, hve miklu
fé hefur verið eytt í prjáj qg
tiidurslegar skreytingar á
'þeim tíma, er húsnæðisskortur
var slikur, að fólki var hrúgað
í tugatali í hverja smáibúðar-
holu. Bftir þvá, sem túlkurinn
ökkar, Ina, sagði varð fólks-
fjölgun svo gífurleg í Moskvu
eftir byltinguna, að stjórnin
hefur á undanförnum árum
orðið að gera sérstakar ráðstaf-
anir til þess að hamla gegn
flutningum fólks þangað úr
öðrum byggðarlögum og jafn-
framt hvatt Moskvubúa til að
flytjast til annarra staða.
Fólksfjöigunin olli að sjálf-
sögðu miklum búsnæðisskorti
— og þá bætti ekki styrjöldin
úr skák, en þá voru, að sögn
Inu, þriðjungur íbúðarhæfra
húsa í Sovétríkjunum lögð í
rúst, og 20 milJjónir manna
misstu heimili sín. Fyrir bylt-
inguna sagði Ina ástandið hafa
verið svo í Moskvu, að aðeihs
47% borgarbúa höfðu rennandi
vatn í íbúðum sínum, 30% raf-
magn og 13% upphitun. Sagði
hún 3.5 milljónir manna hafa
fengið húsnæði 1 Moskvu frá
styrjaldarlokum og á næstu ár-
um væri áætlað að reisa fjölda
íbúðarhverfa, íbúðareiningar
fyrir 5.000—25.000 manns
hverja, þar sem verði skólar
verzlanir og annað, sem nauð-
syplegt kann að reynast til
daglegs iifs ibúanna. Fer ekki
á milili mála að geysimikið er
byggt af íbúðarhúsum í
Moskvu. Fjöldaframleiddar húsa
samstæður þjóta upp eins og
gorkúlur og bæta jafnt og þétt
úr húsnæðisskortinum.
Og þótt nýju húsin séu langt
frá því að vera falleg eru þau
miklum mun skárri en það
sem fyrir er. Algengt er
þó ennþá, að hjón búi ásamt
2—4 börnum í einu herbergi
og hafí aðgang’ að eidihúsi og
baði, en einnig títt orðið að
jafnstór fjölskylda fái 2—3
herbergja íbúð í úthverfunum.
Stærri ibúðir en 3—4 herbergja
tíðkast alis ekki. Mikið hefur
verið rætt og ritað um að
íbúðarhús Rússa séu illa byggð
og að erfileikar séu á að fá
þeim sæmilega viðhaldið.
Rússneskur verkfræðingur —
flokksbundinn kommúnisti —
sagði mér aðspurður, að þetta
væri rétt. Þeir byggðu svo
óskaplega hratt, þar sem hús-
næðisþörfin væri svo brýn, að
það kæmi óneitanlega niður á
gæðunum. Og viðhald húsa
væri miklum erfiðlei'kum bund-
ið sökum þess, að faglærðir iðn-
aðarmenn væru allir teknir í
nýju framleiðsluna jafnskjótt
og þeir kæmu úr skóla. „Við
eigum ekki um annað að veija
en koma fólkinu í hús“ sagði
hann og bætti við „við gerum
okkur þetta fyllilega ljóst og
höfum góðar vonir um að
éstandið í þessum efnum muni
fara hraðbatnandi á næstunni".
í raun og veru mætti segja,
að þessi síðustu orð verk-
fræðingsins væru einkunnarorð
alira þeirra Rússa, sem ég hitti
að máli í þessari ferð. Allir
voru sammála um að lífskjörin
og athafnafrelsi fólksins hefði
batnað afar mikið á síðustu
5—10 árum og færi fram sem
horfði væri von ennþá meiri
breytinga á komandi áratug.
„Þið hefðuð, sagði einn mið-
aldra leigubílstjórinn, átt að
vita hvernig ástandið var hér
á dögum Stalíns, þegar við
þorðum varla að Hta upp með-
an við gengum yfir Rauða torg-
ið. Og þá fékkst bókstaflega
ekkert. Miðað við þá daga höf-
um við ekki yfir miklu að
kvarta — sízt unga fólkið“,
bætti hann við.
Þó var unga fólkið ekki allt
jafn ánægt. Á matsölustað ein-
um hittum við nokkra unga
stúdenta — þeir voru ekki bein
Hnis óánægðir — en sögðust
hafa mikla löngun til að ferð-
ast, ieggja land undir fót og
fara að heiman í nokkur ár,
jafnvel vinna fyrir sér á leið-
inni, — koma síðan heim og
vinna fyrir föðuriandið. En
þetta töidu þeir illframkvæm-
anlegt. „Ekki ennþá —
kannski seinna, eftir fimm til
tíu ár". Stúdentarnir virtust
lifa ágætu lífi. Þeir stund-
uðu nám við Moskvu há-
skólann á Lenínhæðum og
höfðu námslaun, 90 rúblur á
mánuði, sem entust vel, þar
sem húsnæði kostaði aðeins 1,50
rúblu á mánuði, bækur voru
ódýrar og hægt að borða ódýrt
í mötuneyti háskólans. Sögðu
þeir flesta stúdenta — um 90%;
fá námslaun, 30—90 rúblur á
mánuði eftir frammiStöðu í
námi. I sumum greinum værii
hægt að fá hærri laun en i
öðrum og færi það eftir að-
sókninni að deildupum og þörf-
um atvinnuveganna.
Moskvuháskóii var stofnaður
árið 1754. Þar stunda nú nám
rúmiega 30 þús. stúdentar. Nýi
skólinn á Lenínbæðum, sem;
byggður var á árunum 1949-53
er eingöngu fyrir raunvísinda-
deildir, en hugvísindi eru kennd
í gamla háskólahúsinu við
Marx stræti, auk þess sem skól
inn hefur kennslu í nokkrum
öðrum húsum. Erlendir stúd-
entar í Moskvu eru um 2000
talsins, frá 100 löndum, en auk
þeirra eru margir stúdentar frá
Asíu- og Afríkuríkjum við nám
og herþjálfun. Við hittum oft
erlenda stúdenta á barnum á
„National ‘. Þangað komu aldrei
rússneskir stúdentar, enda var
þar eingöngu hægt að kaupa
fyrir erlendan gjaldeyri, — og
auk þess höfðum við grun um
að reynt væri að sporna við of
miklu samneyti þeirra við er-
lenda ferðamenn. Einn ferða-
félaganna hafði til dæmia
kynnzt rússneskum stúdent og
boðið honum að snæða með sér
kvöldverð á hótel „National“.
Þegar stúdentinn kom spurði
dyravörðurinn, hvaða erindi
hann ætti þangað. Stúdentinn
sagði sem var. „Til hvers?,
spurði dyravörður „til þess m.a.
að æfa mig í ensku“ svaraði
stúdentinn. „Þú getur lært
énsku í háskólanum „sagði þá
hinn og vísaði honum út. Og
nokkrum sinnum urðum við
vitni að því, að Rússum var
ekki hleypt inn á „dollara“ vín-
stúkurnar, eins og þær jafnan
voru kallaðar
öánægja Afrikustúdenta með
aðbúnaðinn í Moskvu hefur oft
verið umtalsefni vestrænna
blaða. Reyndum við að hlusta
eftir skoðunum stúdenta á
þessu og fengum þá hugmynd,
að ástæðan fyrir óánægju
þeirra mundi fyrst og fremst
vera leiðindi. Þegar þeir fyrst
komu til Rússlands vöktu þeir
óskipta athygli, ekki sízt kven-
fólksinS, — sem vel kunni að
meta þeirra „hraustlega" Htar-
hátt og klæðaburð, sem tók
langt fram klæðaburði og útliti
rússnesku stúdentanna. Þeir aft
ur á móti urðu ókvæða við,
þegar stúlkurnar tóku að taka
„Don Juan“-framkomu erlendu
stúdentanna fram yfir „félags-
lega“ framkomu landa þeirra.
Gagnrýndu þeir stúlkumar
harðlega fyrir og fór svo, að
stúlka, sem sást á götu með
Araba eða Afríkustúdent varð
ámælisverð í augum félaga
sinna og almennings. Afleiðing-
in varð sívaxandi einangrun er-
lendu stúdentanna, og jafn-
framt vaxandi leiði þeirra á
náminu og öUu, sem því fylgdi.
í einni af nýjustu „Metro“ stöðvunum.
Sambýlishús við Lomonosovskl Prospekt. ByggingarstíU, sem
þessi, er ríkjandi á eldri bygg- ingum í borginni, þ.e.ajs. frá
írá Stalíns-timanum.